Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Page 30
30
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984.
|y Byggingasamvinnufélagið AÐALBÓL
LAGMUlA 7-106 REYKJAVlK SlMAR 33699 - 82966 NAFNNR 0025-3839
Aðalfundur almennrar deildar (væntanlegir byggjendur)
Byggingasamvinnufélagsins Aðalbóls, BSAB, verður haldinn
mánudaginn 17. desember nk. kl. 20.00 í mötuneyti félagsins í
Kringlunni 87 (vestan Hvassaleitis).
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
Ódýru trommusettin
komin aftur
Sendum um land allt.
kr
HLJÓÐFÆRAVERSLUN
POULBERNBURG
Rauðarárstíg 16 - Sími 20111.
Vv'tfcZ
Ötal girnilegra rétta á matseðli okkar.
Njótið kvöldsins í Nausti.
Veitingahúsið Naust
Borðapantanir í síma 17759.
Gaga
— eftir Ólaf Gwmarsson
I maí sl. sendi Olafur Gunnarsson
Trá sér sína þriðju skáldsögu, Gaga.
Aður eru komnar út eftir hann
sögurnar Milljón prósent menn og Ljós-
tollur sem vakið hafa mikla athygli.
Gaga segir frá Valda í Valdasjoppu
sem ákveöur að vakna morgun einn á
Mars. En Marsbúar eru klókir og hafa
sett sjálfa Reykjavík á svið til aö
blekkja hann. Þannig veröur Gaga
saga einfarans sjúka í baráttu við sljó-
an og tUfinningadauðan heim. En er
Valdi alveg gaga? Þaö er ein þeirra
áleitnu spurninga sem saga þessi
vekur.
Hann var staddur í forstofu. Það var
spegiU í forstofunni með gyUtri og
flúraðri umgjörð og simi á hillu undir
speglinum og rókókóstíll viö símann. A
hiUunni lá varalitur og hann tók af hon-
um gyllt lokið og skrúfaði hann upp.
Liturinn var rauður. Geimfarinn
byrjaöi að mála sig allan í framan af
mikilli vandvirkni. Þegar hann haföi
lokið viö hálsinn, andlitiö og skallann
tók hann handspegil af hiUunni og
Utaöi hnakkann. Nú var hann orðinn
eins og einn af hinum rauöu mönnum á
Mars. Nú var hann orðinn eins og einn
af íbúum Helíum, höfuðborgar rauðu
mannanna. Nú mundi enginn á Mars
taka eftir því, að hann var frá öðrum
hnetti. Hann fann dísæta lykt af
andlitinu. Hann reis á fætur og horföi
inn í stofuna og út um gluggann, hann
gat séð flóðlýstan Háskóla Islands í
myrkrinu. Reykjavík var enn á sínum
stað. Hann settist aftur og horföi á
sjálfan sig í speglinum. Það bar mest á
hvítu augnanna í rauðgljáandi andlit-
inu og augun sýndust örlítið skásett.
Gaga er þriðja skáldsaga Ólafs
Gunnarssonar.
Hver svitahola var sýnileg. Hann sat
lengi á stólnum og gaf símanum hom-
auga og beið þess aö einhver hringdi til
aö boöa vopnahlé en þaö hringdi
enginn. Skyndilega fékk hann
óviðráðanlega löngun til þess aö
hringja eitthvað sjálfur. Hringja af
handahófi og gá hver myndi svara,
vita hversu víötækt það var þetta þétt-
riðna net af leikaraskap. Hann tók sím-
tólið og valdi stafina. Hann beiö
spenntur. Hann gat séö að símtaug lá
inn í hin týndu hrævargöng Mars, þar
sem hinir heilögu og grimmu aptar
liggja á verði, en hrævargöngin eru
eina landleiöin til borgarinnar Okar á
norðurpóli Mars. Eftir nokkra stund
kom nývöknuö konurödd í símann og
sagði: — Halló.
— Halló, hvíslaði Geimfarinn.
— Viðhverntala ég? spurði röddin.
— Það hlýtur þú að vita jafnvel og
ég, sagði Geimfarinn, fyrst þú tekur
þátt í þessu. Hann hélt áfram aö
hvísla.
— Hver er þetta? spurði röddin.
— Þú veist vel hver ég er, sagöi
Geimfarinn spottandi.
— Ert þetta þú, Siggi? sagði
röddin og var vöknuö.
— Nei, sagði Geimfarinn. — Ég heiti
ekki Siggi. Ekki láta svona. Ég veit
hvað þiö eruö aö reyna.
— Jú, þetta ert þú, sagöi konan og
varglaövakandi.
— Nei, sagði Geimfarinn. — Ég er
gesturinn frá Terra.
— Þú átt ekki aö vera að hringja
svona seint með stæla, sagöi röddin, ég-
var sofnuð.
— Þaö ert þú sem ert með stæla, ekki
ég, sagði Geimfarinn.
— Er ég með stæla, sagöi röddin og
titraði, er ég með stæla, eftir þaö
hvernig þú hefur komið fram?
— Og hvernig hef ég komiö fram?
spuröi Geimfarinn.
— Þaö ættir þú aö vita best sjálfur,
sagðiröddin.
— Nú? spurðiGeimfarinn.
— Þú veist það, sagði röddin og var
gráti nær.
— Nei, ég hef ekki hugmynd um það,
sagði Geimfarinn. Það voruð þiö sem
byrjuðu. Hér er nóg pláss.
— Gerirðu þér grein fyrir því, sagöi
röddin og var orðin myrk af heift. —
Gerirðu þér grein fyrir því hvaða
skoðun ég hef á þér?
— Nei, sagði Geimfarinn. — Eg vil
ekki neitt sérstakt, ég. . .
— Viltu ekki neitt sérstakt, hvæsti
röddin, hvaö um mig, hvað heldurðu aö
ég hafi gengiö í gegnum, hvernig vog-
aröu þér að tala viö mig, ógeðið þitt, ég
vil fá að verá í friði fyrir þér, snökti
röddin, þú getur ekki leyft þér að tala
svona viö mig, það ætti að drepa þig,
en á ég að segja þér eitt, sagöi röddin
ákveöin, ég hef alltaf vitaö að þú ert
hræddur, hræddur, þú ert skræfa,
skræfa. . .
— Höfin eru þornuö, hér er nóg
pláss, hvíslaði Geimfarinn.
- - Hvað?
— Eg sagöi höfin eru þornuö, það er
nóg pláss á Mars.
— Þú skalt aldrei hringja í mig aftur
meö svona kjaftæði, sagði röddin,
aldrei, aldrei, og það var skellt á.
★
Engin gengisfelling
eða verðbólga
Hjá okkur færðu allt í jólaskreytinguna á lága
verðinu: grenibúnt 95 kr. Jólatré: þinur, rauð-
greni og fura. Kertaskreytingar frá 130 kr. Geysi-
legt úrval af gjafavörum. Odýrar jólatréskúlur.
Skreyttir krossar og greinar á leiði. Hvar færð þú
könglapokann á 5 kr?
I Blómaskálanum, ^
Kársnesbraut 2,
Kópavogi, sími 40980.
VITA-BAR,
Hverfisgötu 82.
ÞÚ PAIMTAR - VIÐ SENDUM.
Smurt brauð — snittur — samlokur
hamborgarar og franskar.
Einnig gos — sælgæti — tóbak og blöð.
í flestum tilvikum sendum
ykkur að kostnaðarlausu á
Reykjavíkursvæðinu.
við
Sími 23535.