Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983. 9 Útlönd Útlönd Fríedrichs, einn af ráðhemun frjálslyndra demókrata, og von Brauchitsch, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Flicksamsteypunni, en Brauchitsch liggur undir áksru fyrir að hafa borið mútur á stjórnmála- menn. Flick-samsteypan notaðist við þræla i heimsstyjöldinni Flick, iðnaöarsamsteypan sem er miðdepill mútuhneykslismálsins i Vestur-Þýskalandi, er eitt af fáum risafyrirtækjum í einkaeign í V- Þýskalandi. Friedrich Karl Flick, hinn 56 ára gamli forstjóri samsteypunnar, liggur ekki undir ákæru í málinu en tveir af fyrrverandi aðstoöarmönn- um hans, Eberhard von Brauchitsch og Manfred Nemitz, eru báðir á- kærðir fyrir að hafa boriö mútur á stjórnmálamenn. Rannsókn hefur staðið í tvö ár og aðallega beinst að því hvort framlög fyrirtækisins í kosningasjóöi flokkanna (og þá aöallega vitaö um framlög til frjálslyndra demókrata) tengist eitthvaö skattaeftirgjöf sem Flick-fyrirtækið fékk 1975 vegna sölu á hlutabréfum sínum í Daimler- Benz-bílaverksmiðjunum. Þar átti Flick 29%. Hagnaður af hlutabréfa- sölunni færði Flick tvo milljarða marka sem þaö fjárfesti í banda- rískum efnaverksmiðjuhring. Flick-samsteypan var stofnuð af föður núverandi eiganda, Friedrich heitnum Flick, sem var fátækur bóndasonur er varð stóriðjuhöldur upp úr fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir síðari heimsstyrjöldina dæmdu sigurvegaramir hann í fangelsi fyrir að nota þræla á stríðsárunum. Þegar hann var látinn laus 1950 voru þrír fjórðu fyrirtækjaveldis hans leystir upp eða teknir eignarnámi. Flick eldri var þá fljótur að endur- reisa fyrirtækið svo að það var orðið iðnaðarrisi þegar hann féll frá 1972. Samsteypan, sem teygir víða arma sína, allt frá pappírsiönaði til efnaframleiðslu, verkfræöiþjónustu til vopnaframleiðslu, skilaði af sér 94 milljóna marka nettóhagnaöi á síöasta ári (af niu milljarða marka veltu). Vegna fjölmiðlafælni og flókinnar og margbreytilegrar eignaraöildar hennar í hinum ólíkasta rekstri er erfitt að fylgjast með umsvifum fyrirtækisins. Hlut- deild þess í atvinnulífinu í Banda- ríkjunum hefur gefið því orð fyrir að vera traust til f járfestingar í. 1 V-Þýskalandi hafa margir af hæfustu framkvrmdastjórum at- vinnulífsins hlotið sína byrjunar- skólun hjá Flick-samsteypunni. Bæjarstjórnarfull- trúar handteknir í mahurannsókn Bæjarstjórinn í San Remo og þrír aðrir bæjarfulltrúar hafa verið hand- teknir í kjölfar rannsóknar lög- reglunnar á rekstri spilavíta á Italíu og tengslum mafíunnar við þau. — Einn þessara bæjarfulltrúa hafði stjórn lög- reglunnar í San Remo með höndum. I herferð sinni gegn mafíunni gerði ítalska lögreglan húsleit í spilavítun- um í San Remo, Saint Vincent, Feneyjum og Comox fyrir þrem vikum. Upp hafði komið kvittur um að mafían notaði spilavítin til að víxla illa fengnum peningaseölum sem lög- reglan hafði númerin á. Viö húsleit í spilavitinu í Campione d’Italia fundu yfirvöld einmitt slíkaseðla. Brennuvargar Attræður ellilífeyrisþegi í Flórída og tveir Ungverjar voru í fyrradag dæmdir sem brennivarg- ar og fundnir sekir um að hafa kveikt í 17 íbúðarhúsum í New York til þess að svíkja rúma milljón dollara út úr Lloyds- tryggingarfélaginu i London. Ikveikjur þessar voru á árunum 1976 til 1980 og misstu hundruð manna heimili sín í Bronx og á Manhattan af völdum þeirra. Um 40 slökkviliðsmenn hlutu meiðsli í viðureign við eldana. Gamli maöurinn hafði lagt til fé svo að hinir gætu fest kaup á húsum en síðan sá hann um að tryggja þau ríflega hjá Lloyds og heimta tryggingu þegar þau höfðu verið brennd. Nú geta litlu stú/kurnar fíka greht og snyrt Með dúkkuhöfðinu frá Sebino fyigir afítsem tfíþarf tilhárgreiðs/u og andfítssnyrtingar, eins og t d. rúiiur, augnhár. varafítir. andfítsfarði, hárafítir o.fl. Verð frá kr. 372,- Einnig er tii dúkkuhöfuð sem hefur þá einstöku eiginleika að hægt er að síkka og stytta toppinn án þess að klippa. Verð ásamt ofangreindum fyigihlutum kr. 1.260,- TÓmSTUflDflHÚSIÐ HP Laugauegi ÍH-Reufcjauil: s= S1901 Nu ceta allir fensiú sér fi3t ★ Eigum ennþá á óbreyttu veröi úrval af jakkafötum. ★ Verö á fötum meö vesti kr. 5.100,- ★ Munið greiösluskilmálana. |U| /£ \? mms )I|M|| Inl'slr \IKIHI IN kll KII Snorrabraut s. 13595 Glæsibæ s. 34350 Miðvangi s. 53300 Hamraborg s. 46200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.