Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Side 56
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsinqar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sam birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gœtt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn. -
Frjálst,óhá6 dagblaö
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1984.
Þingmenn
samþykkjaaukin
dagblaðakaup
Við atkvæðagreiðslu um að vísa
fjárlagafrumvarpinu til þriðju um-
ræðu fðr fram sérstök atkvæða-
greiðsla um heimild til dagblaöa-
kaupa. 1 fjárlögum eru veittar 13
milljónir króna til dagblaða en at-
k væðagreiðslan var um heimild til að
kaupa 250 eintök af hverju blaði til
stofnana umfrgm það sem segir i
fjárlögum.
Viö atkvæðagreiðsluna var viðhaft
nafnakali að beiðni Halldórs
Blöndals.
Með heimildinni greiddu 38 at-
kvæði, nei sögðu 15, 4 greiddu ekki
atkvæði og 3 voru fjarverandi. For-
maður Sjálfstæðisflokksins greiddi
atkvæði gegn heimildinni en hún er
borin upp af fjármálaráðherra og
flokksbróður f ormannsins.
DV þiggur ekki þessi rikisstyrktu
dagblaðakaup. -ÞG'
Hallgrímskirkju-
þjófamirdæmdir
Nýlega var kveðinn upp í Saka-
dómi Reykjavíkur dómur yfir þeim
mönnum sem brutust inn i Hall-
grímskirkju skömmu fyrir jól í
fyrra.
Þama var um að ræöa tvo menn
sem viöurkenndu innbrotiö eftir að
lögreglan hafði handtekið þá eftir
mikla leit. Höfðu þeir brotist inn í
kirkjuna og stoliö þaðan silfur-
munum og fleiru sem þeir hugðust
siöan seija til aö fjármagna kaup á
fikniefnum.
I Sakadómi var annar þeirra
dæmdur i fjögurra mánaða fangelsi
og hinn i þriggja mánaða fangelsi
fyrir innbrotið. -klp-
Eimskip ódýrast
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
fær helmingslækkun á flutnings-
kostnaði á frystum sjávarafurðum
til Sovétrikjanna. Þetta reyndist
vera árangur útboös á flutningunum.
Eimskipafélag Islands átti lægst
tilboð þeirra sjö skipafélaga sem
buöu i flutningana. Eimskip bauðst
til að flytja hvert tonn fyrir 55
dollara.
Eimskip hefur haft þessa
flutninga meö höndum í áraraöir.
Félagið hefur að undanförnu tekiö
102dollarafyrirtonnið. -KMU.
Mikiö fyrír lítið...
/MIKLIG4RDUR
Ég endurnýja til alda■
mótal
„ÁSTÆÐULAUST
AÐ GEFA FEÐ TIL
HJÁLPARSTARFA”
— segir framkvæmdastjóri
Háskólahappdrættisins um milljónimar fimm
„Ég minnist þess ekki að hæsti
vinningur í happdrættinu hafi áður
komið upp á óendumýjaðan miða,”
sagöi Jóhannes L. L. Helgason,
framkvæmdastjóri Happdrættis Há-
skólans, í samtali viö DV. Eins og
fram kom í DV í gær kom hæsti vinn-
ingurinn í Happdrætti Háskólans,
sem dreginn var út í vikunni,
samtals fimm milljónir króna, á
miða er ekki hafði verið endur-
nýjaður vegna nýlegs fráfalls eig-
andans. Maðurinn, sem var Reyk-
víkingur, hafði átt miöann í 25 ár,
alltaf endumýjaö með skilum, en
aldrei fengið vinning. Ættingjamir,
sem höföu í mörgu að snúast eftir
fráfall mannsins, gleymdu að endur-
nýja miðann og var þvi sagt aö fimm
milljónimarfengju þeir ekkL
„Hér er reglan sú að það er dregið
úr öllum miðum, seldum, óseldum
eða óendumýjuðum,” sagði
Jóhannes. „Vinningshlutfallið er svo
70% af heildarveltu happdrættisins.
