Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 12
15 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiósla, áskriftir; smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuöi 250 kr. Veró í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Sérgrefurgröfþóttgrafi „Steingrímur er tækifærissinni,” segir Albert. Þaö er ekki rétta orðið. Hann er glópur. Hvaða vitglóra er í því hjá forsætisráðherra landsins, sem vill standa fast á bremsunni og bægja þjóðarböli verðbólgunnar frá, að gefa þá yfirlýsingu að launarammi fjárlaganna standist ekki. Þar er gengið út frá þeirri efnahagsstefnu að laun hækki mest um 4% á árinu. Á því hafa ráðherrar og stjórnarliðar staðið fastir eins og hundar á roöi. Albert Guðmundsson hefur lagt ráðherradóm sinn undir og for- maður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir í áramótagrein að ef samið yrði umfram þetta mark væru forsendur efnahagsstefnunnar brostnar. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra hefur farið hamförum gegn starfsmönnum álversins, haft í hótunum og snúist hatrammlega gegn samningum umfram marg- nefnd4%. I viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn fimmtudag snýr hann hins vegar við blaðinu og telur að forsendur fjárlag- anna nægi ekki til að ná sáttum á vinnumarkaðnum. Og ekki hefur Sverrir fyrr látið þessi orð út úr sér en forsæt- isráðherra tekur undir þau og dregur víglínuna við 6% kauphækkun. Þá er von aö það hlakki í Guðmundi J. Guðmundssyni þegar hann segir aö nú bíði hann þess að Sverrir yfirbjóði Steingrím. Hvað á svona flumbrugangur að þýða? Hafa mennimir misst niöur um sig? Ríkisstjómin hefur staðið sig hetju- lega í baráttunni gegn verðbólgunni. Hún hefur al- menningsálitiö með sér. Verkalýðshreyfingin fer með löndiun og viðunandi samningar í samræmi við efnahags- stefnuna eru í sjónmáli ef menn tapa ekki áttum. En þá er allt í einu rokið upp til handa og fóta og öllu húrraö út. Vitaskuld hefur komið til greina aö semja um 6% kauphækkun á árinu. Slík samningsdrög hafa meira að segja legið fyrir. Verðbólgan tekur engin stökk við þá til- slökun, vinnufriður skapast og st jórnarandstaðan skák og mát. En maður spilar ekki út trompásnum í fyrsta útspili. Ef víglínan er færð til breytist vígstaðan öll. Eftir einarða og fastmótaða efnahagsstjóm síðustu mánuði láta nokkrir ráðherrar taka sig á taugum. Látum vera þó að Sverrir hefði ljáð máls á eftirgjöf, enda nefndi hann engar prósentur og fór varlega í sakirnar. En verra er þegar sjálfur forsætisráðherra er sleginn skákblindu á viðkvæmasta augnabliki. Enginn efast um að Stein- grímur sé vel meinandi og einlægur en gengur ekki ein- lægnin og barnaskapurinn einum of langt ef fingur- br jóturinn verður til þess að kippa fótunum undan öllu því sem ríkisstjórnin hefur fengið áorkað? Það er von að Albert Guðmundssyni þyki meðráðherr- ar sínir koma aftan að sér. Albert hefur staðið sem klettur varðandi þá launamálastefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Vera má að hann hafi tekið mikið upp í sig þegar hann lætur að því liggja að hann yfirgefi ráðherra- stólinn ef undan verður látið. En þannig er Albert, af- dráttarlaus og ósérhlífinn. Það yrði kaldhæðni örlaganna ef Albert segði af sér vegna þess aö aðrir ráðherrar öftmðu honum frá því að framfylgja þeirri stefnu sem þeir í sameiningu hafa ákveðið. Ríkisstjórnin hefur ratað í raunir. Ekki vegna málefna heldur vegna ótímabærra yfirlýsinga. Sér grefur gröf þótt grafi. DV. MANUDAGUE 6. FEBRUAR1984. „Stopull er stóríðjugróðinn ", íslenzk atvinnustefna — íslenzk stórið ja gefiö og geta aö vísu litiö björtum augum á kaupgjalds- og launaliðinn hjá sér ef svo fer fram sem nú horfir um láglaunasvæðið Island. En árangur uppboöstorgsins lætur að vonum á sér standa. Enda hafa ráðamenn öðrum hnöppum að hneppa, álhnöppunum sínum góðu í Straumsvík þar sem tvöföldun álversins er í forgangi með enn einni virkjun hér syðra í kjölfarið. Ef ráðamenn halda áfram söng sínum um að viö getum ekki og eigum ekki að reka slíkt fyrirtæki einir og sjálfir af því að áhættan sé svo mikil, fyrirtækiö aö þeirra dómi svo slæmt samkvæmt sama söng þá er vart við því að búast aö erlendir aðilar vilji leggja fjármagn sitt að veði þegar vantrúin og svartagalls- rausið er allsráðandi hjá þeim sem þeir tala við — hjá stóriðjunefndinni sem átti öllu að kippa í liðinn á stund- inni en „kemst hvorki lönd né strönd” svo notað sé oröalag Sverris Hermannssonar. Og þessir aöilar vita lika mætavel um áformin í álverinu og að áhuginn og atorkan beinist þar að hjá þeim sem nú ráöa ferðinni. Von er að þeir Austfirðingar sem trúöu Sverri í vor sem leið þegar hann sagði að framkvæmdir mundu hefjast óðar og hann væri til valda kominn séu uggandi nú. Hinum sem vissu og vita að kok- hreysti er honum eiginlegust kemur ekki á óvart að ekkert skuli gerast í þessum málum nema óljósar fréttir frá Birgi Isleifi um spjail og rabb hér og þar til aö friða fólk nokkuð. I stað ákveðins starfs að eigin framkvæmd með ákvörðun Alþingis að leiðar- ljósi, fullri reisn okkar aö sjálfstæöu verkefni með trú á eigin getu er nú komið fálm og fikt þeirra sem enga trú hafa á möguleikum okkar sjálfra til athafna á þessu sviði og hafa sett allt önnur markmið og f ramkvæmdir i á oddinn. Hversu illa horfir nú um kísil-i málmverksmiðjuna stafar ekki af hreinu viljaleysi, heldur vegna vantrúar á íslenzkt framtak og forræði — og um leið oftrúar á almætti erlends f jármagns. Nú þarf að leiða Sverri og félaga út úr villunni og virkja afl þeirra til athafna í okkar þágu meö eigin at- fylgi ef unnt er. Auðvelt er það ekki þegar brjóta þarf niður sh'kt trúar- ofstæki og byggja upp nýja trú á íslenzka stóriðju. En önnur leiö er líka til og hún er Austfiröingum sem og almenningi á landi hér óhkt heilladrýgri og hún er sú að losna við þessa ríkisstjóm er- lendrar auöhringatrúar og láglauna- stefnu og leiða þá á ný til valda og áhrifa sem vilja þessa verksmiðju í raun sem íslenzkt fyrirtæki. Islenzk atvinnustefna framtíöar- innar byggist á því að til ahra átta sé htið og m.a. til orkunýtingarkosta sem við sjálfir höfum fuht forræði yfir svo sem í öðrum atvinnu- greinum. Þá getur framtíðin orðið björt í þessu blessaða landi. Engum blandast hugur um þaö hvíhk þjóðarnauðsyn er að treysta undirstöður atvinnuhfs í landinu. Flestir telja að með iðnaði hvers konar megi og eigi fyrst og fremst að leita nýrra leiða, nýrra tækifæra fyrir vinnandi hendur framtíðar- innar. En þar kemur að leiðir skiiur í markmiöum og meðferö allri. Stóriðja sem lausnarorð er ekki nýtt fyrirbæri. Á sl. tveim áratugum hafa þær bylgjur risiö ööru hvoru þar sem sumir hafa séð einu færu leiðina til atvinnuaukningar í erlendri stór- iðju, draumsýnir um ótal álver hafa öðru hvoru verið efst á baugi. Svikuh er sjávarafh, segir gamalt orðtak. Þetta orötak hefur óspart verið til hins ýtrasta notaö þegar erlend stóriðja hefur verið tilbeðin semheitast. En annað orðtak mættu menn gjaman hafa lært af stóriðju hér, annars vegar af arðráni álhringsins í einu og öðru formi og hins vegar buh- andi taprekstri Jámblendiverk- smiðjunnar. Það orðtak mætti gjam- an hljóða svo: StopuU er stóriðju- gróöinn. AlUr skynsamir menn og öfga- lausir viðurkenna að í þessum efnum þarf að fara meö fullri gát og gæta þess framar öðm að langtímahags- munir okkar séu tryggðir, að orku- salan og orkunýtingin skih arði í okkar eigið þjóöarbú en ekki tU erlendra auðhringa. Að islenzkri stóriðju þarf hins vegar markvisst að vinna. Þar gildir ekki ofurkappiö, heldur yfirveguð rökhyggja og undirstöður þarf að tryggja svo sem bezt má verða. En fyrst um atvinnulífiö almennt. Landbúnaður okkar hlýtur áfram að verða gildur þáttur, jafnt í fram- leiðslu matvæla sem hráefna til iðnaðar. Þess er sjaldan gætt í umræðu um landbúnaðinn hversu mörgu fólki, hversu mörgum þúsundum hann veitir atvinnu umfram þá sem í sveitunum búa. Það gleymist hka oft hvíhk verðmæti felast í iðnaðarframleiðslu okkar tengdri landbúnaðinum og einmitt nú er þar aUt á uppleið og fyrirsjáan- leg atvinnuaukning í þeim iðn- greinum. Sá iðnaður hefur að vísu nú á nýjan leik orðið mestmegnis á tveim stöðum í landinu en ætti öUum eðli- legum lögmálum samkvæmt að geta verið góð viðbót í atvinnulífi hinna ýmsu staða á landsbyggðinni og ekki sízt í sveitunum. Það þarf aö vísu skipulag, áætlanagerð og aðhlynningu um tíma en vissa mín er sú að þar inegi ná ótrúlegum árangri ef menn vilja, en átaks er vissulega þörf. Forheimskunarraddir um land- búnaöinn, hina dýrmætu matvæla- framleiðslu, eru engu þjóðfélagi sæmandi, allra sízt í sveltandi heimi okkartíma. Þó nú sé dökkt yfir í sjávarútvegi okkar þá hefur svo verið áður um tíma og engin ástæða tU örvæntingar. Áöur hefur söngurinn um endimörk hagvaxtar í skjóli Kjallarinn HELGI SELJAN ALÞINGISMADUR FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ sjávarafla veriö ótæpt sunginn en velferð okkar þó ævinlega á sjávar- fengnum byggð öllu öðru fremur. Síðustu ár eru óræk sönnun þessa. Og margt er það í sjávardjúpum sem arðgefandi er og við höfum ekki sótt í sem skyldi og silfur hafsins og loönan eiga væntanlega enn eftir að færa okkur ótæpilegan auð sem oft áður ef rétt verður á haldið. Og hagstæö skUyrði í sjónum og skyn- samleg nýting getur fært okkur gnótt af þorski á ný og gerir vonandi. Og fiskeldið er allt eftir, með aUa sína möguleika, ef við viljum og þorum, og máske er þaö sú stóriðja sem bezt fær okkur borgið til frambúðar. Möguleikar okkar eru því æmir ef við viljum og þorum sjálfir aö nýta þann auð sem fáanlegur er ef fram- sýni og hyggjuvits er gætt. — Og þá kem ég að stóriðjunni á ný. Islenzkt stóriðjuverkefni af viðráöanlegri stærð, verkefni úti á landsbyggðinni, var í tíð síöustu ríkisstjórnar vandlega undirbúið. Kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði sem innlent fyrirtæki, sem fyrirtæki Austfirðinga, þar sem þeir gátu bæði staðið aö uppbyggingu og rekstri í ríkum mæh. Það verkefni, sem næsta skref í stóriðjumálum, var eitt sæmandi okkur sem sjálfstæðri þjóð. FuUnýting orkunnar í eigin þágu hlýtur aö vera markmið okkar. Samvinna og samstarf viö erlenda aðila, bæöi hvaö aðföng og markaðs- öflun snerti, var sjálfsögð og aö því unnið ötuUega. Mengunarmál, umhverfisröskun, byggðajafnvægi, allt var það tekið inn í myndina sem bezt mátti vera. Af skammsýni og annarlegum póli- tískum hvötum náði málið aldrei þeirri fuUnaðarafgreiðslu á þingi sem þurfti. — Og nú hefur verið snúið snarlega af leið. Verksmiðjan fyrirhugaða? hefur verið sett á uppboðstorg erlendra auöhringa sem því aðeins vUja koma inn í myndina að orkuverð sé ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.