Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 6. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Hálf milljón íranskra flóttamanna bíður í Tyrklandi: SVÍAR STÖDVUÐU 70 ÍRANSKA FLÓTTAMENN —á f lugvellinum í Istanbul með ólögleg vegabréf Sjötiu íranskir flóttamenn voru á dögunum stöövaðir á flugvellinum í Istanbul af starfsmönnum sænska utanríkisráöuneytisins. Svíarnir voru komnir til Istanbul í þeim til- gangi aö freista þess að stöðva sívax- andi straum „ólöglegra” íranskra flóttamanna til Svíþjóöar. Sænsku embættismennimir tóku sér stöðu viö afgreiösluborð tyrkneska flug- félagsins Turkish Airlines og könnuöu þar vegabréf þeirra far- þega er voru á leið til Svíþjóðar. Arangurinn varö sá að sjötíu flótta- menn voru stöövaöir þar sem vega- bréf þeirra reyndust fölsuð. Rúmlega tvö hundruö íranskir flóttamenn hafa komiö til Svíþjóðar í ár eftir sömu leið og hinir óheppnu landar þeirra hugöust fara, þ.e. frá Istanbul til Rastrup-flugvallar í Dan- mörku og þaðan til Arlanda-flug- vallaríSvíþjóð. Talsmenn sænska utanríkisráöu- neytisins fullyrða að þeir vilji ekki leggja stein í götu íranskra flótta- manna en þeir gætu einfaldlega ekki sætt sig við að stimpiar ráðu- neytisins væru falsaðir eins og raun hefði verið á. Irönsku flóttamenn- irnir hafa í flestum tilfellum greitt fólkssmyglurum svimandi háar Talið er að nærri hálf milljón íranskra flóttamanna sé nú í Tyrk- landi. Flestir þeirra búa i fátækasta hverfi Istanbul og dreymir um að komast til Vesturlanda. I mörgum tilfellum liggur framtiö þeirra í höndunum á einhverjum fólkssmygl- urum. Það eru þessir smyglarar sem ákveða hverjir fái að- fljúga til Vesturlanda og þeir sem mest geta borgað verða yfirleitt fyrir valinu. Atburðurinn á Istanbuíflugvelli á dögunum er bara eitt dæmið um erfiðleika þessara flóttamanna. Embættismenn sænska utanríkis- ráðuneytisins segjast skilja vandann og bæta því gjarnan við að Svíar hafi gert meira fyrir flóttamenn en flestar ef ekki allar aðrar þjóöir Vestur-Evrópu. Máli sínu til stuðn- ings geta þeir bent á aö áttundi hver ibúi Sviþjóðar er nú útlendingur. En vandi fióttafólksins leysist ekki þótt þaö fái slíka vitneskju. -GAJ. peningaupphæöir fyrir hjálp við flóttann frá Iran. Meðal þess, sem þeir hafa fengið fyrir peningana, eru falskir sænskir stimplar á vega- bréfin. Kamiar Fatehalavi, ásamt móður sinni. Þau voru íhópi flóttamannanna sem Sviar stöövuðu i Tyrklandi á dögunum. Atburðirnir á flugvellinum i Istanbul er bara eitt dæmið um erfiðieika þessa flóttafólks. ,,Nú hef ég enga von lengur,” sagði Kamiar Fatehalavi, sautján ára íranskur piltur úr hópi flóttamann- anna, er fréttamaöur sænska blaös- ins Dagens Nyheter ræddi við hann eftir að sá fyrrnefndi hafði veriö stöðvaður á flugvellinum í Istanbul. „Eg hef ekki hugmynd um hvert ég á að snúa mér núna,” sagði hann enn- fremur. Hann flúöi frá Iran ásamt móður sinni vegna þess að hann gat ekki hugsað sér að gegna herskyldu i her Khomeinis og taka þátt í hinu mannskæða stríði Irans gegn Irak. Þess vegna seldi móðir hans allar eigur sínar í Iran og freistaði þess að flýja land. Þau höfðu nefnilega heyrt að hjálp væri aö fá í Istanbul ef næg greiðsla væri í boði. Talsverður hluti af þeirri upphæð, sem írönsku flótta- mennimir greiða fólkssmyglurunum, fer í að múta tyrkneskum landa- mæravörðum og lögregluþjónum. En það þarf aö greiða mörgum og tengiliðurinn í Svíþjóð tekur líka sitt. Einn slíkur býr í Uppsölum. Hann heitir Amir Heidari og viöurkenndi nýlega í opinskáu viðtali við sænska sjónvarpið aö hann hefði hjálpað tugum Irana til Svíþjóðar og þegið greiöslur fyrir. Hann á nú yfir höfði sér ákæru sænskra yfirvalda og jafn- vel fangelsisvist fyrir aöstoðina við flóttamennina. P Barist gegn spillingu í Sovétríkjunum: ^ MUTUR BORNAR A EMBÆTTISMENN Eitt þúsund rúblur og dýrmætt út- varpstæki fyrir leyfi til að heim- sækja Japan og sex hundruð rúblur og eymalokkar úr gulli fyrir aö ferðast til Bretlands. Þaö var mútu- féð