Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Síða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUK 7. DESEMBER1983. Andlát í gærkvöldi I gærkvöldi Elínborg Elisdéttir lést 29. nóvember sl. Hún fæddist að Efstadal i Laugar- dal í Amessýslu 19. janúar 1897. Hún giftist Pétri Bjömssyni en hann lést árið 1959. Elínborg og Pétur eignuðust fimm dætur. Síðustu 15 ár ævinnar dvaldist Elínborg á Hrafnistu, fyrst í Reykjavík og síðan í Hafnarfiröi. Utför hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 13.30. Eleseus Maríus Sölvason verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 8. desember kl. 10.30. Birgitta Sigríður Jónsdóttir, frá Blönduholti í Kjós, til heimilis aö Snorrabraut 42, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. desember kl. 13.30. Jarðað verður í Gufunesi. Þóra Guðnadóttir, Þingholtsstræti 14, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. desember kl. 15. Elísabet Dungal verður jarðsungin frá nýju Fossvogskapellunni 8. desember kl. 13.30. Guðmundur Sigurðsson frá Höföa, Gnoðarvogi 68, lést í Borgarspítalan- um 4. desember. Guðni A. Jónsson úrsmiöur, öldugötu ll,lést5.desember. Þórhalla Jónsdóttir lést 29. nóvember sl. Hún fæddist 21. febrúar 1899. Þór- halla giftist Aöalbimi Kristjánssyni sem er látinn fyrir ailmörgum árum. Þau hjónin eignuðust þrjú böm. Otför Guönýjar veröur gerð frá Fossvogs- kapelluidagkl. 15. • SKERJAFJÖRÐ • RAUÐARÁRHOLT • GRUNDIR, GARÐABÆ • EIRÍKSGÖTU • SKARPHÉÐINSGÖTU HAFID SAMBAND VIÐ AFGHEIDStUNA OG SKRIFIO YKKUH A BIÐUSTA. Flensuskömm í fréttatfma Flensuskömm hefur að undan- förnu gert mörgum mörlandanum lífiö leitt, eins og oft vill verða á þess- um árstíma. Menn bíta á jaxlinn og ná þessu úr sér á sem skemmstum. tíma. Ekki varð betur séð en téð flensa væri að byrja að herja á Sonju Diego sjónvarpsþul í gærkvöldi. Hún stóð sig samt eins og hetja og varö þess ekki vart að hæsin raskaöi hugarró hennar. Það hlýtur þó að vera erfitt að þurfa að lesa heilan fréttatíma og vera alltaf að því kom- inn aö hósta. Sonja átti alla samúö mína. Þýsku lögguna Derrick og hans menn kann ég vel að meta. Eg beið því átekta og hellti upp á könnuna meðan sjónvarpið sýndi breskan fræðsluþátt um snefilefni og hörgul- sjúkdóma. Vonandi hef ég náð mér í snefilefni úr kaffinu eða að minnsta kosti mjólkinni sem ég notaði út í það. Derrick hefur þó verið betri en í gær. Þaö var of augljóst frá upphafi þáttarins hverjir skúrkarnir voru. Eg bíð í viku og vona að þeim þýska takist betur upp. Dagskrá sjónvarpsins lauk með umræðuþætti um björgunarsveitir. Sá þáttur færði okkur fá ný tíöindi. Björgunarsveitimar vinna gott og fórnfúst starf hringinn í kringum landið. Það er hins vegar viðurkennt að samræma þarf starf sveitanna og koma betra skipulagi á starfið. Það þarf að liggja ljóst fyrir hver stjórnar á björgunarstað. Jónas Haraldsson. Sigurður Egilsson, Stokkalæk Rangár- völlum, lést af slysförum 5. desember. Björn Benediktsson, Grandavegi 4, andaðist í Borgarspítalanum aö morgni 5. desember. Gunnar Einarsson loftskeytamaður andaöist 29. nóvember sl. Jaröarförin hefur farið fram. Herdís Guðmundsdóttir handmennta- kennari lést 30. nóvember sl. Hún var fædd að Litlu-Háeyri á Eyrarbakka þann 25. september 1896. Herdís fór til Kaupmannahafnar á konunglegan handmenntaskóla og stundaði þar nám, í þrjú ár. Árið 1926 stofnaði hún sjálf- stæðan skóla og kenndi kjólasaum. Starfaöi skólinn í 13 ár. Utför Herdísar veröur gerö frá Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30. i eftirtaunM HVERFI Ferðalög Útivistarferðir Hvaleyrarvatn — Nýjahraun — Gerði. Létt og skemmtileg ganga kl. 13 á sunnudaginn 11. des. M.a. verður kapellan í hrauninu skoðuð. Verð 150 kr. og frítt f. böm m. fullorðnum. Klæðið ykkur vel og komið með. Heimkoma um fimmleytið. Brottför er frá BSI, bensín- sölu, (íHafnarf. v/kirkjug.). Áramitaferð í Þórsmörk. 3 dagar. Brottför föstud. 30 des. kl. 8.00. Gist í (Jtivistarskálan- um í Básum. Það verður líf og fjör með gönguferðum, kvöldvökum, álfadansi og ára- mótabrennu. Nóg sæti laus. Farmiðar á skrifst. Lækjarg. 