Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 6. FEBROAR1984. Leigy bflaskortur í Reykjavík: Ölvaðir illa staddir eftir laugardagsböllin — „Mallorcaveður” annars staðar á landinu Þetta fer að verða algeng sjón á þessum vetri. Fastur smábíll og mann- skapur reynir að ýta honum afstað. Myndin var tekin i Kópavogi á laugar- dag. DV-myndEinar Ólason. Umferð tepptist að nokkru leyti í höfuöborginni á laugardag eftir að snjó kyngdi niöur fyrir og um hádegið. Lög- reglan í Reykjavík og nágrenni átti því annasama nótt við að hjálpa illa stöddu fólki heim og við að flytja starfsfólk sjúkrahúsa til. vinnu. Nokkuð var um ölvun og mörgum ballgestinum var bjargað úr sköflum á laugardagsnóttina. Leigubilar voru „nánast ekki til” að sögn eins lögreglu- þjóns. Að sögn Reykjavíkurlögreglu voru færri bílar í umferö á laugardag en undanfarið þegar færð hefur versnað. Annaðhvort hefur fólk hlýtt viðvör- unum lögreglu eða ekki náð að færa bílinn úr stæði. Strætisvagnar gengu nokkum veginn eftir áætlun um helgina. Élliðavogurinn og Breiðholtið teppt- ust um tíma. I Arbæ ríkti öngþveiti í umferðinni frá hádegisbili á laugardag til um kl. 5 en þá fóru ruöningstæki að hafa undan. A Suðurlandi var víðast fært um helgina. HelUsheiðin var fær, einnig Þrengsli og leiðin tU Keflavíkur. Leiöin til Grindavíkurvartekinaðþyngjast. Austanlands var einnig sæmUeg færð nema Fjarðarheiðin og leiðin um Oddsskarð voru ófærar. Á Akureyri var „MaUorcaveður”. Frá Patreksfiröi var fært til TáUrnaf jarðar og út á flug- vöU en ekki annaö. -ÞóG Flateyri: Fólk hyggur á brottflutning — vegna himinhárra orkureikninga Frá Reyni Traustasyni, fréttarit- ara DV á Flateyri: Fjöldi fólks á Flateyri hefur við orð að láta loka fyrir rafmagn og hrein- lega fara af staönum eftir síðasta glaöning frá Orkubúi Vestf jarða. Þegar nýjasti rafmagnsreikning- urinn barst fólki í hendur rak marga í rogastans og er þó fólk hér ýmsu vant. Reikningarnir lágu á bUinu 6— 12 þúsund fyrir eins mánaðar orku- notkun. Einn húseigandinn, sem býr í 98 fermetra íbúð og er nýbúinn að fram- kvæma fyrir stórfé í því skyni að ná fram orkusparnaði, sagði að hann hreinlega kæmist ekki yfir þetta en hann fékk 6 þúsund króna reikning eftir mánuðinn. Þetta er þó ekki það hæsta sem hann hefur komist í. Annar sem fréttaritari ræddi við tók í sama streng. Hann var að heiman það tímabU sem reUmingurinn spannar yfir og hafði hitann á húsinu í lágmarki en fékk eigi aö síður reUming upp á kr. 7100. Þar er um að ræða 120 fermetra íbúð sem einnig var nýbúið að einangra í orkuspar- andi skyni. Þriðji reUcningurinn, sem sérstaklega er tekinn út úr, er upp á 12 þúsund krónur. Þar er um að ræða nýtt hús, 2x90 fermetra íbúð. I því tU- viki má segja sem svo að eigandinn færi sléttur út úr því að láta loka, fara tU Reykjavíkur og leigja þar íbúð fyrir 10 þúsund krónur á mánuði. Menn spyrja hér í forundran: Hvar eru þingmenn kjördæmisins? En nú mun hiö póUtíska litróf búið að sýna aUar sínar hhðar á undanförnum árum bæði í stjórn og stjórnarand- stöðu. En ekkert bólar á leiðréttingu á þessu ægUega misrétti. -GB ORUGGASTA OG BESTA VALIÐ MICRA ÖRYGGIÐ FELST í: - GÆÐUM OG ENDINGU SEM NISSAN VERKSMIÐJURNAR EINAR GETA TRYGGT. GULLTRYGGÐ ENDURSALA - VERÐISEM ER ÞAÐ LANGBESTA SEM NOKKUR KEPPINAUTANNA GETUR BOÐIÐ Á BÍLUM SEM EIGA AÐ HEITA SAMBÆRILEGIR. ÞETTA FÆRÐU ÞEGAR ÞÚ KAUPIR NISSAN MICRA: • Framhjóladrif • Útvarp • Upphituð afturrúða • 5gírakassi • Halogenljós • Þurrka og vatnssprauta á afturrúðu • Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum • Litað öryggisgler • Tveir baksýnisspeglar. • 57 hestafla vál • Hlíf yfir farangursskut stillanlegir innan frá • Tvískipt aftursæti sem hægt er • Vandaðáklæði • Skuthurð opnanleg úr að leggja niður, annað eða bæði • 3ja hraða kraftmikil miðstöð. ökumannssæti • Quartsklukka alveg nauðsynleg á íslandi • Þykkir hliðarlistar • Sígarettukveikjari • Geymsluhólf í báðum hurðum • 2ja ára ábyrgð á bíl • Hanskahólf • Innbyggð öryggisbelti • 6 ára ryðvarnarábyrgð • Pakkahilla • Blástur á hliðarrúður • Eldri bílar teknir upp i nýja • Eigin þyngd 615 kg • Þurrkur á framrúðu mlbiðtíma • Góð lánakjör LEGGÐU ÞETTA Á MINNIÐ EF ÞÚ GETUR 0G GERÐU SAMANBURÐ NOKKUR DÆMI UM ÞAÐ HVERNIG MICRA HEFUR VERIÐ TEKIÐ HÉRLENDIS SEM ERLENDIS: DAGBLAÐIÐ VÍSIR. Fyrirsögn greinar Ómars Ragnarssonar um Nissan Micra var svona: „Fislóttur. frískur bensinspari sem teynir ó sór.” Og Ómar segir ennfremur:.mór fannst billinn betri en óg átti von á, þœgilegri og skemmtilegri i bœjar- akstri en vonir stóðu til og það virðist vera erfitt að fá hann til að eyða bensíni svo nokkru næmi, þótt frisklega væri ekið". AUTO MOTOR SPORT: „Að meðaltali eyðir NISSAN MICRA aðeins 5,4 I á hundraði. Enginn annar bill nálgast MICRA i bensín- sparnaði." MOTOR: „MICRA er eyðslugrennri en nokkur annar bíll sem Motor hefur reynstuekið og það er þeim mun lofsverðara að MICRA kemst mjög hratt og er þess vegna bensineyðsta bilsins mæld á meiri hraða en venja er til." QUICK. „Bensineyðsla er aðeins 4,21 á hundraði á 90 km hraða og 5,91 á hundraði í borgarakstri." BILEIM, MOTOR OG SPORT: Stór fyrirsögn á grein er fjallaði um reynsluakstur á NISSAN MICRA var svona: „Nýtt bensinmet — 19,2 km á lítranum." Það jafngitdir 5,2 á hundraði. í greininni segir m.a.: „MICRA er langsparneytnasti bill sem við höfum nokkurn tima reynsluekið. Bersýnilega vita NISSAN framleiðendur hvað bensínspamaður er því sá sem kemst næst NISSAN MICRA er NISSAN SUNNY 1,5 með 17,2 km ó litranum." Það jafngildir 5,8 á hundraði. AUTO ZEITUNG: Eftir mikið lof á NISSAN MICRA segir svo: „En einnig hið mikla innrými á tof skilið. MICRA býður ekki bara öku- manni og farþega i framsæti upp á frábært sætarými heldur gildir það sama um þá sem í aftursæti sitja." NISSAN MICRA DX 249.000,- - NISSAN MICRA GL 259.000,- IIMGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.