Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 38
38 DV. MÁNUDAGUR 6. FEBRUAR1984. IMauðungaruppboð sem auglýst hefur veriö í Lbl. á fasteigninni Brekkustíg 40 í Njarðvík, þingl. eign Þórðar K. Jóhannessonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Bæjarsjóðs Njarðvíkur og innheimtumanns ríkissjóðs fimmtu- daginn 9.2.1984 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Njarðvik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Holtsgötu 22 í Njarðvík, þingl. eign Þorsteins Þ. Hraundals, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdi. fimmtudaginn 9.2.1984 kl. 11.00. Bæjarfógetinn i Njarðyík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á Hraðfrystihúsi Sjöstjörnunnar hf. í Njarðvík, þingl. eign Sjöstjörnunnar hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs fimmtudaginn 9.2.1984 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lbl. á fasteigninni Akurbraut 2 í Njarðvík, þingl. eign Sveinbjörns Sveinbjömssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. og Hafsteins Sigurðssonar hrl. fimmtudaginn 9.2.1984 kl. 11.45. Bæjarfógetínn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur veriö í Lbi. á fasteigninni Brekku í Vogum, þingl. eign Þórðar Ó. Vormssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. f immtudaginn 9.2.1984 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýsiu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Kirkjugerði 11 í Vogum, þingl. eign Lámsar Kr. Lámssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Utvegsbanka fslands fimmtudaginn 9.2.1984 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 77., 83. og 89. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Vesturvangi 28, Hafnarfirði, þingl. eign Kristjáns Sigurðs- sonar o.fl., fer fram eftir kröfu Jóhanns Steinasonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 107., 111. og 114. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Esjugrond 33, Kjalameshreppi, þingl. eign Hlöðvers Ingvars- sonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Ragnarssonar hrl., Búnaðarbanka Islands, innheimtu ríkissjóðs, Sambands alm. lifeyrissjóða og Ara ís- berg hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 15.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Drangahrauni 3, Hafnarfirði, þingl. eign Trésmiðju Gunnars Helgasonar hf., fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar, Gjaldheimt- unnar í Reykjavik, Haraids Blöndal hrl., Brunabótafélags islands, Sambands alm. lifeyrissjóða og innhejmtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Melastöð í Hrólfsskálalandi II, Seltjaroar- nesi, þingl. eign isbjaroarins hf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 9. febrúar 1984 kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Seltjaroarnesi. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Hæðarbyggð 12, jarðhæð, Garðakaupstað, þingl. eign Birgis Björgvinssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 9. febrúar 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Eskifjörður: Skipverjans af Hilmi II enn saknað Frá Emil Thorarensen, fréttaritara DV á Eskifirði. Ennþá hefur leitin að skipverjanum af Hilmi II SU engan árangur boriö. Þaö var á sunnudagsmorgun, 22. janúar síöastliðinn, sem síðast sást til ferða hans og var hann þá á bryggjunni fyrir neðan verbúð Jóns Kjartanssonar hf. að Strandgötu 38 á Eskifirði. En Hilmir lá þar og var 4. skip frá bryggju. Að sögn Krístins Aðalsteinssonar, formanns björgunarsveitarinnar Brimrúnar á Eskifirði, hófst umfangs- mikil leit þegar á sunnudagskvöldið og stendur skipulögð leit yfir ennþá og verður fyrst um sinn. Margsinnis hafa fjörur verið gengn- ar á Eskifirði, frá Mjóeyri að norðan og að Skeleyri að sunnan, auk þess sem fjörur voru gengnar út með Reyðar- firði, út fyrir Karlsskála að norðan, en frá Hólmanesi inn í botn Reyðar- fjarðar og út fjörðinn aö Vattamesi að sunnan. Þá hafa kafarar kannað stór svæöi undan höfninni. Veðurfar var slæmt nær alla síöustu viku og gerði það leitarmönnum erfið- ara viðfangs. TU dæmis gekk á meö þrumum og eldingum á mánudaginn, en það er fremur sjaldgæft á Eskifiröi. Auk björgunarsveitarinnar Brimrúnar. tóku þátt í leitinni skipver jar á Hilmi H SU og björgunarsveitin á Reyðarfirði, en félagamir þar gengu fjörur við Reyðarfjörð. Kristinn vUdi að lokum koma á fram- færi þakklæti tU aUra þeirra sem lögðu hönd á plóginn við þessa umfangs- miklu leit, en eins og áður sagði voru aðstæður fremur erfiðar. Sérstaklega vddi hann þakka köfurunum sem komu með snjóbU frá Neskaupstað og unnu við hin erfiðustu skUyrði við köfunina. Skipverjinn, sem saknað er, er 31 árs og heitir Hrafn Sveinbjömsson tU heimUis að Skerseyrarvegi 3b í Hafnarfirði. Hann er einhleypur og býr hjá móður sinni. Hann á eitt bam. -GB. Dalvíkurtogarinn Dalborg mun halda tH rækjuveiða innan skamms, en Söltunarfélag Dalvikur hefur núáný fengið leyfi tilrækjuvinnslu. Dalborg afturá rækju- veiðar Frá Ólafi B. Thoroddsen, fréttaritara DVáDalvík: Söltunarfélag Dalvíkur hefur nú á ný fengið leyfi tU rækjuvinnslu eftir um tveggja ára hlé. TUraunir tU rækju- veiða hófust hér um 1970 af Snorra Snorrasyni skipstjóra. Vinnsla hófst ekki fyrr en árið 1975. Söltunarfélag Dalvíkur keypti svo togarann Dal- borgu til veiðanna 1977 og var aflinn að mestum hluta unninn um borð. Að sögn Jóhanns Antonssonar, framkvæmda- stjóra Söltunarfélagsins, var hráefnið, úthafsrækjan, aUtaf stopult og sér- staklega á árunum 1980 tU 1982. Stafaði það af því hve fáir stunduðu veiðamar. i Minnkaði áhugi á rækjunni, enda var þá góður markaður fyrir þorsk, bæði saltfisk og skreið. Lagðist rækjuveiðin þá niður en með breyttum aðstæðum varðandi saltfisk- og skreiðarsölu fóru menn aö huga aftur að rækjunni. PUlunarvélar í verksmiöjunni á Dalvík voru seldar en aðrar hafa nú verið keyptar í þeirra staö. Þau tæki, sem voru í Dalborginni, eru enn tU. PUlunarvélar eru einu tækin sem vant- ar til rækjuvinnslunnar hjá Söltunar- félagi DalvUcur. Aðstaða er fyrir hendi og því þarf tUtölulega litla fjárfestingu til að hefja rækjuvinnsluna á nýjan leik. Vélarnar eru væntanlegar tU landsins i lok febrúar en þangað tU mun Dalborg landa rækjuafla sínum hjá K. Jónssyni á Akureyri. Sótt verður á rækjumið hér fyrir Norður- landi og er óákveðið hversu lengi Dalborg verður á rækjuveiðum núna. Rækjuaflinn var mjög misjafn frá mánuði tU mánaðar hér áður og fór mikið eftir gæftum. Tekið verður við rækju tU vinnslu af bátum frá Dalvík og víðar. Jóhann Antonsson sagði að vandamál rækju- vinnslunnar á Islandi, sem byggt hefur á úthafsveiðum, hefði fremur verið skortur verksmiðjanna á hráefni en að of mikið hráefni hefði borist á land. Því muni ekki veita af að hafa fleiri skip en Dalborgu til að leggja upp rækjuafla á Dalvík. Enginn viti heldur hvað sá áhugi, sem nú er á rækjuveiði, standi lengi. Ráðist það mest af aflanum og hvemig rækjuveiðar komi út saman- borið við aðrar veiðar. -JBH/Akureyri. 500 FUNDIR — hjá bæjarstjórn Húsavíkur Fyrsti fundur bæjarstjórnar Húsa- víkur var haldinn 31. jan. 1950. Karl Kristjánsson, síðar alþingismaöur, var fyrsti bæjarstjóri. Nú, 34 árum síðar, var fimmhundr- aðasti fundur bæjarstjórnar haldinn 31. jan. Meöal annars í tilefni af þessum tímamótum var eftirfarandi tillaga, undirskrifuö af fulltrúum allra flokka í bæjarstjóm, samþykkt. „Bæjarstjórn Húsavíkur samþykkir að stofna framkvæmdalánasjóð, og leggja fram sem stofnframlag kr. 100.000,-. Hlutverk framkvæmdalánasjóösins verði að örva atvinnustarfsemi á Húsavík meöal annars meö því að veita þeim aðilum sem hyggjast reisa atvinnuhúsnæði, lán til að greiða gatnageröargjöld og heimæðagjöld hitaveitu og rafveitu. Bæjarstjórn felur bæjarráði að semja nánari reglugerð fyrir s jóðinn. ” Fleiri mál voru tekin fyrir á fundinum, m.a. var samþykkt með 7 atkvæðum erindi um breytingu á vín- veitingaleyfi fyrir Hótel Húsavík. Bæjarstjóri nú er Bjami Aöalgeirs- son og forseti bæjarstjórnar er Sigurður Kr. Sigurðsson. Ingibjörg Magnúsdóttir, Húsavík. Sigurður Kr. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Húsavikur, setur 500. fund bæjarstjórnarinnar á þriðjudag. Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri situr við borðið. DV-mynd Ingibjörg Magnúsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.