Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 26
26
DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983.
Nýjar bækur
PBHER FREUCHEN
iaríon
SKUGGSJA
Laríon
eftir Peter Freuchen
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfiröi,
hefur gefið út nýja bók eftir Peter
Freuchen, sem nefnist Laríon. Peter
Freuchen er frægur vítt um lönd vegna
þekkingar sinnar og rannsókna —
vegna margra frábærra bóka. Ævin-
týralega atburði, sem oft gerast í raun-
veruleikanum, en fæstir kynnast af
eigin raun, leitaði hann uppi, skráöi á
bækur og ávann sér hylli og aðdáun
fjöldans. Þannig varö til sagan af
Laríon, síðasta mikla indíánahöfö-
ingjanum í Aláska.
Þetta er grípandi frásögn um hinar
miklu óbyggðir Alaska og frumstætt líf
indíánanna, sem landið byggðu, er
fyrstu hvítu skinnakaupmennirnir
komu þangaö og frumbyggjarnir kom-
ust í fyrstu snertingu viö menningu
hvíta mannsins. Þetta er meistaraleg
frásögn hins mikla sögumanns um
baráttu. náttúrubarna gegn þeim, sem
þröngvuðu sér inn á landsvæði þeirra
og tókst að sá því hatri er að lokum
endaði með hinu hroðalega blóðbaöi
við Núlató. Lesandinn öðlast ógleyman-,
lega mynd af Alaska, hann heillast af
hrikaleik landsins og sérstæðum töfr-
um hinna upprunalegu íbúa þess,
indíánunum í skógunum miklu við
Yukonfljótið.
Laríon er er 270 bls. að stærð, þýdd
af Sverri Pálssyni, sett og prentuð í
Prentsmiðju Árna Valdemarssonar og
bundin í Bókfelli hf.
mmOi iww iis*
nvtsr*r.» A unrK'Mi.vt ocí
tifítVKS,u\ iatT nArr.
errm hm.\ hótjwik> c'rMxvtmnit.
FUQLAR
Smáfuglar
Gleðisögur eftir Anais Nin
Ut er komin hjá Iðunni bókin Smá-
fuglar, gleðisögur eftir Anais Nin.
Guörún Bachmann þýddi. Anais Nin
var bandarískur höfundur og einn
kunnasti og virtasti höfundur gleði-
sagna á síðari áratugum. Áður hefur
komið á íslensku eftir hana sagna-
safnið Unaðsreitur. Smáfuglar hafa að
geyma þrettán sögur og segir um efni
þeirra í kynningu forlags á kápubaki:
„Líkt og í Unaösreit er hér lýst ýmsum
hliðum kynlífsins af holdlegri gleði og
lífsþorsta sem verður iesandanum
lengi minnisstæður. Flestar sagnanna
segja einkum frá kynlífsreynslu
kvenna af einlægni og hispursleysi sem
á sér fáa líka. Smáfuglarnir flögra um
leyndustu afkima í húsi ástarnautn-
arinnar. ..”
Smáfuglar er 134 blaðsíöur. Oddi
prentaði.
Björtu hliðarnar
eftir Gylfa Gröndal
Björtu hliðarnar heitir ný bók eftir
Gylfa Gröndal. Þetta er ævisaga Sigur-
jónu Jakobsdóttur, ekkju Þorsteins M.
Jónssonar, skólastjóra og bókaútgef-
anda. „Eg hef alltaf getað séö björtu
hliðarnar á tilverunni,” segir Sigur-
jóna Jakobsdóttir og þetta lífsviðhorf
gengur eins og rauöur þráður gegnum
endurminningar hennar.
Sigurjóna giftist ung Þorsteini M.
Jónssyni, en hann var um skeið al-
þingismaöur og átti sæti í sambands-
laganefndinni 1918. Þótt lífsbaráttan
væri oft hörð, tókst henni að gera hvort
tveggja í senn: veita mannmörgu
heimili forstöðu og ala upp stóran
barnahóp, en hafði samt tíma aflögu til
að sinna áhugamálum sínum og ýmiss
konar félagsstarfsemi.
Það er uppörvandi og lærdómsríkt
aö kynnast langri og viðburðaríkri ævi
þessarar merku konu, unun aö fá að
njóta lífsgleði hennar og frásagnar-
gáfu í þessari bók.
Þetta er áttunda ævisaga Gylfa
Gröndal, en hann sendi frá sér í fyrra
Æviminningar Kristjáns Sveinssonar
augnlæknis, sem varðmetsölubók.
Björtu hliöarnar er 208 blaðsíöur auk
sérprentaðra mynda. Prentberg prent-
aði, en Félagsbókbandið annaöist bók-
band. ÍJtgefandi er Setberg.
Undarleg
uppátæki
eftir Ármann Kr. Einarsson
Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út
aöra bókina_ í bókarflokknum Ævin-
týraheimur Ármanns. Heitir hún
Undarleg uppátæki og fjallar um ævin-
týri félaganna Ola og Magga og er eftir
Ármann Kr. Einarsson.
