Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 3
Dv: ÍÚtÁrftjDA&UR é. FÉBROÁH1984.''1 „Og tók af honum skýrslu í leiðinni” Hundamál Alberts fær ekki venjulega meðferð, þrátt fyrir yf irlýsingar lögregluþarum „Það er rétt, að þetta er ekki venju- leg meðferð heldur er aðalreglan sú að sá sem kæröur hefur veriö fyrir ólög- legt hundahald er boðaður á viökom- andi lögréglustöð til að gefa skýrslu,” sagði William T. Möller, fulltrúi lög- reglustjóra, í samtali viö DV. Hundamál Alberts hefur mjög verið til umræðu síðustu daga. Hefur lög- reglan látið hafa það eftir sér að meö það væri farið eins og hvert annaö mál af þessu tagi. Það vakti hins vegar athygli að fulltrúi lögreglustjóra fór á fund Alberts til skýrslutöku en ekki Alberttil hans. — Hvers vegna haldið þið því þá fram að með þetta mál sé farið eins og önnur af þessu tagi? „Þaö má segja að kæran sé á sinn hátt óvenjuleg. Afskipti lögreglunnar af hundum eru tvenns konar. Annars vegar kvartar einhver sem þá leiðir til afskipta lögreglu eða lögreglan sjálf verður vör við hunda. Talar lögreglan þá við viðkomandi hundaeiganda og honum tjáð að hundahald sé bannað og hann hafi ákveðinn frest til aö losa sig við hundinn. Síðan fer lögreglan aftur til fundar við viðkomandi mann til að athuga hvort hann hafi losað sig við hundinn, ef ekki þá er hann boðaður til yfirheyrslu.” — En hvað er óvenjulegt við þessa kæru? Kannski það að hún er skrifleg? „Nei, við höfum fengið slíkar kærur til meðferðar áður. Hins vegar hefur ráðherrann veriö með yfirlýsingar í blöðum um það að hann haldi þennan hund og hafi ekki í hyggju að losa sig við hann. Okkar maður fór því á hans fund til að fullvissa sig um það og tók af honum skýrslu í leiöinni,” sagði WilliamT. Möller. -KÞ SJOPPUR RÆNDAR A ÍSAFIRÐI Nokkrir góðkunningjar lögreglunnar á Isafirði brutust þar inn í verslanir um helgina. Föstudagsnóttina var brotist inn í verslunina Hamrabæ, sem er spilasalur og kaffihús, og þaöan rænt skiptimynt og fleiru lauslegu. Sunnudagsmorguninn var svo gerð til- raun til að brjótast inn í sjoppuna Hamraborg en litið hafðist upp úr krafsinu. Lögreglan á Isafirði telur bæði málin upplýst og þar hafi verið að verki aðskildir hópar unglinga, sem áður hafa komið við sögu lögreglunnar. Oboðnir gestir heimsóttu einnig sundlaugina á Isafiröi og skemmdu þar nokkrar huröir og glugga. -ÞóG. 3 Amsterdam Borgin sem kemur áóvart. — Viku- og helgarferðir. i Kanarí Sólskinsparadís aiian ársins hring. Brottför vikuiega. Við veitum al/a almenna ferða- þjónustu fyrir einstaklinga og sérhópa. Útvegum flug- farseð/a um allan heim. Upplýsingar um vörusýningar og ýmsa lista- og menningarviðburði. LONDON SKIÐAFERÐIR Flest bestu skíðalönd Evrópu. Brottför vikulega. Heimsborgin sem flestir þekkja. Viku- og helgarferðir. 101 Reykjavík Sírrii: 28633J Ferðaskritstofan , l auqavegi 66, Nú er aö koma ný sending af FIAT UNO og þeir sem ekki hafafengiö bílaúr síöustu sendingum geta tryggt sér eintalc af þessum frábœra og vinsœla bíl. FRÁBÆRT UNO VERÐ OG SIULMÁLAR Vegna sérstakra samninga viö verksmiöjurnar bjóöum viö FIAT UNO 45 SUPER á ótrúlega góöu veröi. kr. 233.000.- Eins og áöur reynum viö aö sveigja greiöslukjörin aö getu sem flestra. Gamla bílinn tökum viö sem greiöslu uppí þann nýja, þaö er sjálísögö þjónusta því bílasala er okkar fag. Viö þóttumst býsna bjartsýnir á s.l. ári þegar geröar voru pantanir á UNO fyrir veturinn. Viötökurnar sem bíllinn hefur fengiö eru hinsvegar langt umfram okkar björtu vonir, svo mjög aö um miöjan janúar sáum viö fram á aö hafa enga UNO bíla til sölu fyrr en ímarz. Nú hefur okkur tekist aö fá viöbótarsendingu frá Ítalíu sem þegar er byrjaö aö selja af. Þeir sem eiga biölistapantanir hjá okkur eru beönir um aö staöfesta þœr sem fyrst. FIAT-UNO MEST SELDIBÍLL Á ÍSLANDI SÍÐUSTU MÁNUDI EGILL VILHJÁLMSSON HF. f w zmm mwA Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.