Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Síða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 6. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Banna leyniþjónustunni aðild að verkalýðsfélagi — Bresk yfirvöld sökuð um einræðistilburði og þjónkun við Bandaríkjastjórn Kröfur hafa komiö fram um að sir Geoffrey Howe, utanríkisráöherra Bretlands, segi af sér eftir aö hann bannaði starfsfólki umsvifamestu njósnastöðvar Breta að vera félagar í verkalýðsfélögum. Ráðherrann hefur visaö öllum slíkum kröfum um afsögn hans á bug og segist hafa gert hið eina rétta í málinu en Verkamannaflokkurinn og verkalýðsforysta landsins kalla þetta einræðisaöferöir. Ennfremur hafa komiö fram get- gátur um að Thatcherstjórnin hafi í þessu máli beygt sig fyrir þrýstingi Bandaríkjastjórnar. Það er hlustunarstöðin mikla í Cheltenham sem þarna er í brenni- depli. Þar hlera Bretar fjarskipti Rússa og annarra. — Hefur starfsfólki njósnastöðvarinnar veriö tilkynnt að það veröi að hætta aðild að verkalýös- félögum fyrir 1. mars eða lúta því að verða flutt til annarra starfa. Verður þeim sagt upp sem hvorugt vilja. Sir Geoffrey hefur borið til baka getgátumar um að Bandaríkjamenn 850 sænskir fangar voru náðaðir á einu bretti: Margir héldu áfram á glæpabrautinni Það voru biöraðir viö hlið sænsku fangelsanna. Síðastliöið sumar reyndu yfirvöld aö leysa vandamálið með því aö náða 850 f anga samtímis. Fyrir marga þeirra þýddi það nýtt líf í hópi löghlýðinna borgara en aðrir notuöu tækifærið og héldu áfram þar sem frá var horfiö á glæpabrautinni. Þannig hafa a.m.k. hundraö hinna náðuðu þegar verið gripnir af lög- reglunni á nýjan leik. Það var Ove Rainer, þáverandi dómsmálaráðherra Svía, sem stóð að baki tillögunnar um að náða fangana. Ástæðurnar voru tvær: Biðraðimar viö fangelsishliðin og 120 milljón króna sparnaður á rekstri fangelsanna. Tals- menn dómsmálaráðuneytisins mót- mæltu því þó aö f járhagsástæður hefðu ráðiö einhverju um náðanir fanganna. Er fangarnir 850 vom látnir lausir úr 74 fangelsum landsins komu ýmis vandamál í ljós. Margir fanganna neituöu að yfirgefa fangelsin. Þeir höfðu nefnilega hvergi höfði sínu aö að halla, höfðu enga atvinnu, enga peninga og ekkert húsnæði að búa í. Margir af starfsmönnum fangels- anna gagnrýndu hvemig að fram- kvæmd náðunarinnar var staðið og þá ekki síst að hún skyldi eiga sér stað um hásumarið þegar stór hluti af iðnaðar- fyrirtækjum landsins haföi lagt niður starfsemi sína vegna sumarleyfa. Þaö gerði föngunum því enn erfiðara en. ellaaöfávinnu. Lögreglan var heldur ekki ánægð og innan þeirrar stéttar töldu menn að nær hefði veriö að byggja fleiri fangelsi. Þeir einu sem virtust vera ánægðir með þessa lausn mála voru stjórn- málamennimir. Biðröðunum við fang- elsisdymar hafði verið eytt og kostn- aðurinn við reksturinn lækkaður. En meöal almennings er sú skoðun ríkjandi að þessi ákvörðun stjómvalda muni ekki hafa sparnað í för með sér þegar til lengri tíma er litið heldur þvert á móti. Tveir famir „Eg mun sakna Noregs og þá sér- staklega náttúru landsins og hinna mörgu góöu vina sem ég á innan íþróttahreyfingarinnar. Eg vil heldur ræða um íþróttir en stjórnmál,” sagói Juri Anisimov, fyrsti ritari sovéska sendiráðsins, er hann hélt af landi brott á laugardaginn. ,,Eg skildi ekki neitt í neinu þegar sendiherrann tilkynnti mér að mér hefði veriö vísað úr landi,” sagöi Ansisimov en í fylgd með honum var eiginkona hans og Anatolij I. Artamon- ov úr verslunamefndinni. Þeir tveir voru meðal fimm dipló- mata í sovéska sendiráðinu sem norsk yfirvöld vísuðu úr landi í kjölfar Treholtsmálsins. Sovétmenn gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að brottför þessara tveggja gæti orðið í kyrrþey. Aeroflot- flugvélin, sem flytja átti þá til Moskvu, var ekki látin lenda á Fornebu-flug- velli, eins og ætíð áður, heldur í Garde- mun. En Rússar höfðu gleymt að ferðin út á Gardemun tekur mun lengri tíma og þegar diplómatamir fóru í al- menningsvagni gafst norsku blaða- mönnunum þeim mun betra næði til aö ræða við þá og taka myndir af þeim á leiðinni. Tveir diplómatar af þessum fimm sem vísaö var úr landi em enn eftir í Noregi. Annar er fyrsti ritarinn, Stanislav Tsjebotok, og ritari verslunarnefndarinnar, Mikhail Utkon. — Þykir líklegt að Rússar hafi fyrst sent þá tvo sem minni matur þykir í en vonist til að athygli fjölmiðla hafi dofnaö þegar hinir meiriháttar fara. Jón Einar í Osló. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 ÓM0KSTUI Fyrirtæki, einstaklingar Höfum til leigu vel útbúnar gröfur til snjómoksturs, einnig vörubíla ef fjarlægja þarf snjó eða annað. KRAFTVERK HF. SÍMI 42763. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiöar skemmdar eftir umferðaróhöpp. Datsun Cherry 1980 VW Golf 1976 VW Golf 1977 Honda Accord 1981 Citroen GSA 1981 Ford Escort sendibif. 1972 Datsun Sunny 1983 Datsun 260 dísil 1977 Toyota Corolla Liftback 1977 Chrysler LeBaron 1979 Skoda 120 L 1978 Bifreiðarnar verða til sýnis í dag mánudag 6. febrúar í geymslu vorri að Hamarshöfða 2, sími 85332, frá kl. 13—17. Til- boðum sé skilað eigi síðar en miðvikudaginn 8. febrúar á skrifstofu vora Aðalstræti 6 Reykjavík. TRYGGINGAMIÐSTOÐIN P AÐALSTRÆTI 6 - REYKJAVÍK hafi þröngvað bresku stjórninni til þessara aðgeröa. — Stjórnin heldur því fram aö til þess að tryggja öryggi leyniþjónustunnar og þessarar starfs- deildar hennar verði að banna starfs- fólkinu aðild að stéttarfélögum. Sir Brian Tovey, fyrrum yfirmaður hlustunarstöðvarinnar í Cheltenham, lét eftir sér hafa að þessi ákvörðun væri varalaust fyrir þrýsting frá Bandaríkjamönnum sem njóta góðs af hlustunum Breta og ööru samstarfi í njósnum. — Þegar honum var sagt að Thatcher forsætisráðherra hefði í þing- inu borið á móti afskiptum Banda- ríkjastjómar varð honum að orði: „einhvereraöijúga Carrington lávarður og Francis Pym, fyrirrennarar sir Geoffrey í utanríkisráðherraembættinu, hafa látið í ljós undrun yfir fullyrðingum stjórnarinnar um að þessi ákvörðun hafi lengi verið í uppsiglingu og komið til álita í ráðherratíð þeirra. Vilja þeir ekki við það kannast. Reagan gerir meira úr afmæli sínu í dag en venjulega, Reagan 73 ára í dag Reagan Bandaríkjaforseti er 73 ára gamall í dag og mun gera sér dagamun með því aö flytja ræðu um frelsi mannkynsins og taka þátt í skrúögöngu sem efnt er til á æsku- stöðvum hans í bænum Dixon í Iliinois. Afmælisveislur Reagans í Hvíta húsinu hafa undanfarin ár fariðfram í kyrrþey og ekki öðrum boðið en nánustu vinum og vandamönnum, en nú er gerð undantekning þar á. Reagan er allra manna elstur, þeirra sem setið hafa á forsetastóli í Bandaríkjunum. Skrúðgangan í Dixon er að morgn- inum til en þangað flýgur Reagan frá Hvíta húsinu. Aö skrúðgöngunni lok- inni feröast hann 160 km til Eureka þar sem hann gekk í menntaskóla og mun hann þar flytja ræðu um mál- efnin, sem markað hafa 3 ára for- setatíð hans. — Það var í Eureka, sem Reagan flutti ræöu sína í maí 1982, er síðan leiddi til „START”- viðræðnanna viðSovétmenn í Genf. Gemayel boð- ar nýjar sátta tillögur Amin Gemayel, forseti Líbanon, hefur boöað nýjar aðgerðir til að koma í veg fyrir að þjóð hans verði algjörri borgarastyrjöld að bráð. I aðgerðunum felast meðal annars viöræöur við helstu leiðtoga stjórnar- andstöðunnar. Gemayel, hinn kristni forseti landsins, skýrði frá fyrirhuguðum aðgerðum sínum seint í gærkvöldi. Viðbrögð stjórnarandstæðinga höfðu enn ekki komiö'í ljós í morgun en ljóst virðist aö aðgerðir forsetans fullnægja ekki þeim kröfum sem hinir músl- imsku andstæðingar stjómar hans höfðu krafist en þeir njóta flestir stuðnings sýrlensku stjómarinnar. Áætlun Gemayels felur í sér pólitíska siðbót, nýja ríkisstjóm sem kennd sé viö „þjóðarsátt”, viðræður um vopna- hlé og að Genfar-viðræðunum milli allra hlutaðeigandi aðila verði haldið áfram þann 27. febrúar. Forsetinn sagði að mögulegt væri að semja um „allt”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.