Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 6. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd 9 Utlönd Útlönd ur Rauða her- inn í hættu- legri valda- aðstöðu Astiz liösforingi, fangi Breta i Faiklandseyjastríðinu, er grunaður um að hafa verið framtakssamur í her- ferð hershöfðingjastjórnanna gegn vinstrimönnum. Astiz liðs- foringi í sviðsljósi Liðsforingi í flota Argentínu, grunaöur um hlutdeild í hvarfi sænskr- ar stúlku og tveggja franskra nunna, hefur verið kyrrsettur í heimalandi sinu og bannað að yfirgefa land. Yfirvöld hafa skipað flugvallarlög- reglunni í Bunenos Aires að meina Alfredo Astiz liðsforingja aö stíga um borð í miliilandaflugvélar. — Ostaðfestar fregnir herma aö hann hafi verið búinn að panta sér far til Rómar á laugardaginn, en síðan af- pantaö. Mannréttindasamtök í Argentínu saka Astiz liðsforingja um hlutdeild í hvarfi fjölda fólks á árinu 1977. Þar á meðal frönsku nunnanna og 18 ára sænskrar stúlku, að nafni Dagmar Hagelin. I Falklandseyjastríðinu var Astiz í argentínska liðinu á Suður-Georgíu- eyju og var tekinn til fanga af Bretum. Um hríð var hann í haldi í Bretlandi og íhuguöu Bretar að verða við kröfum Frakka og Svía um að fá hann fram- seldan til yfirheyrslu en ekki varð af því. Astiz var síðan sendur með öðrum stríðsföngum til Argentínu eftir lok stríðsins. Komid og fáid myndalista. ÆHlg MJM Sendum lista út á land. bjroiMqn Smiðiuveai 6, — Kópavogi, — Simi 44544 Indverskur diplómat, sem öfga- sinnar frá Kasmír höfðu rænt í Eng- landi, fannst myrtur í nótt í heimtröð bændabýlis, 30 km frá þeim stað þar sem honum haföi verið rænt. Ravindra Mhatre (48 ára) hvarf á föstudaginn þegar hann var á leið til heimilis síns úr vinnu sinni í ræðis- mannsskrifstofu Indlands í Birming- ham. Lítt þekkt samtök sem kalla sig frelsisher Kasmír, sendu bréf til Reuter-fréttastofunnar seint á föstu- dag og sögðust hafa rænt manninum. Krafist var einnar milljónar sterlings- punda í lausnargjald og jafnframt lausnar sjö Kasmirbúa sem eru í fang- elsum á Indlandi. Var því hótað að Mhatre mundi tekinn af lífi ef þessum kröfum yrði ekki f ullnægt. Svetlana tel Lögreglan leitaði á heimilum og skrifstofum pólitíkusa frá Kasmir, sem búa í Birmingham, en varð einskis vísari. — Efldar voru öryggisráðstaf- anir við ræðismannsskrifstofur Ind- landsvíðaumheim. I Birmingham búa um 10 þúsund manns, komnir frá Kasmír, en allt frá því að Indland hlaut sjálfstæði hefur fjöldi Kasmír-búra unað illa aö lúta stjórninni í Nýju Delhí: Mhatre er frá Bombay og er ekki vitað til þess að hann hafi átt nokkur tengsl viö Kasmírmenn. Hann lætur eftir sig konu og 14 ára dóttur. 1981 höfðu sjálfstæðisbaráttusamtök frá Kasmír hótað því að sprengja upp ráðstefnu utanríkisráöherra óháðu ríkjanna í Nýju Delhí ef ekki yrðu látnir lausir Kasmír-fangar úr ind- verskum fangelsum. Þar á meðal var einn sem sömuleiðis var á lista yfir fangana sjö sem heimtaðir voru lausir aö þessu sinni. Það er Maqbool Butt, sem dæmdur hefur verið til dauða. Svetlana Alliluyeve, dóttir Jósefs Stalín, lét eftir sér hafa í gær að herinn kynni aö eflast aö völdum í Sovét- ríkjunum vegna tómarúms á stjóm- málasviðinu. I viötali við finnska dagblaðið „Hufvudstadsbladet” sagði Svetlana aö árás Sovétmanna á s-kóresku far- þegaþotuna 1. september sl. bæri því vitni aö æðstráöendur í hemum væru í aðstöðu til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Finnst henni það benda til þess að forysta kommúnistaflokksins eigi í erfiðleikum og að áhrif hennar fari þverrandi en áhrif hersins eflist að sama skapi. Svetlana telur að langar fjarvistir Yuri Andropovs forseta af sjónarsvið- inu skapi hættulegt tómarúm sem herinn noti til að efla áhrif sín. Við slikar aðstæður kemur stundum til valdaskipta og ekki ólíklegt að hat- römm valdatogstreita eigi sér stað bak viö tjöldin um þessar mundir, að mati Svetlönu. Svetlana, sem var stödd í Helsinkí í síðustu viku og veitti þá blaðaviötalið, segist hafa fylgst vel með heims- málunum og eins málum í hennar fyrra fööuriandi en hún hefur búið á Vesturlöndum í rúm sextán ár. Finnska blaðið hafði eftir henni að kæmist herinn til valda í Sovétríkjun- um mundi nær örugglega brjótast út styrjöld. Enda finnst Svetlönu sem Bandaríkjastjóm hafi ýft upp stríðs- hættuástand. Sagði hún að aukning herafla í Evrópu með staðsetningu kjamaeld- flauga í V-Þýskalandi væri skoðað sem ódulin hótun við Sovétríkin og að Rauði herinn mundi fýsandi þess aö hemema V-Þýskaland. Fjölbreytt úrval af veggeiningum og bordstofu- settum Leynd yfir leyni- tilburðunum Breska stjórnin hefur ákveðið að læsa niöur fram til ársins 2014 skýrslu um hvernig miðaði að aflétta leyndinni sem sums staðar ríkir um opinber störf. Samkvæmt yfirlýstri stefnu stjómarinnar er ætlast til þess að ráöherrar séu eins opinskáir og unnt er um störf ráðuneyta þeirra. Skýrslan er afrakstur athugunar háttsettra embættismanna á því hvemig þessi stefna hafi veriö framkvæmd. Þegar Lundúnablaðið Times leitaöi eftir upplýsingum um niður- stööur þessarar skýrslu sagði Gowrie lávarður,. ráðherrann sem með hana hefur aö gera, að „skýrslan væri augljóslega ekki til birtingar”. Blaðið segir að þar með heyri skýrslan undir stjórnarskjöl sem lögin kveða á um að séu ekki til opinberunar fyrir almenning fyrr eneftir30ár. INDVERSKUR DIPLÓMAT MYRTUR í ENGLANDI Þu grillar, ristar, gratinerar á fljótan og þægilegan hátt. Frábært fyrir ostabrauö. ffifaú Grensásveqi 5 Sími: 84016 Hentuqt tæki sem kemur aó qóóum notum ef laqa 220 V — 750 W þarf létta máltíð í skyndi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.