Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 38
38 DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983. ÞAÐ MUNAR UM MINNA KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. s. 86511 Lambahamborgarhryggir London lamb Úrbeinað hangilæri Úrbeinaður hangiframpartur Hangilæri Hangiframpartur Söltuð rúllupylsa Reykt rúllupylsa 1/2 folaldaskrokkar, tilbúnir í frystinn okkar verð 128,00 kr. kg 158,00 218,00 148,00 128,00 85,15 60,00 75,00 79,00 Opið alla daga íil kl. 19. Opið laugardag lil kl. 16. Alltaf opið í hádeginu. nýja verðið j 224,00 kr. kg j 296,00 331,00 234,00 218,00 120,15 127,00 127,00 KREDITKORT VELKOMIN NYTT SÆTAÁKLÆÐI í BILINN „EXPRESSE" FÆST í BRÚNUM, GRÁUM OG BLÁUM LIT. naust kf SÍÐUMÚIA 7-9 • SÍMI 85722 REYKJAVÍK Ólafur Ragnarsson útgefandi, Pótur Halldórsson og Guðni Kolbeinsson með nýju barnabókina. D V-mynd Bjarnteifur Alíslensk bamasaga: KELIKÖTTUR í ÆVINTÝRUM Bókaútgáfan Vaka hefur sent á markað nýja litmyndabók fyrir börn og má meö sanni segja að hún sé al- íslensk. Þeir Guðni Kolbeinsson og Pétur Halldórsson hafa samið þessa bók í máli og myndum og hlaut hún nafniö Keli köttur í ævintýrum eftir aðalper- sónu sögunnar. Keli þessi er heimilis- köttur úr Reykjavík sem óvænt er einn og yfirgefinn í þjóðgarðinum á Þing- völlum. Þar gerist margt óvænt og mun börnum þykja bæði spennandi og skemmtilegt að fylgjast með ævLn- týrum hans. Þetta er önnur barnabók Guðna en fyrir þá fyrstu hlaut hann barnabóka- verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1983. Það var sagan Mömmustrákur sem kom út hjá Vöku fyrir síðustu jól. Pétur hefur myndskreytt margar barnabækur en þessi er hin fyrsta þeirra sem öll er í litum. Myndir Péturs eru hinar fjölbreytilegustu þótt athyglinni sé aðallega beint að kettin- um Kela og er á söguna líður að kunn- ingja hans, dvergnum Klárusi, sem á heima í Almannagjá á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni. Texti bókarinnar er settur hjá Sam hf., litgreining og filmuvinna fór fram hjá Korpus hf. en Prentsmiöjan Oddi hf. annaðist prentun og bókband. Bókaútgáfan Vaka hefur þegar kannað möguleika á að koma þessari nýju, íslensku barnabók á markað erlendis fyrir milligöngu útgefenda íj nágrannalöndunum og hafa undir- tektir verið mjög jákvæðar. Yröi ánægjulegt ef hægt yrði aö koma þannig íslensku barnaefni á framfæri við börn annars staðar í heiminum. En meginatriðið er af hálfu út- gáfunnar að bjóða íslenskum börnum fallega og vandaöa, íslenska barna- sögu sem að gæðum jafnast á við það besta sem gefið er út í nágranna- löndunum. Keli köttur ætti ekki að bregöast ungum lesendum því að þetta er ljúf og lifandi saga um fólk, dýr og dverga á íslenskum söguslóöum. Við erum ekki stærstir en stærsti þáttur okkar er persónuleg þjónusta DrífaSkúladóttir. Hún er einn starfsmanna okkar sem sér um heimilistryggingar og ökutækjatryggingar og farangurstryggingar og svoframvegis. Haföu samband viö Drífu um tryggingu. Það hefur kosti í för með sér að eiga viðskipti við lítið tryggingafélag með persónulega þjónustu. H4GTRYGGEVG HF Suóurlandsbraut 10,105 Reykjavík, sími 85588. TAKTU TRYGGINGU - EKKIÁHÆTTU Möguleikar með póstfaxi * Eins og frá var skýrt á fréttamanna-^ fundi er póstfax-þjónusta hófst hér- lendis var áætlað aö póstfax-viðskipti yrðu formlega tekin upp við póst- og símstöðvar á Norðurlöndum síðar á árinu. Nú hefur verið ákveðið að slíkri þjónustu verði komið á frá og með deginumídag, 1.12.1983. Við þetta opnast möguleikar til aö senda skýrslur, teikningar, skjöl, yfir- lýsingar og hvaö annað sem myndast með venjulegri ljósritun, með póstfaxi til viðtakanda á Norðurlöndunum. A þriðja hundrað póst- og símstöðvar á Norðurlöndunum hafa tæki til móttöku póstfax-sendinga, Hægt er að senda póstfax frá fjórum póst- og símaafgreiðslum á Islandi; Póststofunni, Pósthússtræti 5 Reykjavík og póst- og símstöðvunum Akureyri, Egilsstöðum og Isafirði. Frestur til aö senda inn tillögur í samkeppni SÁÁ um nafn á nýju sjúkrastöðina í Grafarvogi rennur út þann 6. desember. Þá verður jafn- framt dregiö í hinu glæsilega bílahapp- drætti sem efnt var til í fjáröflunar- skyni fyrir lokafrágang stöðvarinnar. SÁÁ vill hvetja þá sem eiga eftir aö gera skil í happdrættinu og senda inn nafnatillögur að gera það sem allra fyrst. Víðtækur stuöningur þjóöarinnar hefur frá upphafi veriö styrkasta stoö. samtakanna og svo er enn. Yfir sex þúsund sjúklingar hafa notið meöferðar hjá SÁÁ síöan samtökin hófu starf. Engu að síður hefur aila jafna verið langur biðlisti eftir plássi. Þörfin fyrir nýju sjúkrastööina er því brýn. I happdrættinu verður dregiö um 10 glæsilegar bifreiðir af geröinni SAAB. Ferðaskrifstofan Utsýn hefur ákveöiö að verölauna höfunda þeirra fimm bestu tillagna sem berast um nafn á sjúkrastöðina með ferð til Costa del Sol. Sérstök dómnefnd fjallar um allar tillögur sem berast. fílýlega var opnuð ný hárgreiðslustofa, Hárver, að Barónsstig 18 b. Stofan er opin virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 9-12. • Siminn á stofunni er 20066. Eigendur Hárvers eru hárgreiðslumeistar- arnir Guðrún Oddsdóttir og María L. Brynjólfsdóttír sem sjást hár á myndinni. YFIR SEX ÞÚSUND HAFA FARIÐ í MEÐFERÐ HJÁ SÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.