Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 44
VISA ÍSLAND VISA í öllum viðskiptum. Austurstræti 7 Sími 29700 KAFFIVAGNINN wm GRANDAGARÐi 10 VHJ -m mmfayrs Bakarí vorurnar TEGUNDIR AF KÚKUM OG SMURÐU BRAUÐI OPNUM ELDSNEMMA - lokUm SEINT 77022 auglýsingar SÍÐUMULA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR _______ÞVERHOLTI11__ OCC11 RITSTJÓRN OUU I I SÍÐUMULA 12-14 AKUREYRI SKIPAGÖTU 13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAOUR (96)26613 Punktakerfið var bannfært Sjávarútvegsráöherra ítrekaöi í gærdag við framkvæmdastjóra Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða að hann gerði matsmönnum eftirlitsins þegar ljóst að meta ætti fisk eftir eldri að- ferðum en ekki hinu nýja punktakerfi. Framkvæmdastjórinn ritaði mats- mönnum bréf þar að lútandi í gær. Framvinda þessa máls er engan veginn skýr. Sjávarútvegsráöherra álítur að einhver misskilningur hafi verið á ferð í einhverjum tilfellum. Sums staðar virðist mat eftir punkta- kerfinu hafa komið betur út en eftir gamia kerfinu og sums staðar verr. Þá viröist það sums staðar hafa verið í notkun en annars staðar ekki. Loks er hægt að túlka niðurstöður punktamats- ins á mismunandi vegu. Matsmenn munu nú flokka eftir gamla kerfinu en halda áfram að meta eftir punktakerfinu lika, aðeins til samanburðar. -GS. Dyravörður höfðar mál gegn Skafta Dyravörður í Leikhúskjallaranum, Sigurbjartur Agúst Guðmundssoh, hefur höfðað mál á hendur Skáfta Jónssyni blaðamanni fýrir að hafa ráðist á sig á hrottafenginn og fólsku- legan hátt að tilefnislausu. Til sönnunar leggur hann fram meðal annars áverkavottorð frá lækni, myndir og skýrslur Rannsóknarlög- reglu vegna fataskemmda og skýrslur f jölmargra vitna, þar á meöal fjögurra lögreglumanna og fjögurra annarra starfsmanna Leikhúskjallarans. Dyravöröurinn segir Skafta virst hafa verið eitthvað ölvaðan, æstan og iilan viöureignar. Skafti hafi ekki sinnt tilmælum um aö koma fram fyrir af- greiðsluborð fatageymslu heldur brugðist illa við og hafið slagsmál. Hann hafi gripiö í hálsbindi dyra- varðarins föstu taki og gert sig líkleg- an til að herða að en hálsbindið slitnað. Því næst hafi hann rifið í skyrtu dyra- varðarins og tekiö um háls hans. Kveðst dyravörðurinn hafa slitiö sig lausan frá ofbeldisárás Skafta og kallað til lögreglu. -KMU. LUKKUDAGAR 22. mars: 3882 VÚRUBÍLL FRÁ I.H. AÐ VERDMÆTI KR. 900. Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Blóm og kransar afþakkaðir. Ruglinguríkerfinu: Á að jarða öld- ungana í ógáti? „Við fengum engin svör, aðeins menntamálaráðherrans er allt útlit breitt bros frá menntamálaráð- fyrir að vikulegum kennslustundum herranum,” sagði einn nemenda hjá okkur í öldungadeildinni í Breið- öldungadeildar Fjölbrautaskólans í holti fækki úr 400 í 73 og það sér hver Breiðholti eftir fund í M.H. i gær- maður að meö þessu er verið að kvöldi þar sem stofnuð voru jaröaokkur,”sagðiviðmælandiDV. Landsamtök öldungadeilda en þær Guðmundur Sveinsson, skóla- eru 10 á landinu. Fundinn sátu auk meistari í Breiðholti, sagði nú í öldunganna, RagnhUdur Helgadóttir morgun að skóUnn hefði farið fram á menntamálaráöherra, Guömundur 520 vikulegar kennslustundir fyrir Magnússon háskólarektor, Guð- öldungana. Sú tala hafi nú breyst eft- mundur Amlaugsson fv. rektor M.H. ir aö menntamálaráöuneytið hafi og Ornóifur Thorlacius núverandi sk0rið hana niöur í 360 og þá hafi rektor • Hagsýslustofnun fyrirskipað 250 „Samkvæmt spamaðartUlögum stundaniöurskurð. Ráðherra og skólamenn funda með öldungum i M.H. i gærkvöldi: Ragnhildur Helgadóttir menntamála- ráðherra, Örnólfur Thorlacius rektor M.H., Guðmundur Magnússon háskólarektor og Guðmundur Arnlaugsson