Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 18
18 DV. MANUDAGUR 6. FEBR0AR1984. Búnaðarbankaskákmótið: TIMAHRAK OG SPENNANDISKÁKIR Bandaríski alþjóöameistarinn Nick deFirmian hefur óvænt skotist upp í efsta sæti á Búnaðarbanka- skákmótinu eftir hressilega tafl- mennsku. 17. umferö, sem tefld var í gær, lagði hann júgóslavnesku „jafn- teflisvélina” Knezevic aö velU og hefur þá hlotiö 41/2 vinning. Forusta hans er þó aðeins tU málamynda því að skák Helga Olafssonar og Piu Cramling fór í biö en þau hafa hálfum vinningi minna en Banda- rikjamaðurinn og biðskákina til góða. Helgi hefur íviö betri stöðu og mun eflaust leggja aUt í sölumar tU að knýja fram sigur þótt jafntefli sé samt Uklegustu úrslitin. Staöan efth- 7 umferðir er þessi: 1. de Firmian 41/2 v. 2. -3. Pia Cramling og Helgi Olafs- son 4 v. og biðskák. 4.-5. Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson 31/2 v. og biðskák. 6.-7. Guðmundur Sigurjónsson og Knezevic 31/2 v. 8. Shamkovich 3 v. og bið. 9. Jón L. Araason 21/2 v. og bið. 10. Sævar Bjaraason 2 v. og bið. 11. Alburt 11/2 v. og tvær bið. 12. Jón Kristinsson 1 1/2 v. og biðskák. Nokkrar æsispennandi skákir settu svip sinn á umferðir helgarinnar og tímahrakið var með mesta móti. Sumar skákanna „skiptu oft um eig- endur” er tímrnn tók aö styttast og teflt var grimmt tU vinnings, enda dregur senn að leUcslokum. Litum nánar á atburðarásin: 6. umferð. JónKr.-Helgi 0-1 Jón L.—Guðmundur 1/2—1/2 Pia—deFirmian 1/2—1/2 Knezevic—Sævar 1/2—1/2 Shamkovich—Jóhann 1/2—1/2 Margeir—Alburt biðskák Aðeins Helga tókst að vinna skák í þessari umferð, sem var þó langt frá því að vera viðburðasnauð. Það var „helgarmótsstUl” á taflmennsku hans en Jón gaf þó hvergi höggstaö á sér — framan af. Undir lok setunnar missti hann peö og þar á eftir féU maður og þá gafst Jón upp. Jón L. og Guðmundur tefldu 21 leik af SikUeyjarvörn og undirrituðu þá pappírana enda var taflið að leysast upp. Sævar og Knezevic tefldu þunga skák og haföi Júgóslavinn ávaUt heldur betur, sem nægði ekki tU vinnings gegn öruggri taflmennsku Sævars. „Eg tefldi of akademískt,” sagði Knezevic eftir skákina, „í Botvinnik-stU!” Jafntefli Jóhanns við Shamkovich var öUu tilþrifameira. Jóhann virtist lenda í kröggum í byrjuninni, franskri vörn, sem á erfitt uppdrátt- ar á þessu móti. Honum tókst þó aö létta á stööunni með uppskiptum og sýndist sitt hverjum hvor hafði betur. Er skákin fór í bið, héldu margir stöðu stórmeistarans væn- legri en hann mátti samt hafa sig aUan við aö halda jafntefli. Jén L Árnáson Bandaríkjamaðurinn Nick deFirmian er efstur ef tir 7 umferðir—Biðskák hjá Helga og Piu Cramling Helgi Olafsson er íbygginn á svip, enda hefur hann vænlega biðstöðu gegn Piu Cramling og stefnir nú óðfluga á efsta sætið. MyndBH. Mest var fylgst með skákum Piu viö deFirmian og Margeirs viö Al- burt, sem báðar voru þrungnar spennu. Með laglegri peðsfóm tókst Margeiri aö ná öflugu frumkvæði og virtist er hér var komið sögu eiga sigurinn vísan: Svart: LevAlburt abcdefgh Hvítt: Margeir Eftir 17. Re4! Ke7 18. Rfg! er svartur í miklum vanda, vegna hótunarinnar 19. Rxd6! Dxd6 (eöa 19. —Kxd6) 20. Re4 Dc7 21. d6+ og vinnur drottninguna. Ef 19. — Bh6, þá 20. Rxf7! Kxf7 21. Hxb7! Hxb7 22. Hxb7 Dxb7 23. Rxd6+ og vinnur; ef 19. — h6, þá 20. Rxd6! hxg5 21. Rxb7 Kf6 22. Bg4! og vinnur, eða 19. — Bc8 20. Rxd6! o.s.frv. Svartur getur hins vegar varist betur með 17. — Be7! og ef 18. Rxe5 dxe5 19. d6, þá 19. - Dc8! Nú er 20. dxe7 Kxe7 e.t.v. ekki svo hræðilegt og 20. Bf3! ? Bd8! 21. Hxb7 0-0! leiðir til tvísýnnar stöðu. Engu að síður var þetta besti möguleiki hvíts. Margeir fómar strax. 17. Rxe5? dxe518. d6 Bxd619. Bf3 e4! 20. Bxe4 Bxh2+ 21. Khl 0-0! 22. Hxb7 Hxb7 23. Hxb7 De5 24. Dx2 Kannski „gleymdi” hvítur aö eftir 24. Hxd7 Dxc3 25. Kxh2 vinnur svartur manninn aftur meö 25. — De5+ og á þá nokkrum peðum yfir. 24. — Rf6 25. Bf3 Bf4 26. g3? Bxg3! 27. fxg3 Dxg3 Svartur á nú vinningsstöðu. 28. Bd5 Rg4 29. Rdl Ef 29. Dg2, þá 29. - Dh4+ 30. Kgl Del+ 31. Dfl Dxc3 og vinnur. 29. — Del+ 30. Kg2 Dxdl! 31. Dxdl Re3+ 32. Kf3 Rxdl 33. Hb3 a5?? Eftir 33. — He8! benda allar líkur til að riddarinn sleppi út og svartur vinni. E.t.v. reiknaði Alburt aöeins meö 34. Ke2? a4! o.s.frv. 34. Hd3! Rb2 35. Hb3Rxc4 Ef35. —Ra4, þá 36. Bc6. 36. Bxc4 a4 37. Hb7 Kg7 38. Ha7 Kh6 39. Hxa4 f5 40. Ha7 Hh8 41. Hc7 Kg5. Hvítur Iék biöleik en staöan er jafnteflisleg. Þess má geta að númer leikja ber aö taka með varúð — skákin er rituð upp „eftir minni”, því að eyðublöðin eru lokuö inni í biöskákarumslagi! Pia tefldi stíft til sóknar gegn deFirmian og byggði upp vænlega stööu. DeFirmian var auk þess í miklu timahraki. Þá fór stúlkan hins vegar að tefla ónákvæmt, lenti líka í tímahraki og missti af fleiri en einni vinningsleið. Einhvem veginn tókst deFirmian að ljúka leikjunum og eftir að skákin hafði farið í bið urðu þau ásátt um jafntefli. Sænska stúlkan var óheppin aö fá ekki heilan vinning þar, en deFirmian slapp með skrekkinn. 7. umferð. DeFirmian—Knezevic 1—0 Guðmundur—Margeir 1/2—1/2 Jóhann—Jón L. biöskák Sævar—Shamkovich biðskák Alburt—Jón Kr. biöskák Helgi—Pia biöskák Helgi og Pia voru tvö efst fyrir þessa umferð og vakti skák þeirra því að vonum mesta athygli. Þau tefldu hins vegar afar varfæmislega og hafði Helgi lipurri stöðu frá 1. leik. Biðstaöan lítursvona út: Svart: Pla Cramllng « abcdefgh Hvítt: Helgi — Svartur lék biðleik. Guðmundur fékk frjálsara tafl gegn Margeiri en