Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984. 13 Þann 5. mars sL fylgdi dómsmála- ráðherra úr hlaði frumvarpi um breytingar á lögum um birtingu laga og stjómvaldaerinda nr. 64/1943. Frumvarpið er stutt og virðist sak- leysislegt í augum þeirra sem ekki hafa þurft að notfæra sér þau sjálf- sögöu mannréttindi sem lögin frá 1943 veita m.a. í baráttu við ofríki opinberra einokunarfyrirtækja. Þá er greinargerðin meö frumvarpinu mjög stuttaraleg og með úreltum upplýsingum. Frumvörp sem þetta eru afar varasöm því þau renna næstum sjálfkrafa í gegnum öll af- greiöslustig Alþingis og eru oft orðin að lögum áður en ýmsir aðilar, sem málið varðar, hafa haft af því nokkra spum. Umrætt frumvarp er á góðri leið með að fá slíka afgreiðslu. Það virðist samdóma álit þeirra, sem til þekkja, að vel hafi verið vandað til setningar laganna frá 1943 um birtingarskyldu. Fljótfærnisleg breyting á þeim til að spara örfáar krónur er því vafasöm. Við lestur frumvarpsins kemur í ljós að það er samiö af fljótfærni og að framlögð rök í greinargerð þess fá ekki staðist. Samkvæmt núgildandi lögum nr. 64/1943 um birtingu laga og stjóm- valdaerinda skal í B-deild Stjórnar- tíðinda birta m.a. gjaldskrár raf- veitna og hitaveitna og geta þær ekki tekiö gildi fyrr en við birtingu. Þannig hafa þeir sem þurfa að kynna sér gildandi gjaldskrár eða vilja fylgjast með breytingum sem gerðar em á þeim einn ákveðinn stað þar sem tryggt er að allar upplýsingar liggja fýrir. Birtingarskylda þessi hefur reynst orkunotendum mjög mikilvæg réttarstoð. En nú skal fara að spara og þá helst með þvi að svipta þá þessari sjálfsögðu aðstöðu til að fylgjast með verðlagningu opinberra einokunarfyrirtækja. Meginbreytingin, sem gert er ráð fyrir í umræddu frumvarpi er sú að ekki þurfi að birta í B-deild Stjómar- tíðinda staðbundnar gjaldskrár svo sem gjaldskrár einstakra rafveitna og hitaveitna. Um það segir í frum- varpinu. „Birtingu gjaldskráa fyrir einstaka staði eða svæði sem ráðherra gefur út eöa staöfestir telst fullnægt með auglýsingu um hvenær gjaldskrá hefur verið gefin út eða staðfest, hvenær hún öðlast gildi og hvar hún liggi frammi.” Eitt af yfirlýstum markmiðum stjómvalda, sem reyndar er fráleitt, er að gefa handhöfum einkaréttar til dreifingar á raforku og heitu vatni frjálsar hendur um verðlagningu og hefur því verið heitið aö um það verði innan tíðar lagt fram frumvarp á Alþingi. A sama tíma á að hætta að birta gjaldskrár þessara einokunar- fyrirtækja, svo notendur hafi alls enga möguleika á að fylgjast með verðinu. Þá má og á það benda að Rafmagnsveita Reykjavíkur og Hitaveita Reykjavíkur eru hættar að sýna einingarverð á áætlunar- reikningum sínum sem að mati greinarhöfundar er með öllu ólög- mætt. Nái umrætt frumvarp að verða að lögum, verður því alger- lega fýrir það tekiö aö notendur verði nokkuð að þrasa um reikninga sína. Þeim verður aöeins gefinn kostur á að greiöa þá upphæð sem einokunaraðilarnir setja á reikningana eða að öðrum kosti aö sitja í myrkri og kulda. Rangar forsendur og villandi upplýsingar Ljóst er af greinargerð með frum- varpinu og ræðu dómsmálaráðherra, er hann fylgdi því úr hlaði, að eina á- stæöan fyrir framlagningu þess er að spara 960 þús. kr. í prentunar- kostnaö. Það er virðingarvert af stjómvöldum að vilja spara en það hlýtur að vera skýlaus krafa að greint sé satt og rétt frá þegar þing- menn eru beðnir að samþykkja al- variega skerðingu á réttindum hins almenna borgara. Á sl. árum hafa gjaldskrár raf- veitna og hitaveitna yfirleitt veriö birtar fjómm sinnum á ári vegna hinnar miklu veröbólgu sem verið hefur. Dómsmálaráðherra hefur upplýst á Alþingi að ef