Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 11
 .... ~ « rrrTr> * mrr/ » > * \m DV. MÁNUDAGUR 6. FEBRUAR1984. „Hef áhuga á að ef la norræna samvinnu” — segir Sighvatur Björgvinsson, nýráðinn f ramkvæmdastjóri Norræna f élagsins Sighvatur Björgvinsson, fyrrver- andi alþingismaöur, hefur verið ráöinn framkvæmdastjóri Norræna félagsins. ,,Þaö er ekki afráðið ennþá hvenær ég byrja en það verður einhvern tíma á næstunni. Þaö er verið aö ganga frá nýjum innréttingum á skrifstofunni, sem tekur tíma. Síðan fer þaö eftir samkomulagi á milli mín og stjórnarinnar,” sagði Sighvatur í samtali viö DV þegar hann var spurður hvenær hann tæki við nýja starfanum. — Hvert er hlutverk fram- kvæmdastjóra Norræna félagsins? ,,Samkvæmt þeim ráðningar- samningi, sem búið er að gera uppkast að, er tekið fram að auk þess að sitja fundi stjómar og fram- kvæmdaráðs mun ég annast fram- kvæmd á ákvöröunum stjómar- innar. Þetta verður semsé hefðbundið starf að þeim verkefnum sem stjórnin ákveður hverju sinni.” Þaö vakti nokkra athygli á sínum tíma að alls bárast um tuttugu um- sóknir um starf þetta. Sighvatur var spurður hvað það væri sem gerði það svona eftirsóknarvert. „Eg hef lengi þaft áhuga á sam- starfi Norðurlandaþjóðanna. Þetta félag er stofnað til að efla norræna samvinnu og menningu í aðildar- löndunum og ég hef áhuga á að eiga þáttíþví.” Sighvatur sagði ennfremur að stjórn félagsins hefði lagt á það áherslu undanfarin ár aö efla starf- semina innanlands og aö þaö starf hefði skilaö árangri. — Hefur þú í hyggju að brydda upp á einhverjum nýjungum í starfi félagsins eftir að þú hefur tekið viö framkvæmdastjóminni? ,,Eg hef ekki neitt slíkt í huga enda er það stjórnarínnar að taka ákvarðanir um það. Framkvæði um nýjungar hlýtur að koma frá henni.” — Er mikið gagn aö félagi sem Norræna félaginu? „Norræna félagið hefur vissulega hlutverki að gegna," segir nýi framkvæmdastjórinn, Sighvatur Björgvinsson. „Það hefur vissulega hlutverki að 'gegna og um það ber gleggst vitni mikill fjöldi félagsmanna. Þeir era um 9 þúsund í 40 félögum. ” — Þýðir þetta nýja starf þitt aö þú sért hættur í pólitíkinni? „Síðan ég féll út af þingi í síðustu kosningum hafa pólitísk afskipti min verið takmörkuö en ég reikna með aö hafa áfram áhuga á pólitík. Það era ekki líkur á aö kosningar séu í nánd en þegar að því kemur ráða aöstæður hvaöa ákvarðanir verða teknar,” sagði Sighvatur Björgvins- son. Sighvatur er kvæntur Björk Melax og þau eiga f jögur böm. -GB. HOFUM OPNAÐ SÉRDEILD MED ÖLGERÐAREFNI ALLT TIL ÖL- OG VÍNGERÐAR ÞAÐ BESTA FRÁ ENGLANDI UNICAN ÞAÐ BESTA FRÁ DANMÖRKU Verslunin TILBOÐSVERÐ Á BYRJENDASETTUM. /VMRKIÐ SENDUM I POSTKROFU. KREDITKORTAÞJONUSTA. Suðurlandsbraut 30, sími 35320. s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.