Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Page 14
14 DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN I ROMPIJMI MEÐKAPITAL Skrifstofukompan í bakhúsi verslunarinnar er full af reyk. Þaö glóir í endum tveggja Viceroy og einnar Camel. í kompunni sitja þrir leðurjakkar og einn stutt- ermabolur með móhíkanahárgreiðslu. Hljómsveitin Das Kapital. Taktu cjéns Blaðamaöurinn er nýkominn í yfir- fulla kompuna og hefur komið gler- hörðum tréstól fyrir í þrengslunum. Blað og penni í viöbragósstöðu. Blaöa- maöurinn leggur það frá sér og bætir einni Camel-glóð við daufa lýsinguna í herberginu. Rætt er um skeinmtistaöinn Traffic og eitthvað sænskættað rugl þar að lút- andi úr Þjóðviljanum. „Sko, maðurinn kom inn á staöinn og sá mann i breikdansi.” Stuttermabol- urinn hefur orðið. „Mikið djöfulsins sjení er þessi dansari. En dansarinn var á pink lady, blöndu af kók og mor- finbasa. Hann var ekki í breikdansi. Hann var að berjast viö að halda jafn- væginu.” Traffic er afgreitt með þessum orð- um. Blaöamaöurinn mundar [>ennann aftur: „Eruð þið ekki orðnir leiðir á þessum viðtölum?” „Er þetta fyrsta spurningin?” spyr einn af leðurjökkunum, vantrúaður. Stuttermabolurinn skýtur því hér inn í hvernig strákunum líki að halda miðnætuitónleika í Austurbæjarbíói. Dræmar undirtektir. Prófum eitthvað annað. Hvaða pæl- ingar eru helst í gangi hjá Kapitalinu þessadagana? Stuttermabolurinn litur upp úr nýj- asta Sainúel-blaöinu: „Við öfundum Tomina bæði fy rir og eftir.” Einn leöurjakkinn grípur oröið: „Ný tónlist, fleiri lög. Svartur gítar (af Lili Marlene) bendir í þá átt sem við stefndum.” Stuttermabolurinn bætir við: „Það er engin ný tónlist til. Tónlistin er eins og vatnið, eilíf hringrás. Stundum koma nýir fiskar til að busla í vatninu. Við erum engir karfar, heldur laxar. Vitum af önglinum en bítum ekki á hann.” Blaðamaðurinn spyr um tilurö nafnsins á plötunni, Lili Marlene. „Mig hefur alltaf langað til að sofa hjá Marlene Dietrich... sko ekki núna, heldur eins og hún var á stríðsárunum. Nafnið hljómar þar að auki vel, fer vel ítalfærunum.” Er það rétt að myndband með ykkur hafi ekki fengist sýnt í Skonrokki? Myndhand tekið upp á BSRB-útifund- inum? „Já. Hafðu þaö í fyrirsögn. Því var hafnað á þeim forsendum aö Friðrik Þór kynni ekki að kvikmynda. Tvær 17 ára stúlkur lögðu þennan dóm á mynd- bandið.” Stuttermabolurinn vill lýsa stórkostlegri furðu sinni á þessari af- greiðslu. Er engin pólitísk ly kt af þessu ? „Jú, við höfum það á tilfinningunni. Það er í sjálfu sér merkilegt mál aö myndbandinu var hafnað." Hljómsveitin er skipuð þeiin Bubba Morthens, Mike Pollock, Jakob og Guömundi úr Tappa tíkarrass og Jens Hanssyni sem nýgenginn er til liðs við Kapitaliö. Spilar á saxófón og hljóm- borð. Munurínn á Kapitalinu og Tappan- um segja þeir Jakob og Guðmundur aðallega vera þann aö í upphafi var alls ekki ætlunin aö Tappinn yrði tek- inn alvarlega... ,3voþróaðistþetta út í að víð fórum sjálf að taka okkur alvar- lega,”segja þeir. Das Kapital er hins vegar hljóms veit sem tekur sig alvarlega. Hefur m.a. í hýggju blaðaútgáfu auk annars en næstu tónleikar sveitarinnar verða á Hótel Borg 20. desember. Og þá afmá- um við Camel-glóðina