Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Page 48
48 DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. % HANDTEKINN í ÚTVARPSVWTAU — Formaður Hrekkjalóma- félagsinsíEyjum 39ára Lögreglubíllinn í Vestmannaeyj- um æddi meö blikkandi ljósum niöur á höfn í gærmorgun. Þarstukku út úr honum fimm fílefldir menn meö lög- regluþjón staðarins í broddi fylking- ar. Tóku þeir Þórarin Sigurösson raf- virkjameistara sem þarna var staddur í útvarpsviötali, stungu hon- um inn í bílinn og óku á brott. Þessi uppákoma var liður í af- mælishaldi Þórarins, eöa Tóta í Geisla, eins og hann mun oftast nefndur. Það er Hrekkjalómafélagiö sem stóð fyrir „handtökunni”. Þór- arinn er formaöur þess. Hann varö 39áraígær. Upphaflega ætluöu hrekkjalóm- arnir aö ná afmælisbarninu í rúm- inu. Því mættu þeir fyrir utan heimili hans klukkan sex árdegis. En Þórar- inn var óvenjusnemma á fótum þar sem hann átti aö mæta í viðtal viö Stefán Jökulsson morgunútvarps- mann. Hann fór því aö heiman áður en hrekkjalómana bar aö garði. Þeir gripu þvi til þess ráös aö fá lögreglu- yfirvöld staöarins í lið meö sér, meö fy rrgreindum afleiöingum. B/ys og lúðrasveit I Jigreglubíllinn ók síðan meö blikkandi ljósum heim til Þórarins, aö sjálfsögöu meö hann innanborös. Þar beið hans lúðrasveit, sem lét vel til sín heyra. Flugeldum var skotið á ioft. Loks tendruöu viöstaddir blys til heiöurs foiTnanninum. Honum var í tilefni dagsins afhent stóreflis rjómaterta. Að móttökuathöfninni lokinni héldu hrekkjalómarnir meö formann sinn út í sundlaug. Þar er Þórarinn fastagcstur. A sundlaugarbakkanum beiö veisluborð, skreytt meö kertum sem stungið haföi veriö í öryggjabox. Var það gert í sérstöku heiðursskyni við Þórarin, sem er rafvirkjameist- ari eins og áöur sagði. Aö kaffidrykkju aflokinni mætti afmælisbamið i fyrirhugaö útvarps- viötal niöri á höfn. Var þaö flutt þangað meö viöhöfn í mikilli bílalest Fé/agar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja biésu til heiðurs Þórarni þegar hann steig útúr lögreglubilnum. Kveikt var á blysum og púðurkerlingar sprungu i grið og erg é afmælis- hátiðinni. Var lögð sórstök alúð við uppáhald afmælis Þóararins þar sem Eyjarskeggjar hafa fyrir sið að hverfa á brott á stórafmælum. Þórarinn verður sumsé fertugur á næsta ári. D V-myndir Grimur Ásmundur Friðriksson t.h. afhendir formanni Hrekkjalómafélagsins veglega rjómatertu. Asmundi veittistsiðar ihátiðahöldunum sú ánægja að vera hent i öllum fötunum isundlaug Vestmannaeyja. sem ók flautandi sem leiö lá. Þar söng blandaður karlakór hrekkja- lóma til heiðurs afmælisbarninu í beinni útsendingu í morgunútvarpi. Þegar Þórarinn haföi lokið sér af í viðtalinu fékk hann aö halda óáreitt- ur til vinnu sinnar. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.