frumvarpið næði fram að ganga mundu sparast 960 þús. kr. á þessu ári. Miðaði hann þá við að á árinu 1982 fylltu gjald- skrár rafveitna, hitaveitna og hafna Vegiðaó rétti notenda gera á ókleift að fylgjast með verðlagningu á raforku ogheitu vatni 24% af síðum Stjórnartíðinda, þ.e.a.s. ráðherrann miðar við 4 gjaldskrár á árinu 1984. Ekki er nú trúin sterk á að tekist hafi að ná niður verðbólgunni! Það að ráðherr- ann skuli hafa notað tölur frá 1982, þótt fyrir lægju tölur frá 1983, sýnir hve kastað hefur verið höndum til frumvarpsins. Varðandi upplýsingar ráherrans má benda á eftirfarandi. Allar horfur eru á því að gjald- skrár þurfi ekki að biita nema einu sinni á ári, a.m.k. ekki i heild sinni. Verði tíðari hækkanir, mætti birta þær sem hlutfallslegar hækkanir í hundraðshluta eða meö því að birta aðeins ný einingarverð. Ekkert væri eölilegra miðað við rík jandi venjur en að tekið væri gjald fyrir birtingu gjaldskráa, sem t.d. stæði undir prentunarkostnaði. GÍSLIJÓNSSON PRÓFESSOR Frumvarp til laga um breyting á lögum um birtingu laga og stjórnvaldaerinda nr. 64/1943, sbr. I. nr. 22/1962. (Lagt fyrir Alþingi á 106. löggjafarþingi 1983-84.) 1. gr. 2. gr. orðist svo: í B-deild Stjórnartíðinda skal birta reglugerðir, auglýsingar og samþykktir sem gefnar eru ú« cða staðfestar af ráðherra, umburðarbréf, ákvarðanir og úrlausnir ráðuneyta. sem almenna þýðingu hafa. úrslit alþingiskosninga, árlegar skrár um veitingu embætta og lausn frá þeim, veitingu starfsréttinda, heiðursmerkja svo og annað efni sem mælt er fyrir í öðrum lögum að sæta skuli birtingu í B-deildinni. Birtingu gjaldskráa fyrir einstaka staði eða svæði sem ráðherra gefur út eða staðfestir telst fullnægt með auglýsingu um hvenær gjaldskrá hefur verið gefin út eða staðfest. hvenær hún öðlast gildi og hvar hún liggi frammi. í C-deild Stjórnartíðinda skal birta samninga við önnur ríki. svo og auglýsingar varðandi gildi þeirra. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1984. 2. gr. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta Frumvarp þetta er samið á vegum dómsmálaráðuneytisins. Tilgangur þess er að breyta birtingarháttum staðbundinna gjaldskráa sem ráðherrar staðfesta. Gjaldskrár þær sem ráðherrar staðfesta lögum samkvæmt þarf að birta í Stjórnartíðind- um til að þær öðlist gildi. Gjaldskrar þessar eru margs konar en fyrirfcrðarmestar eru gjaldskrar rafveitna, hafna og hitaveitna. Pessar gjaldskrár eru allar staðbundnar. Sam- kvæmt athugun á efni B-deildar Stjórnartíðinda árið 1981 reyndust 517 síður af 1509 síðum árgangsins, eða um 34%, vera vegna þessara þriggja flokka gjaldskráa. Svo sem kunnugt er hefur verðlagsþróun undanfarinna ára valdið þvi að gjaldskrár hefur þurft að lagfæra allt að fjórum sinnum á ári hverju. Með þessu frv. er lagt til að nægjanlegt teljist að birta í stjórnartíðindaauglýsingu aö þessar gjaldskrár hafi verið gefnar út og hvar þær séu aðgengilegar. Gjaldskrár sem ekki eru staðbundnar, svo sem gjaldskrár fyrir síma- og póstþjónustu, vcrða samkvæmt þessu birtar áfram í heild í B-deildinni. Auk framangreindrar breytingar eru gerðar nokkrar breytingar á upptalningu í greininni á því efni sem birta á. Er upptalning greinarinnar stytt en sagt aö birt skuli það efni sem fyrir er mælt sérstaklega í lögum að birt skuli í Stjórnartíðindum. Aætlað er að prentunarkostnaður Stjórnartíðinda 1984 verði um 4 millj. kr. Ef miðað er við blaðsíðufjölda síöasta árs er það um 2100 kr. á blaðsíðu. Gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem fyllir röskar 3 síður, mundi því kosta um 7 þús. kr. Jafnvel þótt gjaldskráin væri birt fjórum sinnum á ári mundi birting- arkostnaðurinn