í öskubakka kompunnar. -FRf Hljómsveitin Grafik hefur nýverið sent frá sér sína þriöju hljómplötu og nefnist hún „Get ég tekiö cjéns". Graf sf. er útgefandi, en undir því nafni gef- ur hljómsveitin út eigin hljómplötur. Aður hafa komið út með hljómsveitinni plöturnar „Ut í kuldann” (81) og „Sýn” (83). A nýju plötunni eru átta frumsamin lög og textar. Var hún hljóðrituð í Hljóðrita, Hafnarfirði, í október og nóvember sl. og var Siguröur Bjóla upptökumaöur. Hljóðblöndun önnuöust Siguröur Bjóla og Grafik. Gerð um- slags var í höndum Páls Stefánssonar og Helga Björnssonar. Alfa sá um pressun og Prisma um filmugerö og prentun. Dreifingu annast Fálkinn hf. 1 hljómsveitinni Grafik eru Rafn Jónsson, Rúnar Þórisson, Helgi Björnsson og Örn Jónsson, en á plöt- unni nutu þeir aðstoðar Hjartar Hows- er og Stefáns S. Stefánssonar. Auk þess kom f jöldi barna nokkuð við sögu. Jélatón- leikar KIJKL Hljómsveitin KUKL heldur eina tónleika fyrir jólin í Austurbæjar- bíói þann 21. desember nk. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin kem- ur fram eftir Evrópu-túr sinn í haust. Ásamt KUKL mun „Hið afleita þríhjól” koma fram auk úrvals inn- lendra hljóöfæraleikara. Síðasta bók Desmond Bagley Desmond Bagley skrifaði söguna / nœturvillu um svipað leyti og hann skrifaði metsölu- bækur sínar: Gullkjölinn, Fjallvirkið og Fellibyl. Þessi bók var þó ekki gefin út strax, þar sem höfundurinn vildi gera á henni nokkrar endurbætur. Og þar sem önnur viðfangsefni tóku við hjá honum, dróst útgáfa bókarinnar á langinn. Síðan eru liðin tuttugu ár og nú hafa þær endurbætur loks verið gerðar, sem höfundurinn óskaði, samkvæmt athugasemdum hans sem fylgdu handritinu, og þar með er hún komin í sinn réttmæta sess meðal Bagleybókanna. Atburðarrásin er spennandi og vel uppbyggð eins og í öllum bókum þessa frábæra höfundar. - Ósvikin Bagleybók. Verð krónur 592,80 með söluskatti SUÐRI Pax Vobis í Hollv wood. DV-mynd GVA. Holly-Pax Ef Pax Vobis höfðar til einhvers ákveöins hóps ungs fólks hefði maður haldiö aö þaö væri ófjárráöa tisku- slektið í Hollywood. Að óreyndu. Svo virtist ekki vera á stuttum kynningar- tónleikum hljómsveitarinnar á fimmtudagskvöldiö. Styrkt Þorsteini Jónssyni úr Sonus Futurae gaf hún slektinu frábær fimm lög af nýjustu skapið má ekki gleymast heima undir nokkrum kring- mÉUMFEROAR umstæðum. VrÁÐ plötu sinni. En áhuginn var takmark- aður. Fólk streymdi af efri hæðinni og í glöggiö á þeirri neðri strax upp úr fyrsta laginu. En við hverju býstu af fólki sem síðar um kvöldið klappar Bjössa bollu upp? Hinir einu sem klöppuðu Pax Vobis upp voru meðlimir hljómsveitarinnar Mezzoforte og vinir á einu borðanna á efri hæðinni, enda sennilega þeir einu á staðnum sem skildu það sem Paxið var að gera þarna, þaö er tónlistarlega séð. Utlitið höfðar til gesta Hollywood, nöfnin á lögunum höföa til gesta Hollywood, „Men’s hair stylist”, „Sombody sombodies affair” og „Coming my way” en gestirnir eru ekkiá „leiðtil”Paxins. Þótt það sé kannski hrottaleg lýsing þá kemst ein líking ekki úr heiladingl- inum hjá mér eftir aö hafa horft á Paxið i Holly wood, þetta var eins og að kasta perlum fyrir svín. -FRl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.