Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984.
3
Tilmæli ríkisstjórnarinnar um viðmiðunarverð
á skuldugustu skipin:
Brýtur slíkt í
bága v«ð lög?
Samþykkt ríkisstjórnarinnar, sem
gerö var aö undirlagi sjávarútvegsráö-
herra, um aö Fiskveiöasjóður setji viö-
miöunarverö á þau fiskiskip sem upp-
fylla ekki skilyrði til skuldbreytinga,
brýtur sennilega í bága viö lög, þaö er
lögin um Fiskveiöasjóö.
Samkvæmt heimildum DV þarf
lagabreytingar til aö þessi samþykkt
nái fram að ganga en ekkert hef ur ver-
iö ákveðið enn í þeim efnum.
Samþykkt ríkisstjómarinnar, eða
tilmæli, ganga út á aö viðmiðunarverð
og greiðslukjör veröi sett á þessi skip og
að þeim byggöarlögum sem byggt hafa
afkomu sína á skipunum veröi þannig
gert kleift aö eignast þau áfram enda
bjóöi annar aöili ekki betur.
Þetta þykir mjög loöið því ekki er
skilgreint viö hvaö á aö miöa í þessum
efnum.
Enn fást ekki upplýsingar um þaö
nákvæmlega hvaöa skip hér er um aö
ræöa þar sem enn er unnið aö því aö
bjarga þeim undan hamrinum meö öll-
um tiltækum ráðum en ljóst er að
stærstur hluti þeirra er ný skip sem
komu hingaö til lands um og upp úr
1979.
-FRI
Blóðug ferð
Snemma í október var brotist inn í
fyrirtæki eitt á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu í tvígang. Mikið var rótaö en
engum verðmætum stoliö ef frá er tal-
inn plástur og sáraumbúöir úr sjúkra-
kassa fyrirtækisins. Þjófurinn haföi
nefnilega skorist er hann athafnaöi sig
í myrkrinu og því gripiö til sjúkrakass-
ans.
Forstjóri fyrirtækisins var löngu
hættur aö hugsa um atburðinn, haföi
fyUt sjúkrakassann á ný og snúiö sér
að öðrum verkefnum þegar honum
barst sérkennileg rukkun í hendur. Var
það reikningur frá leigubílastöö vegna
aksturs frá fyrirtækinu á slysavarð-
stofuna nótt þá er síöara innbrotiö var
framiö. Haföi innbrotsþjófurinn
kvittaö fyrir meö nafni sínu og taUð
eöUlegast aö fyrirtækið greiddi fyrir
feröina.
„Aö sjálfsögöu greiði ég reikning-
inn. Þetta eni ekki nema 129 krónur og
ég er staðráöinn í því aö ramma reikn-
inginn inn og hafa hangandi hér á
skrifstofunni hjá mér. Þetta sýnir
hversu mikið traust fólk ber til fyrir-
tækisins,” sagöi forstjórinn i samtali
viðDV.
Lögreglan yfirheyrir nú hinn
grunaöa innbrotsþjóf en af þessu er
ljóst aö sumar ferðir -eru blóöugri en
aörar.
-EIR.
verðlauna-
sófasettum
Úrvals leður-
og tauáklæði
bahus
Borðstofan frá
klassískur
glæsileiki fyrir þá sem
vilja eitthvað betra
VÖNDUÐ VARA VIÐ VÆGU VERÐI
Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar: 45670 — 44544.
Notaðir bflar
JÓLATILBOÐ
SKIPTIVERSLUN
ÞÚ KEMUR Á ÞEIM GAMLA OG EKUR í
BURTU Á NÝRRI BÍL.
VIÐ LÁNUM ÞÉR MILLIGJÖFINA.
AN UTBORGUNAR
IJÓLATILBODINU ER EIMNIG INNIFflllD:
- VETRARDEKK -
- ABYRGÐARTRYGGING HJÁ SJÓVÁ -
jr
0G UTVARP - FYLGIR ÖLLUM NOTUDUM BÍLUM.
bílar í eigu umbodsins
EGILL VILHJÁLMSSON
Smiðjuvegi 4c, Kópav., símar 79944—79775.
Sífel/d þjónusta.