Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 44
rriÆ?7 'PÞtNGHF s. 86988 Framtfils áhyggjur? m Láttu Kaupþing hf annast: -skattframtalið þitt -reikna út væntanlega skatta KAUPÞING HF 97097 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA 'ÁFÍVIÆLISGETRAUN SKRIFSTOFUR PVERHOLT111 r’ ” . Á FULLU ÁSKRIFTARSÍMI l J DCC11 RITSTJGRN OUU 1 1 SÍÐUMÚLA 12-14 1 • ; : - ■ AKUREYRI SKIPAGÖTU 13 AFGREIÐSLA (96)25013 - -** BLAÐAMAÐUR (96)26613 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1984. Metveiðiá loðnu- miðunum Loönuveiðin tók mikinn kipp á laugardaginn er 35 bátar veiddu samtais 25 þúsund tonn austur af Ingólfshöfða. Var fullfermi hjá öllum bátunum. Lætur nærri aö hér sé um met að ræða á einum sólarhring eöa a.m.k. „meöallra bestu sólarhring- um” eins og það var orðaö hjá loönunefnd. Sólarhringinn á undan höfðu sex bátar veriö með 2780 tonn. Síðar um helgina dofnaði svo yfir veiöinni að ný ju. -GAJ ■ Ræðaum bónus íálverinu Fundur vegna kjaradeilunnar í ál- verinu verður hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan 14. Samninganefndir deiluaðila áttu frí um helgina. Búist er við aö bónusmál veröi helsta um- ræðuefniö í dag. -KMU Hassmál upplýst á Seyðisfirði A Seyðisfirði liggja fyrir játnmgar 10 manna sem allir viðurkenna aö hafa neytt eöa dreift hassi. Að sögn Sigurðar Helgasonar bæjarfógeta vonast yfirvöld á staðnum til þess að komist hafi veriö fyrir hassinnflutn- ing til bæjarins frá Reykjavík. Um er að ræða neyslu og dreifingu á 60—100 grömmum af hassi á lengri tíma. Talið er aö hassið hafi borist til Seyðisfjarðar meö skipi. Tvileitaö var í Gullberginu en ekkert hass fannst þar. Tvívegis voru gefnar út heimildir til húsleitar vegna máls- ins. Enginn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. -ÞóG LOKI Það er ekki nóg að muna eftir smáfuglunum! Hækkun bamabóta og neikvæður tekjuskattur — eru leiðirnar sem ríkisst jórnin skoðar til hagsbóta þeim sem verst eru settir Meginniðurstaðan í láglaunakönn un Kjararannsóknanefndar er að ein- stæðir foreldrar og barnmargar fjöl- skyldur eru verst setti hópurinn á vinnumarkaðnum. Könnunin, sem gerð er að frum- kvæði ríkisstjómarinnar, á að sýna kjör þess fjórðungs af vinnuaflinu í landinu sem verst er staddur og náði hún til 14 verkalýðsfélaga innan ASI. Könnunin er talin endurspegla af- komu um 25 þúsund manna hóps á vinnumarkaði og þar af er talið að 3 til 6 þúsund manns af þeim hópi séu í verulegum vanda stödd. Er þaö einkum sá hópur sem minnsta tekju- möguleika hefur, einstæðir foreldrar og bammargar fjölskyldur. Er talið að grípa þurfi til skjótra aðgerða til að foröa mörgum þessara heimila frá gjaldþroti. Ríkisstjórnin mun nú einkum skoða þann möguleika að hækka bamabætur og koma á neikvæðum tekjuskatti þannig að fólk fái greidd- an út ónýttan persónuafslátt. ASI mun hins vegar ekki samþykkt nei- kvæðum tekjuskatti vegna þess hve skattframtöl eru léleg vísbending um tekjur manna. Þá hefur ríkis- stjómm rætt um hugmyndir um afkomutryggingu, þannig að ríkis- sjóöur greiddi gegnum tryggúiga- kerfiö það sem vantaöi á tiltekin lág- markslaun. En þessa leið telja ýmsir sjálfstæðismenn ekki koma til greina þar sem þá væri verið aö greiða nið- ur vinnuafl fyrir atvinnureksturinn. Sjálfstæðismenn hallast helst að því að greiða út ónýttan persónuafslátt en tengja hann þó bæði við tekjur og eignir, til að koma í veg fyrir að stór- eignamenn fengju láglaunabætur eins og gerðist í tíð síöustu ríkis- stjórnar. Samkvæmt heimildum DV mun ríkisstjórnin ekki kunngera til hvaða aögerða verður gripið til hjálpar þeim sem verst eru settir fyrr en samningar aðila vinnumarkaðarins eru komnir á lokastig. ÖEF •' WS/fá', || v i : ',f, 's' /'/. •••■..:, ■ ;-. fy,'/ s,y ■ ■■ ■:••; ■ . „Hátíðlegtog skemmtilegt" sagði Helgi Óskarsson, sem var fermdur í gær og er á förum til Síberíu ífrekari lengingu Það var sannarlega hátíðar- stemmning í Langholtskirkju í gærdag, þegar Helgi Oskarsson, íslenski drengurmn sem lengdur var í Síberíu, var fermdur, eitt fermingar- bama. „Þetta er skemmtilegur dagur sem ég mun minnast lengi,” sagði Helgi- þegar fermingunni var lokið en hann er 14 ára gamall. Fermt var við venjulega messu og var það séra Sigurður Haukur Guöjónsson sem fermdi. Viðstaddir ferminguna voru foreldrar Helga, þau Oskar Einarsson og Ingveldur Höskuldsdóttir og nán- asta fjölskylda hans auk annarra kirkjugesta. Ástæðan fyrir því að Helgi er ekki fermdur á venjulegum fermingartíma, ef svo má að oröi komast, er sú að þeir feðgar eru á förum til Síberíu. „Viö förum þann 18.,” sagði Helgi. „Og hvað við verðum lengi veit ég ekki alveg en reikna með svona tíu mánuö- um.” Eins og kunnugt er var Helgi lengdur um 18 sentímetra fyrir neðan hné fyrir' ári og nú á að lengja lærleggi hans um annað eins. — Kvíðirðufyrir? „Bæði og. Mér finnst leiðinlegt að þurfa að vera svona lengi frá mömmu en pabbi veröur með mér þarna úti. Svo fæ ég bót meina minna og þá verð- ur svo gaman aö koma heim,” sagði þessilífsglaðipiltur. Þess má geta að 10. mars fer til Síberíu 16 ára gömul íslensk stúlka sem er að fara í samskonar aögerö og Helgi. -KÞ. Björgunarþyrla: Nefndin þarf lengri f rest Nefndin sem skoðað hefur þyrlumál Landhelgisgæslunnar var í morgun ekki búin að ákveða hvaöa þyrlu hún ætlaði að mæla méð fyrir björgunarflug. Sölustjóri frá Sikorsky kom til landsins fyrir helgi. Hann hefur rætt viö nefndar-. menn. Ekki er ólíklegt að hann hafi haft nýtttilboðífórumsínum. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.