Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Qupperneq 44
TAL STÖDVARBÍLAR um alla borgina...! SÍMI 85000 /<pOq\ /^Ocn, /&Oq m Sm m- tfiifcxy NÝJA SENDIBÍLASTÖOIN KNARRARVOGI2 — REYKJAVlK Mikið berá milli — ASÍogBSRB krefjast skamm- tímasamninga og 15 þúsund króna lágmarkslauna Fulltrúar fjármálaráöuneytisins höfnuðu hugmyndum BSRB um bráða- birgðasamkomulag á samningafundi þessara aöila í gær. ASI setti fram kröfu um bráða- birgðasamkomulag til 1. febrúar og 15 þúsund króna lágmarkslaun, á fundi með VSI í gær. VSI gaf engan kost á slíku samkomulagi. ASI neitaöi á hinn bóginn öllum hugmyndum VSI um að færa greiðslur í sjúkra- og orlofs- heimilasjóði beint í launaumslagiö. Samninganefnd BSRB kom saman í gær og samþykkti kröfugerö félagsins, sem meðal annars felur í sér að gert skuli bráöabirgðasamkomulag til 1. maí. Þá segir þar einnig að lágmarks- laun fyrir dagvinnu skuli vera 15 þús- und krónur, verðstöðvun vöru og þjón- ustu verði lögbundin þann tíma og takist sú veröstöövun ekki verði þaö bætt í launum eftir umsömdum reglum. Sérstakt framlag verði greitt leigjendum og skuli þaö tryggja þeim svipaða fyrirgreiðslu og frádráttur vegnaíbúöarlána. Samninganefnd BSRB hefur óskað eftir því að samningafundur verði haldinn sem fyrst og jafnframt að ríkissáttasemjari taki kjaradeiluna til meðferðar. ÓEF Skapstirð stétt? Það var heldur lítiö að frétta hjá lög- reglunni víða um land í morgun eins og oft í miðri viku. Sumstaðar virtist líka lögreglunni vera lítiö um spumingar blaðamanna gefið og svör eins og ,,Við erum ekkert skyldugir til að gefa ykkur upp neinar fréttir,” og annað í þeim dúr, heyrðust sumstaðar. Er það sjálfsagt tilkomið vegna gagnrýni dagblaðanna á störf lögregl- unnar að undanfömu í kjölfar árásar- málsins í Reykjavík, sem mikið hefur verið fjallaö um aö undanfömu. LOKI Það færi best á því að yfirmenn Pósts og síma héldu sig eriendis. Á Varmi Bilasprautun hf. Auóbrekku14 Kópavogi Sími44250 77Í199 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSING AR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 RRR11 RITSTJÖRN ODD 1 l| SÍÐUMÚLA 12-14! MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983. Starfsmanni sem sótti símtæki fyrir vinnuveitanda sinn fyrir ellefu árum: HÓTAÐ LÖGTAKI AFPOSTI OGSIMA „Þessi innheimtuaðgerð hjá Pósti og síma finnst mér vera vægast sagt einkennileg," segir Sonja Helgason, sem varð fyrir þvi að vera hótað lög- taki vegna ógoldinna gjalda af síma sem hún sótti fyrir þáverandi vinnu- veitanda sinn fyrir rúmum ellefu árum. Málavextir em þeir að Sonja sækir í september 1972 sima fyrir vinnu- veitanda sinn og kvittar fyrir mót- töku símtækisins. Skömmu eftir þetta hættir hún hjá fyrirtækinu og grunar ekkert hvemig í pottinn er búið hjá Pósti og síma. Fyrrverandi vinnuveitandi Sonju greiðir síðan afnotagjöldin af símanum eins og vera ber allar götur þangaö til í haust að ekki er borgað af einhverjum ástæðum. Þetta verður til þess að Póstur & sími sendir bréf til Sonju og krefst þess að hún borgi skuldina innan átta daga, annars verði gert hjá henni lögtak. Og þetta gerir Póstur & sími vegna þess að Sonja kvittaði fyrir móttöku símtækisins fyrir rúmum ellefu ámm en hefur aö öðru leyti ekkert haft með viðkomandi síma að gera. Sonja setti málið strax í hendur lögfræðings síns en henni til mikillar furðu ráðlagði hann henni aö borga reikninginn og rukka síðan fyrir- tækið. Pósti & síma væri nefnilega stætt á að mkka hana. Sonja hyggst ekki borga og er máliö