Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Qupperneq 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stiómarformaflur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvaemdastjóriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoflarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó<-ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI BÓAU. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiflsla, áskriftir, smáaugtýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plqtugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Greiðslubyröi skatta Fjölmiðlar greina frá því þessa dagana að tekjuskattur lækki og barnabætur hækki og áköfustu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gefa í skyn að skattalækkanir séu boðaðar með þessum breytingum á tekjuskattinum. Ekki er það alls kostar rétt. Það sem verið er að gera er fyrst og fremst að sjá til þess að skattbyrðin verði í heild hin sama af tekjum greiðsluárs á árinu 1984 og á árinu sem er aö líða. Þetta skal útskýrt með einföldu dæmi: Undanfarin ár hefur verðbólga farið vaxandi og þá jafnframt laun og tekjur, í formi verðbóta og launaskriðs. Skattgreiöendur hafa þar af leiðandi greitt skatta af tekj- um framtalsárs með launum greiðsluárs. Ef laun hækka um 50% milli ára hafa skattgreiðendur helmingi fleiri krónur til aö greiða skatta af launum fyrra árs. Að þessu leyti hefur verðbólgan unnið með okkur og létt á greiðslu- byrði skatta. Með minnkandi verðbólgu og stöðnun launahækkana er á hinn bóginn deginum ljósara að óbreytt skattþrep og skattvísitala, sem aðeins tæki mið af launahækkunum milli ára, leiddi til mikillar þyngingar í skattgreiðslum. Skyndilega værum við farin að greiða skatta frá fyrra ári með nokkurn veginn sömu launum og við fengum á fram- talsárinu. Slíkt hefði í för með sér miklar og auknar byrð- ar fyrir heimilin í landinu. Til að forða frá þeim ágjöfum hefur orðið að lækka skatthlutföll og hækka barnabætur til að ná fram því markmiði að greiðslubyrðin verði sú sama á milli ára. Þetta er megintilgangur þess skattalagafrumvarps, sem kynnt hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu. Hins vegar eru í frumvarpinu minniháttar skatta- lækkanir til handa hinum lægst launuðu, svo og einstæð- um foreldrum og börnum. Þær breytingar vega ekki þungt enda vart hægt að gera ráð fyrir að á þessum miklu þrengingartímum megi búast viö beinum og umtalsverð- um skattalækkunum. 1 sjálfu sér má halda því fram að það sé afrek út af fyrir sig ef tekst að ná endum saman í ríkisútgjöldum án hækkunar í greiðslubyrði skatta til hins opinbera. Fjár- veitingamefnd alþingis er þessa dagana að kljást við f járlagafrumvarpið og gera sér grein fyrir hvort forsend- ur þess standist. Á síðasta ári var lagt fram marklaust f járlagafrumvarp enda reyndust f járlög þessa árs algjör- lega óraunhæf. Slíkt má ekki endurtaka sig. Það hefur enga þýðingu að samþykkja fjárlög sem enginn getur farið eftir og kalla á endalausar aukafjárveitingar. Það er til lítils að tala um sparnað og niðurskurð og sömu skattbyrði ef öllu þarf að kollvarpa síðar á árinu vegna þess að áætlanir og fjárhagsspár eru fjarri veru- leikanum. 4 Það er fullkomlega ljóst að með minni kaupmætti og almennum samdrætti á vinnumarkaðnum er það upp á líf og dauða fyrir hvert heimili að skattbyrði haldist í sömu hlutföllum og verið hefur milli skatta og launa á greiðslu- árinu. Nýja skattafrumvarpinu er þess vegna vel tekið af öllum almenningi og þá ekki síður viðleitni stjórnvalda til að halda aftur af ríkisútgjöldum.Hvort tveggja helst í hendur. Sveitarfélögin sem leggja á útsvörin verða að fylgja sama fordæmi. Útsvarsálagningin verður að byggjast á þeirri meginreglu að greiðslu- og skattbyrði verði í heild hin sama og á þessu ári. ebs. Reisum skorður við seðlaprentunarvaldinu Verðbólgan á Islandi hjaðnar ekki fyrr en við höggvum