Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 16
TTl 16 Spurningin Hlustarðu á jass? Sævar Skaftason. Lítiö, en ekki nú- tímajass. Ingibjörg Gisladóttir. Eg hlusta yfir- leitt ekki á jass þrátt fyrir aö hann geti verið góöur meö ööru. Helgi Helgason. Eg hlusta ekki á nú- tímajass, heldur á þann gamla. En þaö verður aö vera s veifla í honum. Bubbi Enoks. Já, já, já, nútíma- og gamlan jass. Haukur Sighvatsson. Já, talsvert, en þó f rekar á eldri jass. Sæmundur Sigurðsson. Eg hlusta ekki ájassenallt annaö. AD, GG, KS í starfskynningu. DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Bjórmálið: Samanburöur við Svía stenst ekki Eskfirðingur hringdi: Mig langar til aö leggja orö í belg varöandi sjónvarpsþáttinn um bjór- máliö sem var á dagskrá á þriðjudag- innl3. mars. Þar talaði Páll V. Daníelsson og var á móti bjórnum. Talaði hann máli sínu til stuðnings um reynslu Svía í þessum efnum. Sagöi hann Svía hafa hætt viö sölu á bjór vegna slæmrar reynslu. Þetta er ekki rétt nema að litlu leyti. Sannleikurinn er sá aö Svíar seldu þennan bjór á frjálsum markaði, þ.e. þaö var hægt aö kaupa hann hvar sem var en það er alls ekki þaö sem viö Is- lendingar erum að velta fyrir okkur. Svo er annaö að þessi bjór sem um ræöir var 3,5% en sá sem hingað kem- ur4,6%. Hin slæma reynsla Svia skapaöist vegna þess aö þaö gekk erfiðlega aö losna viö bjórinn og því var hægt aö fá hann á hálfvirði. Þaö sér hver maður aö svona sam- anburður stenst ekki og ég er hissa á Jóni Ottari aö sjá ekki í gegnum þessa lélegu útúrsnúninga Páls. Lítið dæmi um „ábyrgan” fréttaflutningDV Þorvaldur Kristinsson skrifar: I forsíðufrétt DV 2. mars sl. var frá því sagt að piltur nokkur hefði ekki viljað kæra aö sér heföi veriö nauðgað. I því sambandi sendu Samtökin ’78, fé- lag lesbía og homma á Islandi, frá sér fréttatilkynningu þar sem eftirfarandi athugasemdum var komið á f ramfæri: „1) A þaö verður að benda, sökum þess hvernig „fréttin” er skrifuö og ályktanir í henni dregnar, aö þeir sem nauðga karlmanni eru yfirleitt aldrei hommar, frekar en þeir sem nauðga kvenmanni eru það sem kalla má hneigðir til kvenna. Á sama hátt og sá sem nauögar kvenmanni hefur óheil- brigöa afstöðu til kvenna, þá vakir þaö fyrst og fremst fyrir þeim sem nauðg- ar karlmanni aö niðurlægja hann og svíviröa. I svo til öllum tilvikum, þeg- ar slíkt hefur komiö fyrir, er um þaö að ræða, aö homma er nauðgað af manni sem telur sig gagnkynhneigöan. 2) Skemmtistaöurinn Safari hefur um tæplega eins árs skeið aflaö sér við- skiptamanna með því aö höföa sterkar til hommahaturs en þekkst hefur áöur hér á landi. Hommar hafa oröiö aö sæta ofsóknum af hálfu staöarins, átt von á grófu misrétti af starfsmönnum og tugum saman orðið að sæta líkam- legu ofbeldi af hálfu þeirra. „Frétt” sú, sem DV birti 2. mars, ber meö sér, aö enn skal hert á þessari fyrirlitlegu viðskiptastefnu. 3) Félagiö hefur til meðferöar fjölda tilvika, þar sem hommar hafa verið beittir misrétti af hálfu staöarins og sætt líkamlegu ofbeldi, og vinnur lögfræöingur nú aö undirbúningi lög- sóknar. Þess vegna er mikilvægt, aö allir er oröiö hafa fyrir baröinu á við- skiptaháttum staöarins sökum þess aö þeir eru hommar og gangast við því, veiti félaginu upplýsingar um þaö, svo aö fyllri yfirsýn fáist og mál þeirra megi fá réttarmeöferð eftir því sem viö á. Upplýsingum má koma á framfæri í síma félagsins, 91—28539, mánudaga og fimmtudaga klukkan 21—23, eöa skriflega í pósthólf 4166, 124 Reykja- vík. Fariö er með allar upplýsingar sem trúnaöarmál.” Gróflegur útúrsnúningur Svo mörg voru þau orð. Tilkynning þessi var undirrituð af stjórn Samtak- anna ’78 og afhenti formaöur félagsins hana fréttastjóra DV. Fréttastjórinn lét þess getið aö líklega yröi hún lítil- lega stytt en lofaöi að öll meginatriði hennar kæmust til skila. Utkoman varð síöan sá bastaröur sem birtist í DV fimmtudaginn 8. mars og hér má sjá á síðunni. Sú „frétt” á ekkert skylt viö styttingu á málflutningi Samtak- anna ’78 heldur er hún gróflegur útúr- snúningur á f réttatilkynningu okkar. Málsmeöferö af þessu tagi er síður en svo neitt einsdæmi þegar