Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 39
DV. MANUDAGUR 6. FEBRUAR1984. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Nú stendur fyrir dyrum aö ráöa í stöðu Bjarna Braga. Einn kemur í annars stað Staðiö hefur fyrir dyrum að ráöa mann i stað Bjama Braga Jónssonar sem gegndi starfi forstööumanns hag- fræðidelldar Seðlabanka til skamms tima. Bjami Bragi var, sem kunnugt er, hækkaður í tign og er nú orðinn aöstoöarbankastjóri í Seðlabankanum. Gamla staöan hans hefur verið auglýst innan banka- kerfisins. Þykir mjög líklegt aö hana hreppi Eirikur Guönáson. Hann hefur starfað í hagfræðideild bank- ans undanfarin ár og raunar veriö hægri hönd forstöðu- manns. Steingrímur og Amarflug Araarflug hefur sem kunn- ugt er sótt um rikisábyrgð fyrir um 45 mflljónum króna. Er þetta eitt af þelm málum sem rikisstjórain hefur til umf jöllunar núna. Þetta leiöir hugann að kaupum Araarflugs á Iscargo á sinum tíma. Þá keypti hið fyrraefnda Iscargo af Kristni Finnbogasynl fyrir of fjár, að mati fróöra manna. Var altalað að Steingrimur Hermannsson hefði gengist fyrir því að af þessum kaupum yrði til að aðstoða flokksbróður sinn, Krlstin, sem var kominn í ógöngur með flugfélagið. Fylgdi það jafnframt sögunnl að Stein- grimur hefði úthlutað Araar- flugi flugleyfl til Evrópu svona í kaupbæti. En það dugðl ekki og nú þarf Arnarflug umrædda rikisábyrgð. Það er þvi komið til kasta Steingríms enn einu sinni og nú er að sjá hvort hann bjargar mállnu. • Rætist draumurinn? Það hefur lengi verið æðsti draumur stúdenta i Háskól- anum að gera Stúdentakjafl- arann að eins konar bjórkrá. Staðurinn hefur vínveitlnga- leyfi svo ekkl ættl það að standa í veginum. Engu að síður hefur umrædd hug- mynd ekki hlotið hljómgrunn Sigurður Skagfjörð Sigurðsson. hjá stjóra Stúdentakjallar- ans. Astæðuna segja iUgjaralr vera þá að framkvæmda- stjóri Félagsstofnunar stúd- enta hafi ekkl verið sérlega spenntur fyrir slikum breyt-, ingum en hann er Sigurður Skagfjörð Sigurðsson. Sig- Stúdontar vilja bjór. urður er, sem margir vita, einn af eigendum Gauks á Stöng sem selur sérislenskan bjórdrykk og vitaskuld fengi sá staður samkeppni ef Stúdentakjallarlnn yrði gerður aðbjórstað. En bráðlega heldur téður Sigurður til framkvæmda- stjórastarfa á Timanum og hafa þvi vaknað vonir i brjóstum stúdenta um að bjórdraumurinn verði að veruleika. Púttkeppni í Breiðvangi Skemmtistaöurinn Brelð- vangur hefur þótt til ýmissa hluta nytsamlegur i gegnum tiölna. Þar hafa verið haldn- ar alls konar hátíðir, keppnir og aðrar samkundur, allt sem nöfnum t jáir að nefna. Og það nýjasta sem heyrst hefur er að nú standl til að halda þar golfkeppnl. Menn geta þó ekki vænst þess að sjá kúl- uraar þjótandl innan um brothætt glös og könnur þvi þarna verður um að ræða púttkeppni innanhúss og er hún haldln i tilefni tuttugu ára afmæfls Goifklúbbs Ness, — og fer fram þann 26. febrúar næstkomandi. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsd. . Kvikmyndir Kvikmyndir \ Kvikmyndir Háskólabíó—Hraf ninn flýgur: USTFLUG HRAFNSINS Heiti: Hrafninn flýgur. Leikstjóri og handritshöfundur: Hrafn Gunn- laugsson. Kvikmyndataka: Tony Forsberg. Tónlist: Hans-Erik Philip. Hijóöstjóm: Gurmar Smárí Helgason. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Búningar: Karl Júlíusson. Klipping: Hrafn Gunnlaugsson. Aðalhlutverk: Jakob Þór Einarsson, Helgi Skúlason, Flosi Ólafsson, Edda Björgvinsdóttir og Egill ólafsson. Sjaldan eða aldrei hef ég gengið jafnsáttur út úr kvikmyndahúsi eftir að hafa séð nýja íslenska kvikmynd eins og ég var eftir að hafa séð kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur. Það er í rauninni allt sem hjálpar til að gera myndina aö einhverri eftirminniiegustu kvik- mynd sem gerð hefur verið hér á landi. Efnið er spennandi saga um blóðþorsta, hefndir og tortryggni. Handritsgerð Hrafns er að visu í veikara lagi, en leikstjóm hans er hand- verk manns sem veit náikvæmlega hvað hann vill gera úr hlutunum og kvikmyndataka Taiy Forsberg er með eindæmum góð, hvort sem er i nær- myndum af hinum stórbrotnu persón- um myndarinnar eða þegar landslagið nýtur sín sem umgjörð um atburða- rásina Og tónlist Hans-Erik Philip er eins og kvikmyndatóniist getur best orðið, fellur vel að atburöarásinni og eykur stundum á spennuna. Hefur hann Sprengisand sem meginþema myndar- innar og hefir þessi ágæti óður sjaldan hljómaö á eins áhrifarikan