Á bókarkápu segir meðal annars: I
þessari líflegu bók gefst íslenskum
börnum nýtt tækifæri til þess að
skyggnast inn í ævintýraheim
verðlaunahöfundarins Armanns Kr.
Einarssonar.
Ármann sendir sögupersónur sínar
úr daglega lífinu á vit óvæntra atvika
sem tengjast undarlegum uppátækj-
um. Jói frændi kemur hér mjög við
sögu eins og í Oskasteininum, fyrstu
bókinni í þessum flokki. En Oli er aðal-
persónan ásamt Magga vini sínum
Þessi smellna saga, sem hét áður Oli
og Maggi, hefur verið uppseld um ára-
bil og kemur nú út með breyttum svip
og nýjum teikningum Péturs Halldórs-
sonar
Undarleg uppátæki er sett og
prentuð í Prentstofu G. Benediktsson-
ar, en Bókfell hf. sá um bókband.
JAKOBÍNA .
SIGURÐARDOTTIR
Kvæði
eftir Jakobínu
Sigurðardóttur
Ot er komin í annarri útgáfu ljóða-
bók Jakobínu Sigurðardóttur, Kvæði.
Hún kom áður út árið 1960 en hefur
lengi verið ófáanleg. Jakobína er
þekktari sem skáldsagnahöfundur en
ljóðskáld en mörg kvæða hennar hafa
orðiö vel kunn, einkum baráttukvæðin.
Þessi nýja útgáfa er aukin ljóöum sem
Jakobína hefur ort síðan Kvæði komu
út, sum hafa birst á prenti, önnur ekki.
Meöal þeirra eru bæði baráttukvæði og
mörg persónuleg ljóð.
Bókin er 154 bls. að stærð, unnin í
Prentsmiðjunni Hólum hf. Jón Reyk-
dal hannaði útlit og gerði kápu.
Benedikt
Gröndal
Rit III
Ot er komið hjá bókaútgáfunnar
Skuggsjá, Hafnarfirði, þriðja bindi
rita Benedikts Gröndals. Fyrsta bindiö'
kom út haustið 1981 og annað bindið
1982. Gils Guðmundsson hefur annast
þessa Gröndalsútgáfur fyrir Skuggsjá.
Megin efni þessa þriðja bindis rita
Gröndals er sjálfsævisaga hans,
Dægradvöl. Sagan gefur glögga mynd
af Gröndal sjálfum, því sem endranær
er hann sjálfum sér líkur, hispurslaus
og óvæginn, gerir enga tilraun til að
sýnast, hefur hvorki löngun, vilja eða
getu til að vera annar en hann er í
raun: Hugmyndir okkar um Gröndal
væru ófullkomnar ef hann hefði ekki
skráð þessar minningar sínar, og ekki
aðeins það, heldur væru hugmyndir
okkar um 19. öldina, samtímamenn
hans og málefni þess tíma, fátæklegri
en ella, ef ekki nyti við frásagna hans
í Dægradvöl. Sjálfsævisaga Gröndals
spannar um það bil þrjá fjórðunga 19.
aldarinnar og mun ávallt talin eitt af
merkustu ritum íslenskra bókmennta
þess tíma. Og áhrif Gröndals hafa
verið mikil á ýmsa þá, er hvað
djarfastir hafa verið og listfengastir í
meðferð íslenskrar tungu.
I fyrsta bindi þessa safns eru kvæði,
sögur og leikrit og löng ritgerð um
skáldið eftir Gils Guömundsson. I ööru
bindinu er gullfalleg ritgerð,
Gröndalsminning, eftir Huldu skáld-
konu, auk bréfa og ritgerða Gröndals
og skýringa og athugasemda eftir Gils
Guðmundsson.
Rit III eftir Benedikt Gröndals er 463
bls. að stærð og er ítarleg nafnaskrá
yfir öll bindin þrjú aftast í þessu bindi.
Bókin er sett og prentuð í Prentverki
Akraness hf., en bundin í Bókfelli hf.
Kveiktu
á perunni
50 vísnagátur —
önnur bók.
Hér er á ferðinni önnur bók af hinum
vinsælu vísnagátum Olafs Gíslasonar
á Neðrabæ í Arnarfirði. Fyrri bók kom
út í fyrra. I formála segir höfundur:
Vísnagáturnar í þessu bindi eru aö
fomi og eðli til eins og í fyrra bindinu.
Finna þarf eitt lykilorð hverrar vísu,
sem gildir í mismunandi merkingum í
hverri hendingu. Lykilorð hverrar
hendingar getur verið sjálfstætt orð,
hluti úr samsettu orði, í einstaka tilfelli
brot úr ósamsettu orði, — eöa setn-
ingarbrot. 10 verðlaun verða veitt.
Utgefandi er höfundur og peruhönn-
uður er Ásta Svendsen.
