Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 48
TAL STÖÐVARBÍLAR
um alla borgina...!
-.85000
NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN
KNARRARVOðl 2 — REYKJAVfK
77nOO AUGLÝSINGAR sÍÐUMÚLA 33
SMÁAUG LÝSING AR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111
RfiR11mTSTJÓRN OUU 1 1 i SÍÐUMÚLA 12—14|
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983.
Ávísanaheftin
misdrjúg:
25-faldaði
innleggið
— ogflaugífrí
Þaö eru ekki margir sem komast í
frí til útlanda fyrir 6 þúsund krónur
nema ef vera skyldi ein miöaldra frú
úr Reykjavík er iék þann leik fyrir
skömmu. Frúin lagði 6 þúsund
krónur inn á ávísanareikning, keypti
sér ávísanahefti með 25 eyðublöðum,
stökk út í bíl og brunaði á milli
bankaútibúa og verslana. Að vörmu
spori var hún búin að gera stuttan
stans á 25 stöðum, heftið búið og 6
þúsund krónumar orönar að 150
þúsund krónum. Keypti hún þá flug-
miða og flaug í frí til Kaupmanna-
hafnar þar sem hún dvaldi í nokkrar
vikur í góðu yfirlæti þar til þarlend
yfirvöld framscldu hana aó kröfu
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Rannsókn er lokið og máliö verður
sent til Rikissaksóknara á allra
næstudögum. -EIR.
Atvinnuleysi
i fiskvinnslu
Slæmt atvinnuástand er nú meðal
kvenna íKeflavík og Njarðvíkum.
Hraðfrystihús Keflavíkur og
Sjöstjarnan hafa nú sagt upp um
hundrað konum sem unnu viöfisk-
verkun og bætist sá fjöldi við 40
konur sem þegar voru fyrir á at-
vinnuleysisskrá. Astandið er betra
meðalkarla.
Hraðfrystistöðin í Reykjavik hefur
einnig sagt upp 40 starfsmönnum frá
ogmeönæstaþriöjudegi. -ÓEF.
Þjódviljinn:
Kjartan hættir
semritstjóri
Kjartan Olafsson hefur látið af
störfum ritstjóra Þjóðviljans eftir 10
ára starf. Ekki liggur fyrir hver
tekur viö starfi hans, Einar Karl
Haraldsson og Arni Bergmann munu
fyrst um sinn ritstýra og bera
ábyrgö á blaöinu tveir, en eins og'
kunnugt er hefur Olafur Ragnar
Grímsson verið þeim innan handar
um tíma. Olafur Ragnar situr á þingi
um þessar mundir i fjarveru
Guðmundar J. Guðmundssonar og
„óvíst hversu lengi Þjóðviljinn nýtur
starfskrafta Olafs Ragnars,” eins og
Einar Karl orðaði það í morgun.
-EIR.
' : - ■ aigf.-..
LOKI
Hún kemur sér vel fyrir 1
suma fjölgun bankaútibú-
annal
Álgróðinn fæðist með
tvöföldun álversins
— þar sem aðeins þarf að bæta 200 manns við 640 manna starfslið
Fáum við 1,500 milljónir króna á
ári í staðinn fyrir 250 milljónir í
tekjur af orkusölu til Isal-álversins í
Straumsvík, ef semst um tvöföldun
þess?
Þetta gæti látið nærri. Og þá fær-'
um við fyrst að græða á álinu fyrir
alvöru.
í fyrirhuguðum samningavið-
ræðum Alusuisse um álveriö og
starfskjör þess er tvöföldun fram-
leiðslugetunnar einn kjarni málsins.
Augljóst er að sú stækkun getur um-
turnað afkomu álversins og skotið
stoðum undir stórhækkun orku-
verðsins, launahækkun starfsmanna
og mikla skattahækkun.
I Isal-álverinu unnu til skamms
tíma 750 manns að framleiðslu 80.000
tonna af áli. Nú, eftir tæknibætur,
duga 640 manns. Og ekki þarf nema
200 manns í viðbót við þessa 640 til
þess að anna stækkun í 160.000 tonna
framleiðslu á ári. Enda eru ný
bræðsluker helmingi stærri en
gömul. Og litlu þarf að bæta við
stjórnun og þjónustu, ef nokkru.
Eftir tvöföldun á álverið þannig að
ná um 200 tonna framleiðslu á starfs-
mann á ári í staðinn fyrir um 110
tonn lengst af hingað til. Þaö svarar
til afkasta í nýju álveri eins og því
sem áætlun liggur fyrir um frá
norska ríkisálfirmanu Ardal-
SunndalVerk.
