Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Side 17
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. 17 Ferðamál Ferðamál Ferðamál HLH fíokkurinn fórá kostum í Hippodrome diskótekinu iLondon og var vel fagnað. Tiskusýningarnar vöktu jafnan mikla athygli. Ágúst Guðmundsson svarar spurningum um Útlagann. Magnús Magnússon kynnir Pótur Jónasson gítarleikara. íslandskynning sem vakti verulega athygli Islandskynning sem fram fór á Bretlandseyjum í lok nóvember var vel heppnuð og vakti verulega at- hygli á íslandi og íslenskri fram- leiðslu. Þekkt dagblöö í Englandi og Skotlandi birtu greinar og viðtöl þar sem fjallað var um Island og sjón- varpsstöðvar gerðu kynningunni mjög góðskil. Ohætt eraöfullyröa að þama hafi land og þjóð fengið já- kvæða umfjöllun fjölmiðla sem er margra milljóna króna virði ef mæla ætti í beinhöröum peningum. Þeir aðilar sem stóðu að kynning- unni eru Alafoss, Eimskip, Ferða- málaráð, Flugleiðir, Hafskip, Hilda, Sambandið, Sölumiðstöö hraöfrysti- húsanna, Sölustofnun lagmetis og utanríkisráðuneytið. Hilmar B. Jóns- son, ritstjóri Gestgjafans, sá um og stjómaði þeirri hlið sem sneri að framleiðslu á íslenskum mat og drykk og íslenskt tískusýningarfólk sýndi ísienskar ullarvörur. Sérstak- ar kynningar fóru fram í Edinborg, Birmingham og London. Auk þess var sérstök kynning á ís- lenskri list og menningu í Edinborg. Magnús Magnússon, sjónvarps- maöurinn víðkunni, flutti þar erindi um íslendingasögumar, Karolína Lárusdóttir sýndi málverk og Sigríð- ur Ásgeirsdóttir glerlist. Pétur Jónasson lék íslensk lög á gítar og kvikmyndin Utlaginn var sýnd. Að lokinni sýningu svaraði leikstjórinn, Ágúst Guðmundsson, spumingum gesta um myndina. Einnig kom Haf- liöi Hallgrímsson fram á tónleikum og norrænufræðingar við Edinborg- arháskóla héldu umræðufund með Hermann Pálsson í broddi fylkingar. Einar Benediktsson sendiherra heldur fund með þátttakendum Islandskynningarinnar eftir komuna til Edinborgar. Auk Einars má meðal annars þekkja Hilmars Jónsson, Svein Björnsson i sendiráðinu i London, Unni Steinsson, Jóhann Sigurðsson, Flugleiðum, Ólaf Guðmundsson, SH, Birgi Þorgilsson ferðamálastjóra og Kristin Blöndal, sölustjóra Sölustofnunar lagmetis. í London flutti Jónas Kristjánsson erindi um íslensk handrit. Undirbúningur að þessari Islands- kynningu hvíldi einkum á heröum Einars Benediktssonar, sendiherra í London, og Jóhanns Sigurðssonar, svæðisstjóra Flugleiða á Bretlandi. Þeir og aðrir f ulltrúar Islands á þess- um kynningum lögðu sig síðan alla fram þegar á hólminn var komiö og árangurinn varö eftir því. Fer ekki milli mála að því fé sem var eytt í þessa Islandskynningu var vel varið. Meö fylgjandi myndir tók Loftur Ás- geirsson og gefa þær nokkra hugmynd um það sem fram fór. -SG Hilmar Jónsson skýrir frá gæðum hangikjöts og brennivins fyrir áhuga■ sömum áheyrendum sem siðan fengu að smakka og lótu velaf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.