Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 14
DV. MÁNUDAGUR 6. FEBROAR1984. r jfí-Jx. eldavélum og gufugleypum í öllum litum og hvítum Zanussi kæli/frystiskáp meö 200 I kæli og 50 I frysti. Staðgreiðsla: Þorraverð: Gufugleypir FV 816, Eldavél E 8214, Kæli/frystiskápur ZB2501 hv„ 5.310kr. 13.322 kr. 17.502 kr. 4.779 kr. 11.990 kr. 15.752 kr. Greiðslukjör: Þorraverð: Gufugleypir FV 816, Eldavél E 8214, Kæli/frystiskápur ZB2501 hv„ 5.310 kr. 13.322 kr. 17:502 kr. 4.938 kr. 12.389 kr. 16.277 kr. Tilboðió stendurtil 1. mars 1984. TÆKI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. ______ Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Símar: 84445, 86035. Hafnarfjörður, símar: 50022, 50023, 50322. Menning Menning Menning LAUMARIFRA ÖDRUM HEIMI Waltor Tevis Maöurinn sem fóll til jerflar Skóldsaga Þorsteinn Antonsson þýddi Iflunn1983 „Og ó legubekknum lá Thomas Jerom Newton nú og drakk, ginflask- an opin, naglalausir fingur hans skulfu, kattarlegar sjónir hans dauf- ar og störöu til lofts í angist. ” Maður- inn sem féll til jarðar og minnir svo sterklega á Ikarus. Unglingurinn sem á flótta úr vondri prísund sveif svo nálægt sólu að vaxvængir hans bráðnuðu og hann hraut í hafið. Drukknaði. Lík eru afdrif Anþeubú- ans sem sendur var til jaröar frá fjörrum dauðvona hnetti. Við bókar- lok skiljumst við viö hann á knæpu, nær dauöa en lífi, rúst Hann kom inní heim sem er um það bil að breytast í geislavirkan ruðning. Ætlunarverk hans: aö smiða geimskip og ferja kyn sitt til jarðar, sjólfu því til björgunar og mannkyni. En áætlunin mistekst. Mannkyniö er ekki fremur nú en endranær reiöubúiö að taka við lausnara sínum. Siömenning þess á sér litla ef nokkra von. Helförin verður ekki stöðvuð, eldurinn í nánd. Maðurinn sem féll til jarðar er vísindaskáldsaga sem margir kannast við af kvikmynd sem hér var sýnd fyrir nokkriun árum með David Bowie i aðalhlutverki. Sagan er reyfarakennd í sniöi en þó enginn reyfari. A bak við ævintýralegan söguþráö — sem þó er ekkert ósennilegur — býr alvarlegur þanki um tilveru okkar á þessari jörð. Þanki sem í senn er ábending og hörö ádeifa á siömenningu og samfélag Bókmenntir Matthías V. Sæmundsson nútimans. Frásögnin er ljós og ein- föld en um leið myndræn og táknleg. Höfundur er vel heima i bók- menntum og feilir óspart goðsögu- legt efni inní sögu sína. Þannig er söguhetjunni stundum líkt viö Dante á meðal fordæmdra ellegar lausnar- ann á krossi, mynd hans lýst að formi eldfomra arfsagna ellegar klassískra bókmenntaverka. Eitt dæmi er neöangreind tilvitnun: „A tveimur veggjanna voru bóka- hillur og á hinum þriöja var stórt málverk af trúarlegri persónu sem Newton kannaðist viö aö var Jesús, negldur á viðarkross. Andlitið á myndinni kom honum sem snöggv- ast í geðshræringu — mjóslegið, augun stór og hvöss, það hefði getaö verið andlit Anþeubúa.” Stjambúinn er annað og meira en dularfull geimvera. Hann er í fram- andleika sínum og einsemd reynsla þin. Því örlög hans, sem kjarnast í fallinu, benda á hlutskipti hvers og eins: öll glötum við bernskunæmi okkar og sakleysi við aö samlagast samfélagi, öll glötum viö hinni tæru gleði þegar staðreynd hnignunar og dauða verður okkur ljós. Anþeubúinn er í raun óður til upprunaleikans sem býr í hverjum manni þótt lang- sóttur sé. Hann er ímynd hins „mennska” sem verður „ó- mennsku” samfélagi mannsins aö' bráð; vitiborin tilfinningavera í hópi rustalegra og sjálfshreykinna dýra sem stefna vitstola aö feigðarósi. Anþeubúinn sér betur en aðrir með sínum kattarsjónum. Því er hann blindaður í bókstaflegum skilningi. Einsog aðrir sjáendur. Viö sögulok hefur hann sogast í flauminn, afneit- að ætlunarverki sínu, aðlagast, drukknaö. Að ofansögðu má ráða að reyfara- kennt form sögunnar býr yfir furðu- mikilli merkingu. Höfundur fjallar um tilvistarkreppu nútímans á ann- an hátt en gengur og