Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 21 „TÉKKNESKA BRÚIN ER HRUNIN” — Nóbelsskáldið Jaroslav Seifert ræðir um Ijóðagerð og stjórnmál Seifert rar spurdur hvad löng œvi hefdi kennt honum um stjórnmál. ,,Frómt frá sagt ekki neitt. Ég hef adeins áhuga á Ijódlist. .. ” JaroslavSeifert? Hann fékk nóbelsverðlaunin í bók- menntumnúíár. Svíarnir í nóbelsnefndinni eru veikir fyrir lítt þekktum ljóðskáldum, þaö hafa þeir margoft sýnt og sannað. Seifert er Tékki og utan Tékkóslóvakíu hafði nálega enginn heyrt hans getið fyrr en Svíarnir tóku upp á því aö veita honum eftirsóttustu bókmennta- verölaun heims. I heimalandi sínu nýtur hann aftur á móti mikils álits, bæöi fyrir ljóð sín og baráttu sina fyrir sjálfstæði listamanna gagnvart stjórn- völdum. Hann hefur aldrei látið hlut sinn og var meðal þeirra sem undirrit- uðu mannréttindayfirlýsinguna Charta 77. Stjórnvöld hafa lengst af bannað honum að birta ljóð sín opinberlega, enda þótt þau séu í eðli sínu ópólitísk, en fyrir skömmu var banninu aflétt. Það mun hafa gerst þegar stjórnvöld geröu sér grein fyrir því að ljóð Seiferts væru hvort eð væri mikið lesin í neðanjaröarútgáfum. Seifert er 83ja ára gamall og heilsu- veill. Hann komst ekki til Stokkhólms aö taka við verðlaununum og tók því dóttir hans, Jana, viö þeim fyrir hans hönd. „Ljóð mín eru auðskíljanleg" Nýja nóbelsskáldið hefur sjaldan veitt viðtöl um ævina. Skömmu fyrir afhendingu verðlaunanna féllst hann þo á að spjalla við tvo útsendara bandaríska fréttaritsins TIME og fór viðtaiið fram á heimili hans í Prag. Þar er allt þakiö bókum, eins og vera ber, og meöal minjagripa er líkneski af Tómás Masaryk, fyrsta forseta Tékkóslóvakíu. Hann er einn af fáum stjórnmálamönnum sem Jaroslav Seifert hefur í hávegum. Fæstir útlendingar, hófu TIME- menn viðtalið, þekkja verk þín. Hvernig myndirðu lýsa ljóðum þinum? Ljóð min eru auöskiljanleg. Þau eru ritgerðir í ljóðformi. I upphafi ferils mins voru þau yfirleitt rímuð og fjarska sönghæf. Núorðið yrki ég aðal- lega órímuð ljóö. Rímið er ekki alveg horfið en ég legg mesta áherslu á innri ryþma. Telur þú að þú hafir hlotið nóbeis- vcrðlaunin sem fulltrúi allrar Tékkó- slóvakíu? Kannski er goögá að segja það, en ég tel að svo sé. Að minnsta kosti hlaut ég verðlaunin sem fulltrúi meirihluta Tékka, þeirra sem hugsa svipað og ég og elska bókmenntir eins og ég. Ævi þín er oröin löng. Hvað hefur hún kennt þér um stjórnmál? Frómt frá sagt: ekki neitt. Ég hafði aðeins áhuga á ljóðlist. Samband mitt við stjórnmál hefur minnkað, einkum eftir dauða Masaryks. Akveðnum skoðunum var þröngvaö upp á mig. Og þar sem ég haföi ákveönar skoðanir hlaut ég að skipta mér af stjórnmál- um. Ég er tilfinninganæmur maður. Mér auðnaðist að túlka skoðanir þjóðarinnar og í mér fann hún tals- mann. „Friðurinn þarfnast ekki Ijóðlistar" Hvert er hamingjuríkasta tímabil ævi þinnar? Hamingjuríkasta tímabil minnar kynslóðar var tíminn milli stríða. Veist þú hvers vegna? Vegna þess aö þá vorum við ung. En þá virtist líka allt vera mögulegt. Okkur virtist sem viö hefðum um síöir öðlast frelsi. Álítur þú að mikilfengleg list þurfi freisi? Já, andrúmsloft frelsis er nauðsynlegt. Erfiðleikatímar geta hins vegar einnig lagt sitt til málanna. Hvað um þátttöku í stjórnmálum? I Tékkóslóvakíu er litiö svo á aö það sé menningarauki aö því að taka ekki þátt í ýmsum hlutum. Ef til vill eru stjórnmálin þar á meöal. Hefur þú áhyggjur af ástandinu í heiminum? Af friðarmálum, til dæmis. Öll hugsum við um frið. Við óttumst stríð sem gæti brotist út. Sum ljóöskáld yrkja um friðinn en ég er ekki eitt þeirra. Friðurinn þarfnast ekki ljóð- listar. Ljóðlistin er afleiöing, ávöxtur friðarins, og friðarins innra með lista- manninum. Hver telur þú að verði framtíð Tékkóslóvakíu? Það er komið undir ykkur Banda- ríkjamönnum og Sovétmönnum. Áttu við að Bandaríkjamenn og Sovétmenn ráöi því hvort friður haldist? Það minnsta sem þiö getið gert er að setjast niður og ræða málin og reyna að viðhalda óbreyttu ástandi. En það er ekki nóg til þess að breyta neinu. „Það er engin Austur-Evrópa til" Hvernig ættu Bandarikin að líta á Austur-Evrópu? Frá okkar sjónarmiöi séö er engin Austur-Evrópa til. Um er að ræða mörg lönd, Tékkóslóvakíu, Pólland, Ungverjaland, Júgóslavíu. Þið ættuð ekki að líta á okkur sem eina heild. Hefur þú nokkur skilaboð handa bandarísku þjóðinni? Lesið ljóö okkar. Ef það er hægt. Þaö er dálítið vandasamt aö tala um þessa hluti. Fólkið ykkar ætti að meta frelsi sitt. Þegar minnst er á New York kcmur kraftur upp í hugann. París stendur fyrir þokka og London fyrir fágun og pcninga. Hvernig myndir þú lýsa Prag? Þetta er lítil þjóð. En alla okkar sögu hefur Prag verið sverð og skjöldur Tékkóslóvakíu. Utlendingar hafa hvað eftir annað reynt að yfirbuga borgina meö vopnum. Við höfum alltaf snúist til varnar. Þess vegna elskum viö Prag. Svo er borgin undur falleg. Hún er fallegri en New York. Er Prag tákn mótspyrnu? Já. En þetta er þolinmóö mótspyrna. Saga þjóðarinnar, allt aftur til þrjátíu ára stríösins á sautjándu öld, sýnir að viö höfum alltaf átt í útistöðum við stórveldi á landamærum okkar, svo sem Þýskaland og Rússland. En við búum jafnframt í hjarta Evrópu. Stjórnmálamenn eins og Masaryk vildu nota Tékkóslóvakíu til þess aö reisa brú milli austurs og vesturs. Og hvernig stenst sú brú núna? Það er engin brú. Hún er hrunin. Þýtt —IJ. Sófaborð með eða án flísa í fjöl- breyttu úrvali. Sófasett: grátt, svart og hvítt. Opið til kl. 23.00 i kvöld. Athugið, opið sunnudag frá kl. 13-18. I\I|Y|F@R|M Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, simi 51100 Borð og stólar í Ijósu og dökku brenni. Mikið úrval af speglum og kommóðum í mörgum gerðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.