Ljóð Vilmundar
Ot eru komin hjá Almenna bókafé-
laginu öll ljóö Vilmundar Gylfasonar.
Eru ljóð bókarinnar alls 74 talsins.
Matthías Johannessen ritar aðfarar-
orð um Vilmund Gylfason, stjórnmála-
manninn og skáldið, og er niðurlag
þeirra á þessa leið:
„En Vilmundur Gylfason orti sig
heim — eins og hann sagði sjálfur.
Hann átti að eigin sögn margar
ógleymanlegar stundir með ljóðunum.
Nú getum við átt slíkar stundir með
þeim minningum sem hann skildi eftir
í sínum ljóðum. Þau eru ekki einkaeign
höfundar, sagði Vilmundur Gylfason,
sem var eiginlegra að gefa en taka.
Bókin er kynnt af útgáfunnar hálfu
þannig:
„Vilmundur Gylfason var sérstæður
maöur hvort heldur hann birtist okkur
sem stjórnmálamaður eða skáld.
Hreinskiptni, einlægni og samúð með
þeim sem áttu í vök að verjast voru
einkenni hans — eiginleikar sem
almenningur kunni vel að meta hjá
stjórnmálamanni. I' skáldskapnum
njóta þessir eiginleikar hans sín enn
betur, og er ekki vafi á því að mörg
þessara ljóöa hitta lesandann í hjarta-
stað. Ljóðin fjalla um ástina, lítil-
magnann og dauðann, og á þessu efni
nær skáldið svo sannfærandi tökum að
okkur finnst eins og ljóðin séu töluð út
úr hjarta tímans. I þessari bók eru
prentaðar þær tvær ljóðabækur sem
Vilmundur Gylfason gaf út í lifanda
lífi. Auk þeirra er hér viðauki með
miklu ljóði sem nefnist Sunnefa og lá
með handritum skáldsins fullbúið til
prentunar.”
Ljóð Vilmundar eru 120 bls. aö stærð.
Setningu, prentun og band hefur
Prentverk Akraness annast.
Ritsafn II
Þorgils gjallandi
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfiröi,
hefur gefið út annað bindi af Ritsafni
Þorgils gjallanda. Alls verða bindin
þrjú. Rit Þorgils gjallanda hafa ekki
verið fáanleg í áratugi í heildarútgáfu.
Þessa útgáfu verka hans annast þau
Jóhanna Hauksdóttir og Þórður
Helgason.
Þær tvær sögur, sem prentaðar eru í
þessu bindi, Gamalt og nýtt og Upp við
fossa, eru lengstu sögur höfundarins
og jafnframt þær, sem umdeildastar
voru. Sagan Gamalt og nýtt birtist
fyrst í sögusafninu Ofan úr sveitum
árið 1892 og þótti reginhneyksli, bæði
efni og búningur. Þorgils boðaöi í sög-
unni óskoraðan rétt ástarinnar, en
ræðst hins vegar á helgi hjónabandsins
og boöar raunar afnám þess. Þetta of-
bauð grandvöru fólki.
Tíu árum síöar, árið 1902, kom svo
Upp við fossa út og hefur veriö fullyrt
um hana að ekki hafi oröið slíkur
úlfaþytur um nokkra bók hér á landi.
Mönnum ofbauö afstaða höfundar til
kirkju og trúmála og ekki síður hversu
berorður hann var um holdlegar ástir.
Þetta annað bindi Ritsafns Þorgils
gjallanda er 273 bls. að stærð, sett og
prentað í Prisma og bundið í Bókfelli
hf.
WRBARA -| _
g/artland
Segðu já.
Samantha
Segðu jár
Samantha
eftir Barböru Cartland
Út er komin hjá bókaútgáfunni
Skuggsjá, Hafnarfirði, ný bók eftir
Barböru Cartland, sem nefnist Segðu
já, Samantha. Þetta er 10. bókin, sem
Skuggsjá gefur út eftir Barböru
Cartland.
Samantha var ung og saklaus og full
umhyggju fyrir velferð fööur síns og
áhugamálum hans, sem fyrst og
fremst snerust um litlu sveitakirkjuna
hans og þaö er hana varðaði. En hún
var einnig gædd sérstæðri, meðfæddri
fegurð og yndisþokka og það var sem
græn augu hennar heföu að geyma alla
leyndardóma veraldar. Þaö, sem
menn hins vegar vissu ekki, var, að
þessi yndisfagra fegurðardís var í
raun og veru aðeins fáfróð og óreynd
Iítil stúlka frá prestssetri úti í sveit, en
ekki sú lífsreynda, glæsta sýningar-
súlka, sem myndir birtust af á síöum
tískublaðanna og almenningur heillaö-
ist af.
Segðu já, Samantha er 176 bls. að
stærð, þýdd af Sigurði Steinssyni, sett í
Steinholti hf., prentuð í Prenttækni og
bundin í Bókfelli hf.