Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Stærsta eldfjall i Asiu. Sovéskir rannsóknarmenn fara þarna á hundasleða að hinu 4850 metra háa eldfjalli, Klutschewskaja Sopka, sem erá Kamtsjatkaskaga. Það er stærsta eldfjall i Asiu. Pegar sýður upp úrjörð Inni Mestu náttúruhamfarir, sem vitaö er til aö orðið hafi á jörðinni okkar, urðu fyrir um það bil 20.000 árum. Þá sprengdi eldgos 40 kílóinetra breiða og 100 kílóinetra langa gjá á indónesísku eynniSúmötru. Ský af hvítglóandi ösku dreifðist yfir eyna með mörg hundruö kilómetra hraða á klukkustund. Eftir gosiö huldi ský, sem var næstum því 20.000 ferkíló- metrar.eyna. Leiöandi vísindamenn nú á dögum telja uð þetta gos og afleiðingarnar sein þaö haföi á andrúmsloftið gætu hafa nægt til þess aö valda síðasta ísaldarskeiöi. Þaim 18. maí 1980,20.000 árum síöar, skalf rikiö Washington í norðvestur- horni Bandaríkjanna þegar fjalliö St. Helens sprakk eins og fallbyssuskot eftir að ókyrrð og smærri gos höfðu veriö á svæðinu um mánaðarskeið. Þrátt fyrir að vakað væri yfir fjall- inu með þeim besta búnaði sem menn eiga og þrátt fyrir að herskarar af rannsóknarmönnum hafi tekið þátt í aö fylgjast með þróuninni kom útrúlega kröftugt gos St. Helens þeún í opna skjöld u og það svo að 34 menn dóu. 400 ferkílómetrar lögðust í eyði Eyðmgin var ógurleg. Hálfum teningskílómetra af fjallstindinum var skotið næstum 20 kilómetra upp í andrúmsloftið. A fáum sekúndum lagði gosiö um það bil 400 ferkílómetra í kringum St. Helens í eyði. Eyðileggjandi þrýstibylgjan, sem fór meö að minnsta kosti 160 kílómetra hraöa á klukkustund, lagði mörg hundruð ára gömul tré út af á nokkrum sekúndum eins og þau væru eldspýtur. Trén rifnuöu upp með rótum og börk- urúin flagnaði af þeim. Því næst kom syndaflóð af glóandi ösku, sjóðandi drullu og bráðnuöum jökulis sem ruddi sér leið niður fjallið og eyddi öllu sein á vegi þess var: brúm, vegum og byggúigum. Þegar tröllaukið öskuskýið yfir eld- f jallinu barst með vindinum í austurátt breyttist dagsbirtan í dimmasta myrk- Fórnarlömb Vesúviusar voru mörg þusund er fjallið sprakk árið '79 og aska lagðist yfir Pompeji og ibúa borgarinnar. Uppgröftur fornleifafræðinga sýnirhve skyndilega þetta hefur borið að. ur, ösku rigndi yfir næstum því milljón ferkílómetra í ellefu amerískum fylkj- um. Þegar komin var nokkurn veginn á kyrrð í náttúrunni haföi umhverfiö í kringum St. Helens, áöur vinsælt af póstkortaljósmyndurum, breyst í litlaust, liflaust eyðisvæði þar sem brennisteinsfnykinn lagði yfir. Þaö sem eftir var af fjallstindinum gnæföi eins og skemmd tönn mót himni. Geysileg tækni 20. aldarinnar hafði ekki komið að neinu haldi gegn nátt- úruöflunum. Þó stórt væri var gosið í St. Helens langt frá því aö vera hiö mest eyðandi ef litiö er til síðustu tvö hundruð ára. Þegar úidónesíska eldfjalliö Krakatoa sprakk árið 1883 dóu 36.000 manns. Geysilegt öskuský, sem mynd- aöist við gosiö, sveúnaði í mörg ár um- hverfis jörðu í allt aö átta kilómetra hæð. Það olli kynlegum fyrirbærum eins og grænbláu sólsetri og bleikrauðu mánaskini. Öskuskýið haföi einnig áhrif á veðrið. Á nyrðri hluta hnattar- úis lækkaöi hitastig um allt að hálfa gráöu því að öskulagiö hindraði að hluti sólargeislanna næði til jaröar. Nítján árum síðar dóu 30.000 þegar Mount Pelé á karabisku eynni Martinique sprakk í gosi sem varö þann 8. maí 1902. Á nokkrum minútum urðu eitraðar gastegundirnar 30.000 mannsaðbana. Listinn yfir söguleg gos er langur. . Frægast er líklega gos í Vesúvíusi árið 79, samkvæmt okkar tímatali. Bæirnir Pompeji og Herculaneum grófust í metraþykku hraun- og öskulagi. Etna slitur toglínu. Sikileyjarbúar hafa smám saman lært að lifa við Etnu jafnvelþó að hún valdi oft miklum skaða eins og að rifa niður toglinu. 10.000 íslendingar fórust þegar gos drap húsdýrin Island er einnig á þessum lista meö mánaðarlöngu gosi í Laka, áriö 1783. Þá dóu 10.000 Islendingar, eöa um fúnmti hluti af íbúum. Astæðan var sú að eitraðar gufur frá eldf jallúiu drápu stóran hluta búfénaðar. Einmitt þetta gos er athyglisvert vegna þess að að svo miklu leyti sem vitaö er var þetta í fyrsta súin sem tek- ið var eftir því að gos höfðu áhrif á veð- urfar. Sá sem fékk þær hugmyndir var Benjamín Franklín sem var nýskipað- ur sendiherra Bandaríkjanna í Paris. Hann tók eftir óvenjumiklu mistri yfir Evrópu sem leiddi af sér svöl sumur og óvenjukalda vetur. Astæöan var Þrátt fyrir alla niltímatækni er madurinn næsta máttlítill þeg'ar eldgos verður. Askan, hraunið og margar eitraðar lofttegundir spiia dauða og eyðileggingu á nokkrum sekúndum og það hefur áhrif á veðurfar um margra ára skeið. Rannsóknarmenn reyna án árangurs að segja fyrir um gos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.