Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR l.DESEMBER 1983. Menning Menning Menning Menning Menning SKÁLD SEM ÞJÓÐIN HEFUR EKKIKYNNST NÓGU VEL Heiðrekur Guðmundsson: MANNHEIMAR Gísli Jónsson valdi Ijóðin. Almcnna bókafélagið gaf út 1983. Líklega ber Heiörek Guömundsson frá Sandi nú einna hæst þeirra ljóöskálda í landinu sem eru á dögum og hlíta enn alfariö leiðsögn íslenskra ljóðstafa — aö Jóni Helgasyni slepptum. Sá fríöi flokkur þynnist nú óöum. En jafnframt þessum oröum er skylt aö taka fram að mælikvaröi ljóð- stafanna er ekki einhlítur til þess aö mæla og meta skáld, því aö skáld- skapurinn er ekki bundinn þeim vegum eöa vængjum sem hann fer nema aö litlu leyti. Og þó, segir bak- þankinn enn. Hafa ljóðstafirnir ekki veriö vegir skálda aö hjarta fólks síns öldum saman, og eru aörir vegir greiöfærari? Þaö er vafasamt, aö minnsta kosti varla aö hjarta þeirra Is- lendinga sem eru samaídrar Heiðreks og hann talar til. Nýr ljóðaskáldskapur leitar annarra leiöa að hug og hjarta Bclsvik, Rune: m’args konar dagar. íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson. Rvík, Æskan, 1983. Hann Rune Belsevik skrifar bókina Margs konar dagar frá dálítiö óvenju- legum sjónarhóli. Hann kemur sér fyr- ir í húsi í sjávarþorpi noröarlcga í Noregi. Og gegnum gluggann sinn fylgist hann meö því sem krakkarnir í þorpinu eru aö bjástra viö. Sumt sér hann ekki og þá verður hann aö geta í eyöumar. En þá er alls ekki víst aö krakkarnir séu ánægðir meö hvernig hann lætur atburöarásina þróast, og þá eru þeir ófeimnir viö að láta skoðan- irsínaríljós. Mér skilst aö Rune Belsevik sé ung- ur höfundur og ekki er hans getið í þeim handbókum sem ég hefi tiltækar um barnabókahöfunda. En í kynningu útgefenda er sagt aö hann hafi hlotiö verðlaun fyrir bækur sínar og eftir lestur Margs konar daga þarf þaö ekki aö koma neinum á óvart. En um hvaö skyldi bókin fjalla? Hvaö eru krakkar í Noröur-Noregi aö gera dags daglega? Jú, líklega ákaf- lega svipaöa hluti og krakkar hér heima á Islandi fást viö. Skólinn tekur stóran hluta af tíma þeirra og þar fyrir utan gerist margt og mikiö. Strákarnir í sögunni eru famir aö líta hinar og þessar stelpur hýru auga og þá er ekki úrvegifyrir þáaðsýnaþeim hetjulund sína og reyna aö reiöa þær heim á hjól- inu sínu, jafnvel þótt upp langa og Bókmenntir Andrés Krist jánsson síns fólks, og hjartað er líklega ekki jafneinboöinn áfangastaöur allra ungu skáldanna á sprengjuöldinni og hinna sem teljast til þjóðfrelsisaldar og kveðja nú hver af öörum. Bergmál ungu skáldanna í hjörtum er ekki eins hljómmikiö og hinna eldri. Formiö á vafalítið sinn þátt í því — þaö er harðara og dumbara. Fólk lærir ekki ljóðin þeirra ósjálfrátt. Þau setjast ekki aö í fólki og halda áfram aö óma þar eins og ljóö skáldanna sem eru að kveðja. Kann unga fólkið eöa aörir margt rímlausra ljóða? Vafalaust eitt- hvaö, en þaö jafnast engan veginn á viö þaö sem menn læröu á fyrri helm- bratta brekku þurfi að fara. Þetta reynir Oli og þó aö hann komist ekki al- veg alla