hátt. Myndin byrjar í Irlandi þar sem víkingar fara um með drápum og ránum og hafa á brott með sér kristna þræla. Einn víkinganna hef- ur ekki þá mannvonsku í sér að myrða átta ára dreng sem hefur horft upp á að foreldrar hans eru myrtir og systur hans rænt. Tuttugu árum seinna er þessi sami drengur kominn til Islands í hefndar- leit og er orðinn hinn vígflmasti mað- ur. Hann hefur eftir langa leit haft upp á banamönnum foreldra í líki fóstbræðranna Þórðar og Eiríks, en þeir eru á Islandi í útlegð frá Noregi. Gestur, en svo nefnir ungi Irinn sig, tekur til við að fækka í liði Þórð- ar og gerir það þannig að það lítur út sem Eiríkur sitji á svikráðum við Þórð. Það verður til þess að Þórður drepur Eirík ásamt flestum hans mönnum, en það var einmitt það sem Gestur hafði ætiast til. Fundum þeirra Gests og systur hans, sem er frilla Þórðar og á með honum son, verður ekki eins og Gest- ur hefði kosið, því þrátt fyrir að hún sé fegin að sjá og hitta bróður sinn á ný þá er það hún sem svíkur hann í hendurnar á Þórði og mönnum hans, til að bjarga syni sínum frá því að verða fórnað. Ekki er nú rétt að tíunda meira efni myndarinnar en mikil og dramatísk átök verða í lokin og þeg- ar upp er staðið er ekki víst að endir- inn sé einmitt þegar myndinni lýkur. Hrafn Gunnlaugsson á að baki feril sem er æði misjafn. Nokkrar sjón- varpsmyndir iiggja eftir hann ásamt tveimur kvikmyndum í fullri lengd, Oöal feðranna, sem að minum dómi var hans besta verk þar til Hrafninn flýgur leit dagsins ljós og Okkar á milli.. . sem var eins misheppnuö og Oöal feðranna vel heppnuð. Sjón- varpsmyndir hans hafa lengi verið milli tannanna á fólki og þrátt fyrir að ekki leynist meistaraverk þar inni á milli, þá hafa sumar þeirra átt betra skilið en það neikvæða umtal sem hefur einkennt umræður manna um þær. En með Hrafninn flýgur hef- ur Hrafn svo sannarlega fest sig í sessi sem einn besti og um leið frum- legasti leikstjóri okkar. Þrátt fyrir að Hráfninn flýgur sé rammíslensk að efni eins og frekast veröur kosið, þá er auðvelt að sjá nokkra samlíkingu við samurai myndir Kurosawa og einnig fyrstu vestramyndir Sergio Leone, þrátt fyrir að umgjörð myndanna sé ólík. Þemað er einn gegn öllum. Aðal- persónan er engin hetja heldur mað- ur sem hefur þjálfað sig upp í að vera besti vígamaðurinn og notar óspart þá hæfileika sína til að koma fram hefndum. Sigur hans aö lokum er blandinn sársauka og einhverjum vonbrigðum. Og þótt hann leggi niður vopnin er ekki þar með sagt að hann fái að vera í friði. Aöalleikarar myndarinnar standa sig allir meö mikilli prýði. Jakob Þór Einarsson í hlutverki Gests er nýlið- inn í hópnum og þrátt fyrir að leikur hans í hlutverkinu sé gallalaus hefði ég kosið að gervið hans væri ögn meira í stil við gervi víkinganna. Fannst mér hann stundum of blíður til að standa i slikum stórræðum sem Gestur stendur í. En þeir Helgi Skúlason og Flosi Olafsson í hlutverki fóstbræðranna Þórðar og Eiríks eru aftur á móti eins og skapaðir i hlutverkin, ófrýni- legir en um leið með andlit sem kvik- myndatökumaðurinn hefur haft gaman af að mynda. Eina kvenhlut- verkið sem að kveður í myndinni er í höndum Eddu Björgvinsdóttur og þrátt fyrir að Edda sé þekktari sem gamanleikkona þá sýnir hún að hún getur eins tekist á við alvarleg hlut- verk. Irska stúlkan verður sannfær- andi í meðförum hennar. Önnur hlut- verk eru minni en sameiginleg með þeim ölium eru hin góðu gervi sem tekist hefur aö skapa og eykur enn á raunsæi myndarinnar. Hvar sem litið er á Hrafninn flýgur er enginn byr jendabragur á henni og veit ég ekki hvort það er aðaUega að þakka hinum erlendu mönnum er unnu með Islendingunum að gerð myndarinnar eða að við séum komn- ir yfir þá örðugleika sem einkennt hafa nokkrar íslenskar kvikmyndir til þessa. Eg haUast að því síðar- nefnda, a.m.k. þegar í hlut á jafn- reyndur maður og Hrafn Gunnlaugs- son er orðinn í kvikmyndagerð. Hrafninn flýgur ber því glöggt vitni að þama eru kunnáttumenn að verki. I heild er Hrafninn flýgur einstak- lega vel heppnuð kvikmynd um efni sem svo auöveldlega er hægt að klúðra og má segja að Hrafninn flýg- ur sé listflug í íslenskri kvikmynda- gerð. Hilmar Karlsson. Á VECUM OC VECLEYSUM Við leigjum hina frábæru PORTARO 4 hjóladrifs-jeppa á verði sem enginn getur keppt við. b)ij)ii)Lwv Smlðjuvegi «4 d - Kópavogi AIWA HLJÓMUR FRAMTÍÐARINNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.