að rót hennar og hættum þeim kostnaðarsama skripa- leik atvinnustjórnmálamanna og embættismanna, sem nefndur er „baráttan við verðbólguna”. Þær tillögur, sem ég geri því, í þessari grein og hinni næstu styggja senni- lega þann fjölmenna hóp í stjóm- málaflokkunum fjórum, ráðuneyt- um, Seðlabanka og Þjóðhagsstofnun, sem hefur beinan hag af þessari „baráttu”, en það breytir engu. Hagur framleiðenda annar en notenda Viö skulum byrja á spumingu: Hvað myndum við gera, ef við fengj- um vald til þess aö prenta peninga- seðla fyrir þjóðina og okkur væm ekki settar neinar sérstakar reglur um prentunina? Eg held, að svarið liggi í augum uppi: Við myndum haga seðlaprentuninni þannig, að við græddum á henni. Það fæli í sér, að við myndum ekki prenta of marga seðla, því að þá féllu þeir of mikið í verði, og ekki heldur of fáa, því að þá bærum við sjálf ekki nægilega mikið frá borði. Við myndrnn setja markið þar, sem gróðinn fyrir okkur væri mestur. En á þessu er því miður einn galli. Markið, þar sem gróðinn er mestur fyrir okkur, framleiðendur seðlanna, er annað en markið, þar sem gróðinn er mestur fyrir þjóðina, notendur seðlanna. Hagkvæmast væri fyrir þjóðina, að við prentuðum peninga- seðlana með þeim hraða, sem næmi framleiðsluaukningunni með þjóðinni, því að þá hlytist engin verð- bólga af seölaprentuninni — þá væru jafnmargir seðlar um hverja vöru eftir eitt ár og voru fyrir. En við myndum alltaf prenta fleiri peninga- seðla en þetta, því að ella myndum við ekki græða á seölaprentuninni. Forsenda þessarar rökfærslu er, að við séum venjulegir menn í heimi takmarkaörar þekkingar, þar sem hugmynd okkar um eigin hag er miklu skýrari en um þjóðarhag. Eg veit, að til eru menn, sem neita að trúa þessu. Þeir segja, að til séu menn, sem myndu vinna að þjóðar- hag fremur en eigin hag, ef þeir fengju valdið til þess aö prenta peningaseöla. En hvemig eigum viö að finna þessa menn? Það hefur ekki tekist fram að þessu. Við getum tekið hliðstætt dæmi. Viö eignumst fyrirtæki, sem er eitt um að framleiða tiltekna vöru og er ekki bundið af neinum reglum um verölagningu hennar. Hvemig myndum viö verðleggja vöruna? Að sjálfsögðu myndum við leggja hærra verö á hana en við samkeppni, við Ótímabærar athugasemdir Hannes H. Gissurarson myndum með öðrum orðum hirða einokunarhagnaðinn, sem okkur væri réttur á silfurfati. Hverjir trúa því, að þeir, sem einoka, reyni ékki að hagnast á því? Við sjáum hliö- stæðuna með seðlaprentuninni og vöruframleiðslunni. Seðlabanki er ekkert annaö en einokunarfyrirtæki, og við höfum ekki ímyndaö okkur annað en að við höfum tekið við stjóm hans. Seðlaprentunarvaldið alltaf misnotað Menn þurfa ekki að vera miklir spekingar til þess að skilja þetta. En hvers vegna hafa vestrænar þjóðir látið sér svo lengi lynda, að valdið til þess að prenta peningaseöla væri í höndum atvinnustjómmálamanna og embættismanna? Svarið liggur, held ég, í þeirri almennu, en alröngu hugmynd, að menn breyti um eðli, þegar þeir stíga inn í stofnanir ríkis- ins, verði skyndilega óeigingjarnir þjónar þjóðarinnar, hætti að hugsa um eigin hag. En atvinnustjórnmála- menn og embættismenn eru að sjálf- sögðu hvorki betri né verri en aðrir: þeir gera góðverk á sunnudögum, en hina sex daga vikunnar hugsa þeir um sjálfa sig — eins og við hin. Það, sem ég er að reyna að segja, er, að seðlaprentunarvaldið er eins og allt annað vald — fyrr eða síðar er það misnotað, ef það er ótakmarkað. Við hljótum að draga tvær ályktanir af þessari rökfærslu okkar. önnur ályktunin er þessi: Seðlaprentunar- valdið hefur verið misnotað, þeir, sem hafa haft það, hafa prentað peningaseölana með meiri hraða en nemur framleiðsluaukningunni. Þetta getum við sagt fræöilega fyrir um með fullri vissu, ef rökfærsla okkar er rétt. Og hvað sjáum við, þegar við litumst um á Vesturlönd- um? Verðbólgu, verðbólgu og aftur verðbólgu. Reynslan staðfestir þann- igrökfærsluokkar. , Fastar reglur um seðlaprentunina Hin ályktunin, sem við hljótum að draga, er sú, að setja veröi fastar reglur um seðlaprentunina, reisa verði rammar skorður við seöla- prentunarvaldinu. Frjálshyggjan hvílir á vantrausti — því vantrausti á valdinu, sem mannkynssagan öll sýnir okkur, að á við sterk rök að styðjast. Með einhverjum ráðum verður að gera seðlaprentunina óháða einstökum mönnum, því aö þeir munu fyrr eða síðar misnota seðlaprentunarvaldið sjálfum sér í hag. Atvinnustjórnmálamenn og em- bættismenn á Islandi hafa prentað peningaseðla til þess að kosta eyðslu sína og atkvæðabrask, þegar þeir hafa ekki treyst sér til þess að legg ja á nýja skatta, hvort sem það hefur veriö kallaö „yfirdráttur ríkisins hjá Seðlabankanum” eða „afurðalána- kerfi” eða eitthvað annað. Veröbólgan á Islandi hjaðnar ekki við það, að við breytum um valds- menn, skiptum um seðlabankastjóra eöa ráðherra, heldur við það, að við breytum um reglur, reisum nýtt skipulag peningamála. Minna máli skiptir, hverjar skoröumar yrðu, sem reistar yrðu við seðlaprentunarvald- inu, en að þær yrðu einhverjar. Sú greining á verðbólgu, sem getur hér að líta, er einkum sótt í bækling eftir hagfræðiprófessorana James M. Buchanan og Geoffrey Brennan, Monopoly in Money and Inflation eða Einokun á peningum og verð- bólgu, sem Institiute of Economic Affairs í Lundúnum gaf út fyrir nokkrum árum. Þeir nefna ýmis ráð til þess að gera seðlaprentunina óháða einstökum mönnum, en öll fela þau í sér, að seölabanki hættir að vera til, að minnsta kosti í núverandi mynd sinni. I næstu grein ætla ég að ræða um, hvað kunni að henta okkur Islendingum, og þar ætla ég að reyna að svara þeirri spumingu, hvort íslenska krónan sé orðin ónothæf eftir illa meðferð i 70 ár. Hannes H. Gissurarson sagnfræðingur. • „Seðlaprentunarvaldið er eins og allt annað vald — fyrr eða síðar er það misnotað, ef það er ótakmarkað.” Sá bannsetti bavíanismus Ahugamenn um „skipulega sam- þættingu” námsefnis og „raunvirkt nám” í samræmi við „nýjustu vísinda- legar niðurstöður á sviði sálar- og fé- lagsfræði” hafa að undanförnu þvælst hver fyrir annars fótum á ritvellinum. Sumir mikiö reiðir en aðrir minna reiðir undirrituðum. Afbrot hans: Að taka til umræðu örlög Islandssögu- kennslu á grunnskólastigi með orð- réttum tilvitnunum í ummæii náms- stjóra í Mbl., sem reyndust vera yfir- farin fyrir birtingu af námsstjóra sjálfum. „Óraunvirk" þekking Einhver piltur innanvert við kennaraborð, sem af eintómri ást á Is- landssögu tímir ekki að kenna hana, brýtur grundvallarboðorð sitt með því að stefna okkur Haraldi Blöndal að prófborði í dagblöðunum. Þar leggur hann fyrir okkur skriflegar spumingar, um menn úr Islandssögunni, sem hann steinþegir um við nemendur sína af virðingu fyrir óhlutdrægninni. Með því: 1. Að taka okkur til próf s 2. Að spyrja okkur um þekkingar- atriði 3. Að gruna okkur um að vita svörin lýsir strákur fyrirlitningu sinni á okkur félögum og lægir okkur í duftið ofan; sjáanlega hraustur stuðnings- maður „samþættingar” og eindreginn andstæðingur „óraunvirkrar” þekk- ingar lítilsgildrar uppfræðslu forbavianismans í uppeldis- og skóla- málum. Semsé: sanntrúaður. Bavíanismus Undirritaður er illa að sér í bavíanismús. Lærði bara sögu og landafræði í barnaskóla. Félags- og sálvísindi voru svo skammt á veg komin fyrir 30 árum. Auk þess voru sálarlíf hans og geðheilsa eyðilögð með þvi að láta hann taka próf og skilnings- gáfa hans steinrotuð meö þekkingar- atriðum. Nokkra fróðleiksmola hefur undir- ritaður þó tínt upp af götu sinni um það stórmerka fyrirbæri, bavíanismus, sem týnt hefur 900 árum innan úr Is- landssögunni. Þar á meðal, að verði einn bavían hræddur þá skræki allur hópurinn. Þetta þekkingarbrot veröur að duga yðar einiægum til skilnings á því fé-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.