Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Page 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984. NÚ ER FÓRNAÐ í NESKAUPSTAÐ — æsispennandi jafnteflisskák Guðmundar og Helga A annaö hundraö manns fylgdist með fyrstu umferö alþjóðlega skák- mótsins í Neskaupstaö sem hófst á mánudag. Þaö er tímaritiö Skák, með Jóhann Þóri Jónsson ritstjœ-a í broddi fylkingar, ásamt bæjarstjóm Neskaupstaöar, sem stendur fyrir mótinu og er þetta annað mótið i röðinni. Hiö fyrra var alþjóölega mótið í Grindavík fyrr í mánuöinum sem mönnum er enn í fersku minni. Flestir keppendur mótsins hafa verið fremur iönir viö kolann aö und- anförnu, enda skammt stórra högga á milli í skáklífinu. Þó eru engin þreytumerki á taflmennskunni ef marka má fyrstu umferðir mótsins. Spennuskákir hafa sett svip sinn á mótiö og ekki hafa áhorfendur horfið vonsviknir á braut. Reyndar mátti strax í 1. umferð sjá hvert stefndi er Benóný brunaði fram með kantpeöi á móti „jafnteflisvélinni” Schussler. Fyrst fór a-peð hans af stað en er Schiissler fann kóngi sín- um skjól á hinum vængnum blandaði h-peðið sér í baráttuna. Hins vegar var Schiissler fastur fyrir og Benóný varð að lúta í lægra haldi. Margeir vann Bandaríkja- manninn McCambridge í vel tefldri skák og Helgi vann Róbert Harðar- son. Þá vann JóhannHjartarsonDan Hansson en þann vinning mætti þó aö ósekju stjömumerkja. Jóhann lenti í þeirri ógæfu í miðtaflinu aö neyðast til þess að þráleika en ekki líkaöi hon- um það þó alls kostar. I staðinn gaf hann drottningu sina og tókst þannig gjörsamlega aö slá ryki í augu and- stæðingsins. Fórnin stóðst ekki en Jóhann vann samt örugglega. Annars berast þær fréttir að austan að Jóhann sé kvefaður og nú „dæla þeirí hann vítamínum”. I 2. umferð fékk Benóný aftur sænskan andstæöing, alþjóðameist- arann Tom Wedberg. Þeir tefldu spænskan leik og beitti Benóný, sem hafði svart, svipaðri leikaðferð og gegn stórmeistaranum Balshov á Reykjavíkurskákmótinu — peðin á kóngsvængnum tóku á rás. Skákin fór í bið í eftirlætisstöðu Benónýs — tvöföldu riddaraendatafli. Þó þykir Wedberg hafa undirtökin en óneitan- lega er staöan, .benónýsk ”: Svart: Benóný Benediktsson. Hvítt: TomWedberg. — Svartur lék biðleik. — Biðskákin verður tefld áfram í dag. Ein var sú skák sem stal senunni í 2. umferð, skák Guðmundar og Helga. Guðmundur tefldi djarft í byrjuninni og fómaði manni strax í 9. leik. Hefur eflaust litið á þetta ein- hvem veginn „á eldhúsborðinu” á meöan Helgi sat að tafli í Grindavík. Eftir 14. leiki hafði hann nefnilega aðeins notað 15 mínútur en Helgi 1 klst. og 40 mínútur. Guömundur virt- ist vera að ná yfirhöndinni en þá fómaöi Helgi drottningunni og fékk svo hættuleg færi að Guðmundur átti ekki annars úrkosti en að þráleika. Skák lón L. Ámason Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson. Svart: Helgi Úlafsson. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. g4! ? Þessi leikur felur í sér mannsfórn. Helgi lék 7. — h6 gegn Guðmundi á Búnaðarbankamótinu en afræður nú aöþiggjafómina. 7. — e5 8. Rf5 g6 9. g5 gxf5 10. exf5! 11. gxf6d412. Bc4 Dc7. Auðvitað ekki 12. — dxc3?? 13. Bxf7+! Kxf7 14. Dxd8 og drottningin er fallin . Nú kemst hvítur ekki hjá mannstapi en í staðinn hefur hann yfirburði í liöskipan. 13. Dd3 dxc3 14. 0-0—0 Rc615. Hhel cxb2+16. Kbl Bb4! 17. c3( ?) Vinnur tíma en hefur þær afdrifa- ríku afleiðingar í för með sér að skálínan frá f5-peðinu að hvíta kónginum opnast og þar meö fær svartur ýmis taktísk mótfæri. Eftir 17. He2 er ljóst að hvítur hefur frum- kvæðið en staðan er náttúrlega tvísýn. 