sem sovéskir vísindamenn urðu að reiða af hendi til áð fá leyfi til að feröast til útlanda. Þetta kemur fram í frétt Isvestíu, málgagni sovésku ríkisstjómarinnar, i, nýverið þar sem skýrt er frá þeirri baráttu gegn spillingu sem nú eigi sér stað í Sovétrikjunum. Sam- kvæmt frétt Isvestíu em ofannefnd dæmi um það hvernig flokksbundnir embættismenn innan eins ráðuneyt- anna hafi krafist „svartra” greiöslna sem þóknunar fyrir að út- búa ferðaleyfi fyrir vísindamenn. Blaðið skýrir frá þremur líkum til- feilum en getur þess jafnframt að slík dæmi hafi verið mun fleiri innan ráðuneytisins fyrir æðri menntun í Moskvu. Hinir brotlegu hafa nú allir verið dæmdir til langrar fangelsis- vistar og eignir þeirra gerðar upptækar að því er segir í Isvestíu. Þeir sem komu við sögu í mútu- máli þessu vom Alexander nokkur Poljanskij, 39 ára gamall og sérfræð- ingur ráðuneytisins i alþjóðasam-i sk^jtum, Sergej Popov, 40 ára gamall umsjónarmaður, og loks maður að nafni Kuzovljov. Allir vora þeir flokksbundnir og hámenntaðir. Vísindamaður einn hugðist feröast til Japan. Eftir að hafa beöiö árangurslaust í heilt ár skýrðu kunn- ingjar hans honum frá því að rausnarlegar mútur myndu vafa- laust flýta fyrir leyfinu. Hann hitti fyrrnefndan Poljanskij í sánabaði í litháiska bænum Kaunas og fékk frá honum vitneskju um hvað leyfið myndikosta. Er fundum þeirra bar saman í næsta sinn lét vísindamaðurinn af hendi umslag með 500 rúblum (venjuleg mánaðarlaun í Sovétríkj- unum em um þaö bil 200 rúblur) á hóteli í sama bæ. Vísindamaðurinn greiddi siðan sömu upphæö við óformlega athöfn á karlasalemi ráöuneytisins og þá bar svo við að nauðsynlegir pappírar og ferðaleyfi lágu skyndilega fyrir. En til öryggis var vísindamanninum bent á að kaupa vandað útvarpstæki i Japan, sem hann og gerði i þakklætisskyni. Vísindamaðurinn A hugðist heim- sækja England og byrjaði á því að bjóða hinum spilltu þremenningum í ráöuneytinu út aö borða á glæsi- legum veitingahúsum. Rétt fyrir brottför sína fékk umræddur vísindamaöur að sjá auglýsingabækling þar sem meðal annars voru auglýstir ýmiss konar skartgripir. Fékk hann jafnframt að vita aö það yrði vel þegið ef hann keypti dýrindis hring og eymalokka skreytta safímm og ætti aö afhenda Útvarpstæki eru vinseel meðal sov- éskra embættismapna og fái þeir slík tæki að gjöf eru þeir liklegir tH að greiða fyrir vegabréfs- umsóknum þess ergjöfina veitir. þetta eiginkonu Popovs á afmælisdegi hennar. Við heimkomuna gekk vísinda- maðurinn rakleiðis til ráöuneytisins og lét þar af hendi gjaldeyrisávísanir að andvirði 640 rúblna sem þakk- lætisvott fyrir að hafa fengið leyfi til að heimsækja Vesturlönd. I þriðja tilfellinu gekk það ekki eins vel. Vísindamaðurinn D hugðist heimsækja Holland. Hann fékk aö vita aö það yrði mjög erfitt og um- fram allt kostnaðarsamt að útvega tilskilið ferðaleyfi. Maöurinn greiddi það sem upp var sett en allt kom fyrir ekki. Hann sat að lokum eftir meö sárt ennið, hafði séð af umtals- verðum fjármunum en fékk enga Hollandsferðina, skrifar Isvestía. Isvestía fordæmir auðvitað hina mútuþægnu starfsmenn ráðu- neytisins fyrir hina fyrirlitlegu breytni þeirra. En blaðiö varpar einnig fram þeirri spurningu hvort þeir sem séu svo fljótir til að greiða hina svörtu peninga séu ekki að minnsta kosti siöferðilega ábyrgir fyrir því sem gerst hafi. Þeir hefðu aðeins þurft að bíða. dálitið lengur og þá hefðu þeir fengið þauskjöl sem þeir þurftu á að halda án þess að bera mútur á embættis- menn ríkisins. Fullyrðir blaöið að það sé ekki neinum vandkvæðum bundið fyrir sovéska sérfræðinga að feröast til útlanda. Fréttaritari sænska dagblaðsins Dagens Nyheter í Moskvu dregur mjög í efa þessa fullyrðingu Isvestiu. Hann fullyrðir nefnilega að þvert á móti eigi sovéskir embættismenn í vaxandi erfiðleikum með að komast á alþjóðleg þing og fundi og jafnvel þótt þing þessi séu haldin í austan- tjaldslöndunum. -GAJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.