ekki sjást í raforku- veröinu. Nú er Rafmagnsveita Reykjavíkur aö vísu stærsta raf- veitan og kostnaðurinn því hlutfalls- lega minnstur en ljóst er að umrætt g jald mundi vera eins og dropi í hafið í útgjöldum minnstu orkufyrir- tækjanna. Af þeim 1910 síðum sem Stjórnar- tíðindin 1983 fylltu tóku gjaldskrár rafveitna 236 bls. eða 12,3%, gjald- skrár hitaveitna 147 bls. eða 7,7% og gjaldskrár hafna 204 bls. eða 10,7%. Samtals eru þetta 587 bls. eða 30,7%. Gjaldskrár rafveitna voru birtar fjórum sinnum en aðrar gjaldskrár þrisvar sinnum. Við hverja birtingu fylltu því gjaldskrár rafveitna aö meðaltali 59 bls., hitaveitna 49 bls. og hafna 68 bls. eöa samtals 176 síður. Sparnaðurinn við að hætta birtingu þessara gjaldskráa mundi því verða um 370 þús. kr. miðað við birtingu einu sinni á ári og 740 þús. kr. miðað fékk á sl. áratug á sig hæstaréttar- dóm vegna vanrækslu á birtingu gjaldskrár og tapaði fyrir héraðs- dómi máli sem hún höfðaði gegn notanda. Birting gjaldskrár raf- veitunnar reyndist ófullnægjandi. Þar sem greinarhöfundi er full- kunnugt um upphaf beggja þessara mála skal það fullyrt að til þeirra fyrir því hve nauðsynleg birtingar- skylda gjaldskráa einokunarfyrir- tækja er og hve alvarleg aðför umrætt stjórnarfrumvarperaðrétti notenda skulu nefnd nokkur dæmi um notkun B-deildar Stjórnar- tíðinda. Byggt er á eigin reynslu. Með því að líta lauslega yfir birt- ar gjaldskrár rafveitna og hita- veitna, þegar hefti af B-deild Stjórn- artíöinda berst í pósti, er hægt að fylgjast með hvort gerðar hafi verið efnislegar breytingar á gjaldskrám, sem varða hagsmuni notenda, og að fylgjast meö hækkunum einstakra gjaldskrárliða. Ef gjaldskrárnar liggja aðeins frammi, t.d. hjá raf- veitunum, mundu þær varla verða skoöaöar þar nema af ákveðnu tilefni. Mundu því ýmsar efnislegar breytingar auðveldlega geta farið framhjá þeim sem þær varða. Nú hringir maður á Reyðarfiröi í greinarhöfund og biður um ráðgjöf varðandi val á gjaldskrárliö fyrir fyrirtæki sém hann hyggst koma á fót. Svarið yrði það að sjálfsagt væri að veita umbeðna ráðgjöf en hún kostaði ferð austur á Reyðarf jörð því aöeins þar liggur gjaldskrá Rafveitu Reyðarf jarðar frammi. Að vísu hafa þær raddir heyrst nú síðustu daga að A „Ekki virðist dómsmálaráðherra hafa ™ hugkvæmst að málið kynni að varða orku- notendur og að ástæða væri til að leita álits Neytendasamtakanna sem breytingin varðar miklu meira en orkufyrirtækin sjálf.” viö birtingu tvisvar á ári. Þetta eru talsvert aörar tölur en þær sem dómsmálaráðherra upplýsti þing- heim um. Leitað einhliða umsagna Dómsmálaráðherra hefur upplýst á Alþingi að við undirbúning frum- varpsins hafi verið leitað álits þeirra aðila sem breytingin „snerti helst, þ.e. Sambands ísl. sveitarfélaga, Sambands ísl. rafveitna og Hafnar- sambands sveitarfélaga, svo og nokkurra ráðuneyta”. Ekki virðist dómsmálaráðherra hafa hugkvæmst að málið kynni að varða orkunotendur og aö ástæða væri til að leita álits Neytendasamtakanna sem breytingin varðar miklu meira en orkufyrirtækin sjálf. Það er alveg ljóst að ekki þarf að birta gjaldskrámar vegna orkufyrir- tækjanna sjálfra. En það er jafnljóst að þeim mun minni upplýsing- ar sem notendur hafa þeim mun auðveldara er að troða á rétti þeirra og þeim mun minni hætta er á að orkufyrirtækin verði fyrir áreitni notenda. Rafveita Hafnarfjarðar hefði ekki komiö ef birtingarskyldan hefði ekki verið. Dómar þessir vöktu athygli rafveitna og iönaðar- ráðuneytisins á því að lögin frá 1943 um birtingarskyldu voru fallin í gleymsku og ekki virt sem skyldi. Dómarnir urðu hins vegar til þess að birting á gjaldskrám rafveitna komst í fastar