Sú áætlun fól í sér að orkuverö væri
sem svarar til um 19 US-mill á kíló-
vattstund nú. En það svarar raunar
einnig til framleiðslukostnaðar á
kílóvattstund hér og nú frá nýrri
vatnsaflsvirkjun eins og Blöndu-
virkjun, samkvæmt traustum
heimildumDV.
ísal notar nú 1.360 gígavattstundir
orku á ári og til þess þarf 160 mega-
vatta orkuframleiðslu. Fram að
nýlegum bráðabirgðasamningi
borgaði Isal um 250 milljónir á ári
fyrir orkuna, sem kostaði þá 6,45 mill
á kílóvattstund. Ef ísal kaupir helm-
ingi meiri orku á ári á 19 mill kíló-
vattstundina þýðir það rúmlega 1.500
milljónir króna fyrir orkuna eina á
ári.
En til þess að geta selt Isal næga
viðbótarorku dugir ekki Blöndu-
virkjun ein. Hún á að geta lagt til 150
megavött. Svo að jafnframt þarf að
leita víðar eftir orkunni, svo sem til
Kröflu. HERB
íj . ■
Þetta eru miðaldamenn"
dómur í Spegilsmálinu kveðinn upp í sakadómi. Úlfar Þormóðsson
dæmdurfyrir klám, guðlast og brot á prentlögum
„Klukkur dómskerfisins eru of
fljótar eins og venjulega,” sagði Ulf-
ar Þormóösson klukkan 3 mínútur
fyrir níu nú í morgun en þá slógu
klukkurnar í sakadómi 9 högg. Stuttu
síðar kvað Jón Abraham Olafsson
upp dóm í Spegilsmálinu svonefnda
þar sem Ulfar sat ákærður fyrir
klám, guðlast og brot á prentlögum.
Ulfar var dæmdur í 16 þúsund króna
sekt sem greiöast á innan fjögurra
vikna, tæplega 5 þúsund eintök af 2.
tölublaði Spegilsins gerð upptæk svo
og offsetfilmur að blaöinu. Þá var
Ulfari gert að greiða 15 þúsund krón-
ur í málskostnaö og aðrar 15 þúsund
krónur til verjanda síns, Sigurmars
Albertssonar.
„Þetta eru miðaldamenn,” sagði
Ulfar eftir dómsuppkvaðninguna,
„ég var að vona aö máliö yrði tekið
nútímatökum í tilefni dagsins (1.
des.). Nú er aftur á móti Ijóst að ég
hef verið dæmdur fyrir klám, guðlast
og brot á prentlögum og engu ákæru-
atriði sleppt nema einu. Það virðist
sem sagt ekki vera bannaö að hala
upp á sér kynfærin með spotta og
birta mynd af því, ” sagði Ulfar.
Við uppkvaðningu dómsins hafði
Jón Abraham Ólafsson sakadómari
sér til aðstoðar séra Bjarna Jónsson
á Mosfelli og Eystein Sigurðsson
íslenskufræðing.
Ulfar Þormóðsson hefur áfrýjað
málinutilhæstaréttar. -EIR.
- . Jí^...............
Jón Abraham Ólafsson sakadómari kveður upp dóm i Spegilsmálinu nú i morgun. 77/ hlióar við sig hefur
hann Eystein Sigurðsson isienskufræðing, þá kemur Sigurmar Albertsson verjandi Úlfars, og loks söku-
dólgurinn sjálfur, Úlfar Þormóðsson.
Dyravörðurkærir
„Yfirheyrslur hafa staðiö yfir sið-
ustu daga og það er enn unnið aö
rannsókn málsins. Að öðru leyti vil
ég ekki tjá mig um það,” sagöi Arnar
Guðmundsson, deildarstjóri hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, í
morgun er DV spurði hvaö rannsókn
í máli Skafta Jónssonar blaðamanns
liði.
EnSkafti hefur kært þrjá lögreglu-
þjóna fy rir að hafa misþyrmt sér eft-
ir handtöku í Þjóðleikhúskjallaran-
um síöastliðiö laugardagskvöld.
Þaö var dyravörður í húsinu sem
kallaði á lögregluna vegna sam-
skipta sinna við Skafta.
Við spurðum Amar Guðmundsson
hvort rétt væri að umræddur dyra-
vörður i Þjóðleikhúskjallaranum
hefði lagt fram kæru á hendur
Skafta.
„Já, þaðerrétt.” -JGH
Konan látin
Onnur konan sem slasaðist í
umferöarslysinu í Hafnarstræti á
ísafirði í fyrradag lést á sjúkra-
húsinu þar í gær. Hún hét Anna Hall-
dórsdóttir og var 83 ára gömul.
Konan sem með henni var liggur
enn þungt haldin á sjúkrahúsinu.
Lögreglan á ísafirði er enn að rann-
saka orsök slyssins en dimmt var
yfir og mjög hált á götum þegar þaö,
varð. -klp-