gerist, fellir í eitt spennuvekjandi söguþráð og al- varlegan boöskap. Mynd hans af samfélagi Vesturlanda er æði svört, biksvört satt að segja. En er von til annars? Þorsteinn Antonsson hefur þýtt söguna á prýðilegt mál og varð ég sjaldan var við þann nafnorðaruðn- ing sem oft einkennir stíl vísinda- skáldsagna. -MVS. FJÖLTEFLI Tónleikar (slensku hljómsveitarinnar ( Bú- staflakirkju 26. janúar. Stjórnandi: Póll Pampichler Pólsson. Einleikarar: Martial Nardeau, Sigurður Ingvi Snorrason, Anna Guflný Guðmundsdóttir, Ás- geir Steingrímsson. Efnisskró: Joan Philippe Rameau: Pygmalion, forleikur; Hallgrímur Helgason: Concertino fyrir flautu, klarínottu og strengjasveit; Johann Friedrich Fasch: Konsort fyrir trompet og hljómsveit; Carl Maria von Weber: Grand dui concertante; Paul Hindemith: Tutti- fóntchen. Efnisskrá tónleika Islensku hljóm- sveitarinnar, sem báru yfirskriftina Fjöltefli, var töluvert breytt frá því sem upphaflega var ætlað og átti eftir að breytast enn frá breyttri áætlun á síöustu stundu. Verkefna- valsbreytingar eru í sjálfu sér eðli- legar og oft óumflýjanlegar hjá litlum hljómsveitum sem aö auki treysta mjög á einleiksframtak með- lima sinna. Eru breytingar af því tagi síður en svo til að rýra álit hljómsveitarinnar, heldur sýna þær miklu fremur styrk félaganna sem geta ráðið fram úr óvæntum vanda á Síðustu stundu. Blítt og þýtt Pygmalion Rameaus var leikinn afar blítt. Miklu þýðara en almennt gerist — nánast fljótandi. Blítt og þýtt, iíkt og gerist hjá sveitum sem ástunda rómantík. Rameau fer alls ekki ilia svona, en ekki finnst mér það trúverðugur stíll. Tveir sniUdarblásarar, studdir frábærum strengjum, lögðu alla sína krafta í flutning Concertinos eftir HaUgrím Helgason. Hinn ágæti leik- ur varð næstum þvi tU að gera smíö HaUgríms spennandi í mínum eyrum svo að um stund gleymdist að aðal- keppikefU höfundarins virðist öllu fremur vera það að sanna áheyr- andanum fæmi sína í theóríu en að veita honum ánægju og skemmtan i tónum. Tónlist Eyjólfur Melsted Áralagið fremur en árin Þaö er næsta fátt sameiginlegt með þeim lúðri, nærri átta feta löngum og fast aö hálfrar tommu víðum, sem Johann Friedrich Fasch samdi konsert sinn fyrir, og því nú- tímans trompetkríU sem Asgeir Steingrímsson blés hann á nú. En þegar róið er skiptir áralagið oft meira máU en árarnar og Asgeir Steingrímsson blés eins og sönnum lúðursins meistara sæmir. FyUing tónsins helst að visu ekki nógu jöfn þegar hann blæs sterkt, (nokkuð sem ekki kemur fyrir hjá Asgeiri þegar hann biæs á venjulegan trompet), en stiU hans og tök á viðfangsefninu báru því vitni að hann er bæði smekkvis og fær blásari. „Blásið" á píanó og klarínettu AldeiUs ágætt dæmi um það hversu vel má bjarga hlutunum við þegar á bjátar fengu áheyrendur þegar þau Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sig- urður Ingvi Snorrason „blésu” Grand duo concertante eftir Carl Maria von Weber. Það er fáum píanistum gefiö að geta blásið sína rödd meö klarínettuleikaranum í staö þess að hamra hana. En hér var sem sé blásiö bæði á píanó og klarín- ettu og ekki ónýtt einni hljómsveit að hafa í sínum röðum fólk sem gerir slíkt fyrirvaralaust. Jólalög á þorra Sumum svelgist á við að heyra jólalög á þorra. Ætti það þó ekki að eiga viö Islendinga sem kyrja alda- gömul jólalög annarra þjóöa, ýmist sem sólarlög eöa skólalög á öllum árstímum. En hafi tónleikagestum fundist það sem skrattinn slyppi úr sauöarleggnum að heyra jólalög á þorra hygg ég þeim hafi vel flestum brugðið meir að heyra hversu ólíkur Hindemith virtist sjálfum sér í þess- ari léttu, gamansömu svítu sem hann nefnir Tuttifantchen. En þetta átti Hindemith til og í ríkari mæli en almennt er haldið. Lauk þar með vel heppnuðum fjölefnistónleikum Islensku hljómsveitarinnar sem í þetta sinn lék undir frábærri stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.