Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 41
DV. MANUDAGUR 6. FEBRUAR1984. 41 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Siggi sixpensari og Bogi benda Siggi sixpensari hefur eignast keppi- naut í Nairobi í Kenýa. Bogi benda heitir sá og er álíka drykkfelldur og kvensamur og Siggi félagi hans í Bret- landi. Bogi birtist reglulega á síðum dagblaðsins Kenya Times, hann er hinn mesti rumur, á fimmtugsaldri, og sést vart án bjórkönnu í hendi. Tilsvör hans eru hrottafengin og snögg og kvenkyns lesendum Kenya Times líkar ekki hvernig hann kemur fram við Soffíu konu sína sem sjaldan þorir að mótmæla honum. I þau fáu skipti sem þaö gerist fær hún fyrir ferðina svo um munar. Eitt dæmi: Bogi benda skröltir heim til sín snemma morguns meö bjórdollu í hendi og Soffía kona hans spyr hvað það eigi að þýða að koma heim klukkan sex aö morgni. Bogi veltur inn í eldhús og segir: — Morgunmat! Mönnum þykir sem höfundur Boga bendu sé aö gera grín að opinberum starfsmönnum og mútuþægni þeirra í skrýtlumsínum: Bogi situr bak við skrifborö og ræðir launahækkun við einn undirmanna sinna. „Komdu heim til mín í kvöld, þá getum við rætt þetta nánar,” segir Bogi. „Eg verð heima allt kvöldiö, hringdu bara bjöllunni með olnbog- anum.” „Hvers vegna meö olnboganum,” spyr undirsátinn. „Þú ætlar þó ekki að koma tómhent- ur,” svarar Bogi. Höfundur Boga bendu er alls ekki líkur afkvæmi sínu þó svo margir haldi aö hann sitji á bjórkrám daginn út og inn til að safna efniviði. James Tumu- siime er 33 ára aö aldri, landbúnaöar- hagfræðingur aö mennt og skrifar dag- lega um efnahagsmál í Kenya Times. Hrotur geta verið óþolandi — sérstakiega fyrir þá sem ekki hrjóta. Landvinningar í læknavísindum: HROTUR UR SOGUNNI Læknar í Bandaríkjunum hafa fundið ráö viö hrotum, kvilla sem hrjáir marga og þá sérstaklega þá sem ekki hrjóta. Einföld aðgerð í ætt við þá þegar hálskirtlar eru fjar- lægðir virðist vera lausnin. Að sögn skurðlæknisins Martin Hopps, er starfar á Stanford sjúkra- húsinu í San Fransisco, hafa þegar 250 hrotusjúklingar fengið bót meina sinna fyrir tilverknað þessarar nýju aðferðar. Einn af sjúklingunum var kaupsýslumaður sem þurfti að ferðast mikið með konu sinni i viðskiptaerindum og þau þurftu allt- af að leigja sér tvö hótelherbergi vegna þess að maðurinn hraut svo mikið. Annar sjúklingur hafði þrívegis verið nefbrotinn vegna hrotuhrina sinna. Var sá hermaður í bandaríska hernum og nefbrjóturinn klefafélagi hans sem þoldi ekki hávaðann. Bæði kaupsýslumaðurinn, kona hans, her- maðurinn og klefafélaginn eru nú sælli og betri vinir en áður. Hrotuaðgerðin kostar sem svarar 75.000 krónum en virkar því miður ekki á allar gerðir hrota. „Eg mæli helst með aðgerðinni fyrir þá sem eru með mjóan háls,” segir doktor Hopps. ABBA ENN AÐ Sænska hljómsveitin Abba er enn að. I desember gengu tónar sveitarinnar yfir „sjó og land” og birtust í borginni þokukenndu, Lundúnum, við mikla hrifningu stór- og heimsborgaranna. En hvers vegna í jólamánuöinum? Jú, Abba lagði þá til lög í söngleik í hljómleikahöllinni Londons Lyric. Þaö er David Woods sem er maðurinn á bakviösöngleikinn. Hann var snöggur að f á söngkonur til sín í verkið. Réð þær Finolu Hughes, Sylveste McCoy og Elaine Page í aðal- hlutverkin. Þess má geta að Finola Hughes vakti mikla athygli í kvikmyndinni Staying Alive, en þar kom knúsarinn mikli Tra- volta nokkuð við sögu. Siggi sixpensari hefur aldrei komið tii Nairobi og þvi ekki hitt vin sinn Boga bendu. Ef hundarnir á íslandi vœru svona stórir œtti lögreglan í vandrœdum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.