Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 41
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984. 41 Dæmalaus Veröld Dæmalaus Dæmalaus Veröld HEIMSLJÚS Kíkja á vændi íbúasamtök góðborgara í Berkeley í Kaliforniu hafa skorið upp herör gegn vændi í plássinu með allnýstárlegum hætti. Sveit- ir borgara skiptast á um að standa vaktir í helstu vændisgöt- um borgarinnar og mæna í hóp- um á vændiskonurnar þegar þær eru að nappa viðskiptavini. Ef vændiskonuraar færa sig um set gera giáphóparair það lika. Hefur þetta tilætluð áhrif því að viðskiptavinirair hafa engan áhuga á að láta fjölda manns fylgjast með sér þegar gengið er frá skyndiviðskiptum sem þess- um. Prínsar boröa ekkiljón Umtalaðasti rithöf undur Dana gefurút nýja bók: Ástfangin kona er aldrei svöng Danski rithöfundurinn Suzanne Brögger er á margan hátt merkileg kona, alla vega hafa fáar konur veriö jafnmikið á milli tannanna á fólki í Danaveldi undanfarin ár. Nú, þegar Suzanne stendur á fertugu, gefur hún út bókina ,,JA”, sem þýða má JA og raddbönd dönsku þjóðarinnar fara aö titra. Sagan fjallar, líkt og flestar aörar bækur Suzönnu, um hina ómögulegu ást. Kona verður ástfangin af lækni en fær ekki aö eiga hann vegna hins og þessa o.s.frv. Aðallega vegna þess aö læknirinn þorir ekki að giftast henni, hún var of frjáls og óháö. Reyndar segir Suzanna aö einmitt þetta sé harmleikur flestra hjónabanda. Fæst- ar konur hafi þann þrótt sem þarf til aö verða viðurkenndur einstaklingur um leið og skyldur húsmóðurinnar kalla. Slíkar konur þurfi að berjast á hæl og hnakka og þau slagsmál geri þær oft súrar og beiskar. Því verði konan oft, og það verður algengara, að lifa ein.Aftur á móti liggja vandræði karl- mannsins í því að hann býr með hús- móöurinni en dreymir stööugt um frjálsu og óháðu konuna sem hann, þegar á reynir, þorir ekki aö búa meö. Þau eru mörg vandamálin en Suz- anne er líka fyndin. Hún segir t.d. að ástfangin kona sé aldrei svöng (pælið í þessu) og að hjón fari alltaf í taugarn- ar hvert á öðru. Það þyrfti ekki að búa með Clark Gable eða Marilyn Monroe í meira en þrjá mánuði þar til ýmislegt í fari þeirra færi verulega í taugarnar á viðkomandi. Suzanne Brögger er ógift og barn- laus. —segir Suzanne Brögger Raddbönd Dana titra þegar Suzanne Brögger stingur niður penna. Fyrsta auglýsinga- stofan með sex stafa símanúmer Þá hefur það gerst sem lengi hefur verið beðið eftir. Fyrsta auglýsingastofan með 6 stafa símanúmer hefur verið opnuð þó að reyndar séu 10 ár síðan. Sex- stafa númerið kom fyrst til sögunnar þegar auglýsingastofan örkin flutti í nýtt húsnæði í Síðumúla 31 og nú verða viðskiptavinirnir að leggja á sig einn auka- snúning til að ná sambandi: 687117. Lengri veröa símanúmer ekki um þessar mundir. Á myndinni má sjá eiganda og starfsfólk Arkarinnar í nýju húsakynnunum þegar haldið var upp á aukasnúning- inn: Frá vinstri, Páll H. Guðmundsson, Erna Reynisdótt- ir, Þóra Hafsteinsdóttir, Guðjón I. Hauksson og Þórhildur Jónsdóttir. Einstætt í veraldarsögunni: BANNAÐ AÐ REYKJA Á ELDFJALLI Er bannaö að blotna í sundlaug? Eða borða á matsölustað? Og er e.t.v. bannað að hristast á hestbaki? Svarið við öllum þessum spurn- ingum hlýtur að vera nei — það eru þrjú nei. Aftur á móti er til eldfjall þar sem bannað er að reykja. Þið ráðiö hvort þið trúið því, en það er satt, og þetta eldfjall er ekki í útlöndum heldur í Vestmannaeyjum. Þar stígur hvítur mökkur upp úr jörðinni, hrauniö kraumar undir fót- um eyjaskeggja en farir þú upp í leigubíl þar í eyjunni með vindling í munni máttu bóka að leigubílstjór- inn bannar þér að reykja. Eldurinn getur tekið á sig hinar ýmsu myndir í Eyjum. Þessi mynd á eftir afl birtast i heimsmetabók Guinness. Númer- ifl á leigubilnum á eldfjallaeyjunni þar sem bannafl er að reykja. DV-mynd GVA Filip prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, ncitaði að taka þátt i kvöld- verðarboði í Klúbbi landkönnuða i New York fyrir skömmu. Astæðan var sú að Ijónakjöt var í aðalrétt og prinsinn sagði í skeyti sera hann sendi samkomunni að hann treysti sér ckki til að sitja veislur þar scm svo slæmur1 smekkur sæti í fyrirrúmi. Kennedy r a r r • i herotm Robert jr. Kennedy, sonur Ro- berts heitins Kenncdy, hefur ný- lega verið dæmdur til að starfa í 1.500 kiukkustundir án endur- gjalds við að aðstoða eiturlyfja- sjúklinga og drykkjumenn eftir að 2/10 úr heróingrammi fundust í fóram hans á flugvellinum í Minneapolis. Kennedy, sem er þrítugur að aldri og starfar sem fulltrúi hjá lögmanni i New York, sagði eftir dóminn að hann tæki út refsingu sína og hefði fullan hug á að vinna bug á eiturlyfja- fikn sinni. Prinsessu vantarhest Anna prinsessa í Bretlandi mun ekki taka þátt í hestaiþrótt- um á ólympíulcikunum i Banda- ríkjunum nú í sumar. Hana vantar þjálfaðan hest og sá sem hún hefur nú yfir að ráða er ekki nógu gamall og reyndur fyrir leikana. „Eg hef ekki ráð á nýj- um hesti,” sagði hún í sjónvarps- viðtali fyrir skömmu. Anna var meðal keppenda á leikunum í Montreal 1976. B WG / TÆRNAR Litadýrð og mýkt ÁIAFOSS gólfteppanna láta engan ósnortinn. Kynntu þér verðið. Athugaðu greiðslukjörln-og njóttu þjónustunnar KlJÍANDI möguleiki fyrir fæturallrar fjölskyldunnar! MOSATEPPIN 0 4 . f ÉM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.