Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Síða 5
DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. 5 lllmenni íÞjóðleikhúsinu: HELGILEIKUR RÍKARÐIII Eftir rnikla óvissu fram á siðustu stundu er nú ljóst að Helgi Skúlason leikari hreppir hnóssið og mun fara með hlutverk Ríkarðs III i jólaleikriti Þjóðleikhússins. Staðfestí þjóðleikhús- stjóri þetta i samtali viö DV i gœr. Ákvöröunin var tekin af leikstjór- anum John Burgess sem stýra mun verkinu k fjölum Þjóðleikhússins. Rikaröur in er talin eitt mesta ill- menni samanlagðra bókmenntanna og óskahlutverk flestra leikara. Enda hafa margir þekktustu leikarar ver- aldarinnar spreytt sig á hlutverkinu i timans rás. En Rikarður er ekki eina illmennið sem verður á sviöi Þjóðleikhússins á næstunni. Föstudaginn 23. nóvember frumsýnir leikhúsiö Skugga-Svein sem eins og kunnugt er fjallar um eitt mesta illmenni íslenskra bókmennta en þar verður Erlingur Gislason í aðal- hlutvericL Arni Tryggvason leikur Grasa-Guddu og Brynja: Benedikts- dóttir leikstýrir. -EIR. Reykjavíkursamningurinn sam- þykktur með 77% atkvæða Orslit í atkvæöagreiöslu um ný- gerðan kjarasamning Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar lágu fyrir seint á föstudagskvöld. Orslit urðu þau aö 1537 eöa 77% samþykktu samninginn en 145 eða 8,7% voru á móti. Auðir seðlar voru 211 eða 14% og ógildir 6. Akjörskrá voru 2452. DV haföi samband viö Harald Hannesson, f ormairn Starf smannaf é- lags Reykjavíkurborgar, og spurði hann álits á úrslitunum. „Eg verð aö segja að ég er ánægður með þessi úr- slit, sérstaklega það hve fáir skiluðu auöu. Það hafði veriö rekinn sér- stakur áróður fyrir því aö skila auðu af þeim sem voru óánægðir yfir þvi að ekki skyldi nást verðtryggingar- ákvæöi inn i samninginn. Það var hins vegar fullreynt en reyndist úti- lokað og hefði kostaö langt verkfall i viðbót. Haraldur sagöi einnig að vandinn við þennan samning væri ekki að prósentuhækkanir væru ekki nógu miklar heidur miklu heldur hitt að það yrði vandasamt að halda þvi sem áunnist heföi i þessum samn- ingL Það væri aö sjálfsögðu, eins og vant er, i hendi þelrrar rikisstjórn- ar sem færi meö völdin hver ju sinni. •EH. Helgi Skúlason leikur Rikarð m. Erlingur Gislason leikur Skugga-Svein. Háskólafyrirlestur um kapalkerfi og upplýsingaveitur Kapalkerfi og upplýsingaveitur verða til umfjöllunar í fyrirlestri William Evans sem hann heldur íboði Verkfræðistofnunar Háskólans kl. 18 í kvöld í stofu 101 í Lögbergi. William Evans er framkvæmda- stjóri og verkfræöingur hjá Manitoba simafélaginu og mun hann fjalla um kapalkerfi (breiöbandsnet) Winnipeg- borgar, sem og um athyglisverðar til- raunir með nýjungar á sviöi upp- lýsingaveitna i dreifbýli. .JCapaikerfi sem hér um ræðir eru annað og meira en þau kerfi sem hér dreifa sjónvarpsefni,” sagði Sigfús Björnsson dósent i viðtali viö DV. „Gagnvirk kapalkerfi geta boðið upp á mun meiri þjónustu sem ekki veitir af aö undirstrika hér þvi þróunin hér virðist stefna í ógöngur. Það er að visu ekki raunhæft aö ætla að kanadíska kerfið dugi okkur hér en þeir hafa tutt- ugu ára reynslu i þessum efnum og mér er ekki kunnugt um stærri slík kerfi en einmitt i Winnipeg. Slik kerfi bjóða upp á möguleika til félagsmálastarfs, gagnaflutninga, verslunar og bankaviðskipta og þar fram eftir götunum. Og það verður aö taka tillit til allra þessara möguleika við hönnun þessara kerfa i upphafi. ” Fyrirlesturinn verður haldinn i stofu 101 i Lögbergi kl. 18 í kvöld, eins og fyrr sagöi, og er öllum opinn. Eimskipog landsbyggðin Ný strandsiglingaáætlun hefur tekið gildi hjá Eimskip. Viðkomuhafnir verða átta, ferðir veröa tíðari og stærri skip en áður munu nú sinna þessum siglingum. Mánafoss mun þjóna Vestur- og Norðurlandshöfnum og siglir skipiö frá Reykjavik einu sinni i viku, á mánu- dögum. Komiö er til Isaf jarðar tvisvar i viku, einu sinni í viku til Akureyrar og hálfsmánaöarlega til Patreksfjarðar, Húsavikur, Siglufjarðar og Sauöár- króks. Sunnan- og austanlands er siglt til tveggja hafna. Eimskip hefur tekið að sér aÚa vöruflutninga með Herjólfi á milli lands og Vestmannaeyja og mun skipiö veröa í ferðum tvisvar á dag. Þá mun Norðurlandaskip fé- lagsins koma hálfsmánaðarlega tll Reyðarfjaröar á leið sinni frá Reykja- vik til Noröurianda. íBonduuell mrirþað mögulegt. Vinnutölva með hagnýta möguleika_ atvinnulífí og námi. Bondwell 12 er einstök tölva á ótrúlegu verði. • í ferðatösku með handfangi. • CP/M 2,2 stýrikerfi. • 9" amber skjór, 24 línur, 80 tákn. • 16 forritanlegir notendalyklar. • synthesizer sem talar ensku. FORR/T SEM FYLGJA: • Wordstar • Mailmerge • Calstar • Datastar • Reportstar Einnig model 14 CPM 3.0 DSDD. MODEL WBí HHHHP Z80A4MHz. Tengi: CP/M 2,2. Tvö RS232C. 64K RAM. Eitt Centronis. 4K ROM. Mál: Diskadrif, 195X450X395 mm. tvö 5,25", 1/2 hœð, Þyngd11,8kg. samtals 360 K. Aukalega: Les diska ó drifi B: íslenskir stafir og forrit. Osborn, Kaypro og Bakarí, aflauppgjör. Spektravideo. launaforrit o.s.frv. Laugavegi 89, sími 13008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.