ekki meira en það. I öörum skákum var hart barist og fóru allar í bið. Jón L. fórnaði peði snemma tafls gegn Jóhanni og lét öllum illum látum. Jóhann lét þaö ekki á sig fá, enda sá andstæðingur- inn aö mestu um að þvinga fram lak- ari stöðu og þurfti ekki hjálp. Hann lenti auk þess í gífurlegu tímahraki og bjóst við stuttu dauðastríði. Jóhann tefldi hins vegar ekki sem nákvæmast og er skákin fór í bið er enn lífsmark með svörtum þótt nokkur peð vanti í safnið. Biöstaöan: Hv: Kg2, Hd2, Bdl, h2, f2, b2, a4. Sv: Ke5, Hal, Bf5, h6, d7. Hvítur lék blindleik. Nú var það Sævar sem tefldi Botvinnik-afbrigði — gegn Griinfeld vöm Shamkovich. Vonaði aö and- stæðingurinn hefði ekki verið í skák- skólanum í gamla daga. Shamkovich Búnaðarbankaskákmót 1984 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ii 12 Vinn. Röð 1 Pia Cramling L A A ‘A 1 2 Knezevic % i/ % % 0 1 /v 3 Shamkovich 0 Vv k /l 1 U 4 Jóhann Hjartarson ‘At % ii l k % 5 Sævar Bjarnason Va 'U k 0 0 6 deFirmian % 1 k i k 0 i 7 Helgi Ólafsson y* k ‘A. i i 8 Lev Alburt •/, o Ya! Vj 0 9 Guðmundur Sigurjónsson 0 i h 'A •L 'L % 1» Margeir Pétursson 1% % v* 1 k II Jón Kristinsson 0 o •lx i o o 12 Jón L. Árnason 0 Va. Vx o i þekkti afbrigöi vel og náði yfirburða- stöðu. Slakaði hins vegar aðeins á klónni, þótt engum dyljist að í biö- stöðunni hefur hann tögl og hagldir. Svart: Shamkovich abcdefgh Hvítt: Sævar Alburt og Jón Kristinsson tefldu kóngsindverska vörn og náði Alburt rýmri stöðu. Hann fórnaði peði, sem Jón gaf strax til baka og rétt áður en skákin fór í bið gaf Jón drottningu sína fyrir tvo hróka. Hótanir Jóns eru nú hættulegar og svo virðist sem Alburt eigi ekki meira en jafntefli. Svart: Jón Kristinsson abcdefgh Hvitt: Alburt — Svartur lék biðleik. Skák deFirmian og Knezevic var snaggaraleg: Hvítt: deFirmian Svart: Knezevic Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 6-0 Rxe4 5. d4 Be7 6. De2 Rd6 7. Bxc6 bxc6 8. dxe5 Rb7 9. Bf4! ? 0-010. Rc3 Rc5(?) U. Re4 Re6 12. Bg3 f5 13.exf6 Bxf6 14. c3 Be7 15. Hadl d6 16. Hfel Bd7 17. De3 He8 18. c4 Rf8 19. h3 Db8 20.b3Db7 8 7 ó 4 '3 2 I abcaefgh 21. Rc5! Dc8 Eftir 21. - dxc5 22. Hxd7! Rxd7 23. De6+ Kf8 24. Dxd7 hefur hvítur sterka stööu fyrir skiptamun. 22. Rxd7 Dxd7 23. Ee5! Df5 24. Rxc6 Bf6 25. Dd2 Dc5 26. Rb4 Rd7 27. Rd5 a5 28. BÍ4 a4 29. Be3 Dc6 30. Bd4 Be5 31. Bxe5Rxe532.f4Rg6 — Svartur féll á tíma, en staöan er töpuð eftir 33. f5 Re5 34. f6 ásamt 35. Dg5. I dag kl. 17 hefst 8. umferð á Hótel Hofi. Þá tefla saman: Shamkovich— deFirmian, Knezevic—Helgi, Pia— Alburt, Jóhann—Sævar, Jón L,— Margeir og Jón Kr,—Guðmundur. Biðskákir verða tefldar á miðvikudag. fiS W .. . itiii mt w itm tm.' m las

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.