nú til frekari athugunar hjá lögfræðingnum. -SþS. Kísilmálmvinnslan: Halldór Ás- grímsson A færaðráða r Allt bendir nú til þess að sjálfstæðis- menn muni lítillega breyta og síðan samþykkja frumvarp Halldórs Asgrímssonar sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um veiöar í fiskveiðilögsögunni. Þessar breytingar eru m.a. forsenda þess að hægt verði að leyfisbinda veiðar togara og skipta afla á skip á næsta ári, eins og stjómarliðið mun almennt komið inn á. Skrekkur hljóp í ýmsa stjómarliða er Halldór kynnti þeim málið þar sem þeim sýndist að hann fengi ef til vill of mikil völd ef tillögurnar yrðu sam- þykktar. En minnugir þess að Matthías Bjamason fékk á sínum tíma samþykkt lög þess efnis að hann gat sjálfur ákveðið hvaða bátar mættu stunda rækjuveiðar og hvaða ein- staklingar mættu vinna aflann i landi munu sjálfstæðismenn úr sjávarút- vegsnefndum flokksins funda um til- lögurnar í dag. Síðan er stefnt að því að afgreiða málið frá flokksins hálfu á þingflokksfundikl.4ídag. -GS. Mál lögregluþjónanna: RANNSÓKN EKKILOKIÐ Rannsókn í máli lögreglumannanna þriggja, sem kærðir hafa verið fyrir meint harðræði við handtöku, er ekki lokið hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Arnar Guðmundsson, deildarstjóri hjá rannsóknarlögreglunni, sem haft hefur með málið aö gera, vildi í morgun ekki tjá sig um gang rann- sóknarinnar. „Þegar rannsókn þess lýkur fer það til ríkissaksóknara. ” Þjófurinn komst ekki langt Brotist var inn í verslunina Gelli í Skipholti í Reykjavík í nótt. Var brotin rúða í versluninni og stolið þaðan stóm og miklu myndbandstæki. Lögreglan kom fljótlega á staðinn og handtók pilt sem var á vappi rétt hjá innbrotsstaðnum. Er hann grunaöur um þjófnaðinn. Myndbandstækið fannst svo skömmu síöar rétt hjá staðnum. -klp. Mikil óvissa er um hvort Kisil- máimvinnsian á Reyðarfiröi muni nokkurn tíma risa. Á meðan beðið er hefur fyrirtækið komið sór upp rúmgóðu skrifstofuhús- nœði við Höfðabakkann i Reykja- vik og á innfelldu myndinni má sjá að stjórnarmenn hafa stungið pinna i landakort á þann stað er verksmiðjan á að rísa. DV-myndir GVA. Framkvæmdastjómin leitar að útlendingum Geir Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Kísilmálmvinnslunn- ar, er nú staddur í Lundúnum þar sem hann leitar að erlendum eignar- aðila aö væntanlegri verksmiðju. Að sögn Sveins Þórarinssonar, varaformanns stjómar Kísilmálm- vinnslunnar, er útlitið ekki of bjart miðað viö það raforkuverð sem við getum boðið upp á, eða 18 mill. Um væntanlega sameignar- aðila sagöi Sveinn að til sögunnar hefðu veriö nefndir Japanir, fyrir- tæki í Noregi og á Italíu. Hann sagði ennfremur að þaö tæki að minnsta kosti eitt ár að kanna hvort einhverj- ir útlendingar væm tilbúnir til að vera með. Á meðan þessi óvissa rikir um framtíð verksmiðjunnar hefur hún komið sér fyrir í rúmgóðu skrifstofu- húsnæöi við Höfðabakkann í Reykja- vík þar sem vinna 5 manns við undir- búningsstarf. Aðspurður um hús- næðismálin sagði Sveinn að stjórn verksmiðjunnar hefði komist að mjög hagstæðum samningum við leigusalann, sem er Islenskir aðal- verktakar, og væri ekki hægt að fá ódýrara húsnæði á Reykjavíkur- svæðinu. Hann sagði að húsbúnaður- inn væri nýr, eöli málsins sam- kvæmt, þar sem þetta er nýtt fyrir- tæki. Þá tæki stjóm verksmiðjunnar töluvert á móti útlendingum og þyrfti aðstaða aö vera í samræmi viö það. A meðan er verksmiðjan aðeins pinni á landakorti og skjalabunki á borðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.