leið, hefur hann ástæöu til aö ætia aö Ingunn taki viljann fyrir verk- ið. Staösetning litla þorpsins á jöröinni er notuð til aö glæöa söguefniö lífi. Þaö er ekki alltaf sól, þaö teljast meira aö segja stórfréttir þegar sólin birtist á vissum árstíma og þá er gefiö frí í skólanum og allir gleöjast. Bókmenntir Sigurður Helgason Margs konar dagar er eins konar dæmi- saga um hvernig daglega lífiö gengur. Þetta gæti eins og fyrr segir veriö frá- sögn af lífi krakka á ýmsum frekar af- skekktum stööum á Islandi. Og sagan segir okkur kannski einna best hvaö viö eigum mikiö sameiginlegt meö ingi tuttugustu aldar. Eigi að síöur eru ljóö ungra skálda mörg hver hugtækur lestur. Þaö er þeirra vegur, en hann er ekki eins bein braut til hjartans. En sleppum þessum vangaveltum. Æskuljóö Heiöreks Guðmundssonar komu út 1947. Og þó voru þaö ekki æskuljóð í eiginlegum skilningi. Þau gaf hann víst aldrei út, en í raun mun hann hafa ort alla stund síöan hann fékk máliö. Þaö geröu þeir Sands- menn. Gísli Jónsson menntaskólakennari hefur valiö í þetta safn, sem nú hefur verið gefiö út, úr þeim sex ljóöabókum sem Heiðrekur haföi áður sent frá sér. Mér telst til aö kvæðin séu 101 en þaö er líklega tæpur þriöjungur þess sem Heiðrekur hefur birt í bókum. Gísli fylgir „úrvalinu” úr hlaði með ítarlegum formála, þar sem hann drepur á nokkra eðlisþætti í skáldskap Heiöreks en gerir enga gangskör aö heildarmati á kvæðum hans eöa stööu í Knlhelnsson . frændum okkar Norömönnum sem búa austan viö landið okkar. Mér finnst þetta skemmtileg saga og þaö gefur henni einna mest gildi hvernig höfundi tekst aö lýsa hversdagslegum hlutum á skemmtilegan hátt og gæöa þá Ijóma, sem okkur hinum tekst því miður alltof sjaldan. Bókin höföar aö minni hyggju til krakka á aldrinum 10—13 ára. Hún höföar til þeirra krakka sem búa yfir ímyndunarafli og reyna aö setja sig í spor bama í Norður-Noregi. Það gerir hún fyrst og fremst vegna þess aö ekkert er verið aö reyna annaö en aö segja frá lífinu eins og þaö er — nema hvað þaö er haft sem allra skemmtilegast og þannig ætti það svo sannarlega aö vera alla jafna. Guöni Kolbeinsson þýddi þessa bók og ég held að þýðing hans sé allgóð. En viö lestur hennar finnst mér sagan hafa náö vissum einkennum sem skreyta Mömmustrákinn hans. Stíll þýöandans er sterkur á þann hátt. En það þarf alls ekki aö teljast vera nei- kvætt einkenni. sh íslenskum bókmenntum. Hann gerir ekki heldur teljandi grein fyrir sjónar- miöum sínum í kvæðavali, en nafnval bókarinnar — Mannheimar — sem er raunar heiti á þeirri ljóðabók Heiöreks sem út kom á miöri skáldævi hans 1966 og ber líklega ljósast vitni um þaö sem honum liggur þyngst á hjarta, sálar- heill mannsins hérna megin er vafalítiö slík stefnuskrá. En formáli Gísla er eigi aö síöur af- ar girnilegur til skilnings á skáldskap Heiöreks og fullgildur leiðarvísir aö ljóöunum sem á eftir fara. Eg þykist sjá, aö Gísli hyllist til þess öðru f remur aö velja í bókina ljóö, ssem eru góöar heimildir um glímu skáldsins viö aö skýra mannleg