Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984. 5 AiWA •IKí- AIWA V-700 TÖLVUSTÝRÐA HLJÚMTÆKJASAMSTÆÐAN FRÁ AIWA BÝÐUR UPP Á ÓTRÚLEGAR TÆKNINÝJUNGAR Kostar aðeins kr. 48.880,- staðgr. Það borgar sig örugglega að kynna sér AIWA. Ármúla 38 (Selmúla megin) - 105 Reykjavík Símar: 31133 83177 - Pósthólf 1366. Tölvustýrð tæki á tölvuöld „Hvað annað?" Af hverju kaupa frá fortíðinni þegar framtíðin er í boði? Þrýsta á einn hnapp er allt sem þarf til fyrir upptöku eða afspilun frá plötuspilara, útvarpi eða öðru. Engar flóknar stillingar á segulbandi eða magnara. Bæði plötuspilarinn og segulbandið hafa auto- matic „Intro-Play", það er með því að styðja á einn hnapp spilar hvort tækið sem er 10 fyrstu sek. af hverju lagi á plötunni eða kassettunni. Beindrifinn plötuspilarann er hægt að stilla til að hlusta á lögin á plötunni í þeirri röð sem þú óskar (og endurtekur ákveðna röð allt að 10 sinnum). Sért þú að taka upp frá plötuspilara, sér segulbandið um að alltaf sé jafnt bil á milli laga á kassettunni. Segulbandið er með bæði B og C dolby. Útvarpið er með LB, Mb og FM stereobylgju og sjálfvirkan stöðvaleitara, einnig 12 stöðva minni. Magnarinn er 2x45 RMS vött og tilbúinn fyrir Lazer plötuspilarann. Allt þetta ásamt fleiru og sérstaklega falllegu útliti. Strandir hf. eina f iskim jölsverksmið jan í heiminum sem notar jarðguf u til f ramleiðslunnar: Við framleiðum besta fískimjölið „Hér á þessu svæði er líklega mesta framtíð fyrir íslenskan iðnað. Hér eródýrorka.” Sá sem svo mælir er bjartsýnis- maðurinn Friðþjófur Haraldsson, einn af eigendum fiskimjölsverk- smiðjunnar Stranda hf. sem tók til starfa á Reykjanesi i lok febrúar. Fiskimjölsverksmiðja þessi er sér- stök fyrir þær sakir að hún er eina verksmiðja sinnar tegundar í heiminum sem nýtir jarðgufu til að framleiöa fiskimjölið. „Já, við lítum björtum augum til framtíðarinnar. Við framleiðum hér besta fáanlega fiskimjölið á markaðnum og það er gufunni að þakka. Með því aö nota hana losnum við við öll þau aukaefni sem fylgja olíunotkuninni,” segirFriðþjófur. Og þaö er ekki bara mjölið sem nýtur góðs af gufunotkuninni heldur fæst með henni umtalsverður sparnaður. ,,Á þeim tæpa mánuði, sem liðinn er frá því við hófum rekstur, telst okkur til að við höfum sparað sem svarar einni milljón sem annars hefði farið í olíukostnað. Þetta hefur því umtalsverðan gjaldeyrissparnað í för með sér,” segir Friðþjófur. Auðn í september Það hljómar nokkuð ótrúlega í eyr- um þess sem kemur í Strandir hf. að þarna var auðnin ein fram í miöjan september síðastliöinn. Þá hófust framkvæmdir við verksmiöju- bygginguna og þeim miðaöi svo vel áfram aö verksmiðjan gat hafið starfsemi í lok febrúar eins og getur að framan. „Það er ekki lánastofnunum að þakka að þetta gekk svo vel sem raun ber vitni. Þar höfum við mætt algjöru skilningsleysi á því sem við erum að gera. Þess vegna höfum við fimm, sem að þessu stöndum, þurft að leggja allt okkar fé í þetta. Mér finnst það í rauninni afskaplega undarleg pólitík að lána endalaust fé i smiöi og kaup á fiskiskipum en — segirFriðþjófurHaraldsson verksmiðjustjóri Þetta er besta fiskimjölið á markaðnum, segir Friðþjófur Haraldsson. hugsa svo ekkert um áframhaldiö þegar fiskurinn er kominn á land,” segirFriðþjófur. Vélakostur verksmiðjunnar var keyptur notaöur frá Þýskalandi en Friðþjófur segir að hann megi bæta til muna ef fjármagn fengist til þess. Gufan, sem verksmiðjan notar, er Kampakátir fiskimjölsframleiðendur. Frá vinstri: Franklín Brynjólfsson, Jón Helgason, Guðjón Haraldsson, Brynjar Viggósson, Haraldur Guðjónsson, Friðþjófur Haraldsson og Kristinn Kristinsson. keypt frá Sjóefnavinnslunni sem er þarna í næsta nágrenni. Aætluð afköst verksmiðjunnar eru 250 tonn á sólarhring en fullum af- köstum hef ur enn ekki verið náð. Hráefnið, sem verksmiðjan vinnur úr, er aðallega alls konar fiskúr- gangur, fenginn á hinum ýmsu verstöðvum á Suðurnesjum. Upp á síðkastiö hefur þó bræösla á loönu verið aðalverkefnið. „Viö erum búnir að taka við um fjögur þúsund tonnum af loðnu það sem af er. Og til þess að geyma loðn- una byggðum við þró hér utan við verksmiðjuna, þró sem við köllum Jbt mm*. " ’Wfc. Fyrsta húsið á tunglinu? Nei, Fiski- mjölsverksmiðjan Strandir hf. á Reykjanesi, reist á rúmum fjórum mánuðum. DV-myndir Bj. Bj. sjálfsbjargarviðleitni,” segir Frið- þjófur og hlær. Ætlum að græða á þessu Enn sem komið er hefur ekkert af framleiðslunni verið selt, beðið er eftir því að viðsk ipta ráðuneytið ákveöi verð á mjölinu. Engu að síöur hafa forráðamenn Stranda hf. kannað ýmsa sölumöguleika erlend- is. „Við höfum helst verið að kanna möguleikana á því að selja mjölið okkar tii fiskeldis erlendis þvi aö okkar mjöl er eina mjölið hérlendis sem er nýtanlegt til þess. Þetta venjulega eldþurrkaða mjöl er ekki nýtanlegt til fiskeldis. Og ég hef engar áhyggjur af því að þetta seljist ekki þetta er það góð vara og við ætlum okkur að græða á þessu, þaö er ekkert launungarmál,” segir Friðþjófur Haraldsson, verksmiðju- stjóri og einn af eigendum Stranda hf. -SþS ; 'A; aíwa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.