Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 25
DV. FfMMTUPAGUim.MAftSm.; 25 Smiðirnir fyrir framan Varkalýðshöllina nýjuá Akureyri. DV-myndir Jón Baidvin Halldórsson. Fjöldi gata og raf- magnsrörí sundur boð, tökiu að þetta væri of stuttur tíini. I upphaflegum verksamningi við Smára hf. var þó talað um verklok 15. desem- ber 1983 og þá miðaö við byrjun upp úr miðjum júní. Tafir höföu orðið á bygg- ingarstað vegna lagna og ágreinings um grunninn. Ekki reyndist þó unnt að standa við þennan samning vegna ýmissa annarra tafa sem leiddu til þess aö 30. janúar síðastliðinn var undirritaö annaö samkomulag og þá um skiladag 10. mars. Oskaö var eftir því við verktaka, hönnuöi og eftirlits- menn nefndarinnar, sem voru Guð- mundur Omar og Sævar Frímannsson, aö reynt yrði að meta eölilega verktöf. Þrjár greinargerðir komu fram. Smári hf. taldi sig eiga rétt á því að skilatím- inn yrði 2. mars 1984, þar var talað um 56 daga frátöf. Guðmundur Omar var með 21. febrúar og 47 daga frátöf en hönnuðimir 20 daga f rátöf og skilatíma fljótlega upp úr áramótunum. Samkomulagiö um 10. mars byggð- ist á því að eðlileg frátöf væri 70 dagar, á verktaka voru reiknaöir 40 dagar í töf en 30 dagar á verkkaupanda. Heildarkostnaöur við hönnun þess- arar byggingar og eftirlit var orðinn 3.188.000 um áramót. Þar af fékk Teiknistofan sf. rúmlega 2,8 milljónir í hönnunar- og eftirlitskostnað. Áður en framkvæmdir hófust lögðu hönnuðirn- ir þunga áherslu á að þar sem tilboðiö væri svona lágt þyrfti að fylgjast sér- staklega vel með framkvæmdinni. Framkvæmdanefndin gerði þá sam- komulag við þá um eftirlit. Samið var um að eftirlitsmenn kæmu tvisvar á dag, aö morgni og i hádeginu, alls fjórar klukkustundir á dag. Siöan í júní hafa hönnuðimir þannig fengið greidd- ar rúmar 40 þúsund krónur á mánuði í eftirlitskostnaö. I síðustu viku höfðu smiðir frá verk- taka lokiö sínu hlutverki og yfirgáfu Verkalýðshöllina fokhelda. Fyrir þá var ekkert framundan nema að láta skrá sig atvinnulausa. Allir höfðu þeir reynt mikið til að fá vinnu en ekki tek- ist. Þótti mörgum þeirra sem óþarfa hamagangur hefði verið í verkinu, miðaö við það. I allan vetur hefur jafn- vel verið unnið langt fram í myrkur til að hægt væri að ljúka verkinu á til- skildum tíma. Fyrir þá var kald- hæðnislegt að byggja yfir sig höll og vera um leið á hraðferð inn í atvinnu- leysið. -JBH Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Trósmiðafélags Akureyr- ar. Þar sem gataplan lá ekki fyrir þegar verið var að steypa upp neöri hæðir Verkalýðshallarinnar voru engin göt skilin eftir fyrir stokka vegna til dæmis vatns- og skólplagna. Af þeim sökum þurfti á dögunum að brjóta fjölda gata á gólfplötur á ann- arri og þriðju hæð þar sem stokkar eiga að koma. Þessi göt eru milli 20 og 30 og í flestum tilfellum lentu þau á rafmagnsrörum. Mönnum hefur talist til að 40 rafmagnsrör séu sundur í þess- um götum. Smiður við bygginguna sagði líka í samtali við DV að burðar- Sá klofningur, sem nú er kominn upp í verkalýðsforystunni á Akureyri vegna Verkalýöshallarinnar, virðist ekki rista djúpt en gæti þó haft sínar afleiðingar, til dæmis ef trésmiðir samþykkja aö draga sig út úr bygg- ingu Verkalýðshallarinnar. Formaður þeirra, Guömundur Omar, leggur mikla áherslu á aö það verði gert. Ástæðuna segir hann þá að hann vilji ekki bendla félagið lengur við það sem hefur verið að gerast við bygginguna. Mikill ágreiningur er milli Guðmundar Omars og Jóns Helgasonar og leiddi hann til þess að rétt eftir áramótin sagði Guðmundur Omar sig úr fram- kvæmdanefnd byggingarinnar. Guðmundur Omar sagði í samtali við DV að þegar í upphafi hefði farið af stað hreyfing til að bola Smára hf. út úr verkinu. Þar hefði Jón Helgason verið fremstur í flokki. Hann hefði líka allan timann haldiö hlifiskildi yfir hönnuðum og aldrei gert sömu kröfu til þeirra og verktakanna um aö standa við samninga. I því sambandi nefndi hann sérstaklega það að gataplan hefði ekki komið frá teiknistofunni. I janúar þolið i húsinu kringum stokkana yrði minna vegna þess að yfirleitt væri höfð þéttriðnari jámabinding kringum svonastokka. Rafverktaki Verkalýðshallarinnar er Ámi Bergman Pétursson. Hann sagði að viðgerð stæði yfir en vildi ekkert segja um hve það tæki langan tíma né hver kostnaöur yrði. Ami sagði að svona viögerðir væm ekkert nýmæli. Það gerðist oft í opinberum bygging- um að mölva þyrfti niður og breyta fyrirlögnum. sagðist Guðmundur Omar eindregiö hafa farið fram á það við fram- kvæmdanefndina að tekið yrði á verk- samningi við hönnuöi á sama hátt og verktakann hvað varðar verktafir. Það hefði alls ekki náðst fram. Tildrög þess aö Guðmundur Omar sagöi sig úr framkvæmdanefndinni í janúar síöastliðnum vom svo þau að hann gekk á fund Jóns Helgasonar, for- manns Einingar, með greinargerð frá Smára hf. um verklok. Að sögn Guð- mundar brást Jón mjög illa við henni og sagði að fyrirtækið hefði ekki staðið við neitt í samningnum um bygging- una. Til dæmis hefði það ekki notað þann mannskap sem lofað hefði ver- ið. Jón sakaði þama GuðmundOmar um að vera fulltrúi Smára og gaf i skyn að hann þægi laun fyrir. Því svaraði Guömundur Omar með greinargerö og úrsögn úr framkvæmdanefndinni. Hann var kallaöur einu sinni á fund þar sem farið var fram á að hann drægi úrsögnina til baka. Guðmundur Omar sagðist hafa boöist til að gera þaö um leiö og fyrrgreindar ásakanir heföu verið dregnar til baka en það að gataplan væri ekki fyrir hendi þegar væri verið að vinna við raflögn. Hann sagði: „Eg veit ekki hvað ég á að segja um það, ég held að maður sleppi þeirri útskýringu.” I þessu tilfelli var gataplaniö allavega ekki fýrir hendi? „Nei, það er ekki búið að ganga frá götum þegar þessi verk eru gerð, það er rétt.” — Er ekkert óeðlilega mikið sem hefur þurft að brjóta vegna lagna í þessu húsi? „Eg held ég gefi ekkert út um það. Það þjónar engum tilgangi eins og er,” svaraði Arni Bergman. hefði enn ekki verið gert. Hjá Guömundir Omari kom einnig fram að hann hélt uppi talsverðri gagnrýni á það hvemig staðið hefur veriö að hönnun Verkalýðshallarinnar, til dæmis hvað varðar greiðslur til hönnuða fyrir eftirlit sem hann telur að hafi ekki veriö sinnt. Einnig hefði hann talið óeölilegt að hönnunaraðilar sætu fundi framkvæmdanefndar byggingar- innar. Þannig hefði verið frá því fram- kvæmdir byrjuðu, hönnuðir hefðu ver- ið boðaðir rétt eins og hinir. Guðmundur Omar var spurður aö þvi hvort það væri ófrávíkjanleg krafa hans að trésmiðir drægju sig út úr Verkalýðshöllinni til að hann byði sig fram sem formaður á næsta aðaifundi. Miðað við óbreytt ástand væri svarið já, sagði hann. Farið hefði verið fram á að haldinn yrði fundur allra félaganna sem standa að byggingunni til aö ræða framkvæmdina og hvernig rekstur ætti að vera þar í framtíðinni. Það væri til dæmis ekkert til um hvemig ætti að nýta sameign. Þessari beiöni hefði ekki verið svarað, sagði GuðmundurOmar. -JBH Ámi var spurður hvort algengt væri -JBH Guðmundur Ó. Guðmundsson, form. trésmiðafélagsins: Ekki sömu kröfur gerðar til hönnuða og verktaka FJÚLDI GLÆSILEGRA VINNINGA Á BINGÚINU í SIGTÚNI í KVÚLD HÚSIÐ VERÐUR OPNAÐ KLUKKAN 19.30. H — Sólarlandaferð <r v — Videotæki — örbylgjuofn ’• 'y.fX- — Heimilistölvur — Ýmis eldhústæki auk fjölda annarra vinninga Spilaðar verða 16 umferðir og dregið verðurmeð hjáip töivu. KÖRUKNATTLEIKSDEILD FRAM. LÁTUM ÞETTA VERÐA OKKAR HEPPNIS KVÖLD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.