lífsrök, fremur en ljóödæmi um þaö hvar skáldflugið tekst best, en líklega fer þetta æriö oft saman hjá Heiöreki. Kannski er þetta þó fremur sýnishom en úrval. Eg get ekki neitaö því aö ég sakna þarna nokkurra ljóða sem mér hafá orðið hug- stæö úr bókum Heiðreks. En eigi aö 'síöur get ég ekki betur séð en vel sé valið og fylgt úr garöi og mikill fengur sé að þessari samfellingu, og meö því aö fylgja vörðum Gísla fáist allgóö yfirsýn um þroskaferil skáldsins. Gísli bendir í grein sinni á ýmis hin sterkustu sérkenni í skáldskap Heiöreks, svo sem ákafa og sífellda leit hans aö svörum og niðurstöðu um mannleg viöhorf og mannlegt líf, hamingjuleitina og vonbrigðin. Skáldiö fetar sig oft að slíkum svörum og niöurstööu. En þar er þó jafnan tjaldaö til einnar nætur, því aö ætíö vekur svariö nýjar og áleitnar spurningar, og þaö fer ekki milli mála að ný leit er hafin í huga skáldsins. Gísli bendir einnig á þungan trega og Aðf relsa menn frá firringu? Karl Marx og Friðrik Engels: Þýska hugmyndafrœðin. Mál og menning 1983,128 bls. Á þessu ári eru 100 ár liðin frá láti Karls Marx, og bókafyrirtækiö Mál og menning gaf af því tilefni út Þýsku hugmyndafræöina eftir hann og Friðrik Engels í íslenskun Gests Guömundssonar sem á einnig langan eftirmála. Þeir Marx og Engels sömdu þetta rit á árunum 1845—1846 til þess aö skýra fyrir sjálfum sér skoöanir sínar en þaö var ekki gefið út fyrr en á þessari öld. Af því má betur ráða en yngri ritum Marx, hverjar hvatir hans voru, hvers eölis kenning hans var, en sumir hafa á því áhuga, svo áhrifamik- ill sem Marx hefur verið. Meginhugmyndin er, held ég, einföld: Mennirnir hafa týnt hluta af sjálfum sér viö síaukna verkaskipt- ingu, þeir eru firrtir, hólfaðir niöur, þeir eru á valdi markaðsaflanna, en markaðsöflin ekki á valdi þeirra. Mennirnir finna aö sögn Marx ekki hinn týnda hluta af sjálfum sér aftur fyrr en þeir hætta þeirri verkaskipt- ingu sem veldur firringu þeirra. Marx segir (bls. 29): „Því aðeins veröur komist hjá mótsögnum milli hinna ýmsu þátta, aö verkaskiptingin veröi afnumin á nýjan leik.” Og Marx lýsir svo sameignarskipu- laginu (bls. 31): „I kommúnísku sam- félagi hefur enginn lokaö verksviö. Þess í stað getur sérhver menntaö sig á hverju því sviði sem hann lystir. Samfélagið stýrir almennri fram- leiðslu, og á þann hátt veröur mér gert ^lgjft að gera eitt í dag og annað á morgun. Eg get fariö til veiöa á morgn- ana, dregið fiska eftir hádegi, sinnt skepnum síödegis og gagnrýnt á kvöldin, alveg eftir eigin höföi, án þess aö verða veiðimaður, fiskimaöur, fjár- maöur eöa gagnrýnandi.” Marx var ekki fyrstur til þess að taka eftir því aö margt breyttist meö verkaskiptingunni, sumt til hins verra. Adam Smith hafði þegar bent á þetta í Auðlegð þjóðanna 1776. En Marx skildi þaö ekki, sem Smith skildi, aö verka- skiptingin var nauösynleg, til þess aö Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson menn gætu búiö við velmegun. Hann kom auga á þaö aö markaðsskipulag var aö rísa upp úr sjálfsþurftabúskap, aö