Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MANUDAGUR 6. FEBRUAR1984. Spurningin Hefur þú orðið var/vör við norrænt umferðar- öryggisár? Gunnar Svavarsson: Já, ég fylgdist meö því, sérstaklega á Hringbrautinni. Þar jókst notkun bílbelta og ökuljósa töluvert. Svona ár ættu aö vera á hverju ári, helst tvisvar á ári. Sigríður Sigurjónsdóttir: Nei, afskap- lga lítiö. En þaö má nú samt segja aö ávinningur hafi veriö nokkur. Slysum fækkaöi töluvert á síöasta ári. Arnór Gíslason: Maöur hefur eitthvaö heyrt talað um það í útvarpinu. Mér finnst umferðin hafa batnaö, meira tillit er tekið til náungans. Brynjólfur Asmundsson: Þeir hafa veriö með þaö í útvarpinu aö kynna þaö. En það er erfitt aö marka einhverjar breytingar. Ef áróðurinn er nógu mikill batnar umferöin í stuttan tíma, en svo fer ailt í sama horfið. Fríða Samúelsdóttir: Nei, ég hef veriö aö hugsa um allt annaö. En þaö á rétt á sér, aö vissu marki, annars virkar allur áróöur öfugt. Anton Arnfinnsson: Nei, en mér finnst það eiga rétt á sér. Þaö vantar aö bæta umferöina, sérstaklega veröa stórir bílar að taka tiÚit til hinna. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Uppstoppað ur spari- fjáreigandi — enginnvillspara Valborg Kjartansdóttir skrifar: Eg er 25 ára og af þeirri kynslóð sem ólst upp viö þau viöhorf aö aöeins vit- grannir menn spöruöu peninga. Spar- semi var ekki dyggð, heldur óðs manns æði. Mín kynslóö ólst upp viö þá hugsun aö öllu skyldi eytt sem inn kæmi, enda var þaö alkunna og vitað mál aö ef ein- hver grey lögöu peninga inn á banka þá fóru þeir beint til hinna sem gátu keypt steypu. Allt þetta olli því aö verömætamat þjóðarinnar þróaöist í þá átt aö hverri stund væri best variö til þess aö vinna sér inn peninga sem eyöa skyldi sem allra fyrst í lifsgæði, þaö er þau lífs- gæöi sem hægt er að kaupa. Nægjusemi og sparsemi voru orð sem aöeins örfáir tóku sér í munn (nema ráðherramir sem alltaf gengu á undan meðgóöufordæmi). Umræöan um veröbólguna er gömul lumma sem varla er hægt aö nota lengur. En nú bregöur svo viö að á síöasta ári rofaði til. Hægt var að leggja inn peninga án þess aö veröa aö athlægi. Peningamir héldu gildi sínu. Sparsemi gæti kannski veriö af hinu góöu. Ekki bara slagorð i munni manna sem sumir hverjir keyptu sér bíl fyrir fé almennings. Nú á nýbyrjuöu ári bíöa mörg erfið úrlausnarefni þeirra sem halda um stjórnartaumana (aö zetunni meötal- inni). Darraöardans undanfarinna ára skilur eftir sig skuidir sem þarf aö borga, kjaradeildur eru framundan og svona mætti lengi telja. Máltakið „Margur verður af aurum api" virðist nú faffið úr gikfi því að tii. skamms tíma þótti ekki viturlegt að ieggja peninga sina i banka. Fóik eyddi því sem inn kom sem það mest mátti. Eg skora á ráðamenn aö leita lausn- ar á vandanum annars staðar en i sparifé almennings því það hlýtur aö vera allri þjóöinni til góös aö sú mann- gerð sem vill spara en ekki eyða vaxi. Ef sparif járeigendur veröa aftur fyrir baröinu á efnahagsklúörinu í landinu kann sú manngerð aö deyja út eins og geirfuglinn. Og böm framtíðarinnar geta virt fyrir sér síöasta sparif járeig- andann uppstoppaðan á Þjóðminja- safninu. Mál er aö linni. Verð og þjónusta misjöfn Landsbyggðarfólk skrifar: Við hjónin urðum reynslunni ríkari á ferö okkar um höfuðborgarsvæðiö í vetur. Við gengum á milli verslana í leit aö innréttingum og hurðum í húsið sem viö erum að byggja. Þaö er ótrúlegt hvaö verðmunur og móttökur geta veriö misjafnar. Þó viljum við sérstak- lega þakka Halldóri Karlssyni, Duggu- vogi, Bústofni, Aöalstræti, og Siguröi Eliassyni, Kópavogi, fyrir góöa þjón- ustu. Okkur finnst ekki nóg að sjá vöru til sölu, við verslun þar sem þjónusta og framkoma afgreiðslufólksins er til fyrirmyndar. Vöruverð og verðbólga Bryndís Júlíusdóttir skrifar: Það virðast lítil takmörk vera fyrir þvi hvaö launþegar þessa lands þurfa aö þola. Nýlega birtust á neytendasíöu DV tölur um að vöruverð hér á landi heföi hækkaö um 40% frá því í júlí ’83 og fram til janúar ’84. A sama tíma og launþegar búa viö kjaraskerðingu mega þeir stöðugt borga hærri upp- hæðir fyrir nauösynjar. Þó keyrir um þverbak aö daginn eftir aö þessar tölur birtast á neyt- endasíöunni þá kemur ósköp pen frétt frá Hagstofunni þess efnis aö verö- bólga i landinu sé 9%. Það væri gaman aö fá aö vita frá fróðum hvemig í ósköpunum þetta er reiknaö út. Þaö sem hinn almenni launþegi finnur mest fyrir er útgjöld fyrir mat. Það hefði veriö sjálfsagt aö DV heföi birt athugasemd viö frétt Hagstofunnar, það er vísaö til neytendasíðunnar daginn áður. Ráö fundið v«ð eiturlyfjavandanum! Kolbrún Olafsdóttir skrifar: Mig langar að koma með nokkrar fyrirspumir og góö ráö til þeirra sem vilja útrýma eiturlyfjum. Ef ske kynni að ykkur tækist aö finna út hve mikið af eiturlyfjum er notaö hér á landi og koma þeim sem dreifa þeim bak viö háa múra, teljið þiö ykkur þá hafa leyst vanda mannsins? Þá getiö þiö skálaö fyrir hetjuskapn- um. Ef þiö haldiö að þiö gerðuð þjóöinni vel með því þá er villa ykkar mikil. Sá eitthvaö tekiö af manninum veröur hann aö fá annaö i staöinn. Hvaö ætlið þið aö fá honum í staöinn? Þiö teljið það ef til vill ekki í ykkar verkahring að sjá honum fyrir ein- hverju ööru. Haldið þiö að maöurinn finni tilgang í lífinu, öölist lífsgleði eða aö mannleg samskipti batni meö útrýmingu eitur- lyfja? Trúiö þið því virkilega aö eit- urlyf séu orsök sjálfseyöingar? Og haldið þið aö maöurinn trúi þvi aö boö og bönn kenni bömum aö betra sé aö vera vakandi en sofandi sauður? Nei, reynsla min og það að ég tek mið af líf- inu sjálfu segir mér aö beiti maöur þvingunum uppsker maöur það gagn- stæða. Þiö eyðið óþarfa orku vegna þess aö þið vitið ekki betur en ég verö að tjá ykkur aö þiö byrjiö á vitlausum enda við aö gera manninn hamingjusaman. Er þaö ekki takmarkið? Mitt ráö er aö þiö kenniö þeim, sem þið teljið bera ábyrgö á vandanum, að eiga góö og mannleg samskipti viö aöra og aöstoðið þá viö aö losna við óttann viö sjálfa sig en öðlast i staöinn trú á manninn sem slíkan. Ekki segja þeim aö maöurinn sé vondur því að slikt kemur þeim til aö leika vonda manninn og tekur frá þeim trúna á hið jákvæða og góöa. Þaö er jafnsiölaust og að mála framtíö okkar svarta og fylla okkur þannig vonleysi. Þess í stað skuluö þig gefa mannin- um möguleika á opinni, bjartri og spennandi framtíð. Byggið þjóðfélag þar sem maöurinn er maður en ekki hlutverk. Meö því langar manninn frekar aö vaka en sofa. Farið að þessum ráðum og brátt munuð þig uppgötva að manninum þykir gaman að vera til en langar ekki til aö deyfa sig meö eiturlyfjum, brennivíni, vídeói eöa öörum svæf- ingarmeöulum. Þá þarf engar aögerö- ir til aö einangra eina sjálfsflóttaleið og gera hana að einhverju vandamáli. Eiturlyfjaneysla er afleiðlng en ekki orsök. Hún er afleiöing af ómennskum heimi. Nú hef ég bent ykkur, sem viljið út- rýma eiturlyfjavandanum, á villu ' ykkar, þannig að nú hafið þiö tækifæri tilaögerabetur. Maöurinn starfar ekki vel í ómennsku þjóðfélagi og þess vegna er siðlaust að halda þvi viö. „Eiturlyfjavandamálið er ómennsku þjóðfélagi að kenna," segir bréfritari. Þetta par, sem þarna er að dæla i sig heróíni, hefur sennilega fengið nóg af ómennsku þjóðfélagi og hefur nú ofan af fyrir sér með vændiog hnupli tilað geta keyptnýjan skammt af „sjálfsflóttaleið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.