Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 4
4
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
Nokkur hundruð tonn af
skötu í landann á morgun
Skata hefur veriö á boröum Is-
lendinga á messu heilags Þorláks
svo lengi sem elstu menn muna.
Arlega eru seld fleiri tonn af skötu
fyrir þennan dag. Nú ber Þorláks-
messu upp á sunnudag og því öll
skötusala heldur fyrr á ferðinni en
ella. Viö hringdum í nokkrar
verslanir og spurðum hvort þeir
væru vel undir skötusöluna búnir.
I Hagkaupi fengust þær
upplýsingar aö nú þegar væri búiö að
selja um 250 kg af skötu, bæöi frosinni
og ófrosinni. Gert var ráð fyrir mik-
illi sölu. Þar kostaöi skatan 110,50 kr.
kg-
Nýja verslunin Víöir í Mjóddinni
var vel undir skötusöluna búin og var
þar til nóg af góðri, vestfirskri skötu.
I fyrra voru seld í Víði í Starmýri og
Skatan er herramannsmatur aö sögn
fjölda manna. En stundum getur
verið betra aö hafa klút fyrir vitum
sér á meðan hún er matreidd!
DV-mynd KAE
Austurstræti um 450 kg. I ár gera
þessar þrjár verslanir ráö fyrir aö
selja 750 kg eöa allt upp í eitt tonn.
Kgkostarl20 kr.
Hjá Oskari Guðmundssyni hjá Sæ-
björgu fengust þær upplýsingar aö
þeir væru vel undir mikla skötusölu
búnir. Hann sagði aö þeir heföu selt
um 1,7 tonn í fyrra og ráögeröu
annað eins í ár. Skatan kostar 104 kr.
hjá Sæbjörgu.
I fiskbúöinni í Grímsbæ var til nóg
af bæöi kæstri og saltaöri skötu og
kostaði hún83kr. kg.
I Vörumarkaðinum var reiknað
meö nálægt þúsund kg skötusölu í ár.
I fyrra seldust milli 600 og 700 kg en
vegna þess aö Þorláksmessu ber upp
á sunnudag reikna þeir meö jafnvel
meiri skötusölu, sagði Þóröur Þor-
grímsson verslunarstjóri. Skatan
kostar 129 og 142 kr. kg eftir því hver
verkunaraðferðin er.
Hjá „okkar” manni í Hafrúnu voru
800—900 kg klár fyrir heilagan Þor-
láksdag. Björgvin Konráðsson sejiir
aö skötuneysla sé farin aö dreifast á
allt árið. Hann segir aö skatan sé
best annaðhvort meö hnoömör eöa
floti. Skatan kostar 120 kr. kg í Haf-
rúnu.
A.Bj.
Verölaunahafinn Valur Þórsson
stcndur vinstra megin við gíraff-
ann og viö hlið honum Björn
Astmundsson, forstjórí Reykja-
lunds. Hægra mcgin standa Örn,
tvíburabróðir Vals, og foreldrar
þeirra, Þyri Andersen og Þór
Guðmundsson.
Lego-verð-
laun af hent
Verölaun í samkeppni þeirri
sem Lego á Islandi efndi tíl á sýn-
ingunni „Heimiliö ’84” voru afhent
að Reykjalundi þann 6. descmber.
Fyrstu verölaun hlaut Valur Þórs-
son, Rauðahjalla 7 Kópavogi, og
eru fyrstu verðlaun ferð til
Legolands í Danmörku meö for-
eldrum verðlaunahafans.
Samkeppnin fólst í því aö gera
módel úr Lego-kubbum og máttu
ekki vera fleiri en 25 kubbar í
hverju módeli. I lok hvers
sýningardags voru valin 3
skemmtilegustu módelin og fengu
höfundar þeirra viðurkenningar-
skjal. I lok sýningarinnar var svo
valið besta módelið. Dómnefnd
skipuöu Gunnlaugur Halldórsson
arkitekt, Páll Sturluson, söiustjóri
Lego á Islandi, og Halldór
Guömundsson, framkvæmdastjóri
Auglýsingastofunnar hf.
Börnin á Eskifiröi:
Saf na handa
börnumíEþíópíu
Frá Emil Thorarensen, Eskiflröi:
Níu ára krakkar í þriðja bekk
Grunnskóla Eskifjaröar sýndu
mikinn dugnað ásamt kennara sín-
um Ragnari Lárussyni er þau
efndu til tombólu sl. laugardag.
Agóðann, 5.600 krónur, færöu þau
Rauða krossi Islands í Eþíópíusöfn-
unina.
Norsku sjónvarpssendingarnar til Svalbarða hef jast f dag:
Kostnaðurinn mun ráða
miklu um afstöðu mína
— segir Markús Öm Antonsson sem tekur við störfum útvarpsstjóra um áramótin
„Því meir sem ég hugsa um þetta
mál renna á mig tvær grímur. Aö fá
efni norska sjónvarpsins hingaö óþýtt
og ótextað tel ég óráðlegt,” sagði Eiður
Guönason, þingmaöur Alþýöuflokks, í
umræöu um norskt sjónvarpsefni frá
gervihnettinum EGS 2 til Islands.
Hann hafði beint fyrii-spurnum til
menntamálaráðherra, Ragnhildar
Helgadóttui, á Alþingi um hvort hún
hafi í nafni ríkisstjórnarinnar hafiö
samningaviöræöur við norsk stjórn-
völd um þessar sendingar. Taldi þing-
maöurinn rétt að umræða um þetta
mál færi fram á þingi og kannaöur
þingviljinn.
I dag hefjast sendingar til Svalbaröa
um gervihnöttinn frá norska ríkisút-
varpinu sem möguleiki er aö móttaka
á Islandi og Færeyjum meö réttum
móttök us kily rðum.
Menntamálaráðherra sagöi að
aðeins heföu farið fram óformlegar
umræöur um þessar sendingar.
Móttökustöö þyrfti aö reisa hér til aö
taka á móti efninu og er þaö aðal-
kostnaður okkar Islendinga. Sagðist
menntamálaráðherra fela forráöa-
mönnumRíkisútvarpsins aö gera sér-
staka athugun á málinu og eiga
viöræöur viö norska útvarpsmenn.
Þegar niöurstööur úr þeim viöræöum
lægju fyrú- væri hægt aö taka ein-
hverja ákvöröun í málinu.
Kveð ekki upp dóm
Þær viöræður veröa eitt af fyrstu
verkefnum verðandi útvarpsstjóra,
Markúsar Arnar Antonssonar.
„I fyrsta lagi þarf ég að fá ítarlegar
upplýsingar um þaö hvaöa umfjöllun
þessi mál hafa fengið hjá embættis-
mönnum Ríkisútvarpsins í samvinnu
við norska starfsbræður,” svaraöi
Markús öm þegar DV spuröi hann
álits á gervihnattarsendingum frá
norska ríkisútvarpinu.
,,Ég tel að þaö sé kostnaðarhliðin við
þessa framkvæmd sem þarfnist fyrst
og fremst athugunar við og veröi til
þess aö hafa veruleg áhrif á afstöðu
manna til verkefnisins,” sagði hann
ennfremur. „Um kostnaöarhliöina vil
ég ekki fyrirfram dæma og ég vil
heldur ekki kveöa upp dóma um
norska sjónvarpsdagskrá í þessu sam-
bandi.
„Mér sýnist að um gæti orðið aö
ræða verulegt tæknilegt framfaraspor
fyrir sjónvarpiö. Það er ljóst aö þeir
tímar eru aö renna upp sem knýja á
um aö íslenska sjónvarpið geri ráö-
stafanir til að tengjast umheiminum
meö gervihnattasambandi. ”
„Ef tækifæri bjóöast til þess nú fljót-
lega í samvinnu við Norðmenn,” sagði
Markús Örn Antonsson, „finnst mér
ekkert áhorfsmál aö viö ættum aö fara
inn á þá braut í tilraunaskyni. Að sjálf-
sögöu meö fyrirvara um kostnaöinn.”
AFGREIÐSLUTÍMI
VERSLÁNA
OG SÖLUBÚÐA
Afgreiðslutími verslana og sölu-
búöa verður meö ýmsum hætti síö-
ustu dagana fyrir jól og jóladagana.
Verslanir veröa opnar til klukkan
23 í kvöld og til hádegis á mánudag,
aöfangadag. Bankar veröa lokaöir í
dag en opnir til hádegis á mánudag.
Söluturnar veröa opnir til klukkan
23.30 í dag og á morgun, en til hádeg-
is á aðfangadag. Lokað veröur á jóla-
dag, en opiö meö venjulegum hætti
annan dag jóla. Bensínstöðvar veröa
opnar meö eölilegum hætti í dag og á
morgun, þaö er frá 7.30 til 21.15, en á
mánudag frá 7.30 til 15. Lokaö verður
jóladag en opið annan dag jóla frá
9.30 til 11.30 og 13 til 15.
Sölubúöir Áfengisverslunarinnar
veröa lokaðar í dag og á mánudag.
Þá verða blómaverslanir opnar í dag
og á morgun milli klukkan 9 og 22. Á
aöfangadag veröur opið frá 9 til 14,
lokað jóladag, svo og verða flestar
þeirra einnig lokaöar á annan dag
jóla.
-KÞ
,Jólasveinn?" hugsa börnin. „Var barnifl að borfla is?" hugsa þeir
fullorðnu. Það sanna í málinu er að stráksi limdi smábómull í and-
litifl i jólaföndrinu í Grunnskólanum á Þórshöfn i siðustu viku.
EH/DV-mynd JBH