Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 6. FEBRUAR1984. Allt um íþróttir helgar- innar Frjálst, óháð dagblað Ítalíahefur aðdráttarafl — segir Bryan Robson — sjá bls. 26 Stenmark nálgast Zurbriggen ~~ siá bls. 24-25 Ásgeir Sigurvinsson. Frakkar hæla Ásgeiri mjög Aö sögn Árna Snævarr, frétta- ritara DV í Frakklandi, fékk Ásgeir það mesta hól sem hann hefur séö um knattspyrnumann í France Football, virtasta knatt- spymublaði heims, sl. þriöjudag. Lýsingarorð á lýsingarorð ofan — geniel, frábær stjómandi, dýrling- ur áhorfenda, sem klappa í hvert sinn sem hann fær boltann. -hsim. HM íhandknattleik: 54 marka sigur Belgíu Heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik karla, C-riðill, stendur nú yfir í NapoU á ítalíu og fleiri borg- um þar. Stærstu tölumar komu frá NapoU. Þar vann Belgía írland með 54 marka mun, 59—5. t Bressanone sigraði HoUand Færeyjar 24—12. t gær sigraði HoUand Bretland 22—13 í Trento, Belgía sigraði Luxemborg í Napoli 20—17. Búlgaría sigraði Færeyjar 28—20 í Bressanone, Finnland sigraöi tsrael 25—24 (13—11) í Scafati. Þá vann ttalía stórsigur á irlandi 50— 5 íCaserta. -hsim. Heimsmetið féll ekki — og Carl Lewis tapaði í Dallas Franski heimsmethafinn í stangarstökki utanhúss, Thierry Vigneron, reyndl að bæta viku- gamalt heimsmet Sovétmannsins Sergei Bubka, 5,82 m, á móti í Vittel í Frakklandi á laugardag. Reyndi við 5,83 metra en það er sama hæð og heimsmet hans utan- húss. Tókst ekki. Hafði áður stokkið 5,73 m, sem er nýtt franskt met. Þetta var í landskeppni Frakklands og Bretlands. Frakk- land sigraði 78—68 í karlaflokki og 60—53 í kvennaflokki. Á innanhússmóti í DaUas í Texas sigraði Ron Brown kappann kunna, Carl Lewis, í 60 jarda hlaupi. Brown hljóp á 6,06 sek. en Lewis varð annar á 6,07 sek. Heimsmet Lewis á vegalengdinnl er 6,02 sek., sett á sömu braut 1983. „Viðbragðið var ekki goft hjá mér,” sagði Lewis eftir hlaupið. Systir hans, Carol, var hins vegar í miklu stuði í langstökki. Tvíbætti bandaríska metið innan- húss, stökk lengst 6,76 m í sjöttu tUraun sinni. Glæsimark Ásgeirs sem ekki var dæmt Þrumuf leygur í þverslá og innfyrir marklínu og það sást vel í sjónvarpi — Stuttgart ef st á ný—Glæsilegur sigur Diisseldorf á Bayern DV í Þýskalandi. Stuttgart komst í efsta sæti þýsku Bundesligunnar á laugar- dag eftir jafntefli í Mannheim en það var synd og skömm að Stuttgart hlaut ekki bæði stigin í leiknum. Ásgeir Sigurvinsson skoraði hreint guU af marki í leiknum, eitt faUegasta mark, sem maður hefur séð en það var ekki dæmt mark. Dómarinn ráðfærði sig við línuvörð eftir atvikið en línuvörðurinn treysti sér ekki tU að staðfesta að knötturinn hefði verið fyrir innan marklínu. Ásgeir tók aukaspyrnu nokkru fyrir utan vítateig. Þrumufleygur hans hafnaði í þverslánni og niður og kraft- urinn var svo mikUl á knettinum að hann fór upp í þverslána aftur og út á vöUinn. I sjónvarpinu var atvikiö margsýnt hægt og þar sást greinUega að knötturinn var fyrir innan mark- línuna, þegar hann kom niður úr þver- slánni eins og líkurnar mæltu einnig með vegna snúningsins. Sorglegt að þetta fallega mark skyldi ekki gilt. Stuttgárt lenti í erfiðleikum i Mann- heim og blöðin skrifuðu um að greini- leg þreyta hefði verið í leikmönnum Atli Eðvaldsson. Stuttgart eftir bikarleikinn erfiða í Hamborg. Þeir voru lengi að ná sér á strik. Mannheim komst í 2—0 í fyrri hálfleik. Walter skoraði á 8. mín. og á 37. mín. sendi Schön knöttinn í mark Stuttgart af Karl-Heinz Föster. Hálf- gert sjálfsmark. I síðari hálfleiknum fór norræna samvinnan hjá Stuttgart að segja til sín eins og blöðin skrifuöu. Ásgeir átti góða sendingu á Sviann CorneUusson sem minnkaði muninn í 1—2. Það var á 48. mín. og á 83 mín. jafnaði Peter Reichert í 2—2. Ahorf- endur 38 þúsund. Asgeir fékk hæsta einkunn aUra í leiknum eða tvo en nokkrir leikmenn Stuttgart fengu þrjá. Glæsileikur Diisseldorf Fortuna Diisseldorf gerði sér Utið fyrú- á föstudagskvöld og sigraði Bayern Miinchen 4—1 á leikvelU smurn í Dusseldorf. AtU Eðvaldsson kom mjög við sögu í leiknum, skoraði fjórða markið og átti tvær sendingar, sem gáfu mörk. Eftir sigurinn voru gífurleg fagnaðarlæti langt fram á nótt í Diisseldorf, sungið, dansað og bjórinn