Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Qupperneq 33
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984.
33
inu skrýtið, Pólland er að vísu
kommúnistaríki, en það liggur í hjarta
Evrópu og því fannst okkur að þessi
margnefndi skortur hlyti að vera orð-
um aukinn. Svo reyndist ekki vera
heldur þvert á móti.
Fyrsta kvöldið
í Varsjá
Eins og áður er sagt vorum við ekki
í boði flokksins heldur kom það í ljós að
við vorum eingöngu í boði laganema
við Varsjárháskóla og fengum við því
einstakt tækifæri til að kynnast hvað
hinn venjulegi Pólverji verður að gera
séraðgóðu.
Hótelið sem okkur var komið fyrir á
heitir ZNP og er það eitt af fáum
hótelum borgarinnar sem Pólverjar
geta gist á er þeir koma til Varsjár.
Vöruflutmngamiðstöðin
auglýsir
Erum með vöruafgreiðslu okkar opna frá kl. 13 til 17.
Vöruf lutningamiöstööin,
Borgartúni 21.
Sími 10440.
Kropið við gröf prestsins Popieiuszko.
Minningarkross fyrir framan kirkju i miðborg Varsjár.
Á meðan við vorum við kirkjuna röðuðu nokkrir menn sér við gröfina og
stóðu þar heiðursvörð. D V-m yndir S.L.S.
Þaðan var svo haldiö rakleiðis á
einn alfínasta alþýðumatsölustað
borgarinnar, stað sem hinn pólski
verkamaður fer á ef sérstakt tilefni er
til. Þó getur hann leyft sér meira en
menntamaður því þeir fyrmefndu eru
betur launaðir. Sem dæmi má nefna að
kennari við háskólann í Varsjá, er með
um það bil 12.000 zloty í mánaöarlaun
(rúmlega 15$ á svartamarkaðinum) en
götusópari er með 25.000 zloty á mán-
uði og námuverkamaður með. 50.000
zloty. Viðmælendur okkar sögðu að
ástæðan fyrir þessum launamismun í
landinu væri sú að stjórnin vildi halda
tölu menntamanna í lágmarki þar sem
góð menntun væri ógnun við stjórn-
kerfið og væri mönnum því á þennan
hátt refsaö fyrir aö læra. Augljós af-
leiðing þessa er sú að hægt hefur á allri
framþróun í landinu og töldu þeir að
fyrr eöa síðar hlyti hún að stöövast.
Viö spuröum því: Hvers vegna eru
menn þá að mennta sig? Svarið var
tvíþætt: Menn leggja stund á nám af
hugsjón og sætta sig við lág laun, eða
eru flokksjálkar með örugga framtíð
aðafloknunámi.
Frá hótelinu var drjúgur spölur til
matsölustaðarins. Dimmt var orðið er
hópurinn lagði af stað og var gengið í
gegnum miðborg Varsjár. Frostið var
ekki meira en ein eða tvær gráður en
það nísti merg og bein vegna þess hve
rakinn í loftinu var mikill. Maður veitti
því strax athygli að útlendingar voru
ekki á hverju strái og mátti glögglega
þekkja Vesturlandabúa úr mann-
grúanumíVarsjá.
Rektor lagadeildar Varsjárháskóla
hafði verið boðiö til þessa samsætis og
var honum ætlaöur stóll við háborðið
en sá stóll stóð auöur allt kvöldið.
Sama var uppi á teningnum með tvo
gríðarlegur fjöldi manna saman kom-
inn til aö votta hinum látna virðingu
sína. Kirkjan sjálf var full út úr dyrum
og var athöfninni útvarpað til mann-
fjöldans sem stóð utan dyra með stór-
um hátölurum sem héngu utan á
kirkjubyggingunni. Þarna biðu menn
klukkustundum saman til aö geta lagt
blóm á leiði hins látna.
Allt gekk þetta rólega fyrir sig en
meö miklum viröuleikablæ. í garðin-
um, sem umlykur kirkjuna, mátti sjá
bæði skilti og borða þar sem á voru
letruð slagorð til stuðnings „Sam-
stöðu”. Einnig höfðu hinir ýmsu hópar
komið fyrir skiltum þar sem á var
letrað á opinskáan hátt stuðningur við
það sem Popieluszko barðist og stóð
fyrir.
Seinna um daginn var okkur bent á
grein sem birtist í flokksmálgagninu
Trybuna Ludu og falin var á annarri
síðu neðst í hominu til hægri. Þar var
greint frá hörmulegu umferðarslysi
sem lögreglumennimir sem rannsaka
morðið á Popieluszko lentu í. Altalaö
var að hér heföi ekki verið um „slys”
aðræða.
DV-myndir og texti
Stefán L. Stefánsson.
íoUo\ Félagsfundur
W Ml & Starf sfólk í veitingahúsum!
w'
Áríðandi félagsfundur verður haldinn að Hótel Esju mánu-
daginn 17. desember kl. 16.30.
Fundarefni: Staðan í samningamálun.
Áríðandi að allir komi.
Ath. breyttan fundartíma. Stjórnin.
Til sölu
PLYMOUTH DUSTER árg. 1979, innfluttur 1982.
6 cyl. sjálfskiptur og vökvastýri, ekinn 53 þús mílur.
Litur: grásanseraður, nýsprautaður.
Fallegur bíll í góðu standi, fyrir hvern sem er!
Verðhugmynd kr. 240 þús. — Greiðsluskilmálar
Uppl. í síma 93-7160 Kvöldsimi 93-7514
prófessora sem áttu að halda fyrir-
lestra á ráðstefnunni. Seinna kom í ljós
aö þessir ágætu heiðursmenn mættu
ekki vegna mikillar andstöðu stjórn-
valda gegn þessum samtökum sem
buðu okkur en þau eru einu óháðu
stúdentasamtökin sem eftir eru í Pól-
landi.
Máltíðin sem við fengum þetta
kvöld var einkennandi fyrir allar
pólsku máltíðimar okkar. Hveiti er af
skomum skammti í landinu og ekki er
verið að kasta því sem til er i súpur og
fá menn því súpuseyði. Ætli menn að
panta sér mjólkurglas með máltíöinni
er best að láta það ógert því mjólk er
ekki gerilsneydd í Póllandi og eina
mjólkin sem er drykkjarhæf er
mjólkurduft blandað heitu vatni. Kjöt-
skammturinn á mann er tvö kíló á
mánuði og er aöaluppistaöan í máltið-
um manna kartöflur, enda var aðal-
rétturinn þetta kvöld þrír kartöflu-
hlemmar ásamt súrkáli. Skiljanlega er
ekkert ki-ydd til í landinu og maturinn
því fremur bragðlítill. Kaffið var dul-
arfullt korgmauk. í Varsjá eru nokkrir
boðlegir matsölustaðir en verölag þar
er svo hátt að venjulegur Pólverji færi
þar með hálf mánaðarlaun í eina mál-
tíð.
Ráðstefnan
Laugardagurinn 1. des. skyldi verða
fyrsti dagur ráðstefnunnar en brátt
kom í ljós að hann varð sá síðasti
vegna þess að stjórnvöld höfðu litla
velþóknun á þessum hópi vestur-
evrópskra laganema.
Við gröf Popieluszko
Árla morguns 2. desember hélt hóp-
nrinn aft gröf Popieluszko. Þar var
Blómastofa Friðfinns
Suðurlandsbraut 10 — sími 31099
Nýjar
ítalskar
styttur
á mjög
góðu
verði
Mikið affallegri gjafavöru
os skrevtinsum