Þeir vinningar sem koma upp á
óselda eða óendumýjaða miöa fara
afturíveltuna.”
— Nú er hér um óvenjustóran
vinning að ræða, heilar fimm
milljónir. Hefur ykkur dottið í hug aö
setja þessa peninga í einhverja
söfnun, kannski Eþíópíusöfnunina?
„Nei, það hefur okkur ekki dottið í
hug, enda höfum við enga heimild til
þess. Eg sé heldur enga ástæðu til
þess. Annaðhvort eiga menn hér
miða eða eiga þá ekki,” sagði
Jóhannes L. L. Helgason.
-KÞ.
Fimm milljónir króna i peningaseðium. I hverju búnti sem Stefán
Stefánsson, aðaifóhirðir Seðlabankans, heldur þama é er hólf milljón
króna. DV-mynd: GVA
Bláfjöllopin
Skiðafólk getur dregið fram skíði
sin um helgina, þab er að segja ef
veður leyfir. Að sögn Stefáns
Kristjánssonar íþróttafulltrúa
verður Bláfjallasvæðiö opiö viðri
sæmilega til skiöaiökana.
I Skálafelli og Hamragili hefur
hins vegar ekki verið opnað enn og
verður að líkindum ekki fyrr en eftir
áramót. -JSS.
Enginkjama-
vopnáíslandi
Geir Hallgrímsson utanrikis-
ráðherra hefur lýst því yfir að
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
rikjanna, hafi fullvissað sig um það
aö Bandarikin muni standa viö allar
skuldbindingar sinar um það að
engin kjamorkuvopn verði leyfð á
Islandi. Eins og fram kom í DV í gær
áttu ráðherramir viöræður i Brussel
á utanrikisráðherrafundi aðildar-
rikja Atlantshafsbandalagsins. -JH.
Palme og Laxness
Um miðjan dag i gær heimsótti Olof
Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar,
Halldór Laxness á Gljúfrasteini. Var
heimsóknin liður i opinberri heimsókn
sænska forsætisráðherrans hingað til
lands.
„Jú, hann kom hér og hans menn.
Þetta var ánægjulegur hópur,” sagði
Halldór i samtali við DV er hinlr
sænsku gestir höfðu kvatt.
— HvemigleistþéráPalme?
„Eg hef séð hann áður og veit hversu
ágætur maður hann er.”
— Umhvaðrædduðþið?
„Það er nú svona i selsköpum þar
sem er fjöldi manns sem varla gétur
þverfótað hver fyrir öðrum..., þá eru
ekkl nein umræðuefni sem hægt er að
státaaf.”
— Þið Palme hafið þá ekki rætt
kjarnorkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum?
„Onei, ekk< töluöum viö um það. ”
— Varboðiðuppákaffi?
„Eitthvað var á borðum, bæði hart
ogfljótandi.”
— Hefurðu aldrei haft hom í siðu
Svía?
„Hom i siðu Svia? I! Það er ótrúlegt
hvernig hægt er að snúa sannlelkanum
við i einni spurningu. Sviar hafa verið
minir bestu vinlr, ég hef enga átt betri
i öllum heiminum og þar á ég mina
bestu lesara,” sagði Halldór Laxness.
Olof Palme flaug til sins heima á
miðnætti. -EIR.
Albert—konur—
ogkrús
Unnur Schram Agústsdóttir og
Geröur Steinþórsdóttir í fram-
kvæmdanefnd um launamál kvenna
fóru á fund Alberts Guðmundssonar
fjármálaráðherra í Alþingishúsinu í
gær. Þær færðu honum að gjöf krús
með merki nefndarinnar en krúsin á
að minna á baráttu kvenna á umliðn-
um árum og áratugum.
Gjöfin var að þeirra sögn
þakklætisvottur fyrir veittan
stuðning vegna hádegisverðar sem
fjármálaráðherra bauð konum til
þann 27. nóvember i tengslum við
ASI-þingið. Sá hádegisverðarfundur
markaði timamót, sögðu þær.
-DV-mynd KAE.
DV-mynd: KAE