Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Síða 37
37
DV. FIMMTUDAGUR 29. MOm.MBF.RJflM..
Margrét var mikilúð/eg á svip þegar
hún yfirgaf leikhúsið. En hvort ieik-
ritið var leiðinlegra en Ijósmyndar-
arnir sem biðu fyrir utan vitum við
ekki.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Alltaf sœll
og gladur, ”
segir Kenny Rogers.
Ráð undir
rifi hverju
Kenny Rogers hefur fleira en pen-
ingaráö til aö létta sér lífiö og halda
heilsu. Hann hefur fjölmörg önnur ráö
í pokahominu. Þaö er helst aö vera
alltaf önnum kafinn, aö halda sér í
góöu formi líkamlega og aö gleyma
ekki aö hláturinn lengir lífiö. Kenny
segir aö þótt hann hafi sungið marga
dapurlega söngva, þá sé hann alltaf
jafn kátur og ánægöur meö lífið. Þessi
róö ættu aö koma sér vel í skammdeg-
inu hér á landi og eru víst óbrigðul ef
þeim er fylgt samviskusamlega.
Kenny segir aö þau hafi dugaö honum
vel, jafnvel meðan hann var blankur.
Ekki er vitað til hve margra launa-
flokka á aö meta ráöin en þaö ætti
reynslan aö leiða í ljós.
Öll fjölskyldan fylgir
ráðunum.
legt varn
arstríð
Kostir og gallar
þess að
vera prinsessa
Enginn
venjulegur
gestur T
Jamie Lee Curtis, dóttir Tony Curt-
is, hefur nú endanlega sagt skiliö viö
söngvaram Adam Ant En sú stutta
ætlar sér ekki aö pipra því hún tók þeg-
ar saman viö leikara að nafni Christo-
pher Guest. Hafa þau skötuhjú nú uppi
stórar yfirlýsingar um að sambanri
þeirra veröi varanlegt.
Konung-
Breska konungsf jölskyldan á í eilífu
stríöi viö ljósmyndara. Misjafnlega
viröuleg blöö víða um heim greiöa stór-
ar fúlgur fyrir góöar myndir en aum-
ingja fórnarlömbin geta vart um
frjálst höfuö strokiö. Svo mikil er
gróðavwm Nýlega varö Margrét
prinsessa fyrir baröinu á áhugaljós-
myndara og kom litlum vörnum við.
Prinsessan var eitthvað súr á svipinn
yfir leiksýningu sem hún sótti en þaö
eru einmitt slæmu stundirnar hjá þeim
konungbornu sem ljósmyndararnir
telja bestar.
Þótt það væri um seinan kom
Margrét að lokum nokkrum vörn-
um við.
Diana prinsessa kann vel aö meta
auðinn, völdin og álitiö sem staöa
hennar veitir henni. Aftur á móti sakn-
ar hún frelsisins sem hún naut áöur.
Prinsessan hlýtur mannaforráö meö
titli sínum. Hópur fólks hefur þá at-
vinnu aö hlýða skipunum hennar.
Kunnugir segja að Diana kunni vel aö
meta þessi völd. ,,Hún á þaö líka til aö
brjóta lög í þeirri vissu að hún verði
ekki kærð. Eitt sinn vitnaðist aö hún
heföi ekið á 150 km hraöa og treyst því
aö enginn lögregluþjónn þyröi aö
stööva hana.” Þetta er liaft eftir einum
úr konungsfjölskyldunni sem vel þekk-
ir til. Sá segir aö þaö vefjist ekki held-
ur fyrir henni aö losa sig viö fjármuni.
Hún eyðir miklu fé í föt og skartgripi.
Mörgum þykir einsýnt aö Diana
gangist upp í aö vera ávallt í sviðsljós-
inu. „Hún veit vel aö ljósmyndarar
leggja mikiö á sig viö aö nó myndum,”
segir ein af vinkonum Díönu, „og hún
er meö allan hugann viö aö myndirnar
veröigóöar.”
En hlutskipti prinsessunnar er ekki
á öllum sviðum eins og Díana óskar
sér. Nú fær hún aldrei aö vera ein.
Jafnvel þótt allir ljósmyndarar séu
fjarri, þá sleppa öryggisveröirnir
aldrei af henni sjónum. Þá þykja henni
margar konunglegar samkomur meö
afbrigðum leiöinlegar. Mest af öllu fyr-
irlítur hún þó aö veröa aö fara í óper-
una. Þá er hún lítið hrifin af allri hesta-
mennskunni sem konungsfjölskyldan
er svo upptekin af. En þessir vankant-
ar eru smávægilegir hjá öllum kostun-
um. Þaö er haft eftir nákomnum ætt-
ingja að „Diana mundi ekki skipta á
stööu sinni fyrir nokkurn mun”.
Tennis er uppáhaldsíþrótt-
in.
Diana sleppir aldrei
tækifæri til að heilsa upp á
poppstjörnur. Hér tekur
hún i spaðann á köppunum
i Traffic.