skorður. Af framansögðu er ljóst að sam- tök orkufyrirtækja hafa verið fljót að mæla með breytingunni. En jafn- framt er vandskilið það sjónarmið dómsmálaráðherra, að fyrirhuguð lagabreyting snerti helst þessi sam- tök en ekki Neytendasamtökin. „Nefndin hefur athugað þetta frv. og mælir með samþykkt þess" Þannig hljóðaði álit allsherjar- nefndar efri deildar. Það er ekki oft sem koma má heilu nefndaráliti í kaflafyrirsögn. Því miður er það staðreynd að lög- gjafarsamkunda landsins virðist ekki njóta mikils álits almennings. Satt best að segja varð greinar- höfundur alveg orðlaus við lestur umrædds stjómarfrumvarps. En þegar álit allsherjamefndar kom í ljós var mælirinn fullur. Allir þeir á- gætu menn, með virtasta stjórnlaga- sérfræðing landsins í broddi fylking- ar sem margt gott hefur skrifað í fræðiritum sínum um birtingar- skyldu stjómvalda, höfðu engar athugasemdir eða breytingartillögur fram að færa. Skv. orðalagi frumvarpsins á það að vera algerlega á valdi fyrir- tækjanna hvar gjaldskrámar eigi að liggja frammi. Ekkert er minnst á það hvort þær verði aðgengilegar í hlutaðeigandi ráðuneyti. Ekki er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að hægt verði að fá gjaldskrárnar send- ar reglulega. Engu að síður hafði 7 manna allsherjamefnd efri deildar engar athugasemdir fram aö færa. Það er því ekki aö ástæöulausu að í upphafi greinar þessarar var látið í ljós það álit að umrætt fmmvarp væri á góðri leið með að renna næst- um sjálfkrafa í gegnum öll af- greiðslustig Alþingis. Gagnsemi birtingar gjaldskráa Til þess aö gera lesendum grein gjaldskrámar gætu legiö frammi í hlutaöeigandi ráöuneyti, en trygging fyrir því er engin gefin í frum- varpinu og það mundi heldur ekkert stoöa ef ráðgjafinn byggi utan höfuðborgarsvæðisins. Þriðja og síöasta dæmið gæti verið þaö að nágranni kemur á föstudags- kvöldi með uppg jörsreikning sinn frá Hitaveitu Reykjavíkur og óskar aðstoðar við að kanna hvort hann sé réttur. Því miður ekki hægt. Gjald- skrá Hitaveitu Reykjavíkur er aðeins aðgengileg á skrifstofu hita- veitunnar sem er lokuð fram á mánudag. Niðurlag Með vísun til síðasta kafla er ljóst aö mikið vantar á að dómsmála- ráöuneytið hafi nægan skilning á þýðingu þess fyrir hinn almenna orkunotanda að gjaldskrár orku- fyrirtækja séu birtar í Stjórnartíð- indum. Prentunarkostnaður gjaldskráa er eins og dropi í hafið samanborið viö heildargreiöslur orkunotenda. Hvort notendur greiða þennan kostnað í sköttum eða orkuverði kemur út á eitt. Rafveita Hafnar- fjarðar er miðlungs stór rafveita. Prentun á gjaldskrá hennar tvisvar á árinu 1984 mundi kosta um 0,04% af lauslega áætluðum raforkusölutekj- um og mundi hækka árlegan raf- orkukostnað meðalheimilis um ca 5 kr. Hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur mundi prentunarkostnaður gjald- skrárinnar vera 30 —40 aurar á ári á meðalheimili. Er réttlætanlegt aö hrófla við lögum sem vel var vandaö til og stuðlað hafa að því í reynd að vernda rétt hins almenna borgara gagnvart einokunaraðilum, aðeins til að spara þessa fáu aura? Er nokkur trygging gegn því að þetta verði aöeins fyrsta skrefið? Er rétt- l.’tanlegt að opna möguleika á á. 'amhaldandi tilslökunum, skref f> rir skref, • á þeim veigamiklu mannréttindum sem í birtingar- skyldu stjórnvalda felast, undir því yfirskini einu að nú þurfi að spara og að peningar séu ekki til að fram- fylgja lýðréttindum? Nei og aftur nei. Hér er á ferð mjög mikilvægt mál sem þarfnast ítarlegri umfjöllunar en það hefur fengið hingaö til. Hafa ber í huga að fleiri hliðar eru á mál- inu en þær sem sýndar hafa verið á Alþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.