Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Qupperneq 8
8 DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. Frjálst.óháð dagbfað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLÚN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI •27022. .v,. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. .Áskriftarverðá mánuði 310 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Óskhyggja og „okurvextir" Seinkun nýrrar ákvörðunar um vexti á næsta verð- bólgutímabili bendir til, að niðurstaðan verði eins konar málamiðlun. I henni verði tekið tillit til þeirra, sem vilja raunvexti, og hinna, sem vilja vaxtakostnað atvinnulífs og húsbyggjenda sem allra minnstan. Seðlabankinn hefur lagt fram varfærnar hugmyndir, sem andstæðingum raunvaxta finnst of háar. Þær fela þó í sér minnkun raunvaxta af verðtryggðum lánum og aukningu hinna öfugu vaxta af óverðtryggðum lánum. Hagfræðilega’eru þær rangar, en diplómatískt hugsan- lega nauðsynlegar. Meðan umtalsverður hluti stjórnmálaafla og stjórn- málamanna landsins sér ekki samhengi milli framboðs og eftirspurnar að lánsfé, verður erfitt að rækta hér inn- lendan sparnað. Búast má við, að áfram verði að treysta á útlendan sparnað og taka stór lán í útlöndum. A næsta ári munum við þurfa að greiða 5—6 milljarða í vexti af erlendum lánum. Sú byrði mun síðan þyngjast ár frá ári, unz þjóðin verður gjaldþrota, ef til vill áður en ríkjandi kynslóð verður búin að velta byrðunum yfir á börnin sín. Við erum að sökkva í kviksyndi. Utbreiddur er sá misskilningur, að erlend lán séu ódýr- ari en innlend. Vextir á íslandi eru ekki hærri en í ná- grannalöndunum og eru til dæmis lægri en í blómstrandi efnahag Bandaríkjanna. I útlöndum er líka markaðsverð á vöxtum. Því þurfum við að sæta eins og aðrir. Ur því íslenzkir stjórnmálamenn og aðrir innlendir andstæðingar raunvaxta geta ekki ráðið vöxtum í útlönd- um, vilja þeir stjórna vöxtum innanlands. Þeir líta í ein- stefnu á hagsmuni lántakenda og hafa ekki minnstu hug- mynd um, að til sé lögmál framboðs og eftirspurnar. Þeir, sem hafa atvinnu af ráðleggingum til fólks um meðferð fjármuna, eru byrjaðir að vara við afleiðingum þeirrar málamiðlunar í vöxtum, sem er á næsta leiti. „Sparifjáreigandi! Varúð! ÖVerðtryggt sparifé” var um daginn fyrirsögn á blaðagrein eins þessara manna. Nú eru um 60% sparifjár á óverðtryggðum reikningum, sem munu veröa mjög óhagstæðir á næstu mánuðum. Reiknað er með, að verðbólgustigið í janúar verði allt að 80%. Augljóst er, að margir munu færa peninga sína á verðtryggða reikninga til að verja þá þessari holskeflu. Næsta skref andstæðinga raunvaxta verður svo atlaga gegn verðtryggingunni. Sú atlaga mun enn minnka inn- lendan sparnað ofan á þá minnkun, sem væntanleg mála- miðlun mun hafa í för með sér. I skorti á innlendu lánsfé munu háir vextir til útlendinga í vaxandi mæli taka við. Ríkisstjórnin er að missa tökin á þessu eins og öðru, sem hún hefur fitlað við. Fyrr á þessu ári fór hún vel af stað í tilraunum til að hækka raunvexti og rækta innlend- an.sparnað. Sjálf bauð hún lífeyrissjóðum 9,29% raun- vexti og innleysendum spariskírteina 8% raunvexti. Sparnaðarandinn hvarf eins og dögg fyrir sólu á þeim tveimur vikum, sem liðu, meðan ríkisstjórnin tregðaðist við að viðurkenna fall krónunnar. Skynsamt fólk kaus fremur að spekúlera í gengislækkun en raunvöxtum. Það keypti sér áþreifanlega hluti fyrir peningana. Lítið dugar að hafa áhyggjur af vaxtabyrði atvinnulífs og húsbyggjenda, þegar sparnaður fer minnkandi. Ef misvitrir menn koma með handafli í veg fyrir það, sem þeir kalla „okurvexti” hér innanlands, verður ekki í önn- ur hús að venda en mun hærri raunvexti í útlöndum. Oskhyggja verður aldrei farsæl stjórnarstefna. Jónas Kristjánsson Nýja menntatestið — Nei! Þú hér! En sú heppni! Þú getur þá splæst kaffi. Eg heilsaði honum af fyllstu kurt- eisi og haföi ekki fyrir því að spyrja fyrir hvorn okkar þessi fundur væri heppni. Þessi ungi menntskælingur, sem ég hiröi ekki að nefna hér meö nafni, hefur einstakt lag á því að hitta menn á kaffihúsum og þvinga út úr þeim kaffibolla. Síöast þegar ég hitti kauöa var hann reyndar ekki á kaffihúsi heldur á hraðferð út af danshúsi og naut viö það aðstoðar þriggja stæðilegra dyravarða. Eg kunni því ekki við að segja langtsíöanviðhöfumsést, og