Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 24
24 íþróttii DV. MÁNUDAGUR 6. FEBRUAR1984. Margra ára reynsla GENERAL á sviði reikni og rafeindabún- aðar tryggir að hugsað er fyrir þörfum kaupenda í öllum smáatriðum. í fjölbreyttu og vönduðu úrvali GENERAL reiknivéla eru vélar fyrir einföldustu og flóknustu verkefni. LÁTTU GENERALINN LEYSA DÆMIÐ GGENERftL BORÐREIKNIVÉLAR Verð frákr: — stgr. &SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38900 - 38903 Viðgerða og varahlutaþjónusta. OG KAUPFÉLÖGIN Ég óska eftir aö fá sendan KAYS pöntunarlistann í póstkröfu á kr. 98.- (að viöbættu póstburðargjaldi). Nafn Heimili Staöur Póstnr. (þróttir íþróttir StóHeikur hjá Viggó á Akureyri — þegar Víkingur sigraði KA í 1. deild „Þetta er besti leikur Víkingsliðsins í langan tima, mikill baráttuleikur og þýöingarmikill fyrir bæði lið. Vlð þurft- um að hafa mikið fyrir sigrinum og ég er ánægður með mína frammistöðu og mörkin mín tólf,” sagði Viggó Sigurðs- son, kappinn kunni hjá lslandsmelstur- um Víkings í handknattleiknum, eftir að Víklngur sigraði KA norður á Akur- eyri á föstudag í 1. deildinni með 26— 20. Þetta var fyrsti heili leikurinn, sem Viggó leikur með Viking síðan í nóvem- ber. Hann hefur átt við þrálát meiðsli að striða „en ég er nú orðinn góður af þeim”,sagðiVlggó. Jafnræði var með liðunum framan af eða upp í 5—5. Siöan fóru Víkingar aö síga framúr, 7—5, 12—7 og staðan í hálfleik var 14—9. KA tókst um tíma í siöari hálfleik aö minnka muninn niður í þrjú mörk, 18—15. Þá tók Víkingsliðið kipp á ný, komst í 23—17 og vann öruggan sigur. Viggó var langbesti maðurinn í leiknum og fór oft á kostum. Skoraði 12 mörk, þar af eitt úr vítakasti. Hann misnotaði eitt vítakast í leiknum og Guðmundur Akureyringur Guðmunds- son annað. KA fékk fjögur vítaköst, Kristján Sigmundsson varði eitt og úr öðru var skotiö í stöng. Hjá KA átti Þorleifur Ananiasson mjög góðan leik, skoraöi níu mörk úr níu skottil- raunum, og þar var ekki hægt að sjá að færi elsti leikmaður á vellinum. Leikurinn var nokkuð haröur og nokkr- um leikmönnum úr báöum liðum vikið af velli um tíma. Mörk KA skoruðu: Þorleifur 9/1, Sigurður Sigurðsson 5/1, Erlingur Kristjánsson 3, Jón Kristjánsson 2 og Magnús Birgisson 1. Mörk Víkings skoruðu: Viggó 12/1, Hörður Harðar- son 4, Sigurður Gunnarsson 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Guðmundur Guðmundsson 2 og Steinar Birgisson 1. Dómarar: Kjartan Steinbach og Aðal- steinn Sigurgeirsson. Viggó Sigurðsson, skoraði 12 mörk á Akureyri. Enn Stenmark-sigur í stórsvigskeppni Hafði yfirburði í keppni heimsbikarsins á laugardag Sænskl skíðakóngurinn Ingemar Stenmark vann yfirburðaslgur í stór- svigi heimsblkarsins í Borovets i Búlgaríu á laugardagsmorgun og komst við sigurinn í annað sætið í stigakeppninni. Þetta var 41. sigur Stenmark í stórsvigi heimsbikarsins og 78. sigur hans samtals. Enginn stdðámaður kemst neitt nálægt Stenmark hvað sigrum viðkemur. Stenmark náði langbestum tíma í fyrri umferðinni, 76/100 á undan Girar- delli, Lúxemborg. I síöari umferðinni keyrði Stenmark af öryggi en var þó varkár. Hann náöi þriðja besta tíman- um þá, 1:14,67 mín. Girardelli bestur þá með 1:14,44 mín. og Robert Erlacher Italiu, var þá með annan bestatíma, 1:14,61. Urslitinurðuþessi: 1. I.Stenmark,Svíþj. 2. Marc Girardelli, Lux. 3. R. Erlacher, Italíu 4. BorisStrel, Júgósl. 5. Jose Kurarlt, Júgósl. 6. Jacques Liithy, Sviss, 2:29,60 2:30,13 2:30,38 2:31,29 2:31,44 2:31,45 -hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.