Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 42
42 ÐV'. FIMMTUÖAGUR lí DBSEMBBR-1983; * DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Svifflug, blak og körfubolti Komiði sælir, félagar og vinir góðir, og í fljúgandi góðu skapi bjóðum við góðan fimmtudag. Við teljurn okkur halda merki Dægradvalarinnar á lofti með því að fjalla um svifflug, körfubolta og blak að þessu sinni. Fyrst förum við í Iþróttahús háskólans og fylgjumst með háskólakennurum spila blak. Við ræðum þar við rektor háskólans, Guðmund Magnússon, en fyrir utan að spila blak er hann líka í körfuboltanum með samkennurum sínum. Viö heilsum síðan upp á Garðar Gíslason tannlækni en hann stundar svifflugið í frístundum sínum á sumrin. Og setti reyndar met í beinu útflugi í sumar. Dóttir hans, Bergþóra Kristín, er einnig í svif- fluginu og að sjálfsögðu ræðum við líka viö hana. Við svífum svo með punktinn á sinn staö. Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Gunnar V. Andrésson w ■ \ Xí x l llllilir ■M ^ , j iMtfo jLsæ%. iiiiiir £ Wm mJsBL jf wí'''3 . . & £./ Hópurinn kominn saman. Sannkallaðir blakmenn, kennararnir i háskólanum. DV-myndir GVA. HAFT MJÖG GAMAN AF ÞESSARI ÍÞRÓTT — „Körfuboltarabb” við Guðmund Hér hefur Guðmundi tekist að „smasha Magnússon, rektor Háskóla íslands h I || Á sviff/ugmóti á Hellu. — rætt við Garðar Gíslason tannlækni sem Svifíð um loftin blá. Hér er Garðar á svifflugu sinni yfír Hellisheiðinni. Myndin er tekin úr annarri svif- flugu. f laug f rá Sandskeiði austur í Kvísker f sumar og setti þar með svifflugsmet „Ég fór í loftið með það í huga að fljúga fram og til baka flug. Ætlaöi austur á Kirkjubæjarklaustur og til baka á Sandskeiðið. Þetta heföi oröiö um 340 kílómetra flug. ” Þetta sagði Garðar Gíslason tann- læknir er við heimsóttum hann á heim- ili hans í Hafnarfirði. Og hann er þarna að lýsa flugáætlun sinni er hann setti met í flugi þann 17. júlí í sumar, í beinu útflugi. En flugáætlun Garðars átti eftir að breytast. ,,Ég komst í mikla hæö yfir Henglinum, 6100 metra, og lagöi í hann austur að Kirkjubæjarklaustri. Á leið- inni leist mér ekki á að snúa viö vegna mikilla vinda þannig að ég ákvaö að halda áfram austur. Eg náði að komast austur aö bænum Kvískerjum, austasta bænum áður en komið er að Breiðamerkursandi. I beinni línu frá Sandskeiði reyndist vegalengdin vera rétt rúmlega 250 kílómetrar.” Garðar byrjaði að læra svifflug 14 ára að aldri. Það atvikaðist þannig að hann var í Hlíðardalsskóla og þar hafði einn skólabróöir hans, Birgir Johns- son, farið á námskeiö í s viff lugi. GÍFURLEG ÚTRÁS VIÐ AÐ SVÍFA UM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.