viðskiptatengsl voru aö taka viö af náungatengslum, aö lífræn heild ætt- bálksins var að sundrast. En hann gáöi ekki aö því aö kostir þessarar þróunar voru miklu meiri og fleiri en ókostirnir. En hvernig gat Marx ímyndaö sér aö mennirnir gætu lifað sæmilegu lífi þótt þeir hættu verkaskiptingunni, breyttu séreign í sameign, viöskiptum í sam- skipti? Þetta gat hann af því aö hann hélt aö mennirnir breyttu um eöli í byltingunni. Hann segir (bls. 77): „Eigi kommúnísk vitund aö þróast meðal alls fjöldans og málefniö sjálft aö sigra, krefst þaö gerbreytingar á mönnunum, og hún getur aöeins orðið í raunvirkri hreyfingu, þ.e. byltingu.” Viö sjáum af þessum oröum, aö kenning Marx er í rauninni ekki fræði- leg, heldur guöfræðileg. Kenning Krists var aö einstaklingurinn gæti frelsast frá illu og komist til himnarík- Krakkamir handan við hafið Ljúflingssöngur og spil Hamrahlíðarkórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, og Pétur Jónsson gítarleikari flytja veraldlega tónlist frá 16. og 17. öld I Hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð, 25. nóvember. Fátt gerist betra til uppeldis ungu kórfólki en að glíma viö pólýfónískan söng, og hvaö aðgengilegast af þeim meiöi kúnstarinnar eru madrigalar. Margir hafa löngum velt fyrir sér fé- lagslegri þýöingu þeirra, ver- aldlegrá söngva á þeim tíma sem kirkjan vildi einoka alla skemmtan. Skemmtileg iöja er einnig aö skoöa útbreiöslu þeirra allt til endimarka hinnar músikölsku veraldar við lok sextándu aldar. Uröu þeir. til dæmis harla vinsælir fyrir tilstilli Dowlands í Danaveldi, eftir að haftn gekk á mála hjá Kristjáni fjórða. Sendi Kristján meira aö segja Nielsen og Mogensen til Gabrielis í Feneyjum til náms og hefur víst varia munaö um, búinn aö koma á einokun og ekki kominn út í rándýran stríðsrekstur. Væri betur ef þeir heföu náö aö flytj- ast hingað og gegnsýra hugsunar- Tónlist EyjólfurMelsted hátt landans jafnlengi og áhrif einokunarverslunarinnar. Með hörkudugnaði og vönduðum vinnubrögðum Þorgeröur Ingólfsdóttir hefur lengstum haldiö madrigölum aö sínu fágæta hljóðfæri, Hamrahlíðarkóm- um. Nú í svo ríkum mæli aö þau fluttu heila dagskrá meö þeim ein- göngu, skreytta gítarleik Péturs Jónassonar. Þaö er ekki hægt annað en að dást aö tónvísinni, ómfegurö- inni, fáguninni og örygginu í söng Hamrahlíðarkórsins. Slíkum árangri er aöeins hægt aö ná meö hörku- dugnaði og vönduðustu vinnubrögð- um. Hiö eina sem mögulegt er aö vera ósammála um er hraöaval í ein- stöku madrigal þar sem mér fannst texti og lag gefa tilefni til ögn fjör- meiri flutnings, sem breytir þó engu um hágæöi söngsins. Innskot Péturs Jónassonar voru í stíl viö sönginn. Raunar finnst manni sem maður fái áöeins reykinn af réttunum þegar einungis er boðlð *upp á svo örstuttar rispur, af hríf- andi mýkt, tónfegurö og brillíant leik þessa frábæra gítarleikara. Og út gekk maöur sæll í sinni eftir aö hafa hlýtt á ljúflingssöng og spil og munaðarfulla texta viö heillandi músík. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.