17. — Ba318. Bf4 Dd7! 19. Bd5. Um þennan leik hugsaði Guð- mundur í klukkustund. Biskups- fórnin 19. Bxf7+ Kxf7 (19. — Dxf720. Hxe5+!) 20. Dc4+ Kxf6 virðist ekki alveg fullnægjandi því aö svartur fær meira en nóg fyrir drottninguna. 19. — Dxd5! 20. Dxd5 Bxf5+ 21. Hd3 0—0! Þannig nær svartur að bjarga sér. Hvítur er lentur í óþægilegri leppun og getur ekki losað sig. Ekki gekk 21. — Hd8?? vegna 22. Hxe5+! og vinnur en nú hótar svartur að setja hrók á d-linuna. 22. Bh6 Hfd8 23. Hgl+ Hvítur á í erfiðleikum eftir 22. Dg2+ Bg6 en nú yrði þessi biskup auðvitaðdrepinn. 23. — Kh8 24. Bg7+ Kg8 25. Bh6+ Kh8 26. Bg7+ Kg8 27. Bh6+ Kh8 — Og jafntefli með þráskák. Magn- þmngin baráttuskák! -JLA /gærkom til Keflavíkur japanska skipið Matsuhima Maru frá Tokýo en hór lestarþað frysta loðnu og loðnuhrogn á Japansmarkað. Þetta skip er 124 m langt og varð að fá mb. Baidur KB tii að aðstoða það upp að bryggju. Þrátt fyrir háflóð voru ekki nema örfáir metrar upp i fjöru þegar skipin sneru þvert fyrir höfnina. Ekki er vitað fyrr en iestun lýkurhve mikið skipið tekur hér. DV-mynd Heiðar Baldursson /Keflavik. Brýn þörf á hunda- hreinsun íReykjavík — segir Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra Matthías Bjarnason heilbrígðis- ráöherra segir að brýn þörf sé á að taka upp hundahreinsun í Reykjavík og að ekki verði til lengdar búiö við það ófremdarástand sem ríkir í þessum efnum í borginni. Ráðherra sagði þó að mál er vörðuðu hundahald væru sveit- arstjómarmál og væri honum því óljúft að skipta sér af þessu máli í Reykjavík eða annars staðar. Tilefni þessara orða var fyrir- spurn frá Kolbrúnu Jónsdóttur, þing- manni Bandalags jafnaðarmanna, til heilbrigðisráðherra um hvað hann hygðist gera til vamar útbreiðslu sullaveiki og hvort hann hygðist gera úttekt á framkvæmd gildandi laga um hundahreinsun. Heilbrigðisráðherra sagðist ekki telja ástæðu til sérstakra aögerða í þessu máli umfram það sem gildandi lög og reglur bjóða þótt hann vildi ekki gera lítið úr hættunni. Sagðist hann hins vegar telja að nútíma heilbrigðis- þjónusta og heilbrigðiseftirlit væri það öflugt að lítil hætta væri á útbreiðslu sullaveikinnar. Sagði ráðherra aö reglugerðinni um hundahald væri fylgt í megindráttum þar sem hundahalds- mál væm tekin föstum tökum en svo væri á flestum stöðum á landinu. Þetta ætti þó því miður ekki við um langf jöl- mennasta byggðarlag landsins, Reykjavík. Hundahald væri þar bannað og ætti því ekki að vera þörf fyrir hundahreinsun. Annað væri tví- skinnungur. Staðreyndimar töluðu hins vegar öðru máli og væri brýn þörf fyrir hundahreinsun í borginni. Sagðist ráðherra veröa að treysta borgaryfir- völdum til þess að leysa þessi mál og sagðist hann vænta þess að svo yrði gert bráðlega. -ÚEF. Ný lög um vísitölu Ný lög um útreikning vísitölu fram- færslukostnaðar voru samþykkt á Alþingi í gær og munu þau taka gildi í dag. Ríkisstjórnin lagði mikla áherslu á að frumvarp þetta yrði að lögum ekki síðar en 21. mars þannig aö hægt yrði að reikna eftir því vísitölu framfærslu- kostnaðar milli mánaöanna febrúar og mars.Frumvarpiðvarafgreitt ígegn- um neðri deild í gær við tvær umræður með afbrigðum frá þingsköpum. Talið er að visitala framfærslukostnaöar muni hækka um 1% milli febrúar og mars í stað þess aö hækka um 2% ef notast yrði við eldri vísitöluútreikning. Búist er við að vísitöluútreikningi verðilokiðeftirhelgi. -ÚEF. I dag mælir Pagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Þegar virkjanir eru skipulagðar hafa menn yfirleitt gert ráð fyrir að vatnsföll og orkulindlr séu tll staðar. Á þessu var að visu gerð undantekn- ing þegar ráðlst var í Kröfluvlrkjun en þar var sá háttur hafður á að byggja orkuverið fyrst og Ielta að orkugjafanum á eftir. Sú leit stendur enn yfir. önnur álika orkuvelta var á sin- um tima i uppsiglingu og nefndist á hönnunarstigi Bessastaðaárvirkjun og var uppfinnlng einhverra austan- manna sem töldu meira virði að fá orkuver i kjördæmið heldur en hitt, að finna út, að vatnsfall væri til staðar. Eftir að núverandi iðnaðar- ráðherra hafði lýst yfir því að vatns- failið líktist meir rakvatni og sér- fræðingar, sem unnið höfðu að hönnuninni um nokkurra ára skeið, brugðu sér austur var þó sem betur fer horfið frá hugmynd um Bessa- staðaárvlrkjun, enda sjálfgert þegar áin fannst ekkl. Þessu er hins vegar ekki tll að dreifa norður i Húnaþingi. Þar rennur Blanda lygn og breið og óbelsiuð. Þessl sögufræga á hefur löngum verlð aðdráttarafl fyrir orkusölumenn, enda ekki margar auðlindir svo upplagðar til vlrkjunar hvort vatnsréttindin séu föl. Eins og fyrr grelnlr hafa flestir meðalgreindlr tslendingar staðið i þeirri trú að erfitt sé að virkja ef vatnsfall er ekki tU staðar, hvað þá ef ekkl hefur verlð samið um afnot af þessu sama vatnsfaUi. Þetta mun vera misskUningur sem lands- virkjunarmenn hafa nú upplýst að skiptl ekki máU. Jóhannes Nordal, sem allt veit mest og best, hvort heldur um penlngamál eða virkjanir, segir í blaði aUra landsmanna að vatnsréttindin hafl engin áhrif á vlrkjunlna. Ot af fyrir slg eru þetta gleðUeg tíðindi því hlngað tU hafa menn haidlð að Krafla væri viti tU varnaðar sem kæmi í veg fyrir að virkjaö væri án orkugjafa. Ef Nordal er þeirrar skoðunar að Blönduvlrkj- un þurfi ekkl á vatnsréttindum að halda má aUt eins búast við því að hvarvetna vakni upp áhugamenn um virkjunarmál og upp rísl orkuver tU sjávar og sveita án tUUts tU þess hvort vatnsföU eða jarðhlti eru nær- tæk eða réttbær tU afnota. Úneitanlega efllr það mjög alla virkjunarstefnu þegar loksins hefur verið staðfest að vatnsréttindl séu engan veginn nauðsynleg þegar orkuvererureist. Dagfari. Virkjað án vatns sem Blanda. FuUtrúar helmamanna á þingi og öðrum mannamótum tóku upp skelegga baráttu fyrir virkjun Blöndu og að lokum var sú ákvörðun tekin að ganga tU samnlnga vlð bændur í héraðl um framkvæmdir. Reyndar kom i ljós að þar bjuggu enn mörg nátttröll sem höfðu meiri áhuga á varðveislu sauðkindarinnar og moldarbarða upp á heiði en nú- tima orkuveri sem félli Ula að lands- lagi. Var öU sú barátta háð I nafni náttúruvemdar enda nátttröU hluti af þeirri náttúra sem friðuð er fyrlr framförum hér á landi. Telja afdala- bændur nyrðra að sauðkindin hafi einkarétt á að standa fyrir náttúru- sp jöUum og eyðlngu gróðurs og stóðu vörð um Auðkúluheiðl í samræmi vlð þá skoðun sina. Um siðir lauk þó þessari varð- veislubaráttu móhikananna á HöUu- stöðum og nágrennl svo að virkjunarmenn höfðu betur og þjóðln fékk að vita að aUt væri klappaö og klárt. Iðnaðarráðherra hefur gefið grænt ljós á virkjunarframkvæmdir og vUl hraða þeim sem mest. En einmitt þegar öUum skUst að nú sé Blönduvirkjun ekkert að van- búnaðl má lesa það i fréttum i fram- hjáhlaupi að nú vUji bændur fara að sem sagt i ljós að virkjunarmönnum semja um vatnsréttlndin. Kemur hefur láðst að taka með i reiknlnginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.