Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Blaðsíða 40
LEIÐARLJÓS Synirá fíótta DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984. margra landa sinna, lifandi og látinna, sem yfirgefið hafa fósturjörðina því að hér er þröngt og skilningurinn á starfi manna hefur sér það helst til dundurs að dansa limbó. Jónas Hallgrímsson kaus að búa í Kaupmannahöfn, Vilhjálmur Stefánsson i| Kanada, Jóhann Sigurjóns- son við Ráðhústorgið og er þá eftir að telja alla þá íslensku hugvitsmenn sem flúið hafa land nú nýverið því að þeir voru orðnir þreyttir á að dansa limbó. Og nú er Bubbi á förum og! flest á huldu. Hvers konar meðmæli gef- ur sú þjóð sjálfri sér sem hrekur bestu syni sina á flótta yfir hafið í allar áttir? Hvers eigum við að gjalda sem heima sitjum? Eigum við að sitja aðgerðalaus og! horfa á? Svarið hlýtur að vera nei. Bubbi er á förum og nú, ef einhvern tíma, verður þjóðin að horfast i augu við sjálfa sig og fresta frekara limbói. : Leiðarljós leggur til að stofnuð verði samtökin LU.F.| Innflutningssamband ungra flóttamanna sem hafi það á stefnuskrá sinni að ná snillingunum heim aftur og festa þá í landi með fjár- austrl. Það getur orðið dýrt, en dýrara verður það fyrir þá sem heima sitja ef synirnir ílengjast erlendis og mala gull fyrir framandl stjórn- vöid þannig að grænir skógar spretti upp af sjálfu sér. Höldum vöku okkar — Bubbi er á förum. -EIR. , JVlig hefur lengi dreymt um að vakna í 35 stiga hita, ganga út á næsta hom, kaupa vatnsmelónu og fara svo að semja,” segir Bubbi Morthens sem er þessa dagana að ljúka við gerð tveggja hljómplatna. „önnur er með mér og Egó en hin alger sólóplata sem ég gef sjálfur út. Egóplatan er eingöngu gefin út til að ljúka samningi við Steinaveldið en undir slíkan samning mun ég aldrei skrifa aftur,” segir Bubbi og er í framan eins og hann meini það. Hann bætir því við að ekki ráöleggi hann nokkrum listamanni að skrifa undir slíkan samning og þurfa aö svamla í þeirri súpu sem hann hefur veriö að drukkna í frá því hann skrifaði undir í tómum barnaskap eins og hann segir sjálfur. 100 þúsund og ein milljón Þetta með 35 stiga hitann og vatns- melónuna að morgni er aftur á móti allt annað máL Bubbi Morthens er að flytja af landi brott, nánar tiltekið til Los Angeles í Kaliforníu, þar sem hann ætlar að reyna fyrir sér á tónlistarsvið- inu og reyndar eru hjólin þegar farin að snúast honum í hag þar ytra. Og bandarískir hljómplötusamningar eru í flestu frábrugðnir íslenskum, alla vega sú hlið þeirra sem snýr að lista- manninum: „Islensku samningarnir eru geröir eftir erlendum fynrmyndum, snarað á íslensku en þess ekki gætt aö hér á landi gilda allt önnur hlutföll en annars staðar. Eg get nefnt sem dæmi að fyrir Fingrafaraplötuna, sem seldist í 6 þús- und eintökum, fékk ég 180 þúsund Nú er Bubbi á förum. Staó- reynd sem ekki verður hagg- að. Vínland hið góða freistar hans og eiga allir hugsandi menn erfitt með að hræra tungu á þessum tímamótum. Á móti kemur að Bubbi ætlar að hreyfa tungu sína ótt og títt vestanhafs enda veitir ekki af í landi þar sem kjaftur og klær mega sín meir en margt annað. Bubbi fetar í spor fjöl- Bubbi Morthens, 27 ára og kominn yfir dauðaþrösk- uld popparanna: — Eg ætla að verða 100 ára. DV-mynd E.