6a, sími 14606 (símsvari utan skrifst.tíma). Sjáumst! Ferðafólk athuglð: Það verður ekkert gisti- pláss í skálum (Jtivistar í Básum um ára- mótin, nema fyrir þátttakendur á vegum fé- lagsins. (Jtivist. Happdrætti Stefán Slgurðsson bifreiðasmiöur lést 30. nóvember sl. Hann fæddist i Reykjavík 20. mars 1908. Foreldrar hans voru hjónin Siguröur Sigurðsson og Kristín Jóhannesdóttir. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Guörún Valdemarsdóttir. Eignuðust þau þrjú böm. Stefán nam fyrst húsgagnasmíði hjá Gunnari Stefánssyni og vann hjá honum um skeið en sneri sér síðan að bifreiöasmíði, sem þá var nýleg at- vinnugrein hér á landi. Arið 1933 stofnuðu nokkrir starfsmenn Stefáns Einarssonar fyrirtækið Tryggvi Pétursson & Co., sem starfrækti yfirbyggingar á bifreiðum o.fl. og var Stefán í hópi þessara manna. Otför Stefáns verður gerð frá Fossvogs- kirkjuídagkl. 13.30. Sýningar Barnaföt, teppi og nytjalist í Ásmundarsal Nú stendur yfir sýning þeirra Heidi og Liv í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýna þær stöllur fjöldann allan af munum sem þær hafa saumað á árinu. Getur þar aö líta alls konar saumaskap þótt höfuðáherslan sé lögð á nytjalist af ýmsu tagi. Hefur sýningin verið vel sótt það sem af er og margir munanna hafa selst. Sýningin er opin fram á sunnudag og eru allir velkomnir í Ásmundarsal á milii klukkan tvö og tiu. Aögangur er ókeypis. Dregið hefur verið f Byggingarhappdrætti SÁÁ Upp komu nr. 104897, 178021, 198343, 219952, 271660, 276116, 281471, 296191, 299384, 307043. Vinningar eru 10 Saab að verðmæti 450 þúsund hver. Kiwanisklúbburinn Hekla Vinningsnúmer i jóladagatölum frá 1.—7. des. 1. des.nr. 2282 2. des.nr. 2159 3. des.nr. 667 4. des.nr. 319 5. des. nr. 418 6. des. nr. 1625 7. des. nr. 1094 Siglingar íþróttir Miðvikudagur 7. des. Hafnarfjörður Kl. 20.00 2 d kv Haukar—IBK. Kl. 21.151. d. ka. Haukar — Víkingur. Fundir Jólafundur kvenstúdenta Jólafundurinn verður haldinn föstudaginn 9. desember og hefst kl. 20.30 í sal Tannlæknafé- lagsins, Síðumúla 35. Hugvekja, skemmti- atriði, happdrætti og góðar veitingar. Fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Tilkynningar Stofnuð hafa verið samtök til styrktar málefnum fatl- aðra á íslandi Nafn samtakanna er: Stuðningsmenn fatl- aðra á lslandi. Markmið samtakanna er að aöstoða bæöi félög og einstaklinga sem á einhvem hátt eiga í erfiðleikum. Verkefni samtakanna í desember er sala á jólaeplum. Er von samtakanna að landsmenn taki vel á móti sölufólki okkar. Aösetur samtakanna er á Grundarstíg 2. Stuðningsmenn fatlaðra. Flóamarkaður í sal Hjálpræðishersins Flóamarkaður verður í sal H jálpræðishersins í dag og á morgun, þriðjudag og miövikudag,, frá kl. 10—17. Mikið af góðum fatnaði, bæði notuðum og nýjum. Hjálpræðisherinn, Kirkjustræti 2. Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni Aðventukvöld veröur í félagsheimiii Sjálfs- bjargarHátúni 12, fimmtudaginn8. desember kl. 20.30. Jólasögur, söngur. Nýju hljóm- flutningstækin vígð — kaffiveitingar. Hallgrímskirkja Náttsöngur verður í kvöld miðvikudag kl. 22.00. Einar Grétar Sveinbjörnsson fiðluleik- ari annast tónlistarflutning ásamt Ingu Rós Ingólfsdóttur selióleikara og Herði Askelssyni organista. Náttúrufræðistofa Kópavogs er opin á miövikudögum og laugardögum kl. 13.30—16. Gildir til áramóta. Orðsending til félagsmanna Umsjónarfélags einhverfa barna Stjóm Umsjónarfélagsins hefur ákveðið að fella út af skrá nöfn þeirra félaga sem ekki hafa greitt árgjöld undanfarin 2 ár. Þetta er gert í samræmi við 3. gr. laga félagsins. Með þessari orðsendingu eru þeir félagar sem ekki hafa gert skil á árgjöldum en vilja vera á félagaskrá vinsamlegast beðnir að láta gjald- kera vita eða greiöa heimsenda giróseöla. Akraborgin siglir nú f jórar ferðir daglega á milli Akra- ness og Reykjavíkur. FráAk. FráRvik: Kl. 08.30 Kl. 10.00 Kl. 11.30 Kl. 13.00’ Kl. 14.30 Kl. 16.00 Kl. 17.30 Kl. 19.00 Valskonur Munið jólafundinn í kvöld kl. 20.30 í félags- heimili Vals, munið jólaföndrið. Stjómin. Félagsráð Hauka Aðalfundur verður fimmtudaginn 8. desem- ber kl. 20.30 í Haukahúsinu, Hafnarfirði. Nú hef ég skilið boðskapinn í myndinni. Hún segir: Hjálp, ég get ekki málað!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.