spurði í staðinn hvemighefurðuþað? — Skítt, maður, skítt. Þetta er að verða algjör bömmer! — Það var leitt að hey ra! Eg sagði þetta eins sannfæringar- laust og mér var framast mögulegt. Eg held líka að hann hafi tekiö eftir því og hver veit nema hann hefði móögast, staöið upp og farið, hefði gengilbeinan ekki komið aðvífandi í þessum orðum töluðum og minnt hann á að hann átti frítt kaffi í vænd- um. Hann móðgaðist semsagt ekki, en pantaöi þess í staö kaffi og væna sneið af fokdýrri rjómatertu, um leið og hann glotti djöfullega framaní mig. Meöan ég var aö panta mitt kaffi og rúnnstykki með osti, bætti hann síðan gráu ofaná svart með því að taka sér sígarettu úr mínum pakka og greip frammí fyrir mér í miðri pöntuninni og heimtaöi eld. — Djöfulsins óþverra reykir þú annars, sagði hann og hnerraði. Ég gætti þess vel að láta enga sam- úð í ljós, sagði ekki einusinni guö- hjálpiþér. Einhvern tímann var því logiö að mér að hnerrar hefðu veriö taldir fyrsta einkenni svartadauða á sinni tíð og þess vegna væri enn til siös að biðja almættið að hjálpa hnerrandi fólki. Ekki hefði ég óskað drengnum svartadauða! En stóru bólu, kannski. Þegar menn vilja heyja stríð yfir kaffibollum er þögnin máttugt vopn. Andstæöingurinn hjalar brosmildur og kátur og heldur aö hann skori stig meö hverju orði en tunga hans verð- ur smám saman tregari og þyngri eftir því sem þögnin verður máttugri og brosin og hlátramir og aðdáunin á andagift hans koma ekki á tilsettum tímum. En þögninni verður ekki beitt á svo sjálfumglaða kálfa sem þennan menntskæling. Svo ég leitaði að umræðuefni, sem kæmi honum illa, og fann þaö þegar í staö. — Hvernig gengur í skólanum? — Það gengur skítt, maður, skítt! Enþaðeralltílagi. Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason Eg lét í ljós þá heilindalausu ósk að svo væri en minnti hann á að nú blasti stúdentsprófið við. Alvara lífs- ins, í stuttu máli sagt, eftir þriggja ára gjálífi. — Blessaður vertu, það er ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Nú hef- ur maður bara áhyggjur af nýja menntatestinu! Eg misskildi hann í fyrstu og spurði nú í einlægri undrun hvort kristindómsfræðsla hefði verið tekin upp í menntaskólunum. — Ekki svo aö skilja að ég hafi neitt á móti þjóðkirkjunni, sagöi ég. — En er ekki vonlaust verk að ætla að kristna fólk á menntaskólaaldri? — Hvaða kristindómsfræðsla? Hvað ertu að þrugla? — Nú, varstu ekki að tala um Nýja testamentið? Hann hló! Fyrst hjartanlega og græskulaust, en smám saman kom fyrirlitningartónn í hlátrasköllin. — Ég var að tala um nýja mennta- testið, maður! Hefurðu ekki fylgst með? Veistu ekki að þaö á að gera gamla menntatestið að engu? Eg fann það svo ekki varð um villst að ég var orðinn miðaldra. Mér þótti þaö sárt, og mér fannst það alltof snemmt. Ég sem átti tíu ára stúdentsaf mæli í vor! — Sko, þeir ætla aö fara að prófa menn upp á nýtt inn i Háskólann! Nú verður ekki nóg að hafa gamla menntatestiö upp á vasann. Hann horfði á mig og sá að ég skildi ekki hvaö hann átti við. — Stúdentsprófiö dugar ekki leng- ur, hreytti hann þá út úr sér, og saup óvárlega á brennheitu kaffinu, mér til óblandinnar ánægju. Þegar hann hafði þurrkað tárin úr augunum og rænt af mér annarri sígarettu, sem honum þótti greini- lega jafnvond og sú fyrri, hélt hann útskýringunum áfram. — Stúdentsprófið er ekki lengur gæðastimpill, skilurðu? Nú vilja þeir í Háskólanum fá að tékka það af sjálfir hvort verðandi menntamenn þjóðarinnar eru nógu menntaðir til þess að notfæra sér kennslu á háskólastigi. Við verðum semsagt að taka tvö stúdentspróf. Annað að vori, til þess að komast út úr mennta- skóla, og hitt að hausti, til þess að komast inn í Háskólann. Prófið sem við tökum í Háskólanum, það er nýja menntatestið. Stúdentsprófið er gamla menntatestið. Eg hugleiddi þessa orðskýringu lengi og þar kom að iokum aö ég skildi. — Þeir vilja semsagt fækka í Há- skólanum. Snúa aftur til hinna gömlu góðu daga, þegar aðeins úrvals menn fengu að komast þar inn fyrir dyr! — Einmitt, nú á að halda fjöldan- umfyrirutan. — Nýja kjörorðið er semsagt: „Ekki skaramennt, heldur fá- mennt!” Hann leit á mig spyrjandi, en mér datt ekki í hug að útskýra fyrir hon- um hvað ég átti við. Eg hafði náð undirtökunum aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.