Ö. krónur, útgefandinn allt hitt. Þaö dæmi getur hver sem nennir reiknaö. I Bandaríkjunum eru samningarnir að vísu i sama dúr en hlutföllin lista- manninum í hag. Á meðan ég fæ 100 þúsund krónur í fyrirframgreiðslu hér heima fæ ég 4—8 milljónir úti. Þaö er ekki hægt að bera þetta saman. ” Vestur um haf með kassagítar að vopni Bubbi hafði heppnina með sér um sl. jól þegar hann hitti tvo bandaríska kvikmyndagerðarmenn sem hér voru á ferð með Jakobi Magnússyni. Kvikmyndagerðarmennimir héldu utan og svo var byrjað að síma landa á milli og allt þetta endaði meö því að Bubbi hélt yfir hafiö með kassagitar og þýdda texta sína eina að vopni. Bandarískir hljómplötuútgefendur fengu áhuga á Bubba og textunum og er nú kominn grundvöllur fyrir samningagerð. „Eg fer utan þegar vika er af apríl. Það verður dásamlegt aö komast í nýtt umhverfi þar sem mannlíf er jafnfjöl- skrúðugt og í Bandarikjunum. Og það verður jafnmikill léttir að sleppa úr því tónlistaröngþveiti sem ríkir á Islandi í dag,” segir Bubbi og er ekkert að skafa utan af því þegar hann heldur áfram: „I raun og veru er íslenski rokkbransinn í sömu sporum nú og hann var fyrir fjórum árum þegar Utangarðsmenn hófu göngu sína. Þá var diskóruglingurinn í algleymingi og nú er það sama uppi á teningnum. Menn virðast ekki hafa annað að gera en níða hver annan niður og gleyma í æsingnum allri tónlist. Hljómplötuinn- flytjendur hjálpa svo ekki upp á sakirnar meö þvi aö flytja til landsins alls konar drasl sem fólkið síðan gleypir við hugsunarlaust og eitt er víst að þessi diskótónlist vekur ekki nokkum mann til umhugsunar. Málin eru komin í heilan hring á fjórum árum og nú segi ég stopp. Eg ætla að reisa fánann á ný, einn, tveir, þrír, sama hvað það kostar, ég á enn fullt ósagt.” Engin rokkhljómsveit í Reykjavik að ári Bubbi segir að ef svo fari sem horfi verði ekki ein einasta rokkhljómsveit eftir í Reykjavík að ári, eða svo að notuö séu hans eigin orð.... „aöeins sætir, málaðir strákar sem spila Duran Duran og brosa framan í hugsunarlaust liðið. Svo slæmt er ástandið í dag að það eru ekki nema þrjár hljómsveitir á lslandi, sem rísa undir nafni, Frakkamir, Ikarus og Vonbrigði. Annað flýtur á diskóbylgj- unni, fólki til afþreyingar og sjálfu sér til skammar — tónlistarlega séð.” Þrátt fyrir gylliboðin í Ameríku ætlar Bubbi ekki alveg að segja skilið við föðurlandið því að römm er sú taug: „Það var hér á Islandi, sem ég byrjaði, það var hér sem fólkið keypti —ogætlar aðkaupa melónur i fyrirmilljón plötumar mínar og maður má aldrei gleyma rótum sínum. Ef svo fer er eins gott að byrja bara að kyrja diskógaul — framleiða stunur. Ég geri fastlega ráð fyrir að koma heim í maí, halda tónleika og fylgja eftir plötunni sem ég er nú að ljúka við. Þetta verður hrátt rokk eins og það gerist best, það á best við mig. Eg ætla að halda áfram á sömu línu, ég er á besta aldri, 27 ára, kominn yfir dauðaþröskuld poppara ef miðaö er við Janis Joplin, Hendrix, Brian Jones og Jim Morrison en þau vom öll á mínum aldri er þau létust. Eg ætla aftur á móti að verða 100 ára og þetta meö að vakna upp í 35 stiga hita, ganga út á næsta hom og kaupa vatnsmelónu, eraðeins byrjunin.” Melónur fyrir milljón Nýja platan hans Bubba á að heita NV SPOR og er væntanleg á markað- inn um svipað leyti og Flugleiðavélin hefur sig á loft á leið sinni vestur um haf með Bubba innanborös sem svo sannarlega hefur tekið stefnuna á vatnsmelónurnar í Kaliforníu. Og það er hægt að kaupa margar melónur fyrir milljón. -Ent. Dæmalaus 'V’eröld Dæmalaus "Veröld Dæmalaus V’ERÖLD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.