Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984. 15 Menning Menning Háskólakórinn Tónleikar Háskólakórsins í Félagsstofnun stúdenta 18. mars. Stjórnandi: Árni Harðarson. Efnisskrá: Íslensk þjóðlög f útsetningum Jónasar Tómassonar eldra og Róberts Abrahams Ottóssonar; Gunnar Reynir Sveinsson: Hjá lygnri móðu, Haldiöún Gróa; Johann Sebastian Bach: Tveir kóralar, Lob sei Gott úr Kantötu nr. 62 og Auf mein Hertz úr kantötu nr. 145; Hjálmar Helgi Ragnarsson: Gamalt vers; Tveir söngvar um ástina; John Speight: Missa Brevis; Ámi Haröarson: Is there?; Jónas Tómasson, yngri; Fimm man- söngvar úr kantötu IV. Einn ánægjulegasti vottur um líf í Háskóla Islands er aö þar skuli þrífast kór. Meira aö segja kór meö töluveröan metnað í músíkölskum sökum. Nú í vetur sendi kórinn frá sér hljómplötu eina góöa, sem vitnar um blómlegt starf hans á undanföm- um misserum. En nú hafa orðið stjómendaskipti hjá kórnum og viö er tekinn ungur kappsfullur stjóri, Ami Harðarson. Er skemmst frá því aö segja aö ekki viröist ætla aö ríkja síöri blómtíð undir hans stjórn en fyrri stjórnenda. Eins og endranær settu islensk nútímaverk svip sinn á efnisskrá Há- skólakórsins. Fyrst þjóölögin í einföldum og skýrum útsetningum Jónasar Tómassonar og Róberts Abrahams, prýöilega sungin. Síöan komu tvö lög úr Kiljanskviðu Gunnars Reynis Sveinssonar. A margan hátt vel sungin en erfiöustu þættir, eins og synkópumar í Haldiö’ún Gróa... gengu ekki alveg upp. Yfir kórölum Bachs var viss birta en betur hefði mátt huga aö jafnvægi raddanna og dýptina fannst mér skorta. Perla alþýðlegs trúarskáldskapar Bænaversið, Marísonur, mér er kalt, er perla í alþýölegum trúar- skáldskap og lag Hjálmars Helga klæöi sem því hæfa. Kórinn söng þaö beint frá hjartanu. Enn er þaö nánast hans einkaeign, en verður þaö tæplega lengi. Á seinni hluta efnisskrárinnar söng kórinn einnig tvo af Söngvunum um ástina, eftir fyrrverandi stjórnanda sinn. Flutningursemhitti (semfyrr) beint í mark. Stutt predikun, en kjarnyrt Missa brevis var samin handa ónefndum kór sem kom saman af einlægri söngþörf i Skálholti. I Reykjavík var hún svo flutt fyrir rétt rúmu ári á portretttónleikum John Speight á Myrkum músíkdögum. Þar hamrar John Speight á and- stæöum. Annars vegar undurblítt stefið, fengiö að láni hjá Guillaume Dufay og hins vegar innantómur skarkalinn, yfirgnæfandi og meiningarlaus þótt oröin séu kyrie og Christe eleison. En bjartsýnin tekur völdin í Gloríunni. Stutt predikun, en kjarnyrt. Að vita hvað kórnum má bjóða Eftir stjórnanda sinn, Arna Haröarson, söng kórinn Nýtt stykki, Tónlist EyjólfurMelsted Is there...? Arni tvinnar saman effektana, en byggir upp meö þeim hæga og þunga stígandi. Hann veit vel hvaö má bjóöa kómum og nýtir sér þaö til hins ýtrasta. Rétt þegar manni finnst biðin eftir ljóðinu aö veröa of löng stígur stúlka fram úr sópraninum, hér Margrét Pálsdóttir, og mælir kvæöiö skínandi vel fram. Frumlega fram sett efni og næsta at- hyglisvert. A fimm af mansöngvunum úr Kantötu IV (hjá Jónasi þýöir kantata einfaldlega sungiö verk) enduöu tónleikarnir. Söngurinn var góður, en heildarsvipur verksins veröur ekki nema svipur hjá sjón þegar píanó eitt er með haft í spilinu í stað kvartettsins, þótt Dagný Björgvins- dóttir skilaði píanóröddinni hér prýðilega í alla staði. Rétt finnst mér aö segja eins og er aö þaö þarf kjarkmann til aö taka viö af Hjálmari Helga Ragnarssyni sem náði undraverðum árangri. Kjarkur dugir þó skammt, fylgi ekki hæfni líka. Arni Haröarson hefur hvort tveggja. Honum og kórnum óska ég til hamingju meö góöa tón- leika. EM Jóhannes Helgi er frjálslyndur ihaldsmaöur, umfram allt einstaklíngshyggjumaöur, og það er aö vonum, aö slikum manni geöjist ekki að samlífsháttum í Svíþjóö. „Þessi ófreskja er eilíf eins og djöf- ullinn, enda skilgetiö afkvaani hans. Hún lifir góðu lífi í skriffinnskubákni ríkisvalds, bæjar- og sveitarstjóma, hún er í öllum stofnunum og félögum og sumum nefndum, einkum þeim sem fjalla um málefni listamanna. Hver sá sem þorir að blóömarka hana innir af höndum þjóðþrifa- verk.” Hann skoöar allt frá sjónarmiöi heilbrigörar, jaröbundinnar skyn- semi, segir um minn ágæta vin, Jónas Haralz, eftir sjónvarpsþátt: „Jónas kemur manni stundum alveg í opna skjöldu þegar hann fer aö fíló- sófera eins og um áriö þegar hann sagöi öll góö ár vond ár og öll vond ár jafnframt góð ár, sem er raunar rétt út frá einhverju almættissjónarmiöi, en okkur sem stöndum á jörðinni þykja hlutföll góðs og ills nokkuð breytileg, og þar er handfestuna aö hafa.” Jóhannes Helgi víkur stundum aö skáldbræðrum sínum, Jóni úr Vör, Jóni Oskari, Thor Vilhjálmssyni og öðrum, stundum napurlega, alltaf skemmtilega. Lýsing hans á Parísarferö meö Jóni Oskari er óborganleg og til marks um hina miklu frásagnargáfu hans. En þessi kostur bókarinnar dregur einnig fram í dagsljósiö galla hennar — höf- undurinn er of reiöur, óánægöur, bitur, velur sér ekki alltaf viöfangs- efni, sem honum eru samboöin, gleymir sér í einhverjum hversdags- legum þrætum. En alltaf er gaman aö því, sem jafnritfær maður og skynsamur og Jóhannes Helgi lætur frá sér. Hannes H. Gissurarson. SPARIÐ - SAUMIÐ SJALF MEÐ HUSQVARNA VERÐ FRÁ KR. 9.529,00 , Nýkomin vorlínan af Baby-Kit tilsniðnum barnafatnaði frá Husqvarna. Vekjum eórstaka athygli á hinum vinsælu lánskjörum okkar viö saumavólakaup, sem er ca helmingur út, eftirstöflvar lánum viö vaxtalaust í tvo mánuöi. GunnarÁsgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 91 35200 Husqvarna - mest selda saumavélin á íslandi Hannprbaberólunín €rla Snorrabraut 44 — pósthólf 5249 Sími 14290. HÚRPULEIKUR Stærð 50 x 50, saumað með dökkryðrauðu Verð kr. 330. ÁSTARENGLARNIR Stærð 20 x 20, saumað með brúnu, 2 saman í pakkningu. Verð kr. 220. ENGLABÚRN í GLEÐI 0G S0RG Stærð 40 x 40 cm, saumað með brúnu, 2 sam- an í pakkningu. Verð kr. 420,- Tilbúnir rammar og mikið úrval af rammalistum. Sérhœf- um okkur i innrömmun á handavinnu. Vönduö vinna. ALEIGAN Stærð 50 x 70, saumað með brúnu. Verð kr. 420,- ^ ^ IMYKOMIÐ ^ HLlFDARPÚNNUR UNDIR \BBU3B Uno! Pantið tíma hjá verkstjóra ísíma 77756og 77200 1929 ALLT Á SAMA STAÐ 1984 SÍFELLD ÞJÓNUSTA EGILL YFIR HÁLFA ÖLD VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.