flaut. Áhorfendur á leiknum voru 65 þúsund. Blöðin skrifa að þetta hefði verið sigur Uðsheildarinnar og Udo Lattek, þjálfari Bayern, sagði efth- leikrnn að áhorfendur hefðu verið tólfti maður Fortuna. Blöðin skrifuðu að Atli væri nú besti skalU í þýskri knatt- spyrnu, einn hlekkur í bestu framlmu Þýskalands. Hann fékk þrjá í einkunn ásamt nokkrum öðrum leikmönnum Fortuna. Bommer fékk besta emkunn, tvo. Hjá Bayem var Karl-Hemz Rummenigge bestur með þr já. Ralf Dusend skoraði fyrsta mark leiksins á 30. mín eftir aö AtU skaUaði til hans knöttinn. Á 33. min, skoraði Giinther Thiele og aftur var það AtU sem skaUaði. Síðan sendi Norbert Nachtweih knöttmn í eigið mark. 3—0 í hálfleik. Midiael Rummenigge skoraði fyrir Bayem en Atli fjórða mark Fortuna á síðustu mínútu. HO/hsím. Anderlecht náði jaf n- tefli með níu mönnum —Tveir reknir út af gegn efsta liðinu, Beveren —Sættir hafa tekist hjá Lárusi og þjálfara Waterschei Frá Kristjáni Bemburg, frétta- manni DVíBelgíu: Tveir leikmenn Anderlecht voru reknir af veUi í grófum leik gegn efsta llðinu, Beveren, i leik liðanna í Brussel á laugardag. De Greif var bókaður öðru sinni á 65. mín. og fékk að f júka og tíu mín. síðar var markvörðurinn Munaron rekinn út af fyrir gróft brot. Staðan var þá 1—0 fyrlr Beveren. Þó lelkmenn væm níu tókst þeim að jafna 1—1, en Beveren komst aftur yfir 2—1 en Vercauteren jafnaðl í 2—2. Þeir Kurto, Pólverji, og Albert skomðu fyrir Beveren en van der Bergh fyrra mark Anderlecht. Fyrir leikinn sagði formaður Ander- lecht, van den Stock, að þegar þeir Amór Guðjohnsen og Arnesen byrjuðu að leika með Anderlecht mundu áhorf- endur í Briissel fá aö sjá knattspyrnu eins og hún gerist best. Annað var uppi á teningnum í þessum leik. Grófleiki og 9 leikmenn bókaöir auk þeirra, sem reknir voru út af. Sættir hafa tekist með Lárusi Guðmundssyni og þjálfara Water- schei. Hann kom til Lárusar á fimmtu- dag og bað hann afsökunar. Lárus lék sem miðherji gegn Standard í gær. Leikurinn jafn í f.h. Ekkert mark þá skorað. I s.h. náði Standard yfirburð- um. Vann 0—2 og Tahamata og Hrubesch skoruðu. Islendingarnir voru ekki í sviðs- ljósinu í gær en CS Brugge og FLOSISKORAÐISEX STIG Á 3 MÍNÚTUM — fyrir háskólalið Washington en hef ur lítið leikið með þvíívetur Frá fréttamanni DV í Bandaríkj- unum, Sigurði Ágústi Jenssyni. Körfuknattleiksmaðurinn kunni, risinn Flosi Sigurðsson, leikur sem kunnugt er með Univ. of Washington Huskies. Spilað þar lítið en er mjög vinsæll. Menn era farair að velta því fyrir sér hér fyrir vestan hvort eins fari fyrir honum og Pétri Guðmunds- syni. Blaðið Post Inteillgent undrast sl. föstudag að Flosi skuli ekki leika meira með liðinu. Til þess er nú kominn hávaxinn Þjóðverji, Christian Welp, sem hugsanlega er að ýta Flosa út. Háskólaliðiö Washington Huskies er mjög gott lið, — hátt skrifað hér í USA. Það er í fyrsta sæti í Pacific 10 deild- inni. Hefur unnið sjö leiki, tapað einum í deildinni, UNCL, liðið fræga, er í öðru sæti, er raðað í 20. sæti í NCAA en í fyrstu deild þeirrar keppni eru 241 liö. A föstudagskvöld keppti Huskies við USC (University of Southem Cali- fomia) og sigraði. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom Flosi inn á við mikinn fögnuð áhorf- enda. Sjónvarpsþulurinn lýsti honum sem „Crowd favourite, — they love him” eða uppáhaldi áhorfenda, sem elska hann. Flosi byrjaði á því aö skora úr tveimur vítaköstum sem hann nældi í. Skoraði siðan aftur, tvö stig, og enn tvö stig undir lokin. Sex stig á þremur mínútum. Fyrsta árið sem Flosi var með Huskies lék hann í 50 mínútur með liðinu og skoraði 11 stig. Annað árið lék hann 46 mínútur og skoraöi þrjú stig. Fyrir leikinn við USC hafði hann veriö inn á í 11 mínútur og skorað tvö stig en keppnistímabiliöerhálfnað. -SÁJ. Antwerpen unnu góða sigra. Brugge vann Molenbeek heima 2—0 og Antwerpen sigraði FC Liege 1—3 í Liege. Þeir Sævar Jónsson og Pétur Pétursson skoruðu ekki í leikjunum. Af öðrum úrslitum má nefna að Seraing sigraði Gent 1—2 á útivelli og er í öðru sæti með 30 stig. Beveren efst með 35 stig. Standard og Anderlecht hafa 27 stig og FC Brugge er í fimmta sæti með 26 stig. ' KB/hsím. Flosi Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.