Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 24
24 DV; fötaMí’UÓÁ&Öft 2á; ‘AlÁ-KS 'Í98Í4.vv UTANHÚSS- KLÆÐNING Meö hækkandi sól og betri tíð huga flestir húseig- endur aö húseignum sínum. Oft kemur því miöur í ljós aö alkalívirkni hefur aukist, gamlar sprungur opnast og þaö þarf aö mála eitt árið enn. Reynslan hefur sýnt að eina varanlega lausnin á þessum vanda er aö klæöa húsiö aö utan. Verkiö er vandasamt og þarf aö mörgu aö huga, svo sem: efni, frágangi, verði o.s.frv. Sértu í viðhaldshugleiðingum erum viö alltaf tilbúnir til skrafs og ráðagerða. SELÁS Símar: 75309 og 45989. Sparneytnir bílar þurfa ekki að vera þröngir og óþægilegir. Það sannar MAZDA 323 MAZDA 323 er rúmgóður og sparneytinn alvörubíll á smábílaverði. Þú fórnar allt of miklu í rými og þægindum, ef þú kaupir suma af þessum „smábílum" sem eru á markaðnum og endar með að borga allt of mikið fyrir allt of lítið. Hugsaðu þig því tvisvar um, því að MAZDA 323 kostar aðeins Kr. 273.000 í Deluxe útgáfu, með ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð. MAZDA 323 Sættu þig ekki við neitt minna! B/LABORG HF. Smiðshöfða 23. sími 812 99 Verkalýðurinn á Akureyri reisir sér höll Verkalýðsfélögin á Akureyri og Al- þýðubankinn gerðu árið 1980 samning við ríkissjóö um að hann yrði með í byggingu húss fyrir starfsemi þessara aðila. I febrúar 1982 er gert endanlegt samkomulag um að byggja og sótt um svokallaöan reit 13 á miöbæjarskipu- lagi. Var þó aldrei látiö reyna á þaö til fulis hvort sú lóð fengist en hins vegar fékkst lóð viö Skipagötu. Þar var um haustiö ákveðiö að byggja 3000 m2 hús á 5 hæðum en fyrir á lóðinni var þvotta- hús sem þurfti aö kaupa og verslunin Skemman. Ríkissjóður var þá kominn ,,Eg býst við að einhverjir yrðu til að taka þann hluta,” sagði Jón Helgason, formaður Einingar, þegar hann var spurður um hvað gerðist ef smiðir hættu þátttöku í byggingu Verkalýös- hallarinnar. Hann bætti því við að það væri gert ráð fyrir því að ef ekki semd- ist og einhver færi þá hefðu þeir sem eftir væru forgangsrétt að húsnæðinu til að vera í þvi eða sel ja. Varðandi deilur í framkvæmda- nefndinni sagöi Jón: „Mér er ekki kunnugt um neinar deilur, þær eru ekki uppi á borðinu hjá mér . . . nema það sem kom upp í vetur að einn maður sagði sig úr nefndinni og svoleiðis gerist oft. Það eru ekki allir sem geta út úr myndinni og þaö eru því verka- lýðsfélögin og Alþýöubankinn sem þarna fá aðstööu. I húsinu verður bankaútibúið, skrifstofur félaganna og um 300 m2 kaffitería á efstu hæðinni. Kostnaður við húsið er talinn verða 50—60 milljónir króna. Heyrst hafa þær raddir margra Akureyringa í vetur að þama sé byggt stórt og ekki verkalýðnum sæmandi að slá svona um sig á krepputíð. Það má þó hafa í huga að félögin eiga flest húsnæði sem þau selja upp í kostnað við nýja húsið. I heildina mun ekki vera um stækkun að þolað það aö vinna með öðrum nema fá allt sitt fram.” Og þessi var af- staða Jóns til þess að Guðmundur Omar ætlar ekki að gefa kost á sér til formennsku í Trésmiðafélaginu: ,,Eg lít ekki neinum alvarlegum augum á þaö. Það kemur alltaf maður í manns stað.” Um múrbrotið í Verkalýðshöllinni vildi Jón ekkert ræða að svo stöddu. Þetta væri að minnsta kosti ekki talið stórt mál af þeim sem hanna húsið, sagði hann. Um kostnaðinn væri ekkert hægt aö segja fyrr ai verkið hefði verið tekið út. Þá yrði séö hvort yrði höfðað skaðabótamál á hendur þeim sem eiga í hlut. -JBH. ræða og ótvírætt á aö nást meiri hag- kvæmni í rekstri þegar öll þessi félög eru á einum stað. I nóvember 1982 var gerður verk- samningur við hönnuöi og samkvæmt honum áttu allar teikningar aö liggja fyrir 1. apríl 1983. Að tillögu Jóns Helgasonar var Teiknistofunni sf. á Akureyri fengið verkið. Þar starfa tæknifræðingamir Aöalsteinn Júlíus- son og Haraldur Ámason. Þessu var ekki mótmælt en Guðmundur Omar Guðmundsson, formaður Trésmiða- félags Akureyrar, geröi þá athuga- semd aö þeir hefðu ekki alltaf staðið sig sem skyldi. Kosin var framkvæmdanefnd um byggingu Verkalýðshallarinnar og skipuðu hana eftirtaldir: Jón Helgason, Einingu, Kristín Jónsdóttir, Alþýðu- bankanum, Jóna Steinbergsdóttir, Félagi verslunar- og skrifstofufólks, Krístin Hjálmarsdóttir, Iöju, Guðjón Jónsson, Sjómannafélagi Eyjafjarðar, og Guðmundur Omar Guðmundsson, Trésmiðafélagi Akureyrar. Varamenn vora kosnir Hákon Hákonarson, Félagi málmiðnaöarmanna, og Sævar Frí- mannsson, Einingu. Sævar var jafn- framt nokkurs konar framkvæmda- stjóri nefndarinnar. Af ýmsum ástæðum gátu teikningar ekki legið fyrir í apríl en þegar tilboð vom opnuð um 11. júni 1983 lágu aö mestu fyrir teikningar að húsinu fok- heldu. Þó vantaði teikningar af stokk- um eða svokallað gataplan. Þegar tilboðin vom opnuö kom í ljós að Smári hf. á Akureyri var með lægsta tilboðið. Það var 67,3% af kostnaöaráætlun sem var 15.897.000. Aðrir sem sendu tilboð vom Aöalgeir & Viðar, Hibýli og Norðurverk. Þessir aöilar töldu allir að kostnaöaráætlunin væri of há og var talað um 10—15% í því sambandi. I útboðsgögnunum var til tekið að hús- ið yrði fokhelt 30. nóvember 1983 eða á 6 mánuðum. Sumir, sem sendu inn til- Jón Helgason, formaður Einingar: Ekki allir sem þola að vinna meðöðrum Haraldur Arnason tæknifræðingur: HEFÐIÞURFT AÐ GERA SUM GÖTIN HVORT SEM VAR „Kostnaöur vegna gatanna verður um 30 þúsund krónur,” sagði Haraldur Arnason, annar tæknifræðingurinn sem hannaöi Verkalýðshöllina, og Uklega hefði þurft að gera sum þessi göt hvort sem var þó gataplan hefði verið fyrir hendi f yrr. Astæður fyrir því að planið var svona seint á ferð, sagði hann meðal annars þær að húsið hefði verið boðið út í miklum flýti og hefði þurft að standast timaáætlun. Þaö væri kannski heldur ekkert síðra í sumum tilfellum að taka götin eftir á þegar skipting húsnæöisins lægi betur fyrir. Hann nefndi einnig í sambandi við gataplanið að þaö hefði ekki verið í hönnunarsamningi. Gataplön væm alltaf unnin samkvæmt timataxta. Haraldur taldi ekkert athugavert við það sem hönnuðir fengju i greiðslu fyrir eftirlit. Þeir heföu sleppt svo- kölluðu yfireftirliti sem er ákveðið í gjaldskrá, sagði hann. Af þessum fjór- um tímum væri hið eiginlega eftirlit á staönum kannski aöeins 1—2 timar á dag. Þarna væri til dæmis um að ræða allar fundasetur með nefndinni, samn- ingagerð og verkfundi með verktaka og verkkaupanda. Varðandi hönnunarkostnaðinn sagði Haraldur að þetta væri stórt og flókið hús. Talið væri eölilegt að sá kostnaður væri 5—8% af heildarkostnaði sem i þessu tilfelli yrði um 60 milljónir. Húsið væri allt um 3100 m2 aö stærð meö gamla húsinu sem var fyrir á staönum. Þar heföi líka þurft að breyta mörgu og teikna upp á nýtt. Líka yrði að hafa í huga að allar teikningar, sem varða bygginguna væru unnar á sama stað og 9 manns sem unnið heföu beint að þeim hjá Teiknistofunni sf. og Raftaki hf. sem sá um rafmagns- teikningar. Haraldur var loks spurður hvort hönnuðirnir væru ánægðir með hlut byggingaverktakans. Hann svaraði því til aö það væri ekki búið aö taka húsið út en þegar á allt væri litiö sýndist sér að þessi bygging væri hvorki betri né verri en gengur og gerist. -JBH. Fjöldi rafmagnsröra eyðilagðist er brotið var fyrir stokkum ihúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.