fv. rektor M.H. DV-mynd Bjarnleifur. „Við vitum bara ekki hvort það eigi við árið allt eða vikuna, þannig að við fáum annað hvort 330 kennslu- stundir eöa 110," sagði Guðmundur Sveinsson skólameistari. „Ef seinni tilgátan er rétt, þá getur eins svo far- ið að viðbættum öðrum sparnaði, aö kennslustundir á vUcu fyrir öldunga hér í Breiðholti verði rétt rúmlega 70 og það er stórt stökk úr 400.” Tímaf jöldinn flækist um í kerfinu, enginn veit réttu töluna enn sem komið er og því getur svo farið að öldungarnir yerði jaröaðir í ógáti. Hólanesmálið: Engin kæra komin enn Fyrrverandi framkvæmdarstjóra Hólaness hf. á Skagaströnd, sem hand- tekinn var í fyrrinótt vegna gruns um fjárdrátt, var sleppt aftur í gærdag. Maðurinn var handtekinn að beiðni sýslumannsembættisins í Húnavatns- sýslu en hann átti pantað far með flug- vél tU útlanda í gærmorgun. Engin gögn lágu fyrir hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins um máliö í gær og var manninum því sleppt. Hann fær þó ekki að fara úr landi. Sýslumannsembættið fór fram á að maðurinn yrði kyrrsettur vegna þrá- láts orðróms um stórfelldan f járdrátt hjá Hólanesi. Engin kæra hefur verið lögð fram hvorki af stjóm Hólaness né af sýslumannsembættinu. I gær vom stjómarmenn Hólaness, og fleiri aöUar tengdir máUnu, yfir- heyrðir fyrir norðan og gögnin send suöur tU RLR. Þar verða þau könnuö í dag og málið síðan sent tU ríkissak- sóknara sem ákveöur framhaldið. Eins og áður sagði átti fram- kvæmdastjórinn fyrrverandi pantað flug tU útlanda í gærmorgun. Hann hafði dvaUð erlendis í nokkra daga en kom heim í fyrradag. Ætlaði utan aftur strax morguninn eftir en var hand- tekinn nokkrum klukkustundum áður. -klp. Helgi efstur I gær var tefld þriðja umferð alþjóða skákmótsins á Neskaupstað og lauk henni svo að Helgi Olafsson hefur náð efsta sætinu á mótinu eftir sigur yfir Lombardy. Öðrum skákum lyktaði þannig að Knezevic og Guðmundur Sigurjónsson gerðu jafntefU, Róbert Harðarson vann Benóní Benediktsson, Jóhann Hjartarson og Schussler gerðu jafntefU og McCambridge vann Dan Hansson. Skák Margeirs Péturssonar og Wedberg fór í bið og hefur Margeir peð yfir en taUð óUklegt að það dugi honum til að knýja fram vinning. Staðan á mótinu eftir þrjár umferðir er sú aö Helgi Olafsson er efstur, eins og fyrr sagði, með 2,5 vinninga. Saman í 2.-3. sæti eru Jóhann Hjartarson og Schussler með 2 vinninga. —óbg Sjóli kominn með nefið á ný. DV-mynd: S SJOU GEFUR KERFINU LANGT NEF —og er nú kominn í tðlu alvöru skuttogara „Við höfðum afsagaða stefnishlut- ann með okkur til landsins þegar við keyptum Sjóla fyrir tæpum tveim árum því það hvarflaði aö okkur að einhvem tímann yrði hægt að setja hann á aftur,” sagði Jón Guðmundsson, útgerðarmaður Sjóla RE, í viðtaU viö DV í gær. Þegar Sjóli var keyptur var fyrir- hugað að nota hann eins og togbát og fá að veiða á þeirra slóð. Til þess aö fara ekki yfir lengdarmörkin, 39 metra, var skorið framan af stefni skipsins svo það mældist 38,95 metr- ar. 1200 hestafla véUn mátti ekki vera yfir þúsund hestöfl svo oUu- gjöfin var innsigluð svo vélin gaf aðeins 950 hestöfl. Siglingamálastjórn og Landhelgis- gæslan hafa aldrei viðurkennt Sjóla sem togbát, ekki heldur eftir að bæjarþing í Hafnarfirði hafði úr- skuröað hann bát. „Þess vegna höfum við nær ekkert haldið okkur á bátaslóð, heldur nær eingöngu á tegaraslóð. Við þær aðstæður var togkrafturinn hins veg- ar í minnsta lagi svo við rufum inn- sigUð til að fá 250 hestöfl í viðbót. Og úr því að svo var komiö bættum við nefinu á, enda verður skipið mun faUegra þannig og minna pusar yfir það í vondum veðrum, ” sagði Jón. -GS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.