Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Page 15
DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984.
15
Menning Menning Menning Menning
Nú stendur yfir í kjallara Norræna
hússins sýning á verkum eftir Gunn-
ar örn Gunnarsson, Samúel
Jóhannsson og Steinþór Steingríms-
son. Aliir sýna þeir tjáningarfull
málverk, unniö í miklum ham og af
beljandi dugnaöi. Salurinn er nánast
að springa utan af myndverkunum,
svo miklu er troðið á veggina.
Lærifaðir
Gunnar örn er þekktastur þessara
listamanna og virkar hér líkt og læri-
faðir. Gunnar málar í anda nýja mál-
verksins og hefur honum tekist á
furöu skömmum tima aö skapa sér
persónulegt rými innan þeirrar
myndgerðar. Kom þaö sérstaklega
vel fram á síðustu sýningu hans sem
hann hélt í „Galleríi íslensk mynd-
list” aö Vesturgötu í mars síðastliðn-
um. Nú er Gunnar kominn aftur með
sömu viðfangsefnin: orminn og
afmyndaðar mannfígúrur. Lista-
maðurinn hefur litlu bætt viö í sinni
myndrænu umfjöllun nema aö hér
sýnir hann mun stærri verk heldur
en við eigum að venjast frá hans
hendi. En í þessum stóru myndverk-
um virðist listamanninum ganga
furðu illa að skipuleggja myndrým-
ið. A hann í miklum erfiöleikum meö
að setja á sviö statískar uppstill-
ingar þar sem gefur aö líta fígúrur
sem fylla ekki rýmið. Tekst lista-
manninum mun betur upp í minni
dýnamískari verkum þar sem formin
og liturinn og efnisvirknin tjá ærsl og
hreyfingu og samþjappaðar fígúrur
skilgreina rýmið.
ÞRÍR MÁLARAR
— íNorræna húsinu
Maður og kona eftír Gunnar örn.
Ljósm. GBK
Myndlist
Gunnar B. Kvaran
Þá sýnir Gunnar litaða skúlptúra
og vekja þeir litla athygli einfaldlega
vegna þess hve líkir þeir eru mál-
verkinu. Þetta er aðeins litaöur reka-
viður sem listamanninum hefur ekki
tekist að gæða sjálfstæðu lífi. I
heildina eru myndverk Gunnars afar
misjöfn, en þó má finna takta sem
einungis geta verið ættaðir frá hon-
um.
Nemendur
Samúel Jóhannsson sýnir fjölda
samstæðra verka sem eru litalega
séð undir miklum áhrifum frá
Gunnari Emi. Þetta eru þó frísklega
unnin verk, án þess að við getum
talað um persónulegan myndheim.
Teikningar listamannsins eru mun
sterkari og gefa til kynna að hér sé
um hæfileikaríkan byrjanda að
ræða.
Steinþór Steingrímsson er
slappastur þeirra félaga og örugg-
lega ekki búinn að gera upp við sig
hvernig hann ætlar að mála. Teiknar
hann óbeislað meö penslinum og
veöur úr einni myndgerð í aöra.
Þrátt fyrir frjálslegt yfirbragð eru
verkin einkar ósamstæð og
ópersónuleg. Þessi verk hafa eflaust
gefið viðkomandi listamanni stundar
fullnægingu en þau hafa ekkert
erindi fyrir almenningssjónir.
GBK
Lausar stöður
Eftirtaldar stööur viö námsbraut í hjúkrunarfræði í lækna-
deild Háskóla Islands eru lausar til umsóknar:
Lektorsstaða í líf f ærafræði.
Lektorsstaða í lífeðlisfræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj-
enda, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil og störf skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja-
vík, og skulu hafa borist fyrir 15. nóvember nk.
26. október 1984.
Menntamálaráðuneytið.
20-40% afsláttur á leikföngum
Einnig afsláttur á glervöru frá
SEA GLASBRUK AKTIEBOLAG
S-360 S2 KOSTA SWEDEN
Skipholti 70, simi 38780.
Ath. sama hús
og versl. Herjólfur.
KÆRIRÐU ÞIG UM LÁGA
RAFMAGNSREIKNINGA?
OSRAM
Ijós og lampar eyöa broti af því rafmagni sem venjuleg
Ijós eyða og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent
Ijós eyða 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo
endast þau miklu lengur.
OSRAM DULUX — handhægt Ijós þar
sem mikillar lýsingar er óskað. Mikið Ijósmagn, einfalt í
uppsetningu og endist framar björtustu vonum.
JÓN LOFTSSON HF. RAFBÚÐ
HRIIMCBRAUT121 SÍM110600
OSRAM
LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR