Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 28
28 DV. MANUDAGUR 6. FEBRUAR1984. ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Deildarstjórastarf viö skuröstofu spítalans er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa sérnám í skurðstofuhjúkrun. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar 1984. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 kl. 11—12 og 13—14 alla virka daga. Reykjavík, 3. febrúar 1984. SKRIFSTOFA HJÚKRUNARFORSTJÓRA. AUGLÝSINGASTOFU VANTAR HÚSNÆÐI Óskum eftir að taka á leigu hentugt húsnæði fyrir ört vaxandi auglýsingastofu. Helst staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Hentug stærð 60 — 70 fermetrar. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SlMA 75655. ÞAKÞÉTTING a PunnMivuivi FILLCOAT gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málmþök • er vatnsheld. • inniheldur cinkromat og hindrar ryð- myndun. • ódýr íausn fyrir vandamálaþök. • ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL cíikbsscmií HVERFISGÖTU 42 TELEX = 2085 220 HAFNARFIRÐI SÍMI = 91-50538 MARKAÐSHÚSINU við Sigtún Nýiar vörur á útsölu! ALLT Á 1/2 VIRÐI! Seljum næstu daga mikið úrval af óútleystum póstverslunarvörum. T.d. fatnað, gjafavörur, skrautmuni, búsáhöld, skófatnað o.fl. o.fl. Allt á V2 virði + söluskattur! Nýi Grattan vörulistinn er kominn og fæst ókeypis á staðnum gegn innborgun á fyrstu pöntun. VÖRULISTAUMBOÐIÐ Lokum Alþingií4 vikurog...... Sendum 60 þing- menn til Japan — segir Páll Kr. Pálsson verkf ræðingur, nýkominn úr kynnisf erð til Japan, Indónesíu og Hong Kong „Eg væri persónulega til í aö taka þátt í kostnaði við ferð alíra alþingis- mannanna okkar til Japan því ég er sannfærður um að þar gætu þeir lært ýmislegt sem okkur vanhagar um,” sagði Páll Kr. Pálsson, verkfræðing- ur hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, nýkominn úr kynnisferð til Japan, Singapore og Hong Kong ásamt 20 öðrum Islendingum., ,Það þyrfti ekki að loka Alþingi nema í 4 vikur,” bæt- irhannvið. Islendingamir heimsóttu fyrir- tæki, verksmiðjur, verslanir og aðal- bækistöðvar japanskra atvinnurek- enda og urðu, að sögn Páls, margs vísari. Samvinna betri en sundrung „Japanska efnahagsundrið, sem hófst upp úr miðjum sjöunda ára- tugnum, byggir á þeim einföldu sann- indum að samvinna er betri en sundrung. 1 stuttu máli sagt grund- vallast japanska velferðin og vel- gengnin á þrem meginþáttum. I fyrsta lagi að menn vinni saman að þvi að stækka þjóðarkökuna í stað þess að eyða orkunni í rifrildi um skiptingu hennar með þeim afleið- ingum að hún stendur i staö eða minnkar. Því markmiði ná þeir að- eins með því að auka framleiðni og það er annað aðalatriðiö. Það þriöja er svo áherslan sem lögð er á mennt- un þegnanna þannig að þeir skilji þýöingu framleiðsluaukningar og að kakan stækki ekki án hennar. Menntunin tilheyrir ekki aöeins skólakerf inu heldur er starfsfólk fyr- irtækja í sífelldri endurmenntun — lífiðermenntun.” Að sögn Páls gerir samheldnin og samvinnan það að verkum að hver einasti starfsmaður fyrirtækis finn- ur til vissrar ábyrgðar, allt frá for- stjóra og niður úr. Allir eiga sér> sama markmiö, þaö aö stækka þjóðarkökuna og þar með bæta lífs- kjörin i landinu. Nú eru þjóöartekjur á mann í Japan rúmar'270.000 krón- ur. „Japanir gerðu sér grein fyrir að þeir höfðu ekkert hráefni, enga þekk- ingu, aðeins fólk. Því fóru þeir út fyr- ir landsteinana og öfluðu sér þekk- ingarinnar þar sem hún var mest og best. Þeir fóru til Þýskalands og tóku meö sér menn heim til að byggja ljósmyndaverksmiöjur. Þekkingin var komin og þá tók fjöldinn, sam- hentur, til starfa. Arangurinn þekkja allir. Það sama má segja um klukk- ur og úr, bifreiðar og næst verða það tölvurnar. Japanir leggja ekkert ofurkapp á að vera með einhverjar algerar nýjungar heldur frekar að tileinka sér þekkingu annarra og framleiða síðan með sínu lagi gæða- vöru í miklu magni. Þannig verður hún ódýrariogselst. Japanir hafa vit á því að kenna bömum frá unga aldri að það sem gildi hér í heimi séu vísindi, tækni og sölumennska. Sumir segja að múg- sef jun ríki í Japan en mín skoðun og reynsla er sú að Japanir séu ekkert minni einstaklingshyggjumenn en við lslendingar. Þeir hafa bara skilið að samtakamátturinn er heilla- drýgri en karp og barátta á milli þjóðfélagshópa.” Jt ísland kjöriö til iönrekstrar Þaö kom nokkuð flatt upp á suma' íslensku ferðalangana þegar Japan^ imir lýstu því yfir að landfræðileg staða Islands gæti ekki veriö betri til iðnrekstrar. „Liggur Island ekki miöja vegu milli Ameríku og Evr- ópu?” spurðu þeir réttilega. „Þið eraö með tvo stærstu markaði heims- ins til beggja handa, byrjið að fram- leiða og selja. Takið ákvörðun um hvernig eigi að gera það og þá getur þaö varla mistekist,” sögðu þeir hressir í bragði og sáu ekki marga vankanta á framhaldinu. „Viö getum beitt þessum japönsku aðferðum, sem reyndar em sálfræði, hérheima á Islandi, á því er enginn vafi. Við þurfum að setja okkur markmið líkt og Japanir og þora að ráöast í að ná þeim en mér segir svo hugur um aö þeir séu margir áhrifa- mennirnir hér á landi sem hugsa ekki í þessum brautum. Þeir em fastir í ríkjandi ástandi,” sagði Páll Kr. Pálsson. „Þess vegna hvet ég þá til að taka sér á hendur f erð til Japan þó ekki væri nema til að sjá að það er hægt að gera hlutina á fleiri en einn veg.” ■ -EIR Tröllaleikirí Leikbrúðulandi Sýningar á vegum Leikbrúðulands hefjast aö nýju næstkomandi sunnu- dag, 5. febrúar, klukkan 15, í Iðnó. Samanstendur sýningin af fjórum^in- þáttungum sem saman bera heitiö Tröllaleikir. Einþáttungarnir heita Ástarsaga úr fjöllunum, byggður á sögu Guörúnar Helgadóttur, færður i leikbúning af Hallveigu Thorlacius 3em einnig gerir brúður og leikmynd en Atli Heimir Sveinsson samdi tónlist sérlega tii flutnings meö þessum einþáttungi. Annar einþáttungurinn er Búkolla, ís- lensk þjóðsaga í leikbúningi Bryndísar Gunnarsdóttur sem einnig gerir brúð- ur og leikmynd en tónlist er eftir Jón Asgeirsson. Þá er það Risinn draum- lyndi eftir Helgu Steffensen sem einnig gerir brúður og leikmynd en tónlist er eftir Áskel Másson. Og að lokum er það Eggið eftir Helgu Steffensen sem einn- ig gerir brúður og leikmynd. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Sundhöll Keflavíkur lokuð vegna viðgerða Frá Heiðari Baldurssyni, fréttaritara DV í Keflavík. Sundhöll Keflavíkur hefur verið lok- uð frá því snemma í janúar. Astæðan er sú að hljóðeinangrandi frauðplast- plötur í lofti voru famar að losna vegna raka. Við nánari athugun komu meiri skemmdir í ljós í loftinu. Eldvarnaeftirlitið hefur bannað notkun á frauöplasti til einangrunar vegna eldhættu og er nú í athugun, hvers konar efni henti best i staðinn. Sundhöllin var byggð árið 1950 en brann árið 1967 og voru þá þessar plöt- ur settar upp við endurbygginguna. Aö sögn Hafsteins Guðmundssonar sundhallarstjóra verður vonandi hægt aö opna aftur seinni partinn í febrúar, en á meðan liggur allt skólasund niðri. Heitu pottamir og sólböðin em opin og menn geta svo stungið sér i Njarð- víkurlaugina á eftir. -GB Búðardalur: Laxdælingar skemmta sér, . dönsuðufram undirmorgun Frá önnu Flosadóttur, fréttaritara DV í Búðardal. Hið árlega þorrablót Laxdælinga var haldið í Dalabúö laugardaginn 28. jan- úar. Geysileg stemmning var á blótinu og sóttu það rúmlega 200 manns. Það sem mesta athygli vakti voru frábær skemmtiatriöi sem stóðu yfir í 3 klukkustundir. Voru þau einungis, samin og flutt af heimafólki og byggð- . ust upp á glensi, upprif jun á skemmti- legum atvikum frá liðnu ári, smáskot- ■ um á náungann, gamanvisnasöng, leikþáttum sem samdir voru út frá mannlifi staðarins, ásamt öörum söng og gamni. Að þessu loknu var stiginn dans fram undir kl. 6 um morguninn en þá renndi fólk sér fótskriðu í hálkunni áleiðis heim til sin á óskiljanlegan hátt. -GB íslandsmeistarakeppni í gömlum dönsum * Islandsmeistarakeppni áhuga- manna í gömlu dönsunum verður hald- in á Hótel Sögu síöar í þessum mánuði. Það eru Nýi dansskólinn og Þjóðdansa- félag Reykjavíkur sem standa að keppninni. Þetta er önnur slík keppni í röð, en hin var haldin fyrir rúmu ári. Keppt verður í fimm flokkum og ef allt fer eins og síðast má búast við keppendum frá fimm til 85 ára göml- um. Keppnin hefst 26. febrúar klukkan tvö fyrir yngri keppendurna en full- orönir hefja keppni klukkan niu um kvöldið. Gert er ráð fyrir því að hvert par dansi í um 10—20 mínútur. Um sex til sjö pör verða á gólfinu i einu, en dansað verður á stækkuöu dansgólfi í. Súlnasal. Að sögn forráðamanna keppninnar' er ætlunin að efla gömludansaíþróttina meðslíkriárlegrikeppni. -ÞóG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.