við homm- ar og lesbíur eigum í hlut. Um árabil hafa samtök okkar átt í haröri baráttu viö f jölmiöla hér á landi um þann sjálf- sagöa rétt aö miöla upplýsingum um málefni okkar og svara fyrir fordóma- fullar árásir sem gjaman eru dulbún- ar sem „fréttir”. Sú meðferð sem fréttatilkynning Samtakanna ’78 hlýt- ur á DV sýnir vel aö þeirri baráttu er ekki lokið. Að kitla fordóma fólks Ábyrgur fréttaflutningur, sem- standa vill undir nafni, felst í því aö allra sjónarmiöa sé gætt og aö allir aðiljar fái tækifæri til aö gera grein fyrir skoöunum sínum. Þetta er ein- faldur sannleikur sem þó þarf oft aö minna á. 011 æsiblaöamennska miðar hins vegar fyrst og fremst aö því aö selja vöru og helsta aöferð þeirrar sölumennsku er að kitla fordóma fólks. Öll meðul helgast af þeim tilgangi. Forsíðu,,frétt” DV ber þess líka glögg merki og er þess eðlis að viö hommar getum ekki látiö hana fljóta hjá at- hugasemdalaust. Þaö frelsi sem DV státar af á haus blaðsins er greinilega ekki búið öllum Islendingum heldur miöast viö þann fréttaflutning sem ætla má aö kitlað geti fordóma og lág- kúrulegan hugsunarhátt manna i þeirri trú aö blaöiö seljist betur. Þaö frelsi sem þar ríkir er bersýnilega frelsi gróðahyggjunnar. Samtökin '78: Hommar nauðga ekki karlmönnum Vegna fréttar í DV 2.mars sl. um aö ’karlmanni hafi verið nauðgaö af öörum karlmanni á skemmtistaönum Safari benda Samtökin ’78 á það að þeir sem nauðga karlmanni séu yfir- leitt aldrei hommar. Þaö sem vaki ' fyrir þeim sem nauögar karlmanni sé fyrst og fremst að niðurlægja hann og á svívirða. I nafni Samtakanna ’78 vil ég minna alla homma og lesbíur á þá sjálfsögöu kröfu okkar að njóta sama réttar og aðrir þjóðfélagsþegnar, hvort sem um er að ræöa réttinn til frjálsra skoöana- skipta eöa þann sjálfsagða rétt aö mega skemmta sér meö öðru fólki án þess að viö eigum yfir höföi okkar hat- ursárásir. Hins vegar munum viö ekki sjá kröfur okkar rætast nema viö stöndum saman og lærum aö svara fyrir okkur. Það sannast þessa dag- ana aö sá gamli sannleikur er enn í fullu gildi. OUt®0 Duran. Duran. Sjö ára gömul sveit og ekkert tiskufyrirbrigði segir bréfritari. Ekki tískufyrirbrigði Á.K. skrifar: Eg get ekki setið á mér aö svara les- endabréfi K.B. sem birt var í lesenda- dálkiDVþann 13. mars sl. I bréfi sínu fer K.B. vægast sagt ill- um orðum um bresku hljómsveitina DURAN DURAN og lætur þar fjúka ýmis hallmæli um hljómsveitina, svo sem aö DURAN DURAN sé ekki annaö en tískufyrirbæri og hann biður um aö engin fleiri Classic Nouveaux ævintýri eigi sér stað. En ég skal segja þér, væni minn (ég segi væni því ég er viss um aö þú ert karlkyns), aö í fyrsta lagi er DURAN DURAN ekki tískufyrirbæri, hljómsveitin er um 7 ára gömul og hef- ur smám saman unnið upp vinsældir sínar gegnum árin, hún hefur gefiö út 3 stórar plötur og fjöldann aiian af smá- skífum, sem ég efast um að þú hafir nokkurn tímann hlustaðá. Eghefekk- ert út á tónlist DIRE STRAITS aö setja, en það er því miður ekki minn smekkur af tónlist, en ég er ekki að niðurlægja viökomandi hljómsveit, eins og þú gerir við DURAN DURAN, þó ég fíli hana ekki, smekkur manna er . misjafn. Þaö eru greinilega fleiri ,,að- dáendur” DURAN DURAN á Islandi en DIRE STRAITS, og er ekki veriö aö hugsa um peningahliðina lika í sam- bandi við listahátíö? Flestir sem fíla DIRE STRAITS eru um 18 ára og eldri og ég efast um aö þessi aldurshópur myndi sækja tónleika í Laugardals- höll. En aftur á móti mundu „ungar glanspíur”, eins og þú nefnir þær, sækja tónleikana hjá DURAN DURAN auk annarra unglinga. DURAN DURAN er ein besta og vin- sælasta hljómsveitin í heiminum (og á þaö líka viö um Island) í dag og ekki spillirútlitiðogklæðnaðurinnfyrir. Ef möguleiki er á aö fá þessa frábæru hljómsveit á Listahátíð 1984 mæli ég svo sannarlega með henni bæöi vegna frábærrar tónlistar og sviðsframkomu og listahátíöarinnar vegna, ef fást á upp í kostnað. Aö lokum vil ég hvetja alla DURAN DURAN aödáendur og aðra sem vilja fá góöa hljómsveit, sem er þess viröi að sjá og heyra, á